Morgunblaðið - 20.03.1975, Síða 22

Morgunblaðið - 20.03.1975, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975 Unnur 0. Jónsdóttir kennari — Minning F. 30. maí, 1923. D. 9. marz, 1975. Nú héðan í burt f fridi ég fer, ó, fadir að vilja þfnum, f hug er mér rótt og hjartaó er af harminum læknadsfnum: sem hézt þú mér Drottin hægan blund, ég hlýt nú f dauða mfnum. Þessi sálmur kom mér í hug, er hringt var til mín s.l. mánudag og mér tilkynnt lát Unnar Jónsdótt- ur. Helfregnin kemur alltaf á óvart. Hve mikið sem maður býst við slikri fregn, kemur hún álltaf á óvart, eins og högg. Fámennur hópur binzt félags- böndum. Félagarnir eru fólk, sem hefur áhuga á myndlist og vinnur að henni i tómstundum sínum. Það er heppið. Það fær góðan kennara og húsnæði til þessarar ióju. Fólkið vinnur að sínum hugðarefnum og þar ræður glað- værðin rikjum. Mikið er unnið, mikið spaugaó og mikill er áhug- inn. Að vissu leyti er þetta lifs- fylling þess. Nú er ein úr þessum glaðværa hópi horfin. Hún skilur eftir autt sæti og stórt skarð í fámennt fé- lag. En hún skilur eftir sig góðar minningar. Árið 1972 gekk Unnur Jónsdótt- ir í Myndlistarklúbb Seltjarnar- ness. Það kom fljótt í ljós, að hún hafði óvenju mikla hæfileika til að bera. Myndir hennar bera vott um mikla vandvirkni og alúð. Unnur hafði sérstaklega prúð- mannlega og elskulega framkomu og vann fljótt hugi okkar hinna, þótt háværari værum. Við vinir hennar vissum, að hún hafði átt f baráttu við erfiðan sjúkdóm s.l. tvö ár, baráttu sem hún háði með slíku æðruleysi, að aðdáunarvert var. Við héldum í vonina um, að hún hefði yfirhönd- ina í þeirri baráttu. Sú von fór t Útför SIGRÍÐAR EGGERTSDÓTTUR, Brekkustig 18. Sandgerði, verður gerð frá Hvalsneskirkju laugardaginn 22 marz kl 2. Friðþjófur Sigfússon, Edda Friðþjófsdóttir, Bergþór Friðþjófsson. t Eiginmaður minn og sonur JÓN ATLI JÓNSSON vélstjóri Stigahlið 14 R lézt að Vífilstaðaspitala 1 9. marz Súsanna Halldórsdóttir Jónína Jónsdóttir. Móðir okkar. t JÓNA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, frá Dynjanda, Sólheimum 18, Rvik, er látin. Börn hinnar látnu. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur minn, JÓSEP RAGNAR HEIÐBERG, stórkaupmaður, Laufásvegi 2a, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn, 21. marz, kl. '(> Valborg Maria Heiðberg, Andrea Maria Heiðberg, Árni Marteinn Heiðberg, Helga Þórey Heiðberg, Kristján Karl Heiðberg, Þórey Heiðberg. t Útför móður okkar og tengdamóður KATRÍNAR HALLGRlMSDÓTTUR, Hverfisgötu 23 B, fer fram frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði föstudaginn 21. marz kl. 14 Rannveig Ólafsdóttir, Guðjón Kristjánsson, Ingibjörg Olafsdóttir, Árni Reynir Hálfdánarson. t Maðurinn minn og faðir okkar JÓN GUÐMUNDSSON, sölumaður, Álfheimum 31, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. marz kl 10 30. Halldóra Viglundsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Óskar Guðjónsson, Stefán V. Jónsson, Þorgerður Gylfadóttir, Hólmfriður S. Jónsdóttir, Ásgrimur Stefánsson, Guðmundur Jónsson. dvínandi er fram liðu stundir og vissum við, að hverju stefndi. Eftir að Unnur var orðin mikið veik, hafði hún eitt sinn að orði við mig, að málaralistin væri sér eins og meðal, svo mikið yndi hafði hún af að mála. Unnur starfaði með