Morgunblaðið - 20.03.1975, Síða 29

Morgunblaðið - 20.03.1975, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975 29 15 huggunar, að hann hefði alltaf þyrst í að heyra fyrirlestur um egypskar fornminjar og því næst gekk hann sina leið. En áður hvíslaði hann i eyrað á mér þessi undarlegu orð: — Þér ættuð að hafa auga með Mattson- hjónunum. Ég held það myndi borga sig. Ég gaut augunum til mannsins, sem var að rannsaka gluggakarm- inn og svo gekk ég út I garðinn, þar var varla sálu að sjá lengur. Löving og menn hans höfðu greinilega flutt vettvangs- rannsóknir sínar. En Einar — hvar gat hann verió? Eg reikaði í áttina að hindberjarunnunum, beygði síðan og fylgdi ánni góðan söl spöl og nálgaðist æ meira stað- inn sem ég vildi þó alls ekki þurfa að sjá aftur. Uti á vatninu lá báturinn, ljós- blár, ljósmálaður og lokk- andi... mig langaði til að bregða mér í róður eða fara út i vatnið. Ég minntist þess að við höfðum daginn áður gert þessar unaðs- legu áætlanir um hvað við skyld- um njóta sumarleyfisins i ríkum mæli í Skógum. Við höfðum ætlað í ökuferðir um nágrennið, fara út á vatn, fara í fjallgöngu og skoða gamla fjallakofa, steikja kjöt úti undir beru lofti eða sitja á veröndinni og lesa í ró og næði. Eg andvarpaði ósjálfrátt um leið og ég hugsaði aó það væri vist óhjákvæmilegt að þetta færi á dálítió aðra lund. Einar var sjálf- sagt búinn að sökkva sér niður í rannsóknina af hinum mesta fjálgleik og faóir minn hefur sjáifsagt óskað þess heitast aó hann væri kominn í lestrarsalinn í háskólanum. Og var ég ekki sérstaklega eigingjörn og illa innrætt að ganga um í mestu fýlu, vegna þess að einhverjir sumarleyfisdraum- ar höfðu farið út um þúfur — þegar ungur maður á minum aldri hafði verið myrtur — einmitt hér þar sem ég nú stóð — og þar með höfðu öll framtíðaráform hans verið eyðilögð á einu bretti. Það setti að mér hroll þrátt fyrir sólskinið og ég vissi að það þýddi ekkert að þykjast vera köld og kærulaus gagnvart þessu. Vissulega hafói ungi maðurinn verið mér gersamlega ókunnur, en það var einnig raunin að örlög og afdrif Tommy Holts. Nú kom þetta fólk og þetta mál mér við, ég gat ekki leitt það hjá mér. Kannski var það einskær til- viljun að Tommy hafði verið myrtur sama kvöld og við komum til Skóga og það var sjálfsagt fyrir duttlunga örlaganna að hann hafði verið myrtur í garðinum okkar og með hnífnum hans pabba míns. En eitt skipti máli öðru framar: Tommy Holt var dá- inn og þess vegna hafði hann gripið inn í tilveru okkar og var orðinn þungamiðjan í lífi okkar og hugsunum. Hver var hann? Hvað hafði hann hugsað og vonað? Hvers vegna hafði hann óvænt komið aftur til Skóga? Hvern hafði hann ætlaó sér að heimsækja? Og hver var sá sem hafði hitt hann hér á flötinni nóttina áður? Eg heyrði braka í grein að baki mér. Ég snerist á hæli og leit í kringum mig og sá ekkert... en svo heyrði ég skvamp eins og steinvölu væri kastað i vatnið og niðri við ána sá ég grenigreinarn- ar bærast. Titrandi af undrun og kviða flýtti ég mér inn í gamla lystihús- ið og það hvarflaði að mér sem ég stóð þar og grasið náði mér í kálfa að þetta væri kjörinn felustaður fyrir þann 'Sem væri að biða átekta og vildi ekki láta aðra veróa var við ferðir sínar... Dyrn- ar að lystihúsinu sneru niður að bátnum og til að geta séð gerðið varð ég að fara nær dyrunum. Ég gerði það og nam staðar þrumu lostin. Ég hafði haft á tilfinningunni að grenigerðið næði alveg niður aó ánni. Nú sá ég að þetta var ekki rétt. Fyrir neðan neðstu grenitrén var auó spilda meðfram árbakkanum og með því að stikla á steinunum úti á ánni af mikilli fimi gat hver sem var komizt inn á lóóina okkar af þeirri sem næst var. Og aðili sá sem nú hafði tryggt sér aðgang að Árbökkum stóð ekki Thotmes að baki hvað fimi snerti. Og aðilinn minnti mig einnig í öðru á Thotmes. Jafn- skjótt og hún var kominn yfir á okkar lóð, lagðist hún á fjóra fæt- ur og byrjaði með mikilli ákefð að skriða um í