Morgunblaðið - 11.03.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1075
17
Bjarni
Stefánsson
Spretthlauparinn Bjarni
Stefánsson er kunnur flest-
um þeim sem á annað borð
fylgjast með íþróttum. Um
nokkurra ára skeið hcfir
Bjarni verið í fremstu röð
fslenskra frjálsíþrótta-
manna og hafa afrek hans
vakið mikla athygli.
Það var þó ekki fyrr en
árið 1966 sem Bjarni fór að
iðka frjálsar íþróttir að ráði.
Það ár tók hann f fyrsta sinn
þátt f keppni í frjálsum
íþróttum. Fyrst á drengja-
meistaramóti vestur á
Fjörðum, og sfðan f Héraðs-
móti sem haldið var á Núpi f
Dýrafirði. Á þessum
tveimur mótum varð Bjarni
sigursæll, sigraði t.d. f
stangarstökki, kringlukasti,
100 m og 400 m hlaupi.
Ástæða þess að Bjarni hóf
að keppa vestur á Fjörðum
er sú, að á sumrum dvaldi
Bjarni jafnan á Suðureyri
við Súgandafjörð og lagði
þar stund á sjósókn lengst
af. Á vetrum dvaldi Bjarni
ijám.
Framan af aldri lagði
Bjarni einkum stund á fim-
leika. Auk þess tók hann
lítillega þátt í knattfþróttum
eins og títt er um unga
drengi. Þáttaskil urðu á
íþróttaferli Bjarna þegar
hann tók þátt í framan-
greindum mótum. Eftir það
iagði hann stund á ýmsar
greinar frjálsra íþrótta,
þegar hann dvaldi hér í
Reykjavík, en larð eðlilega
afskiptur í keppni vegna
sumardvalar sinnar fyrir
vestan.
Fyrst um sinn æfði Bjarni
með Ármanni, en fannst
sem áhugi Armenninga væri
helst til lítill. Þá gekk hann
til liðs við KR og hefir keppt
undir merkjum þess félags
æ sfðan. Fyrsti þjálfari
Bjarna í KR var Valbjörn
Þorláksson, sá frægi kappi,
þá tók Jóhannes Sæmunds-
son við, en síðan hafa ýmsir
þjálfarar ráðið ferðinni hjá
KR. En nú er Valbjörn Þor-
láksson aftur tekinn við
stjórn, og vænta KR-ingar
mikils af starfi hans.
Bjarni Stefánsson varð
fyrst Islandsmeistari árið
1968 í 3x40 metra hlaupi
innan húss. Eftir það fór
árangur hans hraðbatnandi,
enda var Bjarni farinn að
leggja ra>kt við spretthlaup
eingöngu. Því kom það
mönnum ekki svo mjög á
óvart þegar hann varð Is-
landsmeistari í 200 m hlaupi
á Meistaramótinu á Laugar-
vatni 1969. Síðan hefir
Bjarni verið illsigrandi í
spretthlaupunum og eru
meistaratitlar hans orðnir
æði margir.
Það sem hæst ber á ferli
Bjarna er þó án efa Islands-
met hans f 400 m hlaupi,
sem hann setti á Ölympíu-
leikunum í Miinchen 1972.
Framhald á bls. 21.
Héraðs-
þing
HSK
Skarphéðinsfólk tekur við sigurlaunum á síðasta landsmóti. Jóhannes
Sigmundsson, formaður sambandsins er annar frá vinstri.
IIERÁÐSÞING Skarphéðins hið
53. í röðinni, var haldið f
Gunnarshólma f Austur-
Landeyjum dagana 22. og 23
febrúar s.l. Þingið sátu um 60
fulltrúar auk stjórnar og
nokkurra gesta. Minnzt var f
upphafi þings þriggja félaga sem
tekið höfðu virkan þátt f starfi
H.S.K., þeirra Guðmundar
Helgasonar, Haga, Þorsteins Sig-
urðssonar, Vatnsleysu, og
Brynjólfs Melsteð, Bólstað. Þing-
forsetar voru Jón Olafsson, Geld-
ingaholti, og Lóa Jónsdóttir Ar-
bæ. Tvö félög gengu f sambandið í
upphafi þings, U.M.F. Framtíðin,
Þykkvabæ, og Iþróttafélagið Stíg-
andi á Laugarvatni.
Skýrsla stjórnar var fjölrituð og
myndskreytt og ber vott um að
starf sambandsins er þróttmikið.
Aðalmál þingsins voru íþrótta-
mál einkum með tilliti til lands-
móts UMFI, sem fer fram á
Akranesi í sumar. Er hugur í
Skarphéðinsmönnum að standa
sig þar, sem oft áður á landsmót-
um, en HSK hefur sigrað á mörg-
um landsmótum í röð. Auk þess
var mikið rætt um önnur félags-
mál, þ. á m. fjármál, sem alltaf
eru erfið hjá slikum samtökum.
