Alþýðublaðið - 03.09.1958, Page 4

Alþýðublaðið - 03.09.1958, Page 4
4 Alþý-ðublaSiS Miðvikudagur 3. sept. 1958. útgefandi: ÆS KÁN OG LÁ N D I Ð Samband ungra jafnaðarmanna. J l\ M H WW Í-Mn f/ I 1/ Ritstj órar: Uiinar Stefánsson. Auðunn Guðmundssou Atvinnuástandið á Hofsósi: Un hvert sinn e Spjallað við unga heimamenn á Hofsósi „ÁSTANDIÐ er þannig, að við liggur að ungt fólk þurfi að kynna sig í hvert sinn er Það kemur heim. Unga fólkið hef- ur ekki setzt hér að sökum þess hve atvinnuástandið er slæmt. Þó að ungt fólk, sem hér hcfur alizt upp, gangi í hjónaband, þá ber það ekki við að stofna hér heimili sökum þess hve af- komumöguleikar eru óvissir.“ Svona var svar ungs manns norður á Hofsósi, er tíðinda- maður síðunnar vakti máls á atvinnuskiiyrðum þar í þorp- inu. Hofsós virðist við fyrstu sýn hafa dregizt nokkuð aftur úr þeirri þróun, sem orðið hef- ur í flestum sjávarplássum hér á landi undanfarna áratugi. Hérna var gamall verzlunar- staður, en hefur sett ofan sem slíkur. íbúarnir hafa síðan stundað jöfnum höndum sjó- Guðmundur Kristjánsson. "'Mlþy.iliW sókn og landbúnað, en skilyrði eru slæm til að stunda sjó og landbúnaður er lítill. Við hittum að máli tvo bræð ur og biðjum þá að segia okkur nánar frá atvinnulífi á Hofs- ósi. í>eir heita Þórður og Guð- mundur Kristjánssvnir. Þórð- ur hefur verið í stjórn verka- lýðsfélagsins á staðhum í þrjú ár og formáður í tvö ár. en Guð mundur er nú formaður í verka lýðsfélaginu, tók við af broður sínum á síðastliðnum velri. Við beinum fyrst mái:' okkar að f°r manni verkalýðsféiagsins, því að hann ættj að vera kunnugur atvinnulífinu: _ „Það er nú svo, segir Guð- mundur, að föst atv.imia er hér naumasf nokkav íyrir ungt fólk. Þórður hefnr að v.su fasta vinnu hjá kaupfé'aginu. en Hofsós er þrjú hundruð rnanna bær og í verkalýö.;fe1aginu eru 84 félagsmenn. Flestir, sem heimangengt eiga, fara burtu úr þorpinu og suður á land á vetrarvertíð. Á sumrin koma. menn hingað eins og gestir. Þegar síld er, hópast aUir lausir og liðugir menn til Siglufjarð- ar. Annars eru menn yfirleitt heima yfir sumarmánuðina ,og dunda við búskapinn og trill- urnar. Fplk kánn- að. spyrja Þórður Krístjánsson. hvers vegna menn flytjist ekki héðan, og það er nú einu sinni svo, að menn eiga hér fjöl- skyldu og hús, sem ekkj er hægt að selja. Margír eru með einhverjar skepnur, kú og nokkrar kindur. Og við gerum okkur vonir um að atvinnuá- standið batni, ef eitthvað verð- ur gert fyrir staðinn til þess að tryggja sæmileg atvinnuskil— yrði. Eg hef verið hér heima frá áramótum, segir Guðmundur, og ég hef haft daglaunavinnu í eina -viku. Auk þess smá- vegis skipavinnu, þegar skip koma. Það er al.lt og sumt. I sumar hef ég verið á trillu. Það hefur gengið illa. Frá ára mótum hef ég haft tíu þús- und króna tekjur. Þegar við leggjum hlustirnar við og endurtökum tíu þúsund, seg- ir Guðmundur að það sé ofur algengt á Hofsósi. Menn Iiafi ekki fhaft nieira þetta árið. Menn hafi að vísu í soðíð á trijlunum, en hreint ekki meira. í sumar eru gerðar út tólf trillur frá Hofsósi og tveir tutt- ugu tonna bátar komu nýlega tíl þorpsins. Bátarnir sækja á Skagafjörð, en fiskirí hefur ekki verið minna í mörg sumur en nú. Þeir bræðitr segja, ao fiskigengd á Skggafirði hafi ekki aukizt við fyrri útvíkk- un friðunarlínunnar.. Frá Horni að Skagagrunni taldi síldarbátur um daginn 130 fog. ara, sem toguðu við línuna- Við hina nýju stækkun friðunar- » svæðisins gera þeir sér vonir um aukna fiskigengd í fjörð- inn. Þegar spurt er hvað þeir telji nauðsynlegt að gera á Hofsósi til að bæta atvinnuskilyrðin, telja þeir brýnasta þörf á að lengja bryggjuna og bæta hafn- arskilyrðin. Standa vonir til að næsta vor verði hafizt handa um það verk. Eitt frystihús er í þorpinu en það hefur ekki fengið1 hráefni og engi.n verk- efni að vinna. Eins og sakir standá er það stækkun bryggj'- unnar, sem verkafólk heíur augastað á að þurfi að gera, segir Þórður. Það er hörmulegt hvað þingmtenn Skagfirðinga hafa lítil afskipti haft af okk- ur hér. Þeir hafa ekki komið hér og ekki spurt hvað hægt væri fyrir okkur að gera. Þeir lofa og lofa á kosningafundum, en síðan sjást Þeir ekki meira, þeir góðu menn. Margir hafa orðið fyrir miklum vonbrigð- um að þessu leyti.