Morgunblaðið - 06.05.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAl 1975 Hernaðarstaða Norðurlanda gagnvart Sovétríkjunum — 3. grein Atlantshafið - líftaug NATO A þessu korti er sýnt hvernig flugvélar sovézka flotans koma frá Murmanks og fylgjast með flotaæfingu Atlantshafsbandalags- ins. Orrustuþotur frá Noregi, Islandi og Skotlandi fljúga I veg fyrir sovézku flugvélarnar. Herafli Sovétmanna á Kolaskaga: 160 kafbátar, þar af 80 karn- orkuknúðir og 45, sem flutt geta eldflaugar með kjarnaodd- um. 85 beitiskip, tundurspillar, frei- gátur og korvettur 65 vélbátar (tundurskeytabát- ar, flugskeytabátar og fall- byssubátar. 25 stærri lendingarprammar. Flugvélar flotans. Ein landgönguliðssveit flotans. Tvær vélvæddar herdeildir. Stórskotalið Tvær eldflaugastöðvar f landi, þaðan sem skjóta má meðal- drægum eldflaugum — sem ná til skotmarka i allt að 2000 km fjarlægð. 150 sprengjuflugvélar Loftvarnir (eldflaugar og fall- byssur) 150 orrustuþotur. Skömmu eftir að skýrsla hershöfðingjans Stigs Synn- ergrens, yfirmanns sænska hersins, birtist í heimalandi hans, skrifaði hermálafréttarit- ari Svenska Dagbladet, Stig Löfgren, þrjár yfirlitsgreinar um hcrstöðu Norðurlanda. Hafði hann m.a. farið til Nor- cgs og Danmerkur til að safna upplýsingum og rætt þar við ýmsa aðila, þar á meðal land- varnaráðhcrra landanna og yfirmenn herja beggja. Fyrsta grein Löfgrens fjall- aði um þýðingu Atlantshafsins f hugsanlegum átökum stór- veldanna eða rfkjablokkanna i Atlantshafsbandalaginu og Varsjárbandalaginu. Önnur grein hans var um viðhúnað Sovétrfkjanna á norðurhöfum og við N-lshaf og þau áhrif sem hann hefði á aðstöðu og öryggi Noregs. I þriðju greininni reif- aði hann sfðan áhrif olíusvæð- anna undan Noregsströndum á öryggismál Norðurlanda. Hér á eftir verður getið þess helzta, sem fram kom f fyrstu grcin Löfgrens, en sfðan sagt frá hinum tvcimur grcinunum f blaöinu na-stu daga. Löfgren gerir í upphafi grein fyrir umfangi sovézka flotans, sem á siðustu 10—12 árum hafi vaxið svo gífurlega, að veruleg- um áhyggjum valdi innan aðildarrfkja Atlantshafsbanda- lagsins, ekki sizt i Noregi, sakir síaukins viðbúnaðar Sovét- manna við Norður-lshafið. Löfgren segir, að sovézki ílot- inn skipti sér niður á fjögur meginsvæði, Norður-Ishafið, þar sem hann sé sterkastur og leiti æ lengra i átt til Atlants- hafs, Eystrasalt, Svartahaf og við Austurlönd fjær. Samtals telur hann tilheyra flotanum um eitt þúsund herskip og nokkur hundruð landgöngu- pramma. Og kaíbátaflota Sovét- stjórnarinnar segir hann hinn sterkasta i heimi. Stöðugt er unnið að endur- bótum þessa mikla flota og smíði nýrra skipa, ofansjávar- skipa og kafbáta, bæði til sjó- hernaðar og til flutnings lang- drægra eldflauga, er borið geti kjarnorkuvopn. Samkvæmt samningi, sem Sovétmenn gerðu árið 1972 við Bandaríkin, rr.'ga þeir koma sér upp 62 „nútíma" eldflaugakafbátum og segir Löfgren þá stefna að því að ná þeirri tölu sem fyrst. Löfgren segir Vesturveldun- um lífsnauðsyn að hafa yfirráð yfir Atlantshafi, ef til hernaðarátaka komi, til þess að tryggja fiutningaleiðirnar milli Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu, en vaxandi umsvif sovézka flotans ógni nú mjög þessum yfirráðum. Norðurfloti Sovétmanna hefur bækistöð við Kolaskaga, þar sem islausar hafnir eru árið um kring og þaðan er herskipum i vaxandi mæli stefnt til Atlantshafs, sér- staklega kafbátum. Við Kola- skaga segir hann Sovétmenn hafa bækistöð um 160 kafbáta, þar af 45, sem flutt geti kjarn- orkueldflaugar. Herskip Sovétmanna segir hann allra hugsanlegra gerða, nema hvað þá skorti fleiri flug- vélamóðurskip. Að vísu eru nú tvö 40.000 lesta móðurskip i smíðum, en hann væntir þess, að flugher Sovétmanna verði næstu árin a.m.k. háður stöðv- um í landi. Þá víkur Löfgren að flota- æfingum Sovétmanna og segir m.a.: „Fram til ársins 1956 hélt sovézki flotinn yfirleitt aðeins æfingar á heimavettvangi. Skip hans sáust sjaldan á opnu hafi, nema þau sem flutt voru milli lshafsflotans og Eystrasaltsflot- ans og seinna einnig Svarta- hafsflotans. En þrjár æfingar milli Norður-Noregs og Islands á árunum 1950—60 boðuðu breytingar í þessu efni og árið 1963 markaði þar þáttaskil. Það ár voru haldnar tvær meiri- háttar æfingar á NA- Atlantshafi, hin fyrri í marz—apríl og hin siðari í ágúst. Sá háttur hefur siðan verið á hafður ár eftir ár og æfingasvæðið stundum náð til hins eiginlega Atlantshafs. Svo sem fram hefur komið í fréttum er nýlokið umfangs- mestu flotaæfingum sem Sovét- menn hafa haldið á þessum slóðum, en til þessa töldust æfingarnar árið 1970 hinar mestu. Að sögn Löfgrens var þá æfð- ur kafbátaeltingaleikur undan Noregsströndum og á svæðinu milli Islands og Skotlands voru sviðsett hugsanleg átök sovézka íshafsflotans við flotasveit and- