Morgunblaðið - 11.03.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.03.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11, MARZ 1975 2. DEILD Þorleifur Ananfasson, hinn lagni Ifnumaður KA skorar f leikn- um á móti Fylki. Fylkir - KA 23-27 EINS OG menn efiaust muna sigraði Fylkir úr Árbæjarhverfi KR á dögunum í 2. deild með 30 mörkum gegn 29. Það var því talsverð eftirvænting hjá mönnum hvort Fylki tækist að leggja KA eitt toppliðanna í deildinni að velli þegar liðin mættust í Laugardalshöllinni á laugardag. En spennan varð aldrei slík sem fólk átti von á, til þess voru yfirburðir Akureyringanna of miklir. Það var aðeins í byrjun leiksins sem Fylkir hélt í við KA. Akureyr- ingarnir skoruðu fyrsta markið en Fylkir jafnaði þegar í stað. Enn var jafnt þegar um tíu mín. voru liðnar af leik, 4—4, en þá tóku Akureyringarnir við sér og höfðu örugga forystu í hálfleik, 1 5 mörk gegn 9. Framan af síðari hálfleik hélt KA enn áfram að auka forskot sitt. Akureyringarnir höfðu mest tíu mörk yfir, 21 gegn 11, þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður. Það sem eftir var leiksins slökuðu Akureyringarnir heldur á þannig að Fylkir hafði minnkað muninn niður t fjögur mörk þegar blásið var til leiksloka, 27 mörk gegn 23 fyrir KA. Lið KA er greinilega eitt hið sterkasta í 2. deildinni í ár. Eiginlega eru það þrjú lið sem hafa skorið sig úr í vetur, en það eru KA, Þróttur og KR. Hin liðin í deildinni virðast ekki hafa yfir sama styrkleika að ráða, en flest þeirra virðast þó á réttri leið. Einkum hafa framfarir Fylkis og Stjörnunnar úr Garðahreppi verið örar upp á síðkastið í leiknum á laugardag voru það einkum þrír leikmenn KA sem báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Þeir voru Þorleifur Ananíasson, sem er með snjallari línumönnum landsins, Halldór Rafnsson og Hörður Hilmarsson. Annars felst höfuðstyrkleiki liðsins í því hve jafngóðir leikmennirnir eru. Eins og fyrr getur hefir Fylkir sótt mjög í sig veðrið upp á síðkastið. Liðsmenn hafa yfir mikium baráttuvilja að ráða, og einnig hefir allt þeirra leikskipulag tekið miklum framförum. Bestu menn Fylkis í leiknum gegn KA voru Einar Ágústsson og Birgir Guðjónsson. Aftur á móti var risinn Einar Einarsson óvenju daufur. Það hlýtur að vera unnt að ná meiru út úr honum. Mörkin: KA: Þorleifur 10, Hörður 8, Halldór og Haraldur Haraldsson 3 hvor, Geir Friðgeirsson 2 og Jóhann Einarsson eitt mark. Fylkir: Einar Ágústsson 8, Birgir 5, Steinar Birgisson 4, Guðmundur Sigurbjörnsson 2, Einar Einarsson, Sigurður Símonarson, Rolf Hansen og Gísli Halldórsson eitt mark hver. Sigb.G. UBK - ÍBK 22-20 BREIÐABLIK vann sætan sigur yfir Keflvikingum í 2. deildar keppninni í handknattleik, er liðin mættust í Ásgarði á laugardaginn. Með þessum sigri gulltryggðu Breiðabliksmenn sæti sitt i 2. deild, og það verður að segjast eins og er að skaði hefði verið ef liðið hefði fallið i 3. deild, þar sem það hefur burði til þess að láta meira um sig muna en það hefur gert i vetur. Leikurinn á laugardaginn var mjög þokkalega leikinn og öðru hverju brá fyrir skemmtilegu og vel hugsuðu línuspili hjá báðum aðilum. Lengst af var leikurinn i miklu jafnvægi, en Breiðabliksmenn þó jafnan fyrrí til að skora. Höfðu þeir '.vö mörk yfir i hálfleik, 12:10, og i seinni hálfleik náðu þeir um tima þriggja marka forystu er staðan var 17:14. Þá tóku KefIvikíngar sig heldur betur á. Léku þeir ágætlega um tima og tókst að jafn og meira segja að gera betur, er staðan var 18:17 fyrir þá, er um 10 minútur voru til leiksloka. En ekki náðu þeir að fylgja þessum góða leikkafla sinum eftir. Breiðablik náðí aftur forystunni on seío f»ammúr á lokamínútunum. í lið Keflavíkur vantaði þá Þorstein Ólafsson og Ástráð Gunnarsson, en eigi að siður náði liðið allgóðum leik, og er greinilegt að leikmenn þess eru i framför og gætu þeir æft við sæmileg skilyrði er ekki vafi á því að þarna kæmi fram gott handknattleikslið. Beztir i liðinu voru þeir Grétar Grétarsson, Sigurbjörn Gústafsson og Sævar Halldórsson, en markvörðurinn, Hjörtur Kristinsson, varði oft ágætlega. í Breiðabliksliðinu áttu þeir Sigurjón Randversson, Diðrik Ólafsson og Páll Eyvindsson einna beztan leik. Þá var markakóngurinn, Hörður Már Kristjánsson einnig atkvæðamikill, en skotanýting hans i þessum leik var þó með afbrigðum slæm. MÖRK UBK: Hörður Már Kristjánsson 7, Diðrik Ólafsson 4, Páll Eyvindsson 4, Sigurjón Randversson 2, Steinþór Steinþórsson 2, Valdimar Bergsson 1, Bjarni Bjarnason 1, Valdimar Valdimarsson 1. MORK ÍBK: Grétar Grétarsson 7, Þorsteinn Geirharðsson 3, Sigur- björn Gústafsson 3, Sævar Halldórsson 2, Sverrir Einarsson 2, Steinar Jóhannsson 2, Atli Þorteinsson 1. __st:i TTm IINN RI.ASIR VIÐ VIKINGUNIIM íslandsmeistaratitillinn í hand- knatlleik blasir við Víkingunum eftir sigur þeirra yfir FH-ingum 20:17 í 1. deildar keppninni á sunnudagskvöldið. Þurfa Víking- ar aðeins jafntefli í síðasta leik sínum í mótinu sem verður við Valsmenn annað kvöld (il þess að titillinn sé þeirra, og það nægir þeim einnig að Valsmenn tapi einu stigi til FH-inga í síðasta leik mótsins, ef svo færi að Valur sigraði í leiknum á morgun. Mega málin verða Víkingum heldur öfugsnúin ef svo verður ekki að þeir hijóti titilinn að þessu sinni, en auðvitað getur þó allt gerst. Sigur Víkinga yfir l’H-ingum kom nokkuð á óvart, ekki sízt þegar þess er gætt að FH-ingar léku á heimavelli sínum, í Iþrótta- húsinu I Hafnarfirói. Margur hafði orðið til þess að spá fyrir um það að Vikingarnir myndu ekki þola þá miklu spennu sem var óhjákvæmileg i svo mikilvæg- um leik, en strax á fyrstu mínút- unum settu Vfkingarnir upp spariandlít sitt og héldu því leik- inn út. Komust FH-ingar aldrei yfir í leiknum og eftir atvikum var 3 marka sigur Víkings verð- skuldaður, jafnvel þótt leikurinn væri lengst af mjög jafn og mikill barningur i honum. Ahorfendur, sem troðfylltu Iþróttahúsið í Hafnarfirði, þurftu ekki að bíða lengi til þess að sjá að stórskytta Víkinganna, Einar Magnússon var í miklum ham í þessum leik. Þegar á upphafs- minútum leiksins höfnuðu nokk- ur stórglæsileg skot hans óverj- andi i FH-markinu, og þetta varð til þess að FH-ingar voru nauð- beygóir til þess að taka Einar úr umferð. Við það komst óæskilegt los á vörn liðsins, og það tókst Víkingunum bærilega að nota sér i þessum leik. Stefán, Páll og Viggó ógnuðu stöðugt og hvað eft- ir annað var FH-vörnin í hrein- ustu vandræðum. Við raunir hennar bættist svo að markvarzl- an var heldur léleg þegar á heild- ina er litið. Birgir Finnbogason, sem var í markinu til að byrja með, varói ekki skot, og Hjalti var fremur mistækur. Varði stundum stórglæsilega, en sleppti síðán inn hjá sér skotum, sem maður hefði haldið að hann réði við. Var það einkum Stéfán Halldórsson sem var drjúgur við að skora á hann, og komu flest mörkin sem hann skoraði á sama hátt. Hlaup inn í vörnina uppstökk og síðan snöggt i gólfið rétt við fætur markmanns- ins. Varnarleikur Víkinganna var einnig allgóður í þessum leik, en þó ekki svo að FH-ingum hefði átt að takast að skora fleiri mörk, hefði verið meiri broddur í sókn þeirra en raun bar vitni. Sóknar- leikurinn hjá FH var of fálm- kenndur og mikið bar á hnoði inn í vörnina. Þá fengu Vfking- arnir oft tækifæri til þess að „pressa" sóknir FH-inga, sem voru þá of óákveðnir að stinga sér inn á milli þeirra. Það var helzt er Geir Hallsteinsson var inná að FH-ingarnir létu knöttinn ganga sæmilega hrátt á milli sín án niðurstungna og notuðu vel breidd vallarins. Geir var hins vegar lítið með, enda varð hann fyrir höggi á andlitið þegar á upp- hafsmínútum leiksins, en sem kunnugt er þá er hann þar veikur fyrir, eftir meiðslin sem hann hlaut í leiknum við ASK Vorwarts í Evrópubikarkeppninni. Því er ekki að neita að FH-liðið hefur valdið nokkrum vonbrigð- um í vetur og er frammistaða þess raunar staðfesting á því, að það lið sem stendur í Evrópubikar- keppni á skerta möguleika í Is- landsmótinu, og sennilega þeim mun minni sem lengra er haldið þar. Þá hefur það ugglaust haft slæm áhrif á liðið að þurfa að skipta um þjálfara á miðjum vetri, og auk þess hafa svo verið nokkur meiðsli í liðinu. Sem fyrr greinir sýndu Víking- arnir öðru hverju afbragðsgóða takta i leiknum á sunnudags- kvöldið, og léku af yfirvegun í sókn og vörn þegar þess þurfti með. Bezti maður liðsins var Rós- mundur Jónsson markvörður, sem átti þarna einn sinn allra bezta leik í langan tíma, og varði ótrúlegustu skot frá FH-ingum, m.a. tvö vítaköst. Frammistaða Rósmundar i leik þessum undir- strikar þá staðreynd að góður markvörður getur algjörlega ráð- ið úrslitum leikja, og er, eins og sumir segja, helmingur liðsins. Verði Rósmundur í jafngóðu formi í leiknum á móti Val annað kvöld, er örugglega óhætt að spá Vfkingssigri, a.m.k. ef leikmenn liðsins halda eins vel ró sinni og leika jafn skynsamlega og þeir , gerðu í leiknum í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið. Vfkingsliðið hefur tekið gífurlega miklum framförum í vetur, og þá sérstak- lega i varnarleik sínum, en á undanförnum árum hefur slök vörn Víkingsliðsins öðru fremur verið þess valdandi að liðið hefur ekki verið að berjast i hópi þeirra allra beztu. LIÐ FH: Hjalti Einarsson 2, Geir Hallsteinsson 2, Sæmundur Stefánsson 2, Viðar Símonarson 3, Gils Stefánsson 2, Guðmund- ur Stefánsson 2, Arni Guðjónsson 1, Kristján Stefánsson 1, Gunnar Einarsson 3, Úlafur Einarsson 1, Þórarinn Ragnarsson 1, Birgir Finnbogason 1. LIÐ VlKINGS: Rósmundur Jónsson 4, Jón Sigurðsson 1, Einar Magnússon 3, Magnús Guðmundsson 1, Skarphéðinn Úskarsson 2, Sigfús Guðmundsson 2, Páll Björgvinsson 2, Stefán Halldórs- son 4, Þorbergur Aðalsteinsson 1, Viggó Sigurðsson 2, Sigurgeir Sigurðsson 1. í STUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild lþróttahúsið i Hafnarfirði 9. marz llrslit: FH — Vlkingur 17:20 (10:11) Jón Astvaldsson, Armenningur kastar sér inn af Ifnunni I leiknum við Hauka, át. þess að Hörður og Hilmar nái að hindra hann. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975 19 Stefán Halldórsson var erfiður fyrir FH-inga I leiknum á sunnudagskvöld og skoraði mörg mörk. Þarna er hann að smeygja sér milli bræðranna Úlafs og Gunnars Einarssona. Gangur leiksins: 30. 9:11 Páli MÖRK FH: Gunnar Einarsson 5, Viðar Mfn. FH Víkingur 30. Gunnar 10:11 Sfmonarson 5, Geir Hallsteinsson 2, ólafur 1. 0:1 Einar Einarsson 2, Gils Stefánsson 2, Þórarinn 5. 0:2 Stefán Ragnarsson 1. 6. Gunnar 1:2 Hálfleikur MÖRK VlKINGS: Stefán Halldórsson 8, 7. 1:3 Einar 33. 10:12 ! Stefán Einar Magnússon 5, Páll Björgvinsson 3, 9. Gils 2:3 34. Gunnar 11:12 Viggó Sigurðsson 3, Magnús Guðmundsson 1. 9. 2:4 Einar 36. 11:13 Stefán BROTTVlSANIR AF VELLI: Einar 10. Ölafur 3:4 41. Gils 12:13 Magnússon, Vfking f 2 mfn., Kristján 11. 3:5 Stefán 42. Geir 13:13 Stefánsson, FH f 2 mfn. 13. Gunnar 4:5 46. 13:14 Páll (v) MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Hjalti Einars- 16. ólafur 5:5 50. Viðar(v) 14:14 son varði vítaköst frá Stefáni Halldórssyni á 17. 5:6 Stefán 51. 14:15 Páll 24. mfn. og á 41. mfn. Einar Magnússon skaut 18. 5:7 Stefán 52. 14:16 Stefán yfir úr vftakasti á 35. mfn. Rósmundur Jóns- 19. Geir 6:7 53. Gunnar (v) 15:16 son varði vftaköst frá Þórarni Ragnarssyni á 20. 6:8 Viggð 56. Viðar (v) 16:16 25. mín og á 60. mfn. 20. Viðar 7:8 56. 16:17 Viggó DÓMARAR: Kristján örn Ingibergsson og 22. Viðar 8:8 57. 16:18 Stefán Jón Friðsteinsson. Þeir höfðu nokkuð góð tök 27. 8:9 Einar 58. 16:19 IVlagnús á leiknum, en gerðu of margar skyssur, 29. 8:10 Einar (v) 60. 16:20 Viggó1 sennilega vegna sýnilegs taugaslappleika. 