“ „Hvernig er það með Alþýðu- samband íslands?** spyr Guð- mundur, formaður verkalýðs- félagsins. „Er ekki eitthvað að frétta að sunnan frá því? Við höfum engar spurnir haft af því meðan núverandi stjórn hefur setið að völdum. Stjórn- in hefur ekkert látið til sín Frá Hofsósi — séð yfir þorpið. heyra. Tímarit ASl, Vinnan, hefur ekki kornið út um lang- an tíma og stjórn verkalýðsfé- lagsins hérna hefur ekkj fengið útreiknaða kaupgjaldsskrá í háa herrans tíð. I Vinnunni birtust alltaf kauptaxtar, en nú höfum við engin gögn í hönd- unum um kaupgjaldið.“ „Ég er hræddur um. að þiíig- maður Framsóknarflokksins hér í kjördæmi hafi ekki sveip- að um sig dýrðarbaug í augum okkar Hofsósbúa á þess.u kjör- tímábili,“ segir Þórður. „Við höfum nánast ekkert ha:ft af honum að segja. Hins vegar fór Framsóknarmaður héðan úr þorpinu á vegum hreppsnefnd- arinnar suður til Reykjavíkur í vor til að athuga hvað ætlunín væri að gera fyrir þorpið. Hann kom 'heim og hófst þegar handa um að byggja ísbar. Mú höfum við fengið íssölu, ísborg í miðju þorpinu. Við höfum að vísu haft nokkra atvinnu á und'an- förnum árum við að byggja kirkju og nú er ætlunin að byggja félagsheimili, en sjáan- lega verður engin framtíðarat- vinna bundin við þau hús. — Ég vil gjarna geta þess, sagði Þórðúr, ef þú ætlar að segja eitthvað frá okkur eða Hofsósi í Alþýðublaðinu, að mér hefuj. fundizt það vera stefná Alþýðúflokk'smanna að berjast fyrir bættum kjörum þeirra manna, sem hafa tekið sér fyrir hendur siémennsku og verkamannastörf. Alþýðu- flokkurinn hefur alltaf á al- þingi og annárs staðar lagt lið þeim málum., sem orðið hafa al þýðu þessa lands fyrir góðu. Við vitum það 'hérna enn hvernig kjör og aðstöðu alþj?ðu fólk um landið hefur búið við fram til þessa. Mér finnst að margur alþýðumaðurinn hafi minní ástæðu tU að fylgja öðr. um flokkum að máli en Alþýðu f.'okknum. Góðar horfur á a5 Frlðrik verði melaf sex efsfu og faki þátf í kandídafamófinu Á eftir að tefía við Tal, Petrosjan, Sher- win og De Greiff, en tíu menn eiga énn mögufeika á efstu sætunum EFTIR jafntefli sín við San- •guínetti og Panno hefur Frið- rik tíu vinninga, og er í þriðja sæti, á eftir að tefla fjórar skák. ir. Hann situr yfir í næstu um- ferð en teflir síðan í röð við Rússana Tal og Petrosjan, síð- an við Sherwin frá Bantlaríkj- unum og loks við de Greiff frá Columbiu. Til þess að verða meðal sex efstu þarf Friðrik að fá út úr fjórum síðustu skákunum. tvo og hálfan vinning. — Til þess þyrfti hann að vinna Sherwin og de Greiff í síðustu skákun- um og gera jafntefli við annan- hvorn Rússanna. Skákmótið er nú orðið gríð- arlega spennandi og ekki gott að segja fyrir hvernig fara muni, því að allt getur gerzt í tafli. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að ellefu menn eiga möguleika á að komast í sex efstu sætin og tíú þeirra sæmi- legar líkur. Bezt er að athuga þetta með því að telja „mínus- ana“ og ekki má gleyma að taka með í reikningin nbiðskák ir og „yfirsetur“, þ. e. hvort mennirnir hafa setið yfir eða ekki. Af slíkum athugunum kemur í ljós ,að Tal, sem. nú hef ur 11 vinninga og 5 mínusa, en Matanovic sem nú hefur 9 vinn inga heful líka 5 mínusa, ef svo má að orði komast, Hann á nefnilega biðskák við Rosetto og hefur setið yfir. Tal á eftir að sitja yfir, en Matanovic á eftir að tefla við mjög sterka me.nn þá Benkö, Fischerj Bron- , Friðrik Ólafsson steinj Averbach og Larsen, sem allir eru meðal hinna tíu sterk- ustu. Petrosjan, sem nú er í öðru sæti með IOV2 vinning hefur 5 mínusa ásamt með Averbac.h og Bronstein, sem, hafa 8V2 vinn- íng. Báðir eiga þeir sér bið- skák og hafa báðir setið yfir. Að því leyti bafa Þeir ef til vill sömu aðstöðu og Petrosjan, en allir þrír efstu, Tal, Petrosjan og Friðrik hafa ekki setið yfir. Friðrik, sem nú er í þriðja sæti með 10 vinninga situr yf- Framhald á 5. síðu.,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.