Morgunblaðið - 11.03.1975, Page 15

Morgunblaðið - 11.03.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975 15 JUoroiHuToInMt> U-ilAÍaBaaJ ^HHHHMHHHHHHHHbHHMHHHÍ pnpp' ' 0 • • C* ' a Fimm leikir eftir AÐEINS fimm leikir eru nú eftir í 1. deildar keppni íslandsmótsins í handknattleik og deilast þeir á þrjú leikkvöld, 12. marz, 16. marz og 19. marz. Staðan í mótinu er nú þannig, að aðeins tvö félög eiga möguleika á íslandsmeistaratitlinum, Víkingur sem stendur langbezt að vigi með 21 stig eftir 13 leiki, og Valur sem er með 18 stig eftir 12 leiki. Það lið sem ekki sigrar í mótinu mun hljóta silfurverðlaun þess, en hins vegar er óséð enn hvort það verður FH eða Fram sem hlýtur bronsverðlaunin. Á botninum er staðan einnig orðin nokkuð Ijós. ÍR-ingar eiga þó mögu- leika á að halda sér i deildinni, þótt litill sé reyndar. Þurfa þeir að sigra bæði Hauka og Fram og Grótta að tapa fyrir Ármanni. Möguleiki er einnig á þvi að aukaleik þurfi til þess að skera úr um fallið. Leikirnir sem eftir eru í mótinu eru þessir: 12. marz; Laugardalshöll. Vikingur — Valur og ÍR — Haukar 16. marz; Laugardalshöll: Ármann — Grótta og Fram—ÍR 19. marz; Laugardalshöll: Valur— FH. I 2. deildar keppninni standa Þróttarar langbezt að vigi. Geta þeir hlotið 25 stig i mótinu, en þeir eiga eftir að leika við Fylki og KR. Ættu Þróttarar að eiga sigur visan i þeim leikjum, þótt vera kunni að Fylkis- menn veiti þeim keppni, eins og KR-ingum á dögunum. Hins vegar má mikið vera ef KR-liðinu tekst að velgja Þrótti undir uggum. Ljóst er svo að Stjarnan úr Garða- hreppi fellur i 3. deild, eftir ársdvöl i 2. deild, og mjög líklegt verður að teljast að Leiknir sigri i 3. deildar keppninni. STAÐAN 1. deild karla. Yíkingur Vaiur FH Fram Haukar Ármann Grótta ÍR 13 10 1 2 266—224 21 12 9 0 3 240—206 18 13 7 0 6 269—255 14 13 6 2 5 244—246 14 13 6 1 6 256—244 13 13 6 1 6 228—235 13 13 2 2 9 254—308 6 12 1 1 10 215—254 3 Kagnheiður Lárusdóttir f baráttu við eina bandarísku stúlkuna. Björg Jónsdóttir kemur aðvífandi. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Þær bandarísku síga á Sovétmaðurinn V. Borzov bætti enn skrautfjöður í hatt sinn með glæsilegum sigri á EM. Á sunnudag fór fram landsleikur i handknattleik kvenna milli fslands og Bandaríkjanna. Bandarisku stúlk- urnar voru á heimleið frá Danmörku, en þar hefir liðið dvalist um tíma við æfingar og keppni. Eins og menn efalaust muna áttust sömu lið tvi- vegis við fyrir skömmu. Þá sigraði Island i báðum leikjunum, fyrst með 21 marki gegn 8, og siðan með 19 mörkum gegn 5. Leikurinn á sunnu- dag var þvi ágætur til að kanna hver áhrif dvölin i Danmörku hefði haft. Bandarisku stúlkurnar urðu fyrri til að skora. það var Lillis sem það gerði. Hjálmfriður jafnaði fljótlega fyrir Island. en þær bandarísku náðu aftur forystu með marki Dwight. Það var ekki fyrr en um miðjan hálfleik- inn sem Island