Morgunblaðið - 11.03.1975, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975
35
Foringja Jap-
ananna leitað
Stokkhólmi, þjóó, Karl Fisher, segir að hann
10. mars — NTB. og annað starfsfólk sendiráðsins
JAPANIRNIR tveir, sem hand- hafi fengið viðvaranir frá öryggis-
teknir voru f síðustu viku er þeir lögreglunni um að vera við öllu
voru að taka myndir af byggingu i búin. ,,En við höfum takmarkaða
Stokkhólmi þar sem sex sendiráð möguleika á að verja okkur sjálf
eru til húsa, þ.á m. sendiráð Is- fyrir hermdarverkamönnum. Við
iands, eru nú grunaðir um að treystum á sænsku lögregluna.“
hafa ætlað að taka austurríska Lögreglan leitar enn þriðja Jap-
sendiráðið herskildi. Sænska ör- anans, sem talið er að sé foringi
yggislögreglan upplýsti einnig f þeirra sem þegar hafa verið hand-
dag, að við framköllun á filmum teknir, og eru allar landamæra-
Japananna hefðu einnig komið stöðvar m.a. á varðbergi. Félagar
fram myndir af sendiráðum Aust- þans eru hins vegar þöglir sem
urríkis f Kaupmannahöfn og gröfin. Japanarnir þrír eru taldir
Osló. Samtals höfðu þeir tekið 300 tilheyra hermdarverkasamtökun-
ljósmyndir. um Rauða hernum i Japan.
Sendiherra Austurríkis í Sví-
Hæstu vinningar
í Happdrætti
Háskóla Islands
Mánudaginn 10. marz var dregið í
3. flokki Happdrættis Háskóla Is-
lands. Dregnir voru 8,775
vinningar að fjárhæð 78.750.000
krónur.
1.000.000 króna vinningurinn
kom á númer 7181. Var þetta
númer selt i þessum fjórum um-
boðum: AÐALUMBOÐINU,
Tjarnargötu 4, hjá Frímanni Frí-
mannssyni í Hafnarhúsinu og á
NESKAUPSTAÐ.
500.000 krónur komu á númer
30 770. Voru allir miðarnir af því
númeri seldir hjá Frimanni
Frímannssyni í Hafnarhúsinu.
200.000 krónur komu á númer
7211. Voru allir miðarnir af þessu
númeri seldir hjá Frimanni Frí-
mannssyni I Hafnarhúsinu.
50.000 krónur:
3994 —; 7180 — 7182 — 7748
— 8224 — 8507 — 11346 —
11827 — 12196 — 13849 — 14446
— 15884 — 31853 — 36227 —
39832 — 40496 — 40564 — 46657
_ 48442 — 56737 — 59051 —
59055.
Sjö mál afgreidd
á Búnaðarþinginu
FUNDUM var fram haldið á
Búnaðarþingi f gær og hlutu sjö
mál afgreiðslu á fundinum. Fjór-
ar ályktanir voru samþykktar.
Rætt var um fyrirhugaða málm-
blendiverksmiðju I Hvalfirði og
ályktað um það mál. Tók
Búnaðarþing m.a. undir þær ósk-
ir, að framkvæmdir verði ekki
hafnar við verksmiðjuna fyrr en
ýtarleg liffræðileg rannsókn hafi
farið fram. Þá var samþykkt
ályktun um Stofnlánadeild land-
búnaðarins og Búnaðarbankann,
ályktun um holdanautarækt og
mat á nautakjöti og um rekstrar-
lán til bænda. Þá voru samþykkt-
ar áskoranir um rafmagnsmál,
um vaktaskyldu vegna bilana á
raflínum og um eyðingu flug-
vargs.
75 ára í dag
KRISTIN Guðjónsdóttir Hlfðar-
götu 26, Neskaupstað er 75 ára f
dag. Hún dvelst eftir kl. 20 f
kvöld hjá syni sfnum að Keldu-
hvammi 4 f Hafnarfirði.
— Til vopna
Framhald af bls. 34
200 milna takmarkaSur og sækja
yr8i um leyfi til a8 veiða innan 200
mílna.