grasinu. FIMMTI KAFLI Eg var um hrið gersamlega orð- laus af undrun, áður en það rann upp fyrir mér að konan var að leita að einhverju. Hún skreið fram og aftur um grasflötina með órólegum rykkjum... á nákvæm- lega sama stað og líkið af unga manninum hafði legið á skömmu áður. Hún virtist grandskoða því sem næst hvert strá, hún þreifaði með höndunum um allt en án árangurs. Hvað svo sem það var sem hún leitaði að, var það greini- lega ekki lengur þarna. Loks reis hún upp og kenndi óþols í fasi hennar og ég gat loksins fengið að sjá hvernig sú manneskja leit út, sem hafði iaumast inn á flötina okkar. Hún var vissulega hin fö>ngu- legasta. Sennilega var hún milli tuttugu og fimm og þrítugs og líkamsvöxturinn var mjög fagur. Og þar sem hún var aðeins klædd i hvítar stuttbuxur og örlitinn bol, sem rétt huldi barminn sá ég einníg að hún var brún um allan Þá mun ég sjá um, að þér munuð ekki hugsa um skatta og aðrar skyldur svo serr. næstu 10 mínút- urnar. VELVAKAIMOI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 10.30— 11.30, frá mánudegi ' til föstudags. % Verð búvöru hér og í Danmörku Herdís Hermóðsdóttir skrifar: „Eskifirði 28*2. ’75. Heil þér Velvakandi! Nú vildi ég mega eiga þig að, til að koina nokkruin ábendinguin til manns, sem nefnir sig H.Kr. og sendir inér kveðju sína í Landfara Tímans þann 22. febrúar s.l. Tilefnið er grein min i Morgun- blaðinu 16. febr og telur hann þar rangt farið með tölur. Birtir hann tölur þvi til sönnunar og efa ég ekki að þær eru réttar. Það hagg- ar hins vegar ekki þeirri stað- reynd, að það eru minar tölur einnig. Ég get fullvissað H.Kr. uin það, að ég, og margar konur aðrar sneru frá gulrófukaupunum í haust, þegar þær komu fyrst á inarkaðinn, og kostuðu 145,00 kr./kg og keyptum okkur heldur epli á 140 kr./kg og appelsínur er kostuðu 98,00 kr./kg. Ég mun ekki birta hér inargar tölur að þessu sinni, þó að ég hafi þær. Til þess inun gefast tækifæri bráðlega, ef að líkum lætur. Þó vil ég nefna hér verð á fjórum vöru- tegundum í Danmörku og hér, til umþenkingar fyrir H.Kr. Þær eru þó frá því uin mánaðainót nóv. og des. með þáverandi gengi krón- unnar. Þetta er smásöluverð. Þegar að þessu er gætt, er engin furða þótt fram koini kröfur uin að við fáum að kaupa búvörur inn í landið og jafnvel þyki réttlætis- krafa að nota heldur niður- greiðsluféð til aðstoðar við skatt- greiðendur, sem sannarlega eiga nógu erfitt uppdráttar I þessu dýrtíðarflóði, sein ekki sér fyrir endann á, ineð því að verja þeim til innflutnings á erlenduin land- búnaðarvöruin. 0 Færrihendur — hærra verö Þá vil ég benda H.Kr. á, að I mínum augum er það harla und- arlegt, að eftir því sein færri hendur afkasta meiru skuli verð- ið fara síhækkandi. Alls staðar annars staðar en i landbúnaðin- um íslenzka, virðist þvi öfugt far- ið. Því færri sein framleiða ineira, því lægra verð, örari sala og hag- kvæinari samkeppnisaðstaða. Þarna hljóta að vera inaðkar í mysunni. Það er í inínuin auguin óverjandi að okra á brýnustu lifs- nauðsynjuTn fólks í skjóli þess aó það verði að ganga að hvers kyns afarkostuin ef það vill lífi halda. Og stjórnvöld banna þvi að kaupa lífsnauðsynjar hagkvæinara verði annars staðar. Er það ekki að sama skapi næsta undarlegt, að fiinm þúsund inanns, af rúinlega 200.000 skuli eiga landið. Þessir 5000 eigendur okra einnig á því. 200.000 manns eiga engan rétt til landsins! 