Morgunblaðið - 11.03.1975, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975
33
7
hik rambaði ég loks á mjög
fallega dagstofu. Ég steig inn, en
hikaði þó við.
Mér fannst Holt ofurstafrú enn
magrari og veiklulegri en dóttir
hennar. Hún lá í hvíldarstól og ég
hafði þvi gott tækifæri til að virða
hana fyrir mér. En ættarmótið
leyndi sér ekki með þeim
mæðgum. Hún var ungleg og fín-
leg en hrukkurnar við augu og
munn komu upp um aldur
hennar.
Hún rétti fram höndina
biðjandi og gaf mér bendingu um
að koma til min.
— Þökk fyrir, hvað þér voruð
elskulegar við Agnetu!
Þetta ... var ægilegt áfall fyrir
hana....
Ég settist á skemil við hliðina á
henni og var satt að segja yfir-
máta þakklát fyrir að hún skyldi
vita málavöxtu.
— Það hefur væntanlega verið
voðalegt fyrir yður líka. Hver
ságði yður frá þvi?
— Agneta... rétt áðan. Ég
hafði satt að segja ekki hugmynd
um ....
Hún var náföl í framan og mjög
þreytuleg, en augun sem störðu á
mig án afláts voru þurr.
— Þér eruð kona Einars Bure,
er það ekki? Mikið var leiðinlegt
að þetta skyldi einmitt þurfa að
gerast, þegar þið voruð að koma
hingað i leyfi.
Þessi sérkennilega hugsunar-
semi minnti mig aftur á minar
eigin áhyggjur vegna málsins og
ég tautaði ósjálfrátt:
— Þetta er leiðinlegast fyrir
föður minn. Honum hefði ekki
veitt af hálfsmánaðarhvíld eftir
allar þær grafir, sem hann hefur
opnað ....
Af svipbrigðum ofurstafrúar-
innar mátti ráða að hún varð mjög
hissa.
— Múmíur, meina ég, bætti ég
við — Konungagrafir. Éaðir minn
er fornleifafræðingur.
— Ætlið þér kannski að segja
mér að Johannes Ekstedt sé faðir
yðar. Svipur hennar breyttist
snögglega, hún var ekki lengur
ráðvillt, heldur ljómaði andlit
hennar nú af óskiljanlegum fögn-
uði. — Ég hef lesið hverja einustu
línu, sem um hann eða eftir hann
kemur í blöðunum, um rannsókn-
ir hans.
Störf hans virðast vera fádæma
merkileg. En hvað mig langar til
þess að hitta hann; haldið þér við
gætum ekki komið því í kring?
Ég kinkaði kolli og nú var sann-
ariega komin röðin að mér að
undrast. Þegar höfð er hliðsjón af
þvi að hún var blíð, alúðleg mið-
aldra kona, sem hafði fáeinum
stundum áður misst einkason
sinn var framkoma hennar væg-
ast sagt einkennileg. Að vísu er
það margsannað mál, að fólk
bregst við harmi á mjög mismun-
andi hátt. . . en samt. . .
Sennilega sá hún á mér, hversu
hissa ég varð því að hún greip
hlýlega um handlegg mér og
hvislaði blíðróma: — Yður finnst
ég víst einkennileg móðir, er það
ekki. Og það getur vel verið rétt.
En ég skal segja yður að hann
Tommy hefur valdið okkur svo
ómældum áhyggjum... og auk
þess, hún lækkaði róminn. .. var
hann alls ekki sonur okkar. Við
tókum hann til okkar, þegar hann
var fimm ára gamall. Ég hef reynt
heiðarlega og í einlægni að láta
mér þykja jafn vænt um hann og
Agnetu, en þaó hefur aldrei tek-
izt. Hann gerði heldur ekki mikið
til að hjálpa mér .. . Þvi þykist ég
ekki finna til einhverrar nistandi
sorgar, sem fær ekki staðist. Hvað
Agnetu varðar horfir málið öðru-
visi við. Þau eru alin upp saman
og hann var stóribróðir, sem hún
dáðist alltaf mjög að.
— Aha! sagði ég og spurði síðan
án þess að fyrir mér vekti nokkuð
sérstakt:
— Hvað var hann gamall?