HSK nýtur verulegs og vaxandi
styrks frá sýslu- og sveitarfélög-
um á svæðinu, og var það þakkað,
jafnframt því sem hvatt var til
aukins stuðnings. í þessu efni
m.a. með tilliti til kostnaðar
vegna landsmótsins.
A laugardagskvöldið var kvöld-
vaka. Þar flutti Stefán Jónsson,
skólastjóri og formaóur UMF
Dagsbrúnar í A-Landeyjum,
ræðu, ennfremur var söngur og
fluttur leikþáttur saminn af
heimamönnum í tilefni kvenna-
árs. Þá voru og á kvöldvökunni
afhent nokkur verðlaun fyrir af-
rek i iþróttum á liðnu starfsári.
Þingfulltrúar gístu á bæjum i
Landeyjum og i félagsheimilinu
Gunnarshólma. Nefndir störfuðu
fyrir hádegi á sunnudag. Þingi
lauk ekki fyrr en seint um kvöld-
ið. Úr stjórn sambandsins gengu
Björn Sigurðsson, Úthlíð, og
Kristján Gislason, Vindási, en
báðir báðust þeir undan endur-
kjöri. Stjórn HSK skipa nú:
Jáhannes Sigmundsson, Syðra-
Langholti, formaður. Valmundur
Gíslason, Vindási, ritari og vara-
formaður, Diðrik Haraldsson,
Selfossi, gjaldkeri og meðstjórn-
endur eru Hjörtur Jóhannsson,
Hveragerði, og Baldur Björnsson,
Fitjamýri.
UMF Dagsbrún sá um þingið að
þessu sinni af miklum myndar-
skap. (Fréttaritari)
99 í Breiðholtshlaupi
BREIÐHOLTSHLAUP ÍR hóf
göngu sína að nýju um fyrri
helgi, sunnudaginn 2. marz, og
fengu þátttakendurnir í því
hlaupi veðurguðina í lið með sér,
þar sem logn var og hiti meðan á
hlaupinu stóð. 99 unglingar
mættu til leiks og luku allir hlaup
inu með sóma. Beztum árangri f
telpnaflokki náði Nanna Sigur-
dórsdóttir, sem bætti þriggja ára
gamalt met í aldursflokki sínum.
Beztan tíma piltanna fékk Atli
Þór Þorvaldsson, sem hljóp mjög
vel.
Bekkjakeppni Breiðholtsskól-
anna um Vísis-bikarinn setti mjög
svip á keppnina. Sigurvegararnir
frá í fyrra, 4. bekkur A t Breið-
holtsskóla, fjölmennti og hlaut 17
stig í keppninni, en næstir urðu
tveir bekkir með 4 stig hvor.
Sigurvegarar í einstökum
aldursflokkum uróu sem hér seg-
ir:
Stúlkur: Fæddar 1961: Sigríður Björnsdóttir, Fæddar 1962: 3,53
Sólveig Pálsdóttir, Fæddar 1963: 3,25
Eyrún Ragnarsdóttir, Fæddar 1964: 3,29
Þelma Jóna Björnsdóttir. 3,20
Fæddar 1965:
Nanna Sigurdórsdóttir, 3,21
Fæddar 1966:
Jóna Margrét Guðmundsd., 3,51
Fæddar 1967:
Margrét Hjördis Markúsd., 4,51
Fæddar 1968:
Sigrún Valdimarsdóttir, 5,20
Piltar:
Fæddir 1958:
Hallgrimur Georgsson, 3,34
Fæddir 1959:
Guðmundur Þóröarson, 3,21
P’æddir 1960:
Jörundur Jónsson, 3,05
Fæddir 1961:
Kristján Þór Guðfinnss., 3,08
Fæddir 1962:
Atli Þór Þorvaldsson, 2,59
Fæddír 1963:
Árni Arnþórsson, 3,07
Fæddir 1964:
Guðjón Ragnarsson, 3,05
Fæddir 1965:
Sigurjón H. Björnsson, 3,21
Fæddir 1966:
Gísli Marteinsson, 3,25
Fæddir 1967:
Benedikt Guðmundsson, 3,54
Fæddir 1968:
Arnar Júlíusson, 4,17
Fæddir 1969:
Jón Björn Björnsson, 4,41
Hjálmar Aðalsteinsson, sem varð tvöfaldur Reykjavíkurmeistari í borðtennis, gefur þarna upp á sinn
sérstæða hátt. Félagi hans og mcistari með honum í tvfliðaleik, Finnur Snorrason, fylgist með.
Hjálmar tvöfaldur meistari
Hjálmar Aðalsteinsson, KR,
varð tvöfaldur Reykjavíkur-
meistari í horðtennis er Reykja-
víkurmótið fór fram f Laugardals-
höllinni um fyrri helgi. Sýndi
Hjálmar mjög góð tilþrif í mót-
inu og er greinilega í góðri æf-
ingu um þessar mundir.
