Morgunblaðið - 18.03.1975, Page 22
22
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975
ÍR-ingar íslandsmeistarar ?
Sýndu yfirburði í leik sínum við KR á sunnudagskvöld
NÆR öruggt má telja aö IR-ingar
séu orðnir Islandsmeistarar í
körfuknattleik 1975. Þeir unnu
auðveldan yfirburðasigur yfir
eina iiðinu sem gat náð þeim að
stigum, nefniiega KR, og ef IR
fær sér dæmd stigin úr kæru-
leiknum gegn Armanni, mega
þeir tapa leiknum við Val, sem
þeir eiga eftir, — Islandsmeist-
aratitillinn er þeirra. —
Og það kom vel í ljós í þessum
leik að liðið er vel að þeim titli
komið. Oft hefur verið talað um
heppni iiðsins f vetur og ekki að
ástæðulausu, en nú var engu slfku
til að dreifa.
ÍR-ingar léku allt frá fyrstu mín-
útu mjög ákveðinn leik bæði í
vörn og sókn, og verðskulduðu
fyllilega að sigra í þessum leik.
Hinu er ekki að leyna, að lékur
KR, sérstaklega í fyrri hálfleik,
var það langlélegasta sem maður
hefur séð til liðsins i mörg ár, og
var fumið, fátið, og klaupaskapur-
inn furðulegur. Ekki vantaði að
KR næði að skapa sér færi, en
hvernig þeim færum var siðan
klúðrað var hreint furðulegt.
Á sama tima lék ÍR-liðið eins og
meistaralið, og allt sem þeir tóku
sér fyrir hendur gekk 100% upp.
Þannig var hittni liðsins í fyrri
hálfleik t.d. frábær, og vörnin
sterk. Kom þá vel i ljós það sem er
sterkasta vopna ÍR, nefnilega
hittnin. Allir leikmenn liðsins
geta skorað af færi, og gegnum-
brotin voru oft mjög góð hjá bak-
vörðunum. Að framansögðu er
ljóst að gangur leiksins í fyrri
hálfleik gat ekki orðið nema á
einn veg, ÍR náói yfirburðastöðu
og hafði yfir í hálfleik 47:28.
Þrátt fyrir mun betri leik KR í
UMFN átti í erfið-
leikum með Snæfell
ÞAÐ leit út fyrir það lengi vel í
leik UMFN og Snæfells, að
Snæfell ætlaði að koma á óvart og
sigra. Þeir höfðu nefnilega yfir-
höndina i leiknum framan af, en í
síðari hálfleik þegar Njarðvíking-
arnir fóru að spila betur sigu þeir
fram úr og sigruðu í leiknum með
70 stigum gegn 62.
Leikurinn var afar jafn framan
af fyrri hálfleik, og þegar hann
var hálfnaóur var staóan 14:13
fyrir UMFN. En á næstu mínút-
um breyttu „llólmararnir" stöó-
Haukar í
undanúrslit
Það var ekki tilþrifamikill hand-
knattleikur sem Haukar og KA buðu
upp á er liðin mættust i bikarkeppni
HSl í Hafnarfirði á laugardaginn. f
Haukaliðið vantaði þá Stefán Jóns-
son og Elías Jónasson, en í KA liðið
Geir Friðgeirsson. Úrslit leiksins
urðu þau að Haukarnir unnu
óruggan sigur 23—16. eftir að hafa
verið yfir í hálfleik 9—7.
Fyrri hálfleikurinn var annars
lengst af nokkuð jafn. Haukarnir
náðu aldrei að hrista Akureyringana
af sér. og virtist sem allt gæti gerst I
leiknum. I seinni hálfleik kom Gunn-
ar Einarsson landsliðsmarkvörður I
Haukamarkið. og það var fyrst og
fremst hann sem sneri taflinu
Haukunum I vil. Gekk KA mönnum
ákaflega ill að skora á hann, jafnvel
úr hinu beztu færum. Með sigri þess-
um eru Haukarnir komnir i undan-
úrslit í keppninni, en auk þeirra hafa
Fram og Leiknir tryggt sér rétt til að
leika þar, en eftir er leikur Vals og
FH.
