Alþýðublaðið - 04.09.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.09.1958, Blaðsíða 4
4 AlþýðublaSið Fimmtudagur 4. sept. 1958 VBTTMN6V& M6S/ÆS C j FYRIR raörgum árum varð ég allt í einu reiður þegar ég gekk fyrir búðarglug'ga. — Þar var í hrúgum allskonar varningur, — sem ég vissi að ekki var þá leyfð iur innflutningur á. Ég reiddist út af því, að hægt skyldi að gera lögregluna okkar að fífli á þenn an hátt. Hvað þýddi að vera að setja lög og reglur, halda uppi mikilli og dýrri tollgæzlu og f jölmennu lögregluliði ef ótýnd- Ir smyglarar gátu hrúgað í gal- opna búðarglugga allskonar rusli, sem allir hlutu að vita að var smyglað? — Ég rauk heim og skrifaði um þetta. Smygl-glæpir fara í vöxt Kaupmaðurinn í rusl- búðinni. Spíritushjónin á . . götu Drengurinn, sem tók á sig sökina ingi minn og hló. En ég þekkti þau ekki. ÞAÐ SEM mér fannst furðu- legast við þetta, var að svo virt- ist sem nær allir, sem í bílnum voru iþekktu þessi spíritushjón. Þau höfðu haft það að atvinnu og alllengi, eftir því sem mér skildist að, selja smyglaðan spíritus. — Nýlega hefur tekizt að hafa hendur í hári glæpa- mannaflokks, sem uppvís hefur orðið að stórfelldu smygli. Hér er um áfengissmygl að ræða. — Ekki er annað sjáanlegt en að heil skipshöfn sé þarna að verki auk annarra. Ð.4GINN EFTIR var hringt til mín valdsmannlega og þess krafizt að ég nefndi þær búðar- holur, sem væru með smygl- varninginn. Þetta gramdist mér enn meir og ég isvaraði. ,,Ég er blaðamaður og skrifa það sem mér sýnist. Ég er ekki spæjari fyrir einn eða neinn, leitið þér sjálfur, ef þér eruð ekki blind- ur, þá þurfið þér ekki lengi að leita.“ SVO LEIÐ TÍMINN, nokkrir mánuðir. Þá komst upp um smyglmál mikið og kaupmaður- inn í búðinni, sem ég hafði skoð- að, var dæmdur fyrir þátttöku í smygli og sölu á smyglvarn- ingi. Ég hef nokkrum sinnum skrifað í líkum dúr. Það hefur verið opinbert leýndarmál, að hér hefur verið smyglað í stór- um stíl. Allir bílstjórar þekkja hjónin, sem selja spíritusinn. Engin linkind — Harðari s refsingar EINU SINNI fyrir nokkrum árum var ég, ásamt nokkrum öðrum, á leið í bæinn. Menn höfðu setið að veizlu og voru þunnir. Þegar komið var að Elliðaánum sagði einn: ,,Við þyrftum að ná okkur í eina flösku“. ,,Já“, sagði annar. „En hvar? Það er sunnudagur og alls staðar lokað.“ ,,Við getum náð í spíritus hjá hjónunum á götu.“ „Nei, þau eru ekki heima“, sagði bílstjórinn. „Já“, sagði einn farþeginn. „Þau fóru í fyrradag norður í land.“ ,,Það er rétt“, sagði enn annar, „þau fóru í fyrradag“. — „Hvaða hjón?“ sagði ég. „Þekkirðu ekki spíritushjónin?“ spurði kunn- EN FLEIRU er smyglað en á- fengi. Skartgripum, fatnaði, og fjölda mörgu öðru. Þess veröur að vænta að engin linkind verði sýnd í þessum málum — og enn verður að fara fram á það að löggjafinn herði refsingar við slíkum brotum. Þjóðfélag okkar hefur breytzt svo stórkostlega á tiltölulega stuttum tíma, að lög þau og reglur, sem við seíiun okkur, reynast úrelt áður en við er litið. ÉG TEK undir þá tillögu, sem ég lief séð einhversstaðar ,að sjómannasamtökin ættu að reka burt þá menn, sem sekir gevast um annað eiris athæfi og það, sem nú er verið að upplýsa. — Einu sinni var 17 ára drengur látinn taka á sig alla sök af smyglglæp. Það var auðvirði- lega að farið. Nú dugar ekki slík ur leikur. Hannes á horninu. f ÍÞróttir J urslitaleikur II. deildar: Þrótlur vann tmSLITALEIKURINN milli sigurvegaranna í 2. deild sem skera skyldi úr um það, hvaða félag þeirrar deildar setti að leika í 1. deild næsta ár, fór fram á laugardaginn var milli Þróttar og ísfirðinga. Leikslok urðu þau að Þrótt- ur sigraði með 3 mörkum gegn 1 og tryggði sér þar með rétt- inn í 1. deild næsta ár. Pyrri hálfleiknum lauk með jafntefli eitt mark gegn einu. Þróttur skoraði fyrst, var það h.útherjinn, Ómar Jónsson. Af leiknum voru liðnar 37 mínút- nr er markið kom. Er leikur var hafinn að nýju jafna ís- firðingar. Skipti það engum togum, að þeir fóru með knött- inn, beinustu leið í markið, án þess að Þróttur kæmi nokkrum vörnum við. í þessum hálfleik áttu hæði liðin nokkur önnur tækiíæri, en Þau misheppnuðust. ísfirð- ingar fengu t. d. aukaspyrnu rétt við vítateiginn, sem v.út- herji þeirra spyrnti mjög vel úr beint á markið. Þar munaði mjóu, en markvörðurinn Guð- jón Oddsson var á verði og lyfti yfir. Þá átti h.útherji Þróttar, einnig fast skot, knött urinn skall á markslá uppi við vinstra hornið og hrökk út. Einnig átti miðherji Þróttar fast skot rétt fyirir leikslok, sem markvörður ísfirðinga hálfvarði, en annar bakvörð- uiinn bætti svo við því sem þurfti. ■ *.m: 'Rétt eftir að seinni hálfíeik- ur hófst skorar Þróttur annað Isfirðinp 1:1 mark sitt, það gerði Bill, eftir sendingu frá vinstri útherja og á 15. mínútu bætti Þróttur þriðja markinu við, kom það einnig eftir sendingu frá v. útherja, Helga Árnasyni, en miðherjinn sendi knöttinn í netið, með góðu skoti. Þá bjargaði annar bakvörður ís- firðinga á línu nokkru síðar. o — o Leikurinn var allkappsfull- ur, en þó vart meira en góðu hófi gegndi, miðað við það, sem um var keppt. En knatt- spyrnulega var hann næsta lélegur. Mikið um tröllauknar langspyrnur og þess á milli bar mikið á röngum sending- um. ísfirðingar gerðu við og við tilraunir til stutts sam- leiks, en það rann svo að segja jafnharðan út í sandinn.- I iiði þeirra voru beztir, miðherjinn Erling Sigurlaugsson, mark- vörðurinn Pétur Sigurðsson og h.útherjinn, Björn Helgason, sem eftirtekt vakti f pressu- leiknum í sumar fyrir góðan og vitrænan leik. Hins vegar virðist ísfirðingum ekki hafa farið mikið fram síðan þeir léku hér síðast. Lið Þróttar naut þess, að það er keppnisvanara en mót- herjarnir, það var þess aðal- styrkur í leiknum. í liðinu var markvörðurinn og h.bakvörður inn sterkustu varnarmennirn- ir. V.