Morgunblaðið - 11.03.1975, Side 22

Morgunblaðið - 11.03.1975, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975 Vonir Armenninga litlar eftir óvænt tap íyrir Val ÞAÐ sannaðist enn betur hversu erfitt er að reikna Valsliðið út fyrirfram. Eftir tapleik gegn botnliðinu IISK á laugardag gerði Valur sér lítið fyrir og vann Ár- mann daginn eftir. Að vísu var sá sigur eins naumur og hugsast gat, en sigur var það engu að síður. Ármenningar hafa því tapað báð- um leikjum sfnum fyrir Val í mótinu. Síðustu mín. þessa leiks voru æsispennandi. Þá skiptust liðin á um að hafa yfir eftir að Ármann var búiö að vinna upp forskot Vals, og var t.d. jafnt 66:66 þegar 3 og hálf mín. voru til leiksloka. Þá skoraði Björn Ghristenssen 3 stig fyrir Armann og var svo rekinn af velli með 5 villur, og Válur komst yfir 70:69. Jón Sigurðsson jafnaði úr vftum, en Kári Marísson komVal ennyfirog voru nú eftir 30 sek. Jón Sig. skorar úr víti og Jóhannes síðan fyrir Val úr öðru, en þegar 7 sek. •voru eftir af leiknum jafnaði Jón Sigurðsson fyrir Armann 73:73 og var þá almennt reiknað með þvi að framlengja þyrfti leikinn. En Kári Marísson var ekkert á þeim buxunum. Hann tók boltann og þaut með hann upp allan völlinn, gaf síðan góða sendingu á Haf- stein Hafsteinsson sem þurfti ekkert annað að gera en setja boltann upp í körfuna og það gerði hann þegar 2 sek. voru eftir af leiktímanum. 75:73 fyrir Val og þeir fögnuðu mikið enda þykir Valsmönnum alltaf gaman að vinna Ármann í körfubolta. Jóhannes Magnússon var maður Valsliösins að þessu sinni. Hann átti stórleik í vörn og sókn, og var engin leið fyrir Ármenn- inga að stöðva hann þegar hann var kominn af stað. Jóhannes er í blóma þessa dagana, gagnstætt mörgum öðrum sem eru á niður- leið í lok keppnistímabils. Þá var Kári góður að venju, og Torfi Magnússon með góða spretti. Þór- ír Magnússon fékk dæmdar á sig tvær villur i einu um miðjan s.h. og sú síðari var hans 5. í leiknum. Þórir skoraði aðeins 8 stig, og man ég ekki eftir því að hann hafi spilað áður án þess að koma með tveggja stafa tölu frá leik. Sem fyrr voru það þeir Jón Sigurðsson og Símon Ólafsson sem báru af í Ármannsliðinu, og ekki væri liðið í hópi þeirra bestu ef annan hvorn þeirra vantaði. — En innáskiptingar þjálfara Ar- manns koma ávallt furðulega fyrir. Þegar Ármann virtist vera að greiða Val rothöggið i byrjun leiksins og staðan var orðin 19:10 fyrir Ármann skipti hann þremur af byrjunarleikmönnum liðsins útaf, og Valur jafnaði strax. Það er ekki hægt að fullyrða að þetta hafi skipt sköpum, en óneitanlega virðist svo. Stighæstir. Valur: Jóhannes 25. Torfi 15, Kári 12. Armann: Jón Sig. 27, Símon 20. — Þessi úrslit gera allar vonir Armenninga um sigur i mótinu að engu, hér eftir stendur keppnin eingöngu milli KR og IR. gk. Agnar Friðriksson, skoraði 27 stig I leiknum við stúdenta og átti mjög góðan leik. ORUGGURIR-SIGUR IR-INGAR áttu ekki i miklum erfiðleikum með að sigra afar lé- legt lið IS. Fyrirfram hafði þó verið reiknað með spennandi viðureign, en þegar á hólminn var komið voru stúdentar eins og börn í höndum ÍR-inga sem léku af mikilli ákveðni og festu alit frá fyrstu til síðustu mínútu. IR var 11 stig yfir í hálfleik, og sigraði í leiknum með 96 stigum gegn 81 stigi