Markhæstur KA manna i leiknum
á laugardaginn var Halldór Rafnsson
sem skoraði 9 mörk, en Hörður Sig-
marsson var markhæstur Haukanna,
að venju, og skoraði 11 mörk.
— stjl.
unni í 34:17 sér í vil, og staðan í
hálfleik var 36:26 fyrir þá.
Njarðvfk jafnaði strax í s.h. og
leikurinn var í járnum framundir
miðjan hálfleikinn. Þá sigu
Njarðvíkingar framúr og sigruðu
síðan eins og fyrr sagði.
Brynjar Sigmundsson var Snæ-
fellsmönnum mjög eríióur í þess-
um leik, sérstaklega í s.h. þegar
hann hirti boltann af þeim hvað
eftir annað í vörninni. Einar Guð-
mundsson var stighæstur í Njarð-
víkurliðinu með 16 stig, Brynjar
og Gunnar Þorvarðarson með 12
stig hvor, og Stefán Bjarkason
með 10 stig sem er óvenjulítið
þegar hann á í hlut.
1 liði Snæfells bar Kristján
Ágústsson af bæði i vörn og sókn.
Hann skoraði 29 stig, Sigurður
Hjörleifsson skoraði 12 stig, en
„höfðinginn sjálfur", Einar Sig-
fússon, lét sér nægja 7 stig, enda
hafður í sérstakri vörslu Stefáns
Bjarkasonar og Einars Guð-
mundssonar að þessu sinni.
gk —.
W,
~ fbúd ad verðmæti
kr. 5.000.000
VlO KXUMMAHðlA • I REYKJAVfK
“B*- ■
'é/fWlR
MUNIÐ
íbúðarhappdrætti H.S.Í.
2ja herb. íbúð að
verðmæti kr. 3.500.000.
Verð miða kr. 250.
STAÐAN
Ath: Leikur ÍR og Ármanns er hér
færður inn á stöðutöflu samkvæmt
úrslitum leiksins. stig.
IR 13 12 1 1 107:1007 24
KR 13 10 3 1178:1080 20
UMFN 13 8 5 1042:1011 16
Ármann 12 7 5 1009:944 14
ÍS 12 6 6 920:912 12
Valur 13 5 8 1087:1070 10
Snæf. 13 2 11 862:1033 4
HSK 13 1 12 917:1063 2
Stighæstir:
Kolbeinn Pálsson KR 299
Þórir Magnússon Val 264
Kristinn Jörundsson ÍR 252
Stefár. B;arkason UMFN 249
Jón Sigurðsson Á 243
Kristján Ágústsson Snæf. 242
Agnar Friðriksson ÍR 240
Best vitaskotanýting, (35 skot eða
fleiri).
Kolbeinn Pálsson KR
81:59 = 72,8%.
Simon Ólafsson Á
70:50 = 71,4%.
Þórir Magnússon Val
41:28 = 68,3%.
Gunnar Þorvarðarson UMFN
59:40 = 67,9%.
Jón Sigurðsson Á
49:33 = 67,3%.
Jón Jörundsson ÍR
52:35 = 67,1%.
Kristinn Jórundsson ÍR
86:56 = 65,1%.
Ingi Stefánsson IS
68:43 = 63,2%.
síðari hálfleik, sérstaklega hvað
snerti hittnina, þá náðu þeir
aldrei að vinna upp neitt af for-
skoti IR Munurinn var ávallt á
bilinu 15—20 stig ÍR í vil, en
undir lokin fór munurinn niður í
11 stig, og lokatölur urðu 91:80.