útherjinn var ofi furðu laginn og undirbjó hann tvö af þessum' þrem mörkum sem Þróttur skoraði. En bezti maðurinn var samt Bill h.innherji eins og endra- nær Jón Magnússon miðherji er að vísu sterkur og fljótur, en vantar tilfinnanlega knattleikn ina og lipúrðina til þess að nýtast af flýti sínum og dugn- aði. Sem 1. deildarlið næsta keppnistímabil, verða Þróttar- ar að leggja sig betur fram en hingað til. Þá skortir hvorki þrek né dugnað en knattleikni fyrst og fremst, má svo og segja um önnur lið einnig. Dómari var Þorlákur Þórð- arson og átti ekki í neinu erf- iði og Þurfti ekki að beita rögg- seminni, utan einu sinni, en það gilti ekki atvik inni á vell- inum heldur utan hans og tók til Al'berts Guðmundssonar, sem sat á þjálfarabekk við hliðarlínu. Var hann þar í um- boði aðalþjálfara Þróttar, Frí- manns Helgasonar, sem var fjarverandi úr bænum. Taldi dómarinn að Albert hofði hvatt Þróttara með köllum, en það taldi hann ólöglegt, og bað Albert að flytja sig, að því er hann sjálfur sagði eftir leik- inn. Gerði Albert svo. Hins vegar segir Albert, að hann hefði aðeins einu sinni kallað til miðherja Þróttar um að vera framar, annað hefði hann ekki sagt, en um 15 mínútur liðu frá því hann sagði þetta, og þar til dómarinn kom til hans og bað hann um að fjsr- lægja sig, sem og Albert gerði eins og fyrr segir. Gekk hann yfir völlinn og til áhorfenda- stúkunnar og sat þar þann tíma sem- eftir var af leiknum. Hafi ekki verið um meira að ræða en þetta, virðist áminn- ing til að byrja með hafa verið nægileg af hálfu dómarans, í stað þess að upphefja orðaskak og stöðva leikinn um nokkrar mínútur vegna þessa., Hins vegar hefði veriö full- kominn ástæða til, að fjarlægja sígargandi fylliraft, sem ein- mitt var .þarna megin líka, og Framhald á 7. síðu Hannss minn kæri á horninu. I FRAMHALDI af grein Jóns Engiliberts málara í A'þýðu- blaðinu í fyrri viku skrifar þú nokkrar stórathyglisverðar lín- ur í dálka Þína s. 1. fimmtudag- Leyfist mér sem lesanda Ai- þýðublaðsins að skjóta inn nokkrum orðum upp á rönd, því að í skrifi þínu skýtur upp kolli draugur einn ófrýnilegur, sem lengi hefur riðið húsum skálda, en ekki bjóst maður við þeim draugagangi í garði ágæts rithöfundar. Þú heggur sem sé í þá skoðtm Jóns Engilberts, að fjárhags- legu sjálfstæði Muggs, sé það að þakka, hverju hann kom í verk á örstuttri ævi. Þér finnst list Muggs smá og telur skýr- inguna á því að finna í t'jár- hagslegu sjálfstæði hans, að hann skyldi ekki hafa orðið að- njótandi þeirrar dýrlegu reynslu að eiga ekki öðru hverju fyrir málungi matar. — Ég leitaði hjá mér mat þitt á list’ Muggs, sínum augum lítur hver á silfrið; þó má benda á, að Muggur féll frá því aldurs- skeiði, þegar föndri og fálmi lýkur og markviss listsköpun tekur við. Og hváð viðvíkur hollustu ferfiðleikanna, sem þú talar um, er þá ekki eftirfarandi vert nökkurrar umhugsunar: Er ekki glíman við listsköpun nægileg uppspretta erfiðieika og áreynslu? Kann ekki hver sæmilega upplýstur maður skil á ótai dæmum þess, að þau á- tök hafi farið yfir þau takmörk, sem heilsusamlegt getur talizt? Er nokkurt starf tímafrekara en starf Iistamanrisins, — svo framarlega sem hann gefur sig óskiptan að því? Og hvernig er það, lamaði fjárhagslegt sjálf- stæði sköpunarmátt Kiljans, Ás gríms og Gunnars Gunnarsson- ar, svo að örfá íslenzk dæmi séu nefnd? Er ekki listasaiga 'simsins eitt allsHerjar sönnun argagn um, hverjum stórvirkj- um sómasamlegar tekjur af hug verkum og þar með starfs. skilyrði hafa komið til Jeiðar? Og er ekki listasagan jafnframt óhugnanleg heimild um þann aragrúa snillinga, sem, dóu úr hreinni örbirgð, og mætti ekki fylia tíu árganga af Alþýðublað inu með dæmum um, hvernig afburða menn hafa verið væng ri.