— Agneta er tvítug. Tommy var
fjórum árum eldri.
Sú Agneta, sem kom nú inn í
stofuna, leit óneitanlega út fyrir
að vera meira en sextán ára eins
og ég hafði haldið. Hún hafði
greitt hárið aftur i hnút i hnakk
anum, og kvíðasvipur var á fölu
andliti hennar. Hún kastaði
feimnislega kveðju á mig og varð
enn vandræðalegri, þegar ofursta-
frúin stakk upp á því fagnandi, að
við yrðum dús. Agneta hafði sýni-
lega ekki í hyggju að ávarpa mig
hvorki á einn né neinn veg, en
þar sem mig langaói til að spyrja
hana um eitt atriði notaði ég tæki-
færið sem bauðst:
— Segðu mér Agneta, hvernig
vissir þú hvað hafði komið fyrir.
Sagði Svenson lögregluþjónn þér
frá þvi.
Hún fitlaði vandræðalega við
kjólinn sinn.
— Ég heyrði hann segja við
pabba að hann ætti að koma strax
út að Árbökkum, þvi að það hefði
dálítið komið fyrir. Svo að ég
læddist á eftir honum og hitti
Huldu. Hún. . . sagði mér frá
því. . .
Hún taiaði hægt og það var erf-
itt að skilja hana. Stúlkan virtist i
senn óstyrk og hrædd og ég velti
þvi fyrir mér hvort hún væri
svona að upplagi, eða hvort at-
burður sá, sem gerzt hafði nokkru
áður hefði haft svona djúp áhrif á
hana. Það var ekki fyrr en nú,
þegar ég var hér í þessari vina-
legu og myndarlegu dagstofu
ásamt tveimur fölleitum kon-
um... að ég fór að gera mér grein
fyrir því í fullri alvöru hvað hefði
gerzt. Málið snerist ekki um
venjulegt dauðsfall sem framkall-
ar sorg hjá syrgjendum og fær
utanaðkomandi til aó reyna í hví-
VELVAKAIMOI
Velvakandi svarar í sima 10-100
kl. 1 0 30 — 11 30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Börn einstæðra
foreldra beitt
hróplegum
rangindum
Húsmóðir f Breiðholti skrifar:
„Það vekur furðu mina að eng-
inn skuli hafa kveðið upp úr með
það, að gjöld fyrir börn á dagvist-
unarstofnunum hækkuðu þann 1.
desember upp i 7 þúsund krónur
og síðan i 8 þúsund um áramótin.
Þann 1. nóvember kostaði 5.800
krónur að hafa barn á dagheimili
svo að hækkunin er á milli 30 og
40%. Á þessum tima hefur ekki
orðið hækkun á greiðslu með-
lags/barnalífeyris og er því svo
komið nú, að foreldri sem ekki
hefur barn sitt greiðir ekki einu
sinni sem svarar þeirri upphæð
sem það kostar að hafa barn í
gæzlu 8 tíma á dag fimm daga
vikunnar. Meðlagið var þann
fyrsta desember um 6.600 krónur
og óveruleg visitöluhækkun sem
greiðist frá 1. marz og aftur til 1.
des. verður ekki til meiri hækk-
unar en sem svarar um 200 krón-
um. Þar sem foreldrum er skylt
að framfæra barn sitt sameigin-
lega sér hver heilvita maðitr að
þarna er hróplegt misræmi, sem
ég tel að verði að laga hið skjót-
asta. Það er líka oft talað mikið
um að bæta kjör lægstlaunaðra og
örorku- og ellilífeyrisþega, en
hvernig væri að þessir háu herrar
reyndu að muna eftir að börn
einstæðra foreldra eru vist um
ellefu þúsund og mér sýnist ekki
vanþörf á að rétta hlul þeirra.
Það hefur verið óopinber hefð
siðustu ár að meðlag/barnalífeyr-
ir og dagvistunargjöld hins vegar
fylgdust nokkurn veginn að og
um tima var meðlag/barnalífeyr-
ir meira að segja fáeinum hundr-
uðum króna hærri. Ekki er mér
ljóst hvort þetta fylgir einhverj-
um útreikningum, en vist er að
framfærsla barns kostar — hvort
sem það er á dagheimili eða
heima hjá sér — meira en rúm-
lega þrettán þúsund krónur á
mánuði. Að minnsta kosti hef ég
ekki heyrt að neinum sé ætlað að
lifa af þeirri upphæð — nema
þessum viðkomandi börnum.
