Morgunblaðið - 18.03.1975, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975
tjíC mw
Piltur og stúlka
Eftir Jón
Thoroddsen
bréf sendu væru búnir að borga undir þau, gætu þeir
ekki gjört að því, hvað síóar yrði um þau.
Eftir þetta virtist Sigríði öll von úti, og gjörðist
hún nú jafnan harmþrungin mjög, en móðir hennar
hætti ekki að gylla fyrir henni, hve girnilegt það
væri að eiga Guðmund; og einn dag, er Sigríður sat
fálát mjög fram í stofu, kemur móðir hennar þangað
til hennar og klappar henni hálfhlæjandi utan á
vangann og segir:
Á ég nú ekki bráðum að fara að skrifa þeim til og
segja þeim, að nú sé björninn unninn? Eða er þér
ekki farið að sýnast, elskan mín, eins og mér, að
vandi sé velboðnu að neita?
Þér ráðið því, móðir mín, hvað þér gjörið; ég veit
það, aö þér getið ekki eggjað mig á annað en það, sem
þér haldið, aö mér sé til hins bezta; og þó ég ekki geti
fellt mig við þaó, veit ég samt, aó þaó er skylda mín
að hlýða yður, sagði Sigríóur, og hrutu nokkur tár
um leið ofan um kinnarnar á henni.
Það er öll von til þess, og ég get ekki láð þér það,
góða mín, sagði Ingveldur og klappaði Sigríði aftur á
kinnina, þó þú finnir í fyrstu hjá þér nokkurn efa; en
ég er sannfærð um það, aó eftir á muntu þakka guði
fyrir, að þú lézt mig ráóa.
Sigríður gat þá ekki bundizt tára, en með því að
hún vildi ekki láta móður sína sjá, að hún gréti, stóð
hún upp og gekk út úr stofunni, og töluðust þær ekki
meira við mæðgurnar; en Ingveldur
tók orð Sigríðar fyrir fullt jáyrði og ritaði síóan þeim
fóstrum til og sagði, hvar komið var. Komu þeir
HÖGNI HREKKVÍSI
fóstrar þá fram að tungu, og festi Ingveldur þá
Guðmundi Sigríði dóttur sína. Eftir það kom Guð-
mundur nokkrum sinnum fram aö Tungu; en jafnan
var Sigríður mjög fálát við hann, og fékkst Guð-
mundur ekki um það. Er nú svo ráð fyrir gjört, að
brúðkaupið skyldi standa að afliðnum réttum að
þeim bæ, er Hvoll heitir; það var annexia prestsins í
Sigríðartunguhrepp; þar voru húsakynni stærri og
rúmbetri en í Tungu. Síðan fóru lýsingar fram tvo
sunnudaga, hvorn eftir annan, og seinna sunnu-
daginn var lýst á tveimur kirkjum undir eins. Það
hafa lögfróðir sagt oss, að ekki sé sú aðferð rétt;
aftur höfum vér heyrt greinda presta segja, að svo
megi þó vel vera, ef einhver gild ástæða sé til þess að
flýta brúðkaupinu; og þannig stóð á að þessu skipti.
Hrútar þeir, sem Bárður hafði ætlað til veizlunnar,
voru komnir af fjallinu, og hafði Bárður hlaupið til
að skera þá, svo þeir legöu ekki of mikið af á mörinn,
Sagan af kóngsdóttur
og svarta bola
berginu og barði á klettinn, og þá kom maðurinn út
og fékk henni kjól, sem var enn skrautlegri en hinir
fyrri, hann var alsettur gulli og gimsteinum, og
fallegan hest með slegnum söðli og gullsaumaðri
söðulábreiðu fékk hún einnig.
Þegar svo Katrín konungsdóttir kom til kirkj-
unnar, stóð prestur og söfnuður enn úti. Konungs-
sonur kom hlaupandi og vildi hjálpa þessari fögru
konu af baki, en hún stökk af hestinum og sagði:
„Nei, þökk fyrir, þess þarf ekki. Minn hestur er svo
vel taminn, að hann stendur kyrr, þegar ég segi
honum það“.