29. Viðar 9:10 60. Þórarinn (v) 17:20 —stjl. Haukarnir misstu leikinn í jafntefli KÆRULEVSI og klaufaskapur varð þess valdandi að Haukarnir urðu að sjá af öðru stiginu í leik sínum við Ármenninga í Iþrótta- húsinu í Hafnarfirði á sunnu- dagskvöldið. Lengst af í þessum leik höfðu Haukarnir góða for- ystu, allt upp í 6 mörk um miðjan seinni hálfleik, en undir lokin var sem allur vindur væri úr lið- inu. Það virtisl telja sér sigurinn vísan og afleiðingin varð svo sú að Ármenningarnir tóku að saxa á forskolið og örfáum sekúndum fyrir leikslok tókst Birni Jóhannessyni, fyrirliða og að- aldriffjöður Armannsiiðsins í þessum leik, að senda knöttinn í llaukamarkið og jafna 22:22. Haukarnir hófu þennan leik af miklum krafti og virtist sama sag- an og í fyrri leik liðanna í mótinu ætla að endurtaka sig, en þá sýndu Haukarnir ágætan hand- knattleik og unnu yfirburða sig- ur. Eftir fyrstu 18 mínúturnar höfðu Haukarnir t.d. sex mörk yfir er staðan var 9:3, en undir lok hálfleiksins lóku Armenning- ar sig á og minnkuðu muninn i fjögur mörk. Léku Haukarnir oft ágætlega i hálfleiknum, sérstak- Lega í vörninni og góð ógnun var i sóknarleik þeirra, sérstaklega vegna frammistöðu hins unga Ingimars Haraldssonar, sem aldrei mátti sleppa úr gæzlu á línunni eitt einasta andartak, án þess að það kostaði mark eða víta- kast. Voru Armenningar fremur daufir i dálkinn og þá baráttu sem einkennt hefur varnarleik þeirra vantaði, en það er hún öðru fremur sem fært hefur liðinu sigra yfir sterkustu liðununt í 1. deildinni i vetui'. Auk þess tóku Armenningar of mikla áhættu í sóknarleik sinum, og þá sérstak- lega Jens Jensson, sem virtist telja það skyldu sína að skjóta i hvert einasta skipti sem hann fékk knöttinn. Reyndi hann t.d. 5—6 sinnum að skjóta á fyrstu mínútum leiksins en hafði ekki árangur sem erfiði. Var þaó ekki fyrr en í seinni hálíleiknum sem hann fór að vanda geróir sinar, og þá kom árangurinn lika í ljós. Armenningar fóru fyrst aö fá verulegan áhuga á leiknum, þeg- ar þeir tóku að saxa á forskot llaukanna og í iokakafla leiksins sýndu þeir sitt rétta andlit. Gerðu hættulegustu menn Haukanna: Hörð, Stefán og Elías að mestu óvirka, með því að stöðva þá nógu framarlega og koma í veg fyrir hlaup þeirra fyrir framan vörn- ina, sem oft hafði opnað mikið, og í sókninni var allt sett á fullaferð. Þegar 2 mínútur voru til leiksloka Framhald á bls. 21. LIÐ HAUKA: Úlafur Tómasson 1, Svavar Geirssoi 1, Ingimar Ilaraldsson 3, Úlafur Úlafsson 1, Stefán Jónsson 2, Hilmar Knútsson 1, Frosti Sæmundsson 1, llörður Sigmarsson 3, Elías Jónasson 3, Gunnar Einarsson 2, Þorgeir Haraldsson 1, Arnór Guðmundsson 1. LIÐ ÁRMANNS: Ragnar Gunnarsson 2, Stefán Ilafstein 2, Björn Jóhannesson 3, Olfert Naabye 1, Hörður Harðarson 3, Jón Ástvaldsson 1, Hörður Kristinsson 2, Jens Jensson 1, Kristinn Ingólfsson 2, Skafti Halldórsson 1. Fylkir — Þór 20—16 ÞAÐ ER á öllu greinilegt a8 Ii8 Fylkis er á mikilli upplei8, og a8 me8 þessu áframhaldi er Ii8i8 a8 verSa eitt hi8 sterkasta i 2, deild. Á sunnudaginn gerSu piltarnir úr Árbæjarhverfi sér lítið fyrir og sigruSu Þór frá Akureyri næsta auSveldlega me8 20 mörkum