ýfðir í smærri stíl en hung- urdauða? Þetta er gömul saga, en hún er ömurlegust á velmektardög- um þjóða. Ég veit um ungan höfund sem stendur í því stappi þessa dagana að komast á er- lent safn tii að kynna sér þar gögn um einn forvitnislegasta þátt íslandssögunnar og hyggst byggja á gögnum þessum skáld verk. .Vinnutap hans og ferða- kostnaður gerir meira en að gleypa væntanleg ritlaun, ef verkið þá heppnast á annað borð og tekst að selja það. Er ekki sjálfsagt að neita honum um þá fyrirgreiðslu, sem felst í yfirfærslu á uppsprengdu verði, og herða hann Þannig, jafnvel þótt það kosti að verk- ið verði aldrei samið? Ég veit um annan ungan rithöfund, — sem ekki hefur efni á því Iengur að gefa með skáldverkum sín- um og hefur undanfarin ár unn ið við þýðingar. Er maður þessr þó af velflestum talinn efnileg- asti skáldsagnahöfundur lands- ins. Ég gæti sagt þér fleiri sög- ur, en þær njóta sín betur í myrkri eins og draugasögur. Það er ekki neitt að óttast, þótt listamenn fái sómasamlega greiðslu fyrir vinnu sína. Það er engin hætta á, að þstamönn- um fjölgi um of. Samkeppnin verður einungis harðari, risið á listsköpuninni og menningarlíf- inu þar með hærra. Fátækt er að mínum dómi mannskemmandi, hver sem í hlut á, en ef draugurinn í pistli þínum er forklárað anölit merkilegs viðhorfs sem leitt gæti til betri afkasta, vinnu- vöndunar og afreka, þá er það ekki nema sjálfsögð mannúð og sæmileg þjóðrækni að gefa öðr- um starfsþegnum hlutdeild í hollustunni með því að skera niður laun þeirra og koma þeim þannig í fjárhagslegar kröggur og alls konar vandræði. Mætti til dæmis byrja á blaðamönn- um, blöðin mundu þá væntan- lega verða læsilegri og fjöl- breyttari. Næst mætti afgreiða vísindamenn, þannig koþ af kolli þangað til þjóðfélagið yrði . . . Ja, hvernig? Beztu kveðjur, Jóhannes Helgi. ‘qur þorsksms í EINFELDNI minni hélt ég, að dagar þorsksins, sem mestu skepnu þessarar jarðar, væru liðnir, og það fyrir æði ]öngu. En hvað skeður? Nú munar minnstu að hann sé tekinn í guðatölu. Fyrir hann má öllu fórna: drengskap, réttsýni, sæmd. Svo ég tali ekki um vit- ið. íslendingar telja líf s.itt í höndum þorsksins og þessvegna sé öllu fórnandi fyrir hann. Og helzt lítur út fyrir það, að Bret- ar telji sig ekki of stöðuga í sessi án hans, því varla tefldu þeir mannorði sínu eins í tví- sýnu hans vegna og orðið er, ef þeir virtu hann ekki mikils. Mundu þeir Shakespeare, New ton, Snorri Sturluson og Helgi Péturs hafa hlegið eða grátið ef þeir hefðu séð þetta fyrir? Eða er þetta tím:anna tákn? Er þorskurinn að því komirin að verða aftur mesta skepna þessarar jarðar? — A, Félagslíf Ármeníiiíigar Sjálfboðavinna í Jósefsdal verður um helgina, allir skíða menn beðnir um að mæta. Farið verður frá íþróttahús inu við Lindargötu á laugar- dag kl. 2. Skíðadeild Ármanns.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.