ÍS. Það er alveg furðulegt hvað ÍS liðinu hefur farið aftur nú upp á síðkastið, liðið sem gat sigrað hvaða lið sem var fyrr í mótinu er I dag óþekkjanlegt, og leikmenn eins og t.d. Bjarni Gunnar er eins og byrjandi langtímum saman. Hann var eins og byrjandi miðað við Jón Jiirundsson sem átti að venju mjög góðan leik fyrir ÍR. Jón lék hann oft mjög grátt, enda Bjarni ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri getu. Eftir að staðan hafði verið 12:12 fljótlega í fyrri hálfleik tóku ÍR- ingar öll völd í sínar hendur og breyttu stöðunni í 32:14. Þá gat þjálfari ÍR leift sér að fara að skipta inná og lék IR aldrei með allt sitt sterkasta lið inn á það sem eftir var. Staðan í hálfleik var 47:36 fyrir IR. Um síðari hálfleikinn þarf ekki að fara mörgum orðum. Forskot IR varð þá mest um 20 stig, og leikið var á fullri ferð allan tímann með varamennina í bland við hina reyndari. Jafnvel það gat IS ekki notfært sér og ÍR sigraði því örugglega. Þeir Jón Jörundsson og Agnar Friðriksson voru bestu menn IR i þessum leik. Agnar með sín frægu langskot af öllum mögu- legum lengdum sem oftast fóru beint í körfu, Jón hins vegar mjög góður i vörninni, og í sókninni réð engirm neitt við hann. Jón sýnir einna mestar framfarir allra leik- manria í 1. deild. Það var einna helst baráttujaxl- inn Ingi Stefánsson sem stóð upp úr i stúdentaliðinu, flestir hinna virtust þreyttir. Stighæstir: IR: Agnar 27, Jón Jör. 19, Kolbeinn 15. ÍS: Ingi Stefánsson 21, Bjarni 18, Steínn Sveinsson 14. Bjarni Jóhannsson f baráttu við Einar Guðmundsson undir körfunni. KR vann UMFN ENN EINN 200 stiga ieikurinn var leikinn um helgina, og að venju var KR annar aðilinn. Þetta er þriðji leikurinn f röð sem KR skorar meir en 100 stig, en tví- vegis hafa þeir einnig fengið á sig 100 stig. Svo var í leiknum gegn UMFN, en hann endaði 111:101 fyrir KR. Það var ljóst strax í upphafi hvert stefndi, stigunum rigndi HSK lagði Val niður jafnt og þétt á báða bóga, en KR-ingar höfðu alltaf yfir. Staðan í hálfleik var orðin 59:56 fyrir KR. Enn fylgdust liðin að framundir miðjan siðari hálfleik, en þá fór KR að síga fram úr. Þeir komust mest 9 stig yfir, og svo 11 stig stuttu fyrir leikslok 103:92. Bjarni Jóhannsson skoraði nú mest fyrir KR alls 30 stig, en ekki gat hann þó fremur en venjulega leikið nær allan tímann. Fékk hann strax i upphafi leiksins 3 villur, enda með afbrigðum óheppinn með villur sínar ávallt og var hann þá tekinn útaf. Hann lék hins vegar allan síðari hálf- leik, og skoraði þá mikið. Kol- beinn Pálsson var með 26 stig og heldur sæti sínu sem stighæsti maður mótsins. Bragi Jónsson skoraði 16 stig og átti mjög sæmi- legan leik, svo og Gísli Gíslason sem skoraði 12 stig. Hjá UMFN VORU ÞAÐ „hinir fimm stóru“ sem skoruðu nær öll stigin. Gunnar Þorvarðarson var nú stighæstur með 26 stig, Stefán Bjarkason 23, Brynjar Sigmunds- son 16 og Einar Guðmundsson og Sigurður Hafsteinsson 12 hvor. gk. IISK hlaut sín fyrstu stig í Is- landsmótinu um helgina með því að sigra Val í sfðari leik liðanna. Er nú Ijóst, aö leikur IISK við Snæfell um næstu helgi kemur til með að segja til um það hvort liðið fellur 1 2. deild. Ekki er gerlegt að spá fyrir um úrslit þess leiks, liðin virðast svo áþekk að getu. Það