gegn 16. Fylkir ná8i þegar í upphafi öruggri forystu, komst i fjögur mörk gegn engu, og Ii8i8 hélt þessari forystu út allan leikinn. Mest hafSi Fylkir sex mörk yfir, 10 gegn 4, þegar tuttugu min. voru af leik. í hálfleik var staSan 13 mörk gegn 9, fjögurra marka munur, og sami munur var þegar upp var sta8i3, 20 mörk gegn 1 6 fyrir Fylki. Fylkir lék á tiSum prýSilegan handknattleik á sunnudag. ÞaS gætir mun meiri rósemi i leik liSsins nú en fyrr i vetur, og leikskipulag er allt annaS og betra. Nafnarnir, Einar Einarsson og Einar Ágústsson, eru sem fyrr bestu menn liSsins, þó finnst undirrituSum a8 Einar Einarsson ætti a8 geta mun meira, til þess hefir hann alla vega næga burSi Þá hefir Steinar Birgisson tekiS miklum framförum i vetur og er a8 verSa einn allra hættulegasti ma8ur liSsins. í leiknum gegn Þór átti markvörSurinn, Arnþór Óskarsson, og ágætan leik. Li8 Þórs hefir valdiS miklum vonbrigSum siSari hluta vetrar. ÞaS er eins og leikmennirnir hafi engan áhuga á þvi sem þeir eru a8 gera, heldur biSi bara eftir a8 timinn Ii8i. Ef til vill skiljanlegt þar sem Ii3i8 hefir enga möguleika til sigurs i deildinni. Dómarar voru Kjartan Steinback og Sveinn Kristjánsson og vöktu margir dóma Sveins furSu viðstaddra. Mörkin. Fylkir: Einar Einarsson 7, Steinar 5, Einar Ágústsson 4(3v), Birgir Guðjónsson 3, Guðmundur Sigurbjörnsson eitt mark. Þór: Gunnar Gunnarsson 5(1v), Benedikt Guðmundsson 4(1v), Árni Gunnarsson 3, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Jón Sigurðsson 2 hvor. Sigb G Stjarnan — Þór 16—22 ÞAÐ VAR heldur óburðugur handknattleikur sem Stjarnan og Þór buðu upp á i leik sinum í 2. deildar keppninni i Ásgarði á laugardaginn. Þórsarar virtust ekki hafa mikinn áhuga á leiknum, enda skiptu úrslit hans litlu máli fyrir þá, og Stjörnuliðið lék nú verr en það hefur gert i leikjum sinum að undanförnu, og virtist stundum sem leikmennirnir væru að snerta á glóandi járni þegar þeir komu við knöttinn. Er ekki ósennilegt að mikilvægi leiksins fyrir þá hafi gert þá nokkuð taugaóstyrka, en með sigri I leiknum hélt Stjarnan enn I vonina að halda sér I 2. deild. Við raunir Stjörnumanna bættist að Guðmundur Ingvason, leikmaðurinn sem spil liðsins snýst venjulega í kringum kom ekki til leiksins fyrr en fyrri hálfleikur var langt kominn, og að Gunnar Björnsson, aðalmarkaskorari liðsins, var greinilega ekki vel upplagður. Stjarnan hafði forystuna i leiknum I fyrstu, en brátt kom að þvi að Þór fór að leika betur og náði þá fljótlega 3 marka forystu. Eftir það jafnaðist leikurinn aftur, Stjarnan náði að minnka muninn niður i eitt mark, en Þór skoraði svo þrjú siðustu mörkin i hálfleiknum og var staðan 11 —7 Akureyrarliðinu í vil, þegar flautað var til leikhlés. Seinni hálfleíkurinn var til muna skárri en hinn fyrri. Bæði liðin náðu þá að leika allgóðan handknattleik á köflum. Þör hafði jafnan örugga forystu og var staðan t.d. 1 7—13, þegar 1 2 minútur voru til leiksloka. Þá skoraði Þór 3 mörk i röð og var þar með gert út um leikinn. Lokatölur urðu 22—16 fyrir Þór og voru það mjög eðlileg úrslit miðað við gang leiksins. Beztu menn Þórsliðsins i þessum leik voru þeir Árni Gunnarsson og Benedikt Guðmundsson, en einnig vakti hinn hávaxni Jón Sigurðsson athygli. Þar er á ferð leikmaður sem gæti látið að sér kveða i framtíðinni. í Stjörnuliðinu átti Kristinn Rafnsson markvörður einna beztan leik, en Kristján Ólason og Magnús Teitsson komust einnig vel frá leiknum. Mörk Stjörnunnar: Karl Danielsson 6 (5v), Guðfinnur Sigurðsson 3, Magnús Teitsson 2, Kristján Ólason 1, Magnús Andrésson 1, Gunnar Björnsson 1, Jón Jörundsson 1, Guðmundur Ingvason 1. Mörk Þórs: Benedikt Guðmundsson 6, Þorbjörn Jensson 4, Árni Gunnarsson 4 (1v), Jón Sigurðsson 3, Aðalsteinn Sigurgeirsson 3 (1 v), Gunnar Gunnarsson 2. -stjl. Stjarnan — KA 22 — 33 LEIKUR Stjörnunnar og KA gat ekki hafist á réttum tíma vegna þess að engir dómarar voru mættir. Loks tókst þó að fá dómara, þó aðeins einn, og var sá Elias Jónasson og dæmdi hann ágætlega. Annars er það að verða alvarlegt mál hve algengt það er að dómarar mæti seint til leiks eða alls ekki. T.d. gerðist það fyrir skömmu að 2. deildar lið KA, kvennaflokkur, varð að fara norður aftur án þess að leika, vegna þess að skráðir dómarar mættu ekki, og aðrir voru ekki fáanlegir til að hlaupa i skarðið. Þessi mál verður að taka föstum tökum. Leikur Stjörnunnar og KA var siðasti leikur beggja liðanna i deildinni. Fyrir leikinn var Ijóst að Stjarnan var fallin, en KA heldur enn i vonina um sigur i deildinni. Leikurinn i heild var annars ekkert til að hrópa húrra fyrir. KA hafði ávallt forystu, og er skemmst frá þvi að segja að Akureyringarnir sigruðu með 33 mörkum gegn 22 eftir að hafa haft yfir i hálfleik 1 5 mörk gegn 10. Sóknarleikur KA er mjög beittur og skemmtilegur, en vörnin er ekki eins sterk. Liðið i heild er fremur jafnt, og ætti fyllilega erindi i 1. deild, allavega standa tvö til þrjú liðanna i 2. deild mörgum 1. deildar liðanna sist að baki. Sem fyrr átti linumaðurinn snjalli Þorleifur Ananiasson ágætan leik. Þá átti Jóhann Jakobsson einn sinn besta leik i vetur. Þó svo að lið Stjörnunnar hafi hlotið það hlutskipti að falla niður i 3. deild er óþarfi fyrir liðið að órvænta um framtiðina. Flestir ieikmannanna eru kornungir og auk þess á Stjarnan sterka yngri flokka. Kristján Ólason og Gunnar Björnsson voru bestir Stjörnu- manna. Mörkin. KA: Þorleifur og Geir Friðgeirsson 6 hvor, Jóhann Jakobsson og Hörður Hilmarsson 5 hvor, Halldór Rafnsson 4 (2v), Jóhann Einarsson 3, Hermann Haraldsson 2, Haraldur Haraldsson og Guðmundur Lárusson (v) eitt mark hvor. Stjarnan: Kristján 7, Gunnar 6, Guðmundur Ingvason, Magnús Teitsson og Magnús Andrésson 2 hver, Karl Daníelsson, Geir Ingimarsson og Árni Benediktsson eitt mark Arni Arnason, Stjörnunni kominn f færi í leiknum við KA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.