náði forystu, og var það einkum fyrir tilstilli Sigrúnar Guðmundsdóttur. í hálfleik hafði fs- land þó aðeins einu marki betur, 7 gegn 6. f siðari hálfleik sýndi islenska liðið öllu betri leik en i hinum fyrri. Það er óþarft að orðlengja það, fsland sigr- aði með 1 7 mörkum gegn 11. Þó svo að islensku stúlkurnar hafi náð að sigra með nokkrum mun, var langt i frá að liðið sýndi góðan leik. Sóknarleikurinn byggðist allur á happa og glappa aðferð, ekkert skipulag. Þegar svo er. er vart við miklum árangri að búast. Vörnin var aftur á móti skárri hlutinn. einkum i siðari hálfleik. Sigrún Guðmunds- dóttir úr Val var langbest íslensku stúlknanna, en áreiðanlega mætti ná meiru út úr Sigrúnu með betra leik- skipulagi. Þá átti Arnþrúður Karls- dóttir og góðan leik. Það er greinilegt að bandarísku stúlkurnar eru á réttri leið. Þær virð- ast flestar fljótar að læra, þannig virðist Danmerkurförin hafa orðið lið inu að miklu gagni. T.d. voru banda- rísku stúlkurnar mjög vakandi fyrir hraðaupphlaupum og skoruðu nokk- ur mörk þannig. Annars á liðið tölu- vert i land að skipa sér sess meðal handknattleiksþjóða, en þeir virðast vinna af kappi að þvi markmiði. T.d. voru allar sóknir liðsins teknar á filmu, sem liðið mun siðan skoða i sameiningu. Þannig er unnið mark- visst að uppbyggingu handknatt- leiksins i Bandarikjunum. I leiknum á sunnudag vakti mark- vörður bandariska liðsins, Sue Tod- aro, mikla athygli. Hún varði aragrúa skota, og kom með þvi í veg fyrir enn stærra tap. Auk hennar voru það helst Clanton og Dwight sem áttu góðan leik. Mörk fslands: Sigrún 6 (2 v), Arn- þrúður og Harpa Guðmundsdóttir 3 hvor, Oddný Sigsteinsdóttir, Guðrún Sigþórsdóttir, Hjálmfriður Jóhannes- dóttir, Hansina Melsteð og Björg Jónsdóttir eitt hver. Mörk Bandarikjanna: Canton, Dwight, Eckert og Lillis 2 hver, Christ, Enos og Forest eitt mark hver. Brottvisanir: Stamatis i 2 min. Misheppnuð vitaköst: Clanton skaut i stöng á 1 6. min. Gyða Úlfars- dóttir varði viti Clanton á 44. min. og Stamatis skaut i stöng á 45. min. Dómarar: Karl Jóhannsson og Hannes Sigurðsson og dæmdu vel. Sigb. G. URVAUÐ SIGRAÐI NCSU FYRSTI leikur bandarfska há- skólaliðsins N.C.S.U. var á sunnu- dagskvöld og léku þeir þá við Reykjavíkururval, sem var skipað leikmönnum frá Þrótti og Víkingi en liðin kepptu innbyrðis f Is- landsmóti fyrr um daginn. Leikurinn var hörku spennandi og oft á tfðum sáust stórglæsileg tilþrif beggja liða. Fyrsta hrina var nokkuð jöfn en á lokasprett- inum sigu gestirnir framúr og sigruðu 15—9. Hrinurnar voru allar mjög jafnar og stóðu yfir STORKOSTLEGIJR ÁRANGUR A EVROPlMEM'ARAMOnMJ EINS og fyrirfram var búizt við var A-Evrópufólkið atkvæða- mikið á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fór í Katowice í Póllandi um helgina. Hlutu A-Þjóðverjar flest gullverðlaun á mótinu, fjögur, en Sovétríkin, Vestur-Þýzkaland og Bretland hlutu þrenn