Morgunblaðið - 11.03.1975, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975
eiiititó
Utgefandi
Framkvæmdastióri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn
Auglýsinga r
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Um það bil sem samn-
ingavióræöur um kaup
og kjör hófust aó ráói
haustió 1973 er lyktaöi með
febrúarsamkomulaginu
svonefnda fyrir rúmu ári,
var þaó yfirlýst markmió
verkalýóshreyfingarinnar
aó ná fram meiri kjarabót-
um fyrir hina lægstlaun-
uóu en þá, sem hærri tekj-
ur höfóu. Þegar upp var
staóið frá samningununr
kom hins vegar í ljós, aó
nióurstaóan varó þveröfug.
Hinir lægstlaunuóu fengu
u.þ.b. 20% kauphækkun en
ýmsir hópar í hærri tekju-
flokkum innan ASÍ l'engu
yfir 40% kauphækkun.
Þetta var vióurkennt af
forystumönnum verkalýós-
samtakanna og játaö, aö
þarna heföu oróió alvarleg
mistök. Vinstri stjórnin
vióurkenndi þetta einnig
meó því aó leggja fram til-
lögu um, aö allar kaup-
hækkanir, sem samiö var
um umfram 20% yröu
afnumdar. Aó þeirri tillögu
stóð m.a. þáverandi ráó-
herra, Magnús Kjartans-
son.
Vinstri stjórnin vióur-
kenndi einnig í raun, aó
meó þessari samningsgeró
hefði verió farió langt út
fyrir skynsamleg takmörk
meö því aö taka vísitöluna
úr sambandi hinn 1. júní
1974. Núverandi ríkis-
stjórn staófesti þá ákvöró-
un sl. haust um leið og hún
lýsti yfir þeim vilja sínum
aó gera þaó sem í hennar
valdi stæói til þess aó bæta
kjör láglaunafólks. Þaö var
gert í raun sl. haust meó
lögfestingu launajöfnunar-
bóta á lægstu laun. Ef tekió
er tillit til þeirra, kaup-
hækkunar um 3% hinn 1.
desember sl., tilboós vinnu-
veitenda um 3800 króna
hækkun launajöfnunar-
bóta nú og hugmynda, sem
settar hafa veriö fram af
fulltrúa ríkisstjórnarinnar
um skattabreytingar, ligg-
ur á borðinu kjarabót til
handa hinum lægst laun-
uöu, sem jafngildir yfir
30% kauphækkun frá því í
haust. Samkvæmt þessu
hefur því verulega miöað í
átt til þess, aö bæta hinum
lægstlaunuóu þá kjara-
skeróingu, sem þeir hafa
oróið fyrir frá því aö
febrúarsamningarnir voru
geröir.
Á hinn bóginn hafa
menn hingaó til verió sam-
mála um, aó þeir sem vió
betri kjör búa verði enn
um sinn að taka á sig
umtalsveróa kjaraskerð-
ingu vegna þeirra efna-
hagsáfalla, sem þjóöin
hefur oróið fyrir og á þaó
jafnt vió um hærri tekju-
hópa innan ASÍ sem aóra.
Launajöfnunarbæturnar
hafa þá þau áhrif aó
minnka bilið sem jókst í
febrúarsamningunum milli
láglaunamanna og'hinna,
og allir voru þá sammála
um aö væri óréttmætt.
Nú bregóur hins vegar
svo vió, aó einn stjórnmála-
flokkur sýnist ætla að
hafna þeirri stefnu aó fyrst
og fremst eigi aö bæta kjör
þeirra, sem vió verstan hag
búa og jafna þannig bilió
milli þeirra og hinna betur
settu. Þessi stjórnmála-
flokkur er Alþýóubanda-
lagió, en einn af helztu for-
ystumönnum þess, Magnús
Kjartansson, skrifar for-
ystugrein í Þjóðviljann sl.
sunnudag, þar sem hann
leggur til, aö febrúarsamn-
ingarnir verói endurreistir
í óbreyttri mynd en niður-
staöa þeirra varó sú eins og
áöur er getið aó hærri-
launa hópar innan ASÍ
fengu langtum meiri kaup-
hækkanir en láglauna-
mennirnir. Eins og rétti-
lega er bent á í sunnudags-
hugleiöingum Þórarins
Þórarinssonar í Tímanum í
fyrradag mundi þetta
þýða, aó ójöfnuóinum frá
því í fyrra yrði viðhaldió í
staó þess, að hann verói
jafnaóur meó láglauna-
stefnunni. Magnús
Kjartansson sem sl. vor
sem ráóherra vildi afnema
allar kauphækkanir um-
fram 20% hefur nú gerzt
einn helzti talsmaóur þess
aó hærrilauna menn haldi
þeim hlut umfram aöra,
sem þeir fengu meó
febrúarsamningunum!