okkur í fjögur ár, tók þátt I fjórum sam sýningum með okkur og var félag- inu sínu til sóma. Vinirnir i Myndlistarklúbbnum kveðja Unni nú með þessum fá- tæklegu orðum og þakka henni af alhug samfylgdina. Við biðjum guð að styrkja móð- ur hennar, bróður og aðra ástvini. f.h. Myndlistarkitffobs Seltjarnar ness Sigríður Gyða Sigurðardóttir. Þegar einstaklingurinn er allur, fer ekki hjá því, að samferðafólk- ið geri upp við sig, hvernig kynn- in við hann hafi verið, þegar sam- fylgdinni lýkur. Við andlát Unnar Oddfríðar Jónsdóttur kennara við Kvennaskólann í Reykjavík féll það í minn hlut að tilkynna sam- starfsfólkinu lát hennar. Það stóð ekki á svari húsvarðarins Mariu Guðmundsdóttur, en hún sagði skömmu síðar: „Guð veri með sálu hennar, því að hún var góð og göfug kona,“ og eitthvað svipað held ég hafi verið okkur öllum efst í huga. Unnur var fædd 30. maí 1923 í Glaumbæ í Seyluhreppi í Skaga- firði, en þar bjuggu foreldrar hennar um fimm ára skeið. Faðir hennar Jón bjó lengstum á Ytra- Skörðugili i Skagafirði og var son- ur Jóhannesar Konráðssonar bónda á Vöilum Ölafssonar af svo- nefndri Valadalsætt. Móðir Jóns var Ingibjörg Jónsdóttir Jónsson- ar Þorlákssonar Hallgrímssonar í Skriðu, en Þorlákur var áhuga- maður um trjárækt, garðyrkju, kornrækt og fleira. Hann gróður- setti fyrstur manna reynitré fyrir norðan og standa þau enn i garðinum i Skriðu. Faðir Unnar lézt 1957. Undanfarna fimm vetur hafði Unnur verið handavinnu- kennari við Eiðaskóla, en vetur- inn 1956—1957 var hún heima á Ytra-Skörðugili. Unnur lét sig aldrei vanta, ef fjölskyldan þarfnaðist hennar. Móðir Unnar er Agnes Guð- finnsdóttir systir dr. Björns heit- ins GuðfinnsSonar málfræðings og islenskukennara. Móðir þeirra var Sigurbjörg Guðbrandsdóttir en faðir þeirra Guðfinnur Jón Björnsson, sem lengstum bjó í Litla-Galtardal á Fellsströnd, en faðir hans hafði búið á Ytrafelli á Fellsströnd. Að Unni standa rótgrónar íslenzkar bændaættir norðan lands og vestan, traustir stofnar, samgrónir íslenzku sveitalífi eins og það gerðist áður fyrr. Við slík vaxtarskilyrði finnst einstakl- ingnum hann vera brot af þjóðar- meiðnum, hluti hins islenzka þjóðlífs og veit sem er, að hvorugt gat þrifizt án hins. Margir frænda Unnar voru orð- hagir, smekkvísir á mál og létu að sér kveða í þeim efnum. Unnur hefði sjálfsagt getað fetaó í fót- spor þeirra, ef aðstæður hefðu leyft, en hún haslaði sér völl á öðrum vettvangi. Hún lauk handavinnukennaraprófi vorið 1951 og vann aðallega fyrir sér með kennslustörfum. Á því sviði kom smekkvísi og hagleikur hennar vel fram. Hvort sem hún beitti fyrir sig nálinni, penslinum eða mótaði í leir, þá lék verkefnið í höndum henni. Á árunum 1957—1962 vann + Útför föður míns, ÓSVALDSKNUDSEN, Hellusundi 6 A, Reykjavlk, verður gerð frá dómkirkjunni föstudaginn 21. marz 1975, kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Vilhjálmur Ó. Knudsen. t Jarðarför bróður okkar EIRIKS GUÐLAUGSSONAR, Torfastöðum, Biskupstungum, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 22. marz kl. 2. Jarðsett verður að Torfastöðum. Systkinin frá Fellskoti. Konan mín, móðir og tengdamóðir VILHELMÍNA TÓMASDÓTTIR, Amtmannsstíg 5, verður jarðsungín frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21. marz kl. 3. Blóm afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hinnar látnu vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd annarra vandamanna, Jón Guðmundsson, Aðalsteinn Thorarensen, Hrönn Thorarensen. Legsteinar úr smíðajárni/bronsi Við óskum eftir að koma vöru okkar á markað á íslandi. Legsteinarnir eru frá Noregi úr smíðajárni með nafnplötu úr bronsi. Við viljum komast í samband við áhugasaman mann sem vildi taka að sér umboðssölu gegn prósentum. Tilboð sendist Mbl. merkt: „umboðsmaður — 71 65", sem fyrst. hún ýmist fyrir sér með kennslu eða saumaskap, en haustið 1962 gerðist hún handavinnukennari við Kvennaskólann í Reykjavík, kenndi ýmist útsaum eða fata- saum og hélt því starfi, meðan kraftar leyfðu. Vió kennslu unglinga þarf hvort tveggja að beita lipurð og lagni, ef samvinnan á að ganga snurðulaust. Þá eiginleika hafði Unnur til að bera í ríkum mæli ásamt meðfæddri hægversku og rólyndi, sem einkenndi allt fas hennar. Hún hafði einnig þann eiginleika góðs kennara að fylgj- ast með nýjungum. Eitt sinn bætti hún við í útsaumstimum kennslu i leðurvinnu, annað sinn i hnýting- um, unnið var að skreytingum í glugga og almennri munsturgerð, nemendur hvattir til að skapa gerð og útlit hlutanna sjálfir, velja liti, og þannig mætti lengi telja. Mörg flíkin var unnin undir hennar handleiðslu og svipuðum aðferóum beitt. Aldrei man ég eftir kvörtunum eða aðfinnslum i hennar garð, enda reyndi hún að laga sig eftir óskum og þörfum og getu nemenda í efnisvali og sniði, og vandvirknin lét ekki standa á sér. Unnur gerði sér ljóst, að ein bezta leiðin til að fylgjast með nýjungum var að sækja námskeið, sem kennurum stóðu til boða. Hún setti sig aldrei úr færi að efla þannig kennslugetu sína, ef hún gat komið því við. Hún sótti m.a. námskeið sem haldið var til undirbúnings þjóðhátíóarársins og var eitt af markmiðum þess að glæða áhuga nemenda á þjóðlegri handavinnu. Seinasta námskeiðið sótti hún í ágústmánuöi síðast- liðnum, þótt hún gengi ekki heil til skógar. Unnur var í orlofi frá siðastliðnu hausti til áramóta. Hún hafði hvað eftir annað orð á þvi hvað sér þætti leitt að geta ekki sótt námskeið í leyfi sínu, eins og hún hafði ætlað sér, en heilsu hennar hafði þá hrakað, þótt löngunin til aó fræðast væri enn óskert. Unnur bjó með móður sinni, eftir lát föður síns. Með þeim mæðgum var afar kært, enda vandfundin betri dóttir. Hún unni einnig mjög bróður sinum Birni Jónssyni skólastjóra Haga- skóla, og konu hans og tveimur börnum þeirra, og var þeim sem önnur móðir. Það sýnir tryggð þeirra systkina við æskustöðvarn- ar að þau fóru á hverju sumri og nytjuðu jörðina á Ytra-Skörðugili og ráku þar lítils háttar búskap, þrátt fyrir miklar annir, fram til haustsins 1967, en þá var því al- farið hætt. Árið 1970 var jörðin seld. Eftir það fór Unnur ekki Framhald á bls. 18 t Bróðir minn, GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON kennari, Holtsgötu 20, HafnarfirSi, lézt að Landspitalanum 19. marz. Guðlaugur Þórarinsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- manns míns. JÓNS ÓSKARS PÉTURSSONAR, Skammbeinsstöðum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Kleppsspítala. Fyrir hönd barna, Guðný Jónsdóttir. útfaraskreyllngar blómouol Groðurhusiö v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.