Húsmóðir í Breiðholti."
% Malbikió og
farartálmar
í Laugardal
Anna Snorradóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég var að koma heim úr göngu-
ferð í Laugardalnum. Ég er sem
sé Laugarnesbúi og frá því er ég
flutti í þetta hverfi fyrir 10 árum,
hefi ég haft miklar mætur á
Laugardalnum. Nú er verið að
skipuleggja allt svæðið eins og
flestir þekkja, risin eru mikil
íþrótta-mannvirki og alltaf eykst
malbikið. í morgun varð ég fyrir
þeirri lífsreynslu, að það var búið
að glrða fyrir svæði, sem ég er
vön að ganga þannig að ég komst
ekki inn í dalinn. Égtreysti því að
þetta sé einhvers konar bráða-
birgða-ráðstöfun og að ekki verði
tekin af okkur sú gleði og heilsu-
bót, sem það er að ganga alla leið
inn undir Álfheima, framhjá
gömlu húsunum og garðinum
dásamlega, en þar hefi ég átt
margar góðar stundir, þegar hann
er opinn og að við fáum að hafa
þarna venjulega götu upp á gamla
móðinn, því að við förum bara í
vaðstigvél, þegar blautt er. Það er
mikið talað um íþróttir fyrir alla
og það er gott. Flestar greinar
íþrótta þurfa sérstaka aðstöðu,
sem oft kostar mikla peninga, en
þeir peningar eru að sjálfsögðu
vel gefnir út. Ekki er til dásam-
legri staður i Reykjavík en sund-
laugarnar í Laugardalnum og fyr-
ir þær verður aldrei fullþakk-
að. Ef ég væri skáld mundi
ég yrkja til þeirra óð. En
það er ýmis útivist, sem ekk-
ert kostar og eitt af þvi eru
gönguferðir. Best er að vísu
að fara engar götur, þvi að „veg-
leysan hressir betur líkama og
sál,“ eins og Sigurður Nordal
kemst að orði i einni af sínum
frábæru sögum. En stundum eig-
um við ekki kost á að komast út
fyrir borgina og þá er gott að
ganga gamlar götur þar sem
puntstráin teygja sig upp með
vegkantinum og mjúkt er
undir fæti. Ég er hrædd við
malbikið. Ég veit að það er
nauðsynlegt inni i borgum og bæj-
um og ég veit líka, að
við eigum langt i land með að
sökkva öllu landi undir malbik —
samt má Reykjavík vara sig. Það
mega ekki fara fleiri græn svæði
undir þessa ægilegu steypu. Ég
gleymi aldrei samkomu, sem ég
var á vestur í Kaliforníu fyrir
tveim árum. Það var verið að
fjalla um umhverfismál. Fólkið
bókstaflega hrópaði: Ekki meira
af malbiki! Ekki fleiri hraðbraut-
ir! Forðið okkur frá meiri stein-
steypu! og þar fram eftir götun-
um. Þetta voru hálfgerð angistar-
óp. enda er kannske meira af mal-
biki í þessum heimshluta en viða
annars staðar. Þetta hafði mikil
áhrif á mig og ég hefi ekki getað
gleymt þessum atburði. Þegar ég
geng gamlar götur þar sem næst-
um allt er eins og það var í upp-
hafi, hvort heldur er blautt eða
þurrt, hvort heldur ég sekk í leðj-
una eða tipla á mjúkum
grassverðinum hugsa ég um
þetta. Einhver mun segja að mal-
bikið sé nú eitthvað þrifalegra og
það er alveg rétt. En hvernig
myndi okkur ganga að faðma ást-
vin okkar, sem dottinn væri ofan í
múraðan skorstein?