Þessi afstaóa Alþýóu-
bandalagsins hlýtur aó
vekja mikla athygli en
ótrúlegt verður aó telja, aó
hún njóti nokkurs hljóm-
grunns meðal almennings
eóa innan verkalýóshreyf-
ingarinnar. Öllum lands-
mönnum er ljóst, að kjara-
skeróing er óhjákvæmileg
um þessar mundir vegna
mjög versnandi viöskipta-
kjara þjóóarinnar, sem
stafar annars vegar af al-
varlegu verófalli og jafn-
vel verðhruni á sumum út-
flutningsafuröum og hins
vegar af sífelldri hækkun á
verði innflutningsvara.
Sanngirni og réttsýni Is-
lendinga er áreióanlega
slík, aó menn vilja aó vió
þessar aðstæður sé megin-
áherzla lögð á aö bæta kjör
hinna lægst launuóu en aó
aðrir sýni nokkra biðlund
þar til betur árar. Þótt ein-
ungis sé tekió tillit til
hækkunar launajöfnunar-
bóta í haust, kauphækkun-
ar 1. desember og tilboós
vinnuveitenda um hækkun
launajöfnunarbóta nú,
þýóir þaó aó láglaunafólki
er bætt aó fullu sú hækkun
framfærsluvísitölu, frá því
í haust sem þegar er komin
fram. Og koma þá hug-
myndir ríkisstjórnarinnar
um skattabreytingar þvi til
viöbótar. Þetta er stefna
sem allir réttsýnir menn
hljóta aó vióurkenna, að er
hin eina rétta viö núver-
andi aóstæóur og þaó ber
að harma, aó Alþýóubanda-
lagió hefur skorizt úr leik
meó þeim hætti, sem þaó
hefur gert. Þaó hefói ein-
hvern tíma þótt saga til
næsta bæjar, að forystu-
menn þess teldu það helzta
hlutverk sitt aó berjast fyr-
ir bættum hag þeirra efna-
meiri á kostnaó hinna, sem
minna mega sín.
Alþýðubandalag hafnar
launajöfnunar stefnu
Tómas Guðmundsson skáld:
í-.
íslenzkt
ljóðasafn
fiíðari hluti nítjándu aldar
— Upphaf tuttugustu aldar
- Ritstjóri Kristján KarLsson
UM íslenzkt ljóóasafn
AB sem út keniur í dag
hefur Tómas Guðmunds-
son skáld skrifaö eftir-
farandi grein:
Þegar AB tók fyrir nokkrum
áruni aó hugleiða nauðsyn þess,
að almenningi gæfist kostur á
tiltölulega víðtæku og jafn-
framt handhægu safni
íslenskra þjóðsagna, þótti félag-
inu sem allt væri komið undir
þvi, hvernig til tækist um sam-
antekt slíks verks. Var þá strax
horfið aó því ráði aö leita til
prófessors Sigurðar Nordals,
þess manns, sem um fram aðra
Islendínga mátti teljast sjálf-
kjörinn til þessa starfs, og um
leið og hann tók það að sér,
þótti félaginu sem allur vand-
inn væri leystur, enda má
segja, að sú hafi orðið raunin.
Að minnsta kosti er ekki vitaö,
að sams konar safnrit hafi á
jafnskömmum tíma náð áþekk-
um vinsældum meðal alls al-
mennings, enda má fullyröa, að
Þjóðsagnabók Nordals hafi
strax eígnast sæti meðal sí-
gildra rita íslenskra og muni
um langan aldur halda áfram
að vera nýjum kynslóðum eftir-
lætislestur og heimilisprýði.
Það var einmitt í sama mund
og Þjóðsagnabók Nordals var
vel á veg komin, að AB hóf
áætlanir um annað sambæri-
legt safnrit, sem sækti efni sitt í
íslenska ljóðagerð af fornu og
nýju, án þess þó að um úrval i
venjulegum skilningi væri að
ræða framar því, er átti sér stað
um Þjóðsagnabókina. Hins veg-
ar skyldi að því stefnt, að safniö
speglaði andlit skáldskaparins
á sínum tíma í talsvert yfir-
gripsmeiri og breiðari mynd
en önnur þau safnrit Ijóða, sem
hér hafa komið út. Að minnsta
kosti eitt þeirra, Islands þús-
und ár. (llelr.afel! 1947) var þó
a! forleggjarans hálfugert mjög
myndai legu úr garði, enda
löngu uppselt, en efnislega
virðist það hafa goldíð þess, að
þar voru að verki of margir
menn og næsta ólík sjónarmið,
jafnt gagnvart skáldskap sem
markmiöi ljóðasafnsins. Þaö
er kunnara en frá þurfí að
segja, að samantekt flestra
þeirra bókmenntalegu sýnisrita
erlendra, er lengst hafa staðið
af sér tímans tönn, eru eins
manns verk og bera að sama
skapi með sér hreinni og heil-
legri persónusvip. Það var því
frá öndverðu skoðun AB, að sá
háttur skyldi einnig hafður á
hér, og rak þá að hinu sama og
verið hafði um Þjóðsagnabók-
ina, að ekki væri nema um einn
mann að ræða, sem treysti yrði
til að leysa verkið af hendi að
ítrustu kröfum, en það var
Kristján Karlsson, bókmennt-
fræðingur. Ætla ég meira en
hæpið, að þessi útgáfa hefði
nokkru sinni komið til álita,
hvað þá til framkvæmda, ef
hann hefði ekki góðfúslega tek-
ið aó sér val kvæðanna og um-
sjón með útgáfunni.