Jafnframt sagði Ronald Reagan,
fyrrverandi rikisstjóri Kaliforníu, um
helgina að nauðsynlegt kynni að
reynast að beita bandariskum her-
skipum til að koma í veg fyrir að
bandarískir túnfiskbátar væru teknir
fyrir ólöglegar veiðar við strendur
Ecuador.
Að öðrum kosti taldi hann að
Bandarikjamenn gætu sjálfir fært út
landhelgi sina í 200 milur.
— Mikill
stuðningur
Framhald af bls. 2
maður bandarísku sendi-
nefndarinnar á hafréttarráð-
stefnunni, lagði áherzlu á að
góðar horfur væru á samkomu-
lagi um hafréttarmálin I heilu
lagi á ráðstefnunni i Genf og
mundu einhliða aðgerðir
Bandaríkjanna einungis spilla
þeim árangri, sem vænta mætti.
Sagði Moore einnig að 200
milna einhliða útfærsla myndi
ekki verða til verndar fisk-
stofnum, heldur auka líkur á
átökum við aðrar þjóðir og
nefndi hann sem dæmi um átök
af þessu tilefni Þorskastríðið á
miðunum við island. Moore
taldi einnig að einhliða út-
færsla væri algerlega ólögmæt
að alþjóðalögum, enda hefði
dómstóllinn í Haag dæmt út-
færslu Islendinga, sem þó hafi
aðeins verið í 50 mílur, ólög-
lega. Thomas Clingan aðstoðar-
utanríkisráðherra, sem fer með
fiskveiðimál tók mjög í sama
streng og Moore og taldi hags-
munum bandarískra sjómanna
betur borgið með því að bíða
úrslita hafréttarráðstefnunnar
eða semja að öðrum kosti við
aðrar þjóðir um minnkandi
sókn. Gat Clingan um ýmsa
samninga sem gerðir hafa verið
undanfarna mánuði eða reynt
hefur verið að ná við þær
þjóðir, sem veiðar stunda á
miðum bandarískra fiski-
manna.
Haraldur Kröyer, sendiherra
Islands í Washington, og Þor-
steinn Ingólfsson sendiráðsrit-
ari fylgdust báðir með um-
ræðum í dag. Taldi sendi-
herrann greinilegt að þolin-
mæði þingmanna væri á þrot-
um i þessu máli. John Norton
Moore tjáði sendiherranum
hins vegar að góðar líkur væru
nú á samkomulagi i Genf og tók
sérstaklega fram að árangurinn
af starfi Evensenhópsins, svo-
nefnda, hefði verið mjög já-
kvæður og þar hefði islenzki
sendiherrann Hans G. Ander-
sen átt mikinn og góðan hlut að
máli.
Umræðum fyrir undirnefnd-
inni verður haldið áfram út alla
þessa viku og kemur fjöldi
manns fyrir nefndina, þ. á m.
fulltrúar hinna fjölmörgu hags-
munahópa, sem telja sér málið
skylt. Ekki er hægt að fullyrða
um hvenær nefndin afgreiðir
máiið frá sér.
— Hvassafell
Framhald af bls. 36
um möguleika á því að losa olíuna
úr skipinu en Hjálmar var erlend-
is.
Samkvæmt upplýsingum frétta-
ritara Mbl. á Húsavik fóru 8 skip-
verjar af Hvassafellinu aftur til
Flateyjar í gær til þess að bjarga
úr skipinu persónulegum eigum
áhafnarinnar ogflytjatil Húsavik
ur. Ákveðið var að sex þeirra
kæmu aftur í gærkveldi, en tveir
dveldust í Flatey til þess að hafa
eftirlit með skipinu og manna-
ferðum til eyjarinnar. Búa menn-
irnir að Bergi, sem er ekki gamalt
steinhús og eitt hið siðasta sem
vfirgefið var, þegar byggð lagðist
niður í Flatey.
Hvassafellið hafði i gærkveldi
ekkert rótazt til á strandstað og
var ástandið óbreytt, en einhver
sjór mun kominn í lest númer eitt
og í vélarúm.
— ísleifur
Framhald af bls. 36
björgunarskipinu Goðanum sagði
að sjór væri of kyrr á strandstað,
en vonir stæðu nú til að það
myndi breytast. Ennfremur
munu flóðin nú með morgninum
verða öllu meira en í gær. Voru
björgunarmenn þvi vongóðir með
árangur væntanlegrar björgunar-
tilraunar i dag. Árdegisflóðið í
dag er rétt fyrir klukkan 06.