Elskulegu karlar, sem ráðið ör-
lögum Laugardalsins! (ég geri
ekki ráð fyrir neinni konu í þvi
ráðiVLeyfið okkur að halda, þótt
ekki væri nema mjórri rennu eða
ræmu af ósnortinni náttúru þar
sem við megum ganga alla leið
inn undir Álfheima. Við þurfum
ekki skokk-brautir skipulagðar af
sérfræðingum, aðeins landræmu
sem ekki er skipulögð og ekkert
er gert við, bara friðuð fyrir fót-
gangandi manneskjur.
Með þökk og kveðju,
Anna Snorradóttir."
£ Fjölmiðlar og
skákmótið
í Tallin
Markús Guðmundsson skip-
stjóri hafði samband við Velvak-
anda og var tilefnið skákmótið I
Tallin, blaðaskrif og útvarpsfrétt-
ir af því. Markús sagðist vera mik-
ið á móti þvi aó sífellt væri verið
að hafa samband við þá, sem taka
þátt í keppnum og iþróttamótum,
gera þá að hetjum, hampa þeim
fyrir fram, hafa símasamband við
þá mörgum sinnum á sólarhring
o.s.frv. Hann sagðist vera viss um
að þetta yrði einungis til þess að
trufla viðkomandi íþróttamenn og
leggja á þá aukaálag, sem svo
aftur gæti komið niður á árangri
mrra i keppni. Markús sagði að
h.Kum:
„Ég vil lika gagnrýna allar þess-
ar bollaleggingar um endanlega
nióurstöðu skákmótsins. Það fer
ekki hjá þvi að allt þetta mikla
umtal truflar keppandann og að
mínum dómi á að láta hann i friði.
Álag á svona móti er nógu mikið,
þótt blöð og útvarp auki ekki á
það að óþörfu.“
Byggingarmenn
mótmæla
MBL. hefur borizt ályktun
stjórnar Sambands byggingar-
manna frá 5. marz s.l. Þar er
mótmælt harðlega aðgerðum
rikisstjórnarinnar f efnahags-
málum og talið að með síðustu
ráðstöfunum sé stefnt að atvinnu-
leysi í þjónustugreinum svo sem
húsgagnagerð og byggingariðn-
aði, þar sem nú hafi atvinnuleysis
gætt í fyrsta skipti í fjögur ár.
Stjórn sambandsins telur af-
stöðu atvinnurekenda til samii-
ingamála á síðustu mánuðum
sýna, að ríkisstjórnin og atvinnu-
rekendur vinni nú sameiginlega
gegn hagsmunum verkalýðsins.
Þá er lýst stuðningi við ályktun
kjaramálaráðstefnu ASÍ og hvet-
ur stjórnin eindregið aðildarfélög
Sambands byggingarmanna til að
verða við áskorun ASI um öflun
heimilda til verkfallsboðunar og
vera viðbúin að beita slíkum
heimildum, ef nauðsyn krefur.
Leiðsögunám-
skeið að hefjast
FERÐASKRIFSTOFA ríkisins
efnir á næstunni til námskeiðs
fyrir leiðsögumenn erlendra
ferðamanna, eins og verið hefur
undanfarin ár. Námskeiðið hefst
13. marz n.k. Kennt verður á
mánudags- og fimmtudags-
kvöldum í 10 vikur.
Þátttakendur i námskeiðinu
þurfa að geta tjáð sig vel á a.m.k.
einu erlendu tungumáli, en í frétt
frá Ferðaskrifstofunni segir, að
sé um ensku að ræða, sé æskilegt
að hafa einnig vald á öðru máli.
Liður i námskeiðinu eru
kynnisferðir um Reykjavik,
Suðurnes, að Gullfossi og Geysi,
og verða nemendur þar þjálfaðir í
leiðsögn.
Innritun hefst 13. marz i
afgreiðslu Ferðaskrifstofunnar
að Reykjanesbraut 6, og er innrit-
unargjald kr. 4.800.
1YNDAMÓT HFÍ
AÐALSTRÆTI 6 — REYKJAVlK
^PRENTMYNOAGERO S'MI 17152^
KAUOLÝSINGATEIKNISTOFA .
SIVI 2S810
BOSCH
PRUFUDÆLA
FYRIR
ELDSNEYTI-
L0KA
At Tiestum stæðuin
og gerðum.
BOSCH
VARAHLUTAVERSUIN
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGIVILILA 9 SÍMI 38820