gullverð- laun hver þjóð. Flest verðlaun á mótinu hlutu Sovétmenn, samtals 17 sem skiptust þannig að 3 voru gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 8 bronsverðlaun. Hlutur Norður- landanna á móti þessu var ekki mikiil. Finnar hlutu ein gullverð- laun og ein silfurverðlaun og Svíar hlutu ein bronsverðlaun. I flestum keppnisgreinum í Katowice var um mjög harða og tvísýna baráttu að ræða, og árangurinn var yfirleitt með miklum ágætum, jafnvel þótt íþróttafólkið kvartaði yfir því að aðstaðan væri ekki sem bezt. Sigurvegarar í einstökum keppnisgreinum urðu eftirtalin: KARLAR: Þristökk: V. Saneyev Sovétríkj- unum 17,01 m. 60 metra hlaup: V. Borzov, Sovét- ríkjunum 6,59 sek. Hástökk: V. Maly, Tékkóslóvakíu 2,21 m. Boðhlaup: Sveit Vestur Þýzka- lands 2:29,9 mín. Kúluvarp: V. Soev, Búlgariu 20,29 m. Langstökk: J. Rosseau, Frakk- landi 7,94 m. Stangarstökk: A. Kalliomaki, Finnlandi 5,35 m. 60 metra grindahlaup: I. Wodzynski, Póllandi 7,69 sek. 3000 metra hlaup: I. Stewart, Bretlandi 7:58,9 min. 1500 metra hlaup: T. Wessing- hage, V-Þýzkalandi 3:44,6 mín. 400 metra hlaup: H. Köhler, V- Þýzkalandi 48,75 sek. KONUR: Kúluvarp: M. Adam, A Þýzka- landi 20,05 m. Langstökk: B. Catineau, Rúmeniu 6,31 m. 60 metra grindahlaup: G. Rabsztyn, Póllandi 8,04 sek. 60 metra hlaup: A. Lynch, Bret- landi 7,17 sek. Boðhlaup: Sveit Sovétrikjanna 2:46,1 min. 800 metra hlaup: A. Barkusky, A-Þýzkalandi 2:05,6 mín. 1500 metra hlaup: N. Andrei, Rúmeníu 4:14,7 mín. Hástökk: R. Aekerman, A- Þýzkalandi 1,92 m. 400 metra hlaup: V. Elder, Bret- iandi 52,68 sek. mjög lengi og voru menn orðnir örþreyttir í lokin. Reykjavikurúrvalið vann næstu hrinu 16—14 og hefði sá sigur getað verið stærri en dauðir kafl- ar komu inn á milli þar sem NCSU vann upp forskotið. Næstu hrinu vann NCSU 15—13 og var hún sömuleiðis mjög spennandi og stóð yfir í 27 mín. Það tók okkar menn nokkurn tíma að átta sig á hversu mjög á ská þeir bandarísku skelltu en hávörnin fór brátt að ná boltanum enda var uppspilið ekki sérlega gott hjá NCSU og voru þeir mikió með stutta bolta fyrir skell. Leikur Reykjavík"rúrvalsins fór batn- andi með hverri hrinu og vann það þá næstu, 15—13. Uppspilið var nokkuð gott og áttu Valdemar Jónasson, Guðmundur Pálsson og Gestur Bárðarson góóa skelli. Hjá NCSU var Rusty Lurwick (nr. 9) mjög góóur og skellir hans frá- bærir og sömuleiðis laumur hans. Guðmundur Böðvars var einnig nijög góður og átti hann oft stór- glæsilega skelli. Annars var spil NCSU mjög óskipulegt að því er virtist og fleygur fram á upp- spilara var ekki góður en þó náðu þeir furðulegustu boltum. Ur- slitahrinuna vann Reykjavíkurúr- valið nokkuð auðveldlega 15—9 og voru leikmenn beggja liða orðnir mjög þreyttir enda stóó leikurinn yfir i 113 minútur. — Næstu leikir NCSU varða á Laug- arvatni í dag (þriójudag) og á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.