— Alger nauðsyn
Framhald af bls. 34
skipti landsins myndu bíða hnekki
vegna vanefnda útflytjenda og
iðnfyrirtækja og framleiðslan
myndi óhjákvæmilega dragast
saman og atvinnuleysið aukast
enn og ná til um 2—300.000
manns, ef landið gæti ekki staðið
við skuldbindingar sínar við er-
lenda viðskiptamenn. Þjóðþingið
getur ekki setið aðgerðarlaust hjá
og horft á fyrirsjáanlegt öngþveiti
og efnahagslegt hrun," sagði
Kjeld Olesen.
Hörð gagnrýni
frá vinstri
Frummælendur þeirra flokka,
sem eru vinstra megin við jafn-
aðarmenn gagnrýndu rlkis-
stjórnina ákaflega fyrir Ihlutun i
samninga vinnumarkaðarins, þeir
sögðu það algera óhæfu, að rikis-
stjórnin skyldi ekki hafa leitað
álits verkalýðssamtakanna á til-
lögunum. Frummælandi sósialska
þjóðarf lokksins sagði: „Flokki
mínum er það mikið áfall, að sjá
rikisstjórn jafnaðarmanna standa
að slikum aðgerðum sem hér eru
hafnar. Það er dapurlegt að sjá
sósialískan flokk ganga þannig
beinna erinda auðvaldsaflanna i
þjóðfélaginu." Hann kvað at-
vinnulifið með góðu móti geta
borið kjarabætur stórum meiri en
þær, sem gert er ráð fyrir i tillög-
um sáttasemjara og rikisstjórnar.
Frummælandi kommúnista
Knud Jespersen, sagði. að það
væri nú augljóst að flokkur jafn-
aðarmanna hefði frá upphafi
vinnudeilunnar verið ákveðinn i
að gripa inn og lögfesta samninga
á vinnumarkaðinum. Þetta hefði
vinnuveitendum verið Ijóst og þvi
hefðu þeir staðið þverir gegn
öllum tillögum verkalýðshreyf-
ingarinnar. Hann sagði, að tillögur
stjórnarinnar væru bæði ranglátar
og hættulegar og þær myndu
vissulega valda óróa á vinnumark-
aðinum. „Það hefur verið kreppa
hjá auðvaldinu" sagði Knud
Jespersen, „en nú er lika skoltin á
þingræðisleg kreppa, lagaboð eiga
að hindra réttláta lausn handa
launþegunum og vissulega mun
það ekki heppnast fyrir rikisstjórn-
ina að ganga þannig einhliða
erinda eigenda atvinnufyrir-
tækja," sagði Knud Jespersen.
Skaðar jafnaðarmenn
pólitískt
Daginn, sem umræður fóru fram
i Þjóðþinginu um tillögur ríkis-
stjórnarinnar var boðað til úti-
fundar við Kristjánsborgarhöll og
mótmælt afskiptum löggjafans, en
það gerðist lika að á mörgum
vinnustöðum voru samþykktar
ályktanir sem lýstu stuðningi við
margt i tillögum rikisstjórnarinnar
í dönskum dagblöðum nú um
helgina og meðal almennings
virðist gæta viss skilnings á nauð-
syn þess að gripa inn i einmitt nú.
Pólitískar skoðanir manna hafa
auðvitað mikil áhrif á afstöðu
þeirra til tillagna rikisstjórnarinnar
en fullyrða má. að i heild hefur
það framtak, sem stjórn jafnaðar
manna sýnir með atbeina þessum
jákvæðan skilning meirihluta
þjóðarinnar. Það er svo á hreinu,
að pólitiskt mun það skaða flokk
jafnaðarmanna að standa að
málum þessum. Baráttan um
stuðning kjósendanna er hið
sigilda vandamál allra stjórnmála-
flokkanna, þar sem nákvæmar
skoðanakannanir fara fram með
jöfnu bili. Eftir þessar aðgerðir
rikisstjórnar Ankers Jörgensens
munu jafnaðarmenn varla auka
fylgi sitt frá flokkunum til vinstri,
en ef til vill gæti þetta orðið til
þess að jafnaðarmenn mundu
kvarna til sin eitthvað af fylgi
borgaraflokkanna Það þykir ýms-
um þeirra súrt í broti — og þó.
