Morgunblaðið - 11.03.1975, Page 32

Morgunblaðið - 11.03.1975, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen annan veg en móóur hennar; fann hún þaó til, að maöurinn væri óálitlegur; en Ingveldur kvað fegurö- ina ekki til frambúðar; hefði og föóur Sigríðar verió allt annaó betur gefió en fríöleikurinn,-og heföi hann þó verió sæmdarmaöur í sveit, en taldi Guðmundi þaö til gildis, aó hann væri ráódeildarmaður, stilltur og efnaður vel, og mundi fóstri hans búa svo í garö fyrir hann, aó hann yröi þess mest aónjótandi, sem til væri á Búrfelli. Sigríður fann þaö og aó Guómundi, aó hann væri mjög svo fákunnandi; en lngveldur haföi oró fyrir því og kvaö ekki bókvitió í askana látið, þegar farió væri að búa. Aö svo búnu skildu þær mæógur aó því sinni; en nær því á hverjum degi flutti Ingveldur mál Guömundar, en fór þó aó öllu sem hægast viö Sigríði. Sigríður vildi fyrir hvern mun ekki giftast Guömundi, en þótti nú sem hún mætti ekki gleyma Indriða. Hafði hún þaö fyrir satt ööru veifinu, aó hann mundi hafa huga til sín, og hefði hann sýnt henni þaö oft í viðmóti, þó ekki hefói hann talað margt; en einkum þóttist hún aó fullu hafa ráöiö þaö af oróum hans, þá er þau voru saman þar í stofunni. Aftur annað veifiö efaöist hún um, aó þetta væri annað en tómur hugarburður sinn, og væri hugsun sú einungis sprottin af því, að hún óskaði, aö svo væri. Hún gat heldur ekki skilið í því, hvernig á því stæöi, aö Indriði hefði beðið sér stúlku annars staðar, eins og þá var altalað, ef hann nokkurn tíma hefði haft huga til sín. Það var og HÖGNI HREKKVÍSI Þú verður aó fresta konsertinum þangað til málning- in er þornuð. annaö, er henni þótti undarlegt, aö Indriði ekki hafði komið þar eða séð hana allan þann vetur og ekki komið á þá mannfundi, sem hún kom á, eins og hann hafði áður verið vanur. Aftur á hinn bóginn fann hún, að móður sinni mundi stórum mislíka, ef hún vildi.ekki fylgja ráóum hennar og eiga Guðmund. Út úr öllu þessu var hún oftlega mjög angurvær og grét í einrúmi, en bar sig þó að láta ekki fleiri menn sjá; því við engan var að tala, er hún gæti trúað fyrir hörmum sínum. Þaö var eina nótt sem oftar, að hún gat ekki sofnað fram eftir allri nótt fyrir tómri umhugsun um hagi sína og grét sáran; en nokkru eftir miðnæturbilið sofnaói hún loks út af, og dreymdi hana þá, að hún þóttist vera stödd þar úti á hlaðinu; þar var og móðir hennar hjá henni og hélt á húfu nokkurri gamalli, og þótti henni þó líkara lambhúshettu, og ætlaði móðir hennar að setja hana á höfuðið á Sigríði; en í því bili þótti henni Björg systir sín koma þar að og segja: Ekki veit ég, hvað þú hugsar, Ingveldur sæl, aö setja skrattans pottlokið að tarna á höfuðið á barninu! — og sló við hettunni, svo að hún hraut ofan í skyrdall, sem stóð þar skammt frá; en síðan brá hún upp faldi einum fögrum, og þóttist hún vita í svefninum, aó hún ætlaði að setja hann á höfuðið á sér, en í því Sagan af kóngsdóttur og svarta bola sagði, að eitthvaó gæti hún fengið að gera, til dæmis gæti hún þvegið upp, því sú, sem það hefói gert, hefði nýlega stokkið í burtu. ,,En þegar þú veróur leió á uppþvottinum", sagði kerlingin, ,,þá ferðu sjálfsagt þína leið líka“. — Nei, ekki sagðist Katrín nú fara að hlaupa úr vistinni. Hún var bæði fljót og vandvirk við uppþvottinn. Næsta sunnudag var von á gestum til hallarinnar. Svo bað Katrín um að fá að fara með þvottavatnið til konungssonarins, en þá var hlegið að henni og sagt: „Hvað viltu þar? Heldurður aó konungssonur fari að líta á þig, sem ert svona búin?“ En hún lét sig ekki, og hélt áfram að biðja um þetta, og loksins var henni leyft það. Þegar hún gekk upp stigana, hringlaöi í tré- stakknum svo konungssonur kom fram og spurði: „Hver ert þú eiginlega?“ „Ég er meö þvottavatn handa yður“, sagði Katrín. „Heldurður að ég vilji nýta þvottavatn, sem þú kemur með?“ sagði konungssonur, og svo skvetti hann öilu vatninu yfir hana. Svo varð hún að fara, en síóan bað hún um leyfi til þess að fara til kirkju, og það fékk hún líka, þvi kirkjan var þar rétt hjá. En fyrst fór hún að FEROIIMAtVID 'Jh ' 1 ffte&TOorgunkaffinu Prinsessan (á bauninni) í brúnni Prinsessa Truban Tap- Tail með hið silkimjúka hár hefur fengið fram- gengt samningi um lífs- tíðar „ábúð“ ókeypis og tryggt sér hina beztu umhirðu. Prinsessan sem er fræg í Bretlandi fyrir fegurð sína, er Síamsköttur sem í 15 ár samfleytt hefur verið skipsköttur um borð í fragtskipinu Sagamore. Skipið var nýlega selt til Ítalíu. Hinn gamli skip- stjóri skipsins bað skipa- félagið er það seldi skip- ið að sjá um að Prinsess- an fengi áfram að vera með skipinu og halda til í skipstjóraíbúðinni eins og hún hefur frá upphafi fengið. Italirnir, sem skipið keyptu voru ekk- ert hrifnir af þéssu fyrst í stað, en nú hefur verið sætzt á málin. ítölsku eigendurnir hafa undir- ritað samninginn um að Prinsessan haldi til í skipstjóraíbúðinni það sem hún á eftir ólifað við hina beztu umhirðu m.m. Þeir mundu ekki annan eins vetur í vetur hafa öðru hvoru verið að berast fréttir af því að Vetur konungur hafi verið mildur við V-Evrópubúa á þessum vetri. Því var jafnan hnýtt aftan í þessar fréttir, að elztu menn teldu sig ekki muna jafn milda vetrar- veðráttu. Nú skýra dönsku blöðin frá því, að þegar litið sé yfir vetrar- mánuðina hafi veturinn verið sá allra mildasti í 200 ár. — Og þykir þá ekki lengur neitt undar- legt við það þótt elztu menn telji sig ekki muna jafn milda tíð. Gamla metið var búið að standa í um 50 ár. Meðalhitinn nú í desember var 4,5 gráöur, í janúar 4,8 og i febrúar 1,5. Veturinn 1924 til 1925 var meðal- hitinn í desember 3,8 gráður, janúar 3,5 og febrúarmánuður var þá með 3 stiga meðalhita eða nokkru heitari en febrúar þessa árs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.