200.000 landlausir íslendingar, 5000 íslandseigendur! Öneitan- lega athyglisvert. Þessir eigend- ur landsins okra einnig á áin og vötnuin þess allt upp i óbyggðir af þvi að rollurnar þeirra hafa villzt þanga uppeftir! Þeir geta bannað virkjanir, en heimta uin leið að þeiin sé séð fyrir rafinagni, frá virkjunum I öðrum sveitum. í inínuin augum er þetta orðið eins og fullkomnasta framúr- stefnuleikrit. Á þetta vil ég benda H.Kr. til íhugunar. Margt fleira er inér ofarlega í huga, en ekki rúm fyrir það hér. Að endingu vil ég aðeins geta þess, að það för nú fyrir ofan garð og neðan hjá inér, hvaða erindi útlitslýsing undirritaðar átti í grein H.Kr. Þaðan af siður hrifin af sinekk hans. En til þess að gjalda í nokkru líku líkt, ætlaég hann vera milli fimmtugs og sextugs. Ekki þó yngri en 50 þar sem hann virðist vera af þeim skólanum að konur eigi að vera sætar, prúðar og skoðanalausar, — lítandi ineð andakt og hrifningu upp til hinna réttreiknandi og óskeikulu karl- inanna, sein eru þó ineð allri sinni visitölu- og prósentureiknings- kúnst búnir að koina þjóðinni frain á hengiflug í efnahagsmál- uin; og tæplega yfir 60, þar sein hann virðist þó ekki dauður úr öllum æðuin, fyrst hann tók eftir útliti konunnar á inyndinni, svo aumur sem honuin þótti inálflutn- ingurinn. Með beztu kveðju, Herdís Hermóðsdóttir." 0 Gagnslítil viövörun Kristrún Haraldsdóttir, Drápu- hlíð 40, hafði sainband við okkur vegna fréttar, sem birtist hér blaðinu í fyrradag. Þar var sagt frá því að fræg afbrotahjú væru nú enn komin á stjá, látandi greipar sópa þar sein þau næðu til. I fréttinni var fólki bent á að vara sig á hjúunuin þar sem þau væru til alls vís. Kristrún sagðist ekki sjá að þessi viðvörun hefði inikla þýðingu þar sein ekki væru birtar inyndir af þessu fólki. Hún sagðist vita, að inargt afgreiðslu fólk í verzlunuin þekkti það og gæti því varað sig á þvi, en þv miður væri ekki það sama að segja uin þorra fólks. Hún sagðist vera þeirrar skoð unar, að nú orðið væri þjófnaðui þessa fólks orðin lögvernduð at vinnugrein, þar sem því vær jafnóðum sleppt úr haldi, og þa látið komast upp með að skjót öllum sinum málum til hæsta réttar, þar sem mál tækju allt upp I sex ár. Við höfum litlu við þetta að bæta öðru en þvi, að þau réttind að mega skjóta inálum sínuin ti hæstaréttar, eru þau inannrétt indi sem landslýður má sizt án vera, og er þá nákvæmlega saina hver i hlut á. Hins vegar er auð vitað brotalöin i kerfinu þegai sibrotafólk eins og hér um ræðii gengur laust án þess að vörnun verði við koinið. Einn reginókostur á dómskerf hérlendis er sá, hvað inálsineð ferð tekur langan tiina. Þetta virðast allir viðurkénna, en þv miður virðist ekki svo sem úrbæt ur séu á næsta leiti. D. krónur ísl.kr. isl. verð. inisin. 1 kg kartöflur ................. 0.70 14.07 46.00 31.93 1 kgegg ........................ 10.90 219.00 460.00 251.00 llrjómi ......................... 5.48 100.13 309.00 198.87 1 kgsmjör....................... 16.40 329.57 464.00 134.43 Baö- herbergis- áhöld Gull- og Chrome- húðuð nýkomin í fjöl- breyttu úrvali. Einnig allar gerðir af bað- herbergisspeglum og öðrum speglum, með og án ramma. LUDVIG STORR Spegla búðin Laugavegi 15 Sími: 1 96-35 ELECTROLUX Eftirtaldir aðilar rciwmmw selja Electrolux heimilistæki: Akranes: örin h.f., Skólabraut 31. S. 93-1880 Borgarnes: Kf. Borgfiróinga. S. 93-7200. Hellissándur: Raft. verzl. óttars Sveinbjörnss. S. 93-6685 Patreksfjöröur: Baldvin Kristjánsson. S. 94-1295. Bolungarvfk: Jón Fr. Einarsson. S. 94-7351. Isafjöröur: Straumur S. 94-3321. Blönduós: Kf. Húnvetninga. S. 95-4200. Sauóárkrókur: Kf. Skagfiróinga. S. 95-5200. Siglufjöróur: Gestur Fanndal. S. 96-71162. Ólafsfjöröur: Raft. vinnustofan s.f. S. 96-62164. Akureyri: KEA S. 96-21400. Svalbarðseyri: Kf. Svalbarðseyrar S 96-21338. Húsavík: GrimurogÁrni S. 96-41137. Vopnafjörður: Kf. Vopnfirðinga S. 97-3201. Egilsstaóir: Kf. HéraðsbúaS. 97-1200. Seyðisfjörður: Kf. HéraðsbúaS. 97-2200. Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskfirðinga S. 97-6200. Reyðarfjörður: Kf. Héraðsbúa S. 97-4200. Höfn, Hornafirði: KaskS. 97-8200. Vestmannaeyjar: Húsgagnaverzl. Marínós Guðm. S. 98- 1200. Þykkvibær: Verzl. Friðriks Friðrikss. S 99-5650. Keflavík: Stapafell h.f. S. 92-1730. Reykjavík: Raflux s/f, Austurstræti 8. S. 20301. I Husgagna og hvimilisd S 86 112 Maivoiudeild S 86 111 Velnaðarv d S 86 11 3 IE5IÐ - ---tr* ' •í,lor0mibInaií> 1* Bl Dlubn, 0RGLEGR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.