Þótt allir leikmenn ÍR hafi átt
mjög góðan leik var þó Agnar
Friðriksson bestur. Manni fannst
það glæfralegt þegar hann var að
lyfta sér upp í skotin sin út undir
miðju, en nær alltaf hitti hann úr
þeim. Kolbeinn Kristinsson lék
sinn besta leik eftir meiðslin sem
hann hlaut, og er búinn að ná
fyrri styrkleika. Þá má ekki
gleyma bræðrunum Kristni, og
Jóni Jörundssonum sem báðir
voru mjög góðir. Hjá KR var það
helst Kristinn Stefánsson sem
skar sig úr, hann gat þó eitthvað í
vörninni, en að öðru leyti var þetta
afar slakur leikur hjá öðrum Ieik-
mönnum, leikur sem þeir vilja
örugglega gleyma sem fyrst. —
En ÍR-ingar eru sem sagt orðnir
íslandsmeistarar í körfuknattleik
1975, svo framarlega sem ekkert
óvænt kemur fram í „kærumálinu
fræga". Þeir eru vel að þeim titli
komnir, hafa að vísu fengið góða
hjálp heilladísanna við og við, en
staðið sig vel þegar mest hefur á
reynt eins og nú. — Stighæstir:
ÍR: Agnar 22, Kristinn 21, Jón
Jör. 20. KR: Bjarni Jóhannesson
19, Kolbeinn Pálsson og Gísli
Gíslason 14 hvor. gk—.
Kolbeinn Pálsson á fullri ferð
að IR körfunni. Kristinn Jör-
undsson fylgir á eftir.
HSK fallið eftir
tap fyrir Snæfelli?
HÉRAÐSSAMBANDIÐ Skarp-
héðinn er svo gott sem fallið í 2.
deild. Liðið tapaði fyrir keppi-
naut sfnum í botnbaráttunni f vet-
ur, Snæfelli frá Stykkishólmi,
með 52 stigum gegn aðeins 49.
Furðuleg stigatala í 2. deildar-
leik, enda voru liðin greinilega
þrúguð af taugaspennu allt frá
fyrstu til síðustumfnútu. Að vísu
eru vonir HSK manna ekki end-
anlega slokknaðar við þessi úr-
slit, en til þess að fá aukaleik við
Snæfell um fallið þarf HSK að
sigra Ármann I sfðasta leik sfn-
um, og það verður örugglega erf-
itt fyrir þá.
Það var strax ljóst í upphafi
leiksins, að leikmenn liðanna
voru mjög spenntir á taugum.
Fyrstu sóknirnar runnu út í sand-
inn á báða bóga, en síðan fóru
hlutirnir að fara i gang. Jafnt var
2:2, 4:4 og 6:6, en þá skoraði Snæ-
fell 12 stig í röð án svars frá HSK
í heilar 5 mín. Á þessum tíma lék
Snæfell mjög vel, þeir voru sterk-
ir í vörninni, og í sóknarleiknum
renndu þeir sér oft glæsilega i
gegn um maður á mann vörn
HSK. Skarphéðinsmenn sáu sig
tilneydda til að skipta yfir á svæð-
isvörn, og leikurinn var jafn fram
að leikhléi, staðan þá 28:18!!!
HSK saxaði hægt og bítandi á
forskot Snæfells í síðari hálfleik,
og á 13. mín. jöfnuðu þeir 41:41.
Stuttu seinna komust þeir yfir i
fyrsta skipti í leiknum, staðan
44:43, og aðeins þrjár og hálf min.
eftir. Síðan skiptust liðin á um að
vera yfir en þegar Gunnar Jóa-
kimsson misnotaði tvö vitaskot á
lokamínútunni var útséð um það
hvernig færi. „Hólmarar" fögn-
uðu gífurlega i leikslok, enda sæt-
ið í deildinni svo gott sem tryggt
áfram.
í heildina var þetta lélegur leik-
ur, bæði liðin léku talsvert undir
getu, en betra liðið sigraði þó.
Einar Sigfússon stjórnaði sínu
liði mjög vel og liðið lék skynsam-
lega. Boltanum var haldið þar til
skotfæri gafst, engin áhætta tek-
in.
Kristján Ágústsson var einnig
góður, svo og Bjartmar Bjarnason
sem er í stöðugri framför. — Allt
HSK liðið lék þennan leik langt
undir getu. Meira að segja þeir
Anton og Birkir voru mjög slakir,
enda báðir að koma beint frá því
að leika f blaki!!
Þeir Einar og Eiríkur Jónsson
skoruðu mest fyrir Snæfell, 13
stig hvor — Anton mest fyrir
HSK, 11 stig, Birkir 9 stig.
Einar Sigfússon, þjálfari Snæfellssliðsins að komast f skotfæri.