Morgunblaðið - 20.03.1975, Qupperneq 1
Afhroð stjómar-
herja í Indékína
Saigon, Phnom Penh
19. marz.AP-NTB-Reuter
TALSMENN suður-vietnömsku
stjörnarinnar sögðu í kvöld að
hún hefði orðið að láta af hendi
f jórða héraðið, og hugsanlega eitt
til viðbótar með hinni fornu höf-
uðborg Hue, til árásarsveita Víet
Cong og N-Víetnam sem stöðugt
vinna á f stríðinu f landinu. Meir
en hálf milljón manna er á fiótta
úr miðhálendi landsins gegnum
hættulega frumskóga og strand-
leiðir, einkum frá Kontum-,
Pleiku- og Karlae-héruðum, og
sagt er stjórnin hafi skipað
300.000 fbúum Hue að yfirgefa
borgina. Fjórða héraðið sem S-
Vfetnam missir í hendur árásar-
sveitunum er Quang Tri, og Thua
Thien er einnig í hættu, en þar er
borgin Hue. Bæði héruðin eru á
norðurströnd landsins.
í Phnom Penh, höfuðborg
Kambódíu, töldu vestrænir frétta-
skýrendur í kvöld, að borgin gæti
aðeins staðizt árásir kommúnista í
fáa daga til viðbótar. Um 1000
studentar héidu mótmælafund
við bandaríska sendiráðið í borg-
inni og skoruðu á Bandaríkja-
menn að hætta allri aðstoð við
ríkisstjórn Lon Nols, þar eð að-
stoðin myndi aðeins auka á þján-
ingar landsmanna og ófriðinn.
Árásir á flugvöll borgarinnar
héldu áfram í dag og víðar voru
bardagar umhverfis Phnom
Penh.
Kjördeginum
var frestað
AP-simamynd
STORMASAMT FIDE-ÞING. — Myndin sýnir þingfulltrúa á aukaþingi Alþjóða
skáksambandsins, FIDE, sem lauk í gær í Hollandi með sögulegri ákvörðun. Dr.
Max Euwe, forseti FIDE, sagði í samtali við Morgunblaðið að þingið hefði
verið afar stormasamt og ófriðlegt, eins og fram kemur í frétt neðar á siðunni.
Lissabon 19. marz NTB, Reuter
HERSTJÓRNIN f Portúgal til-
kynnti seint í kvöld að fyrstu
frjálsu kosningunum í háifa öld
yrdi frestað um tvær vikur. Bylt-
Methalli á
greiðslu-
jöfnuði USA
Washington 19. marz — AP
HALLI á greióslujöfnuði Banda-
ríkjanna á síðasta ársfjórðungi
ársins 1974 var sá mesti sem
skráður hefur verið. Bandarfska
viðskiptamálaráðuneytið skýrði
svo frá f dag, að hallinn væri 5,9
milljarðar dollara, en var árs-
f jórðunginn þar á undan 3,9
milljarðar. Arshallinn nam
þannig 10,6 milljörðum dollara,
og er það önnur versta ársútkom-
Framhald á bls. 18
ingaráðið, sem skipað er 24 her
foringjum ákvað að þingkosning
ar yrðu haldnar í landinu 25
apríl f stað 12. apríl. Þá fyrirskip
aði byltingarráðið að kosninga-
baráttan sem átti að hefjast á
morgun, fimmtudag, skyldi ekk
hefjast fyrr en 2. apríl. Astæðan
var sögð tæknilegs eðlis. Bylt-
ingarráðið sat á fundum í allan
dag og ræddi þetta mál. Tals-
maður Vasco Cocalves forsætis-
ráðherra hafði sagt fyrr í dag, að
enn væri stefnt að 12. aprfl en ef
frestun reyndist nauðsynleg yrði
það aðeins vegna vandamála varð-
andi „tákn hinna ýmsu stjórn-
málaflokka", og er talið að hann
hafi átt við ýmsa vinstri flokka
sem allir hafa hamar og sigð að
tákni sínu. Hins vegar hermdu
heimildir að höfuðástæðan fyrir
frestuninni væri hversu seint
Concalves gengi við uppstokkun
stjórnarinnar.
Rfkisstjórnin afnam í dag við-
búnað hersins sem hafinn var eft-
ir hina misheppnuðu byltingartil-
Framhald á bls. 18
Stórfelldur niðurskurður fjárveitinga til varnarmála Breta:
Mun stórlega veikja
Atlantshafebandalagið
London 19. marz — Reuter
BREZKA ríkisstjórnin skýrði í
dag frá miklum niðurskurði fjár-
veitinga til varnarmála vegna
erfiðs efnahagsástands í landinu.
Hefur stjórnin í hyggju að kalla
herstyrk Breta á sjó og landi
heim frá Miðjarðarhafssvæðinu
og Austurlöndum fjær fyrir árið
1980. Niðurskurður fjárveiting-
anna nemur 4,7 miiljörðum
punda næstu 10 árin. Þessar tölur
og fleiri upplýsingar koma fram í
Hvftri bók ríkisstjórnarinnar sem
birt var f dag eftir langar viðræð-
ur Breta við bandamenn sína.