— EBE-fundur
Framhald af bls. 1
fast gegn endurgreiðslu nema að-
eins á þeim hluta framlagsins,
sem kemur frá virðisaukaskatti,
en Bretar hafa krafist endur-
greiðslu á iðnaðartollum og gjöld-
um af landbúnaðarafurðum.
Vitað er að Wilson hefur neitað
að gefa áðurnefnda yfirlýsingu
áður en hann hefur lagt málið
fyrir fund í rikisstjórn sinni, en
hins vegar gaf hann þá yfirlýs-
ingu að Bretar myndu auk
kröfunnar um endurgreiðslu,
aðeins vilja fá tryggingu fyrir
áframhaldandi innflutningi
mjólkurvara frá Nýja Sjálandi til
EBE-landanna. Bretar hafa á
undanförnum vikum lagt fram
ýmsar aukakröfur, sem gert hafa
leiðtogum hinna EBE-rikjanna
gramt i geði. Fundinum lýkur
siðla dags i dag, þriðjudag.
— Danmörk
Framhald af bls. 1
60 danska aura á timann, en þó er
gert ráð fyrir að hinir lægst laun-
uðu fái einnig 40 aura aukahækk-
un 1. marz og 1. september 1976.
Þá verður gildandi kjarasamning-
um framlengt óbreyttum í tvö ár,
sem þýðir að engir nýir kjara-
samningar verða gerðir fyrr en
eftir 1. apríl 1976.
Á móti launastöðvuninni kemur
svo takmörkun á hagnaði fyrir-
tækja, og þak á bilið milli innláns-
og útlánsvaxta bankanna ásamt
takmörkun á hækkun greiðslu
hlutafjárarðs og gjaldskrám i
þjónustugreinum.
— Islenzkt
ljóðasafn
Framhald af bls. 14
árum komst Horatius svo að
orði, ef ég man rétt, að „Ijóð
hefðu það til síns ágætis aðgeta
verið mönnum sifelldlega Vil
yndis, jafnvel við tíunda
lestur.“ Það er föst von okkar í
AB, að þessu ummæli, sem
tuttugu aldir hafa ekki haggað,
eigi enn fyrir sér að rætast á
ÍSLENZKU LJÓÐASAFNl, og
að það verði ekki einungis kær-
komin lesning á þúsundum
heimila, heldur megi einnig
eiga sinn þátt í að brúa bilið
milli liðinna kynslóða og
samtíðarinnar og jafnvel efia
nýjan skáldskap til sterkari og
heillavænlegri áhrifa — á þjóð
sina og frá þjóó sinni.
(Ur Fréttabréfi AB.)
— Frydenlund
Framhald af bls. 1
bandalagið að annast varnir
þeirra.
Hann sagði, að svonefnd
Stoltenberg-nefnd, mundi
fjalla um verndun olíuborunar-
pallanna og hún mundi leggja
fram álitsgerð þar að lútandi
næsta sumar. Hann kvað eðli-
legt, að Norðmenn hefðu sam-
ráð við önnur lönd við Norður-
sjó um vörzlu pallanna, en
kvaðst taka með efasemdum
hollenzkri tillögu, sem fram
hefði komið þess efnis, aó við-
ræður um það mál færu einnig
fram innan hins svonefnda
Evro-hóps.
Varnir oliuborunarpallanna
eru fyrst og fremst lögreglu-
verkefni og því þjónar engum
tilgangi-að ræða málið innan
Evro-hópsins, sem hefur það
markmið að auka hernaðarlega
samvinnu milli evrópsku
NATO-rikjanna, sagði Knud
Frydenlund.
— Hörðustu
árásirnar
Framhald af bls. 34
Jafnframt samþykkti öldunga-
deildin éinróma tillögu Mark
Hatfields þar sem skorað er á
stjórn Fords forseta að tryggja að
að minnsta kosti helmingi þeirra
hrísgrjónabirgða er Bandarikja-
menn senda til Kambódíu verði
dreift ókeypis.