í einliðaleiknum lék Hjálmar til
úrslita við Jóhann Örn Sigurjóns-
son og sigraði 21:9 og 21:13.
1 tvíliðaleik lék Hjálmar til út-
siita með félaga sínum Finn
Snorrasyni til úrslita við þá Ólaf
Olafsson og Birki Þ. Gunnarsson
úr Erninum, sem verið hafa einna
beztir í tvfliðaleik hérlendis
undanfarin ár. Hjálmar og Finn-
ur unnu þó nokkuð öruggan sigur
eftir skemmtilegan leik.
Reykjavíkurmeistari í einliða-
leik kvenna varð Karólína Guð-
mundsdóttir úr Erninum sem
sigraði Magréti Rader í úrslita-
leiknum 23:21 og 21:12.
únglingaflokki sigraði Gunnar
Finnbjörnsson úr Erninunt, svo
sem vænta mátti, en það kom
verulega á óvart hversu mikla
keppni hann fékk frá Oddi
Sigurðssyni, ungum KR-ingi, sem
lék til úrslita við hann. Gunnar
sigraði: 20:22, 21:15, og 21:18.
I tvenndarleik fulloróinna
sigruðu Karolína Guðmundsdóttir
og Birkir Þ. Gunnarsson þau Olaf
Ólafsson og Laufeyju Gunnars-
dóttur í úrslitaleik 21:18 og 21:12.
Keppt var í tveimur unglinga-
flokkum 13—15 ára og 13 ára og
yngri. Mátti þar sjá marga
skenimtilega leiki, en sigurvegari
í 13—15 ára flokknum var KR-
ingurinn Hjálmtýr Hafsteinsson
og félagi hans, Bergsveinn Olafs-
son sigraði í yngsta flokknum.
Phil
Boyer
LENGST af hefir Phil Boyer
leikið í neðri deildum enskr-
ar knattspyrnu, þ.e.a.s. í 2. 3.
og 4. deild. Og nú er hann
aftur í 2. deild eftir stutta
veru í 1. deild s.l. vor nieð
Norwich, sem féll niður í
fyrra eins og flestir efaiaust
muna.
Margir glöggir knatt-
spyrnuunnendur segja að
Phil Boyer eigi þegar í stað
að fá tækifæri til að leika
með enska landsliðinu.
Framkvæmdastjóri Norwich,
John Bond, hefir verið
þeirrar skoðunar um nokk-
urn tfma, og nú hafa fleiri
framkvæmdastjörar ba>st f
hópinn.
Meðal þeirra er fram-
kvæmdastjóri Man. Utd.,
Tommy Dochetry. Hann átti
ekki orð til að hrósa Boyer
eftir að Norwich lagði Utd.
að velli 1 haust. Það var Ted
McDougall sem skoraði bæði
mörk Norwich, en Dochetry
sagði: „Boyer sigraði okkur.
Iiann splundraði vörn okkar
og lagði svo boltann fyrir
fætur McDougall sem átti
auðvelt með að renna bolt-
anum í netið.“
Framkva*mdastjóri Ports-
mouth, Ian St. John, sem var
einn fræknasti miðvallar-
spilari Englands þegar hann
lék með Liverpool, kveður
enn sterkar að orði: „Boyer
stoppar aldrei. Hann geysist
um völlinn allan leiktím-
ann, og það er á einskis
manns færi að fylgja honum
eftir, sem þó er nauðsynlegt
ef ekki á illa að fara. Ef ég
hafði einhvern álíka leik-
mann og Boyer, væri lið mitt
nieðal þeirra efstu en ekki
neðstu eins og nú er.“
Orð þeirra Tommys
Doehetr.v og Ian St. Johns
eru nánast bergmál þess
sem John Bond hefir sagt
við öll hugsanleg tækifæri í
vetur: „Revie verður að taka
Boyer í landsliðið fyrr eða
síðar, og ég vona að það
verði fremur fyrr en síðar.
Það getur ekki verið til betri
miðvallarspilari á Englandi
en Boyer."
Það '. erður ekki svo fjall-
að um Phil Boyer að ekki sé
getið markaskorarans
mikla, Ted MacDougalIs.
Þeir hafa spilað saman um
fimm ára skeið, og upp skor-
ið 150 mörk, sem rekja má
beint til samvinnu þeirra.
f'yrst léku þeir saman með
York City. Þá fóru þeir til
Bourncmouth, en John
Bond var einmitt þáver-
andi framkvæmdastjóri
Bournemouth. Síðan skildu
leiðir um sinn. MacDougalI
fór til Man. Utd. og síðar
VVest llam en viðkoman var
stutt á báðum stöðum. Þá lá
leið MacDougalls til Nor-
wich og skömmu síðar
keypti Norwich Boyer,
„vtig að þeir félagar voru
Framhald á bls. 21.