Svo flýttu allir sér í kirkjuna, og brátt steig
prestur í stólinn. En margir gáfu meiri gaum að
Katrínu, en því sem hann sagði, og furðaði fólk sig á
því, hvaóan hún væri, og konungssonur varð stöð-
ugt hrifnari og hrifnari, hann blíndi stöðugt á hana
og hugsaði ekki um neitt annað.
Þegar messa var búin og Katrín ætlaði að ganga
úr kirkju, hafði konungssonur látið hvolfa úr fullri
tjörutunnu fyrir framan dyrnar, svo hann gæti
hjálpað henni yfir pollinn, en hún skeytti ekkert um
það, heldur steig beint niður í pollinn og varð annar
gullskór hennar fastur í tjörunni, og þegar hún var
kominn á bak hesti sínum, kom konungssonur
þjótandi og spurði hvaðan hún væri.
„Frá Hárgreiðulandi“, sagði Katrín, en þegar
konungssonur ætlaói að rétta henni gullskóinn,
sagðihún:
„Komi nú þokan kolsvört og stríð,
svo kóngssonur sjái ekki hvert ég ríð“.
mellan
fjall
och
hav
MODERN ISLANDSK lYRIK
I TOLKNING AV
MAJ-LIS HOLMBERG
íslenzk ljóð
í sænskri
þýðingu gefín
útíFinnlandi
Morgunblaðinu hefur borizt
grein úr Huvudstadsbladet í
Finnlandi, þar sem fjallað er
um bókina „Mellan fjáll och
hav“, sem nýlega kom út f
Finnlandi og geymir þýðingar
Maj-Lis Holmberg lektors við
Helsinki-háskóla, á ljóðum
fjögurra íslenzkra skálda,
þeirra Steins Steinarrs, Snorra
Hjartarsonar, Jöns úr Vör og
Hannesar Péturssonar. 1 grein-
inni er þó ekki um eiginlega
gagnrýni að ræða heldur miklu
fremur kynningu á ljóðaþýð-
ingunum og hinum islenzku
ljóðskáldum, sem'verk eiga í
hókinni.
Maj-Lis Holmberg er mörgum
íslendingum að góðu kunn frá
því að hún var hér við nám í
Háskóla islands fyrir nokkrum
árum. A bókarkápu kemur
fram að hún hefur tekið ást-
fóstri við íslenzkar bókmenntir
og menningu, en einnig fæst
hún sjálf við að yrkja ljóð á
sænsku. Hefur hún gefið út
tvær ljóðabækur til þessa og
hin síðari sem kom út 1973 fékk
mjög góðar viðtökur heima fyr-
ir.
í bókinni „Mellan fjáll och
hav“ eru alls 114 ljóðaþýðingar
Holmberg. Peter Hallberg hef-
ur skrifað formála að bókinni
og fjallar þar um ljóðin og
skáldin fjögur, en Maj-Lis
Holmberg lætur einnig fylgja
eftirmála, þar sem hún gerir
nokkra grein fyrir þessum þýð-
ingum sínum. Bókin er gefin úf
af Holger Schildt föriag í Hel-
sinki og er hún alls 105 bls. að
stærð.
Grænlendingar
vilja Inuk
til Grænlands
LEIKFÉLAGIÐ í Gothaab í
Grænlandi hefur skrifað bréf til
þeirra sem settu saman leikritið
INUK, sem þýðir maður á græn-
lensku, og spurt um möguleika á
að fá textann að leikritinu og
jafnvel íslenzku sýninguna á svið
í Grænlandi. Að sögn Haralds
Ölafssonar lektors, sem var einn
úr íslenska hópnum, sem fór til
Grænlands á vegum Þjóðleikhúss-
ins og safnaði efni í sýninguna, er
handritið að verkinu aðeins til á
íslensku, en Þjóðleikhúsið á sýn-
ínguna. Nýlega sáu grænlenskir
æskulýðsfulltrúar sýninguna í
Reykjavík og voru þeir mjög
áfjáðir í að fá sýninguna til Græn-
lands. Nýlega var INUK sýndur á
vegum Þjóðleikhússins á Noróur-
löndum og voru alls 13 sýningar á
öllum Norðurlöndunum.