I Peking skoraði Alþýðudag-
blaóið á Bandarikjamenn að láta
Kambódíumenn sjálfa leysa
vandamál sin og sagði að þjóð
landsins gæti séð fram á úrslita-
sigur á stjórn Lon Nols. Jafn-
framt hefur Sihanouk fursti sagt
að Norður-Víetnamar hafi lofað
að auka sendingu kinverskra
vopna til uppreisnarmanna.
I Suður-Vietnam hafa hermenn
Norður-Víetnama og Viet Cong
brotizt gegnum víggirðingar um-
hverfis fylkishöfuðstaðinn Ban
Me Thout, einn þriggja mikilvæg-
ustu bæjanna á fjallasvæðunum
200 km norðaustur af Saigon, en
þó hefur stjórnarherinn mestall-
an bæinn enn á valdi sínu að sögn
suður-vietnömsku herstjórnarinn-
ar. Bardagar hafa enn harðnað á
miðhálendinu.
— Sölubeiðni
Framhald af bls. 36
verðara. Um minni togarana gilda
bátakjarasamningar og kvað hann
sem dæmi sem skipti milljónum
króna i rekstri skips á ári vera
lifeyrissjóðsgreiðslur til áhafnar-
innar. Af stóru skipunum er
greitt í lífeyrissjóð togaiasjó-
manna hundraðshluti af brúttó-
tekjum sjómannanna, en á minni
togurunum aðeins hlutur af
tryggingu. Hann kvað það ekki
uppbyggingu skipsins, sem gerði
það óhagkvæmt, heldur það kerfi,
sem hér gilti. Það virtist útiloka
arðbæra útgerð togaranna og því
væri ekki unnt að breyta.
Þórhallur Helgason, fram-
kvæmdastjóri Hrannar h.f. og Is-
fells h.f., en þessi tvö fyrirtæki
eiga sitt hvorn togarann, Hrönn,
samnefndan togara, sem ber ein-
kennisstafina RE 10 og Isfell h.f.
Engey RE 1, sagði að fasleignasali
hefði fyrir mánuði síðan haft sam-
band við útgerðirnar og skýrt frá
þvi að Vestur-Þjóðverji hefði
áhuga á að kaupa skipin. Síðan
kvað hann fieiri fasteignasala
hafa fylgt i kjölfarið. Þórhallur
sagði að fasteignasölunum hafi
verið tjáð að kæmi hagkvæmt boð
væri Isfell væntanlega tilbúið til
að selja. Hins vegar var aldrei
rætt um sölu á Hrönn meðal eig-
enda hennar. Siðan kvað hann
ekkert hafa heyrzt frá þessum
mönnum. Þórhallur sagði að eig-
endur skipanna hefðu ekki boðið
þau til kaups, heldur hefðu aðeins
svarað áðurnefndri fyrirspurn.
Þórhallur kvað rekstrargrund-
völl togaranna gjörsamlega brosl-
inn og hafa verið það lengi. Hefði
reksturinn stórversnað upp á sið-
kastið. Fiskverðshækkunin, sem
kom eftir gengisfellinguna sagði
hann að vægi ekki einu sinni upp
á móti hækkuninni á olíunni, sem
einnig fylgdi i kjölfar gengis-
breytingarinnar. Ef öll veiðarfæri
hækkuðu svo einnig -—væri varla
unnt að ímynda sér nókkurn
rekstur sem væri verri. Skipin
kostuðu . á sínum tima um 2
milljónir Bandaríkjadollara og
myndu talsvert dýrari i dag, þar
eð 3 ár eru frá því er um þau var
samið og þá á föstu verði.
Valdimar Indriðason, útgerðar-
maður á Akranesi, sem er einn
aðila í Krossvik h.f., sem gerir út
Ver AK 200, sagði að sala á skip-
inu erlendis hefði aðeins verið
könnuð. Aðilar innanlands höfðu
samband við útgerðina og spurðu,
hvort hún vildi selja skipið, ef
unnt væri að ná samningum. I
kjölfar þess hefur farið fram
könnun á sölumöguleikum. en
annað hefur ekki verið gert.
Þá hafði Morgunblaðið sam
band við Aðalstein Loftsson á
Dalvik, sem er útgerðarmaður
Baldurs EA 124. Aðalsteinn vildi
hvorki staðfesta né neita þvi. að
leitað hefði verið eftir sölumóci;
leikum vegna skipsins erlendis