Að tillögu Kristjáns Karls-
sonar var gert ráð fyrir, að ÍS-
LENSKT LJOÐASAFN yrði
alls fimm bindi, eða sem næst
2000 bls. að stærð, og er eitt
þeirra pð koma út hjá Bóka-
klúbbi AB, rösklega 390 bls, að
meðtöldum formála og ævi-
ágripum þeirra 39 skálda, sem
þar eiga allt frá einu og upp i
tuttugu og fjögur kvæði. En
þetta bindi, sem verður hið
þriðja í röðinni, tekur til síðari
hluta nítjándu aldar og upp-
hafs tuttugustu aldar, en eins
og segir í formálanum er „óvíst,
hvort íslensk ljóðagerð hefir
nokkru sinni gegnt jafnmiklu
þjóðfélagslegu hlutverki." Það
má því teljast vel við hæfi að
kynna ritsafnið með þessu
bindi, og sökum þekkingar
sinnar á þessu tímabili, sem þó
er nógu langt undan til að unnt
sé að líta það hlutlausum aug-
um, ætti þorri lesenda að hafa
tiltölulega góð skilyrði til að
draga af því ályktanir um þau
sjónarmið, sem ráða munu sam-
antekt ritsafnsins i heild.
Fjöldí skáldanna i þessu
bindi gefur strax til kynna, að
hér er leitað meiri breiddar en
átt hefur sér stað um önnur
skyld ljóðaúrtök, sem hér hafa
verið gerð, enda kveðst K. K.
hafa kosið að taka með „fremur
fieiri en færri höfunda." Þessi
„breídd" ljóðasafnsins gefur
þvf stórum meira menningar-
sögulegt gildí, auk þess sem það
eykur fjölbreytni ljóðanna og
gerir þau öll í heild bæði for-
vitnilegri og læsilegri. Þá er
það ekki síður þýðingarmikið,
að nú kemur til sögunnar fjiildi
ljóða, sem leysir sjálfkrafa af
hólmi margan þann skáldskap,
sem er fyrir löngu búinn að
glata svip sínum og gildi eftir
að hafa „gengið aftur“ áratug-
um saman í skólaljóðum, úr-
valsljóðum og alls kyns „sýnis-
bókum“. Allt þetta mun al-
menningur kunna að meta, því
sennilega vita íslendingar það
flestum þjóðum betur, að þær
bókmenntir eru illa á vegi
staddar, sem ekki hafa nema
stórskáldum einum á að skipa.
En eigi ljóðlistarstefnur sér
ógreinilegri tímamörk hér en
víðast hvar annars staðar, kem-
ur það væntanlega til af því
hversu ljóðagerð hefur staðið
djúpum rótum með þjóðinni og
verið henni eðlisbundin. Þessi
eðlisfesta hefur bægt frá henni
flestum snöggum byltingum I
ljóðlistinni. Hún metur Ijóð
eftir því, hversu þau falla
henni í geð, og þá er mæli-
kvarðinn ekki nema einn. Er
þetta gott kvæði? Mér er nær
að halda, að þessi einfalda og
humaníska lífsskoðun, liggi
ékki órafjarri þeim sjónar-
miðum, sem að verulegu leyti
hafa ráðið samantekt
ÍSLENSKS LJOÐASAFNS.
Við samfelldan lestur þessa
bindis vekur það ef til vill
mesta athygli, hversu skáld
þess timabils, sem þar um ræð-
ir, virðast nákomin þjóð sinni
og hafa sótt til hennar djúp-
stæð áhrif engu síður en þjóðin
sjálf tók andlegt svipmót sitt af
skáldskap þeirra. Að sjálfsögðu
er oft erfitt að henda reiður á
slíkum gagnverkandi áhrifum,
en návist þeirra leynir sér engu
að síður. Um þetta er þó þarf-
laust að fjölyrða. Þess í stað vil
ég eindregið benda lesendum á
að kynna sér formála K. K. og
helst vildi ég mega bæta við
þeirri frómu ósk, að menn læsu
hann með athygli — oftar en
einu sinni. Þó að þessi
inngangsritgerð Kristjáns sé
ekki ýkjalöng, hefur honum
tekist, án allrar sýnilegrar
áreynslu, að koma þar fyrir
furðumiklu af þeim grund-
vallarsannindum, sem varðar
skáldskap almennt og stöðu
skáldskaparins og skáldanna,
stærri og smærri, á því tímabili,
sem bindið nær tíl. Er formál-
inn glöggur vitnisburður um þá
kosti, sem nauðsynlegastir eru
við samantekt slíkra safnrita
sem þessa, en það eru ekki að-
eins víðtæk þekking og skáld-
leg smekkvísi, heldur engu
síður menningarleg hófsemi og
húmaniskt fordómaleysi.
Fyrir um það bil tvö þúsund
Framhald á bls. 35