Hinar 14 bandalagsþjóðir Breta
í Atlantshafsbandalaginu hafa
gagnrýnt þessa áætlun á þeim for-
sendum að hún muni veikja stór-
lega stöðu NATO bæði í norðri og
suðri. í opinberri yfirlýsingu frá
aðalstöðvum NATO í Brussel seg-
ir að bandamenn Breta hafi lýst
áhyggjum sínum yfir hversu mik-
ill niðurskurðurinn er. Forsvars-
menn bandalagsins sögðu enn-
fremur á blaðamannafundi að
einkum væru hafðar áhyggjur af
því að Bretar hygðust kveðja her-
styrk sinn heim frá Miðjarðarhaf-
inu, en þar sé aðstaða NATO þeg-
ar orðin veik vegna hins slæma
sambands Grikkja og Tyrkja. Al-
mennur niðurskurður brezka her-
aflans hefur einnig i för með sér
að NATO getur ekki brugðizt
skjótt við hugsanlegum aðgerðum
Varsjárbandalagslandanna f
norðri
Samkvæmt Hvítu bókinni mun
Bretland kveðja meirihluta her-
sveita sinna heim frá svæðinu
austan Súez fyrir aprílmánuð
1976, og draga saman varnir sfnar
á miðsvæði NATO, á Austur-
Atlantshafi og á Ermarsundi.
„Orlög
lega í
einvígisins nú algjör-
höndum Fischers”
— sagði dr. Max Euwe í samtali við Mbl.
% „ÞETTA voru óvænt úrslit,“
sagði dr. Max Euwe, forseti Al-
þjóðaskáksambandsins í sam-
tali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi en á aukaþingi FIDE f
Bergen an See f Hollandi f gær
var annars vegar gengið að
kröfu heimsmeistarans Bobby
Fischers um ótakmarkaðan
skákafjölda með 37 atkvæðum
gegn 33, en kröfunni um að
heimsmeistarinn héldi
titlinum ef keppcndur yrðu
jafnir að vinningum, 9—9, var
hins vegar hafnað með 35 at-
kvæðum gegn 32. And-
stæðingar þeirrar tillögu töldu
hana ósanngjarna fyrir
áskorandann, sem yrði þá að
sigra með 10 vinningum gegn 8.
„Ég hafði sjálfur búizt við þvf,“
sagði dr. Euwe, „að Sovétmenn
fengju báðum kröfunum
hnekkt. En ég Ift á þetta sem
góð úrslit, þvf að þau leggja
örlög einvfgisins algjörlega f
hendur Fischers.“
0 „Ef afstaða hans verður á þá
leið, að fyrst þingið gekk ekki
að báðum kröfunum þá muni
hann ekki keppa, þá hefur
hann svipt sig titlinum sjálfur.
En ég vona, og vinir Fischers
vona Ifka, að þeim takist að
sannfæra Fischer á næstu einni
eða tveimur vikum um nauðsyn
þess að tefla um málið. Ef
ekkert hefur gerzt f málinu 1.
apríl n.k. verður Karpov heims-
meistari vegna fjarveru
Fischers, nema auðvitað að
Sovétmenn og Bandarfkjamenn
geti komið sér sainan um að
lengja umþóttunartfmann til
t.d. 1. maí.“
„Annað mikilvægt atriði
varðandi þessi úrslit,“ sagði dr.
Euwe „er að bæði Bandaríkja-
menn og Sovétmenn fengu 50%
af kröfum sínum framgengt og
það þýðir að FIDE er hólpið því
að míkil hætta var á því að
annað landanna myndi segja
sig úr sambandinu ef hitt fengi
kröfur sínar samþykktar
100%.“
„Það virðist ljóst að Sovét-
menn ætla að viðurkenna þetta
nýja skilyrði um ótakmarkaðan
fjölda skáka, þó að þeir hafi f
upphafi talið það óaðgengilegt.
Framhald á bls. 18
Óbeint lof-
orð Egypta
Aswan, Jerúsalem
19. marz — Reuter
EGYPTAR gáfu Israelum f kvöld
óbeint loforð um að þeir myndu
ekki beita ofbeldi gegn Israel svo
framarlega sem nýr samningur
um aðskilnað herja væri f gildi.
Þetta kom fram í yfirlýsingu
egypzku rfkisstjórnarinnar sem
birt var í tilefni þeirra viðræðna
sem hefjast munu við Henry Kiss-
inger, utanrfkisráðherra Banda-
ríkjanna, um leið og hann kemur
til Egyptalands frá Jerúsalem
með viðbrögð lsraelsstjórnar við
friðartillögum Egypta. tsraels-
stjórn sat enn á rökstólum seint i
kvöld, og Kissinger beið á meðan,
en hann kom aftur til Israels frá
Saudi-Arabfu f kvöld. Ekki er
talið að Kissinger hitti fsraelsku
leiðtogana fyrr en á morgun,
fimmtudag, og muni hann þá
strax fljúga til fundar við Sadat,
Egyptalandsforseta.
ísraelsmenn hafa lagt mikla
áherzlu á að fá áðurnefnda skuld-
bindingu af hálfu Egypta. í yfir-
lýsingu Egypta segir: „Ljóst er að
aðilar muni ekki grfpa til ofbeldis
á meðan skilmálar aðskilnaðar-
samkomulags eru virtir.“