hafði sitt að segja fyrir HSK í þessum leik að Þröstur Guðmundsson lék nú með liðinu að nýju. Hann og Hilmar Viktors- son gengu báðir úr KR yfir í HSK fyrir stuttu, og léku nú sinn fyrsta leik með nýja félaginu. Um leikinn er það að segja, að hann var yfirleitt mjög jafn, Valur komst yfir í byrjun 14:7, en HSK hafóí jafnað um miðjan hálf- leikinn 20:20. Síðan komst Valur yfir aftur, mest 6 stíg, en í hálf- leík var staðan 42:41 fyrir HSK. Það leit ekki út fyrir annað en Valssigur, því Valur komst strax yfir í upphafi síðari hálfleiks og hafði ávallt yfir. En með miklu harðfylgi tókst IISK að jafna metin þegar 6 mín. voru til leiks- loka 70:70. Og þeir gerðu betur, komust yfir 84:78, og þaö var of mikill munur til að Val tækist að vinna það upp lokakaflann. Loka- tölur 89:86. Þessi sigur HSK er liðinu mjög dýrmætur, þeir eiga nú betri stöðu en áður þegar þeír mæta Snæfelli í hinum þýðingarmikla fallbaráttuleik um næstu helgi, og nægir að öllum líkindum að sigra til að halda sér uppi. Það var mikil barátta I liðinu I þessum leik, virtist sem koma Þrastar hefði mjög hvetjandi áhrif á liðs- mennina. Anton Bjarnason var sá sem allt snerist um í leik liðsins, og hann átti stórleik. Sterkur í vörnínni, skoraði mikið sjálfur, og byggði upp allt spil liðsins ásamt Bírki Þorkelssyni. Gunnar Jóakimsson barðist mjög vel og hafói oft betur I viðureigninni víð miðherja Vals. Birkir hefur oft verið meira áberandi en að þessu sinni. Þröstur lék ekki með nær allan leiktímann, en stóð sig vel meðan hann var inná. Það er dálítið furðulegt með Valsliðið. Það getur hvenær sem er veitt sterkustu liðunum í deild- inni harða keppni og unnið þau, en þess á milli hrapað niður á jafnlélega leikieinsoghéráttisér stað. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr leik HSK, en óneitanlega var þetta með slakari leikjum Vals í mótinu. Kári og Jóhannes voru langatkvæðamestir I liðinu, og Jóhannes virðist þessa dagana í sínum besta ham. Stighæstir: HSK: Anton Bjarnason 23, Gunnar Jóakims- son 21, Þröstur Guðmundsson 18, Birkir Þorkelsson 15. Valur: Kári Marísson 25, Jóhannes Magnússon 20, Þórir Magnússon 17, Hafsteinn Hafsteinsson 10. gk. STAÐAN URSLITIN i leik ÍR og Ármanns eru ekki með i þessari tóflu, en verða sett inn þegar línur eru komnar á hreint með kærumálið vegna þess leiks. stig. ÍR 11 10 1 922:834 20 KR 12 10 2 1098:989 20 Ármann 11 7 4 916:850 14 UMFN 12 7 5 972:949 14 is 12 6 6 920:912 12 Valur 13 5 8 1087:1070 10 Snæf. 1 1 1 10 748:914 2 HSK 12 1 11 868:1013 2 Stighæstir: Kolbeinn Pálsson KR, 285 Þórir Magnússon Val, 264 Jón Sigurðsson Ármann. 243 Stefán Bjarkason UMFN, 239 Kristinn Jorundsson ÍR, 231 Kári Marisson Val, 226 Simon Ólafsson Ármanni, 220 Agnar Friðriksson ÍR, 218 Byrnjar Sigmundsson UMFN 212 Einar Sigfússon Snæf. 211 Vitaskot (35 skot eða fleiri); Kolbeinn Pálsson KR, 81:59 = 72,8%. Simon Ólafsson Á, 70:50 = 71,4%. Þórir Magnússon Val, 41:28 = 68,3%. Gunnar Þorvarðarson UMFN, 59:40 = 67,9%. Jón Sigurðsson Á. 49:33 = 67,3%. Jón Jörundsson ÍR, 52:35 = 67,1%. Kristinn Jörundsson ÍR, 82:53 = 65,8%. Stefán Bjarkason UMFN, 42:27 = 64,3%. Ingi Stefánsson ÍS. 68:43 = 63,2%. Birkir Þorkelsson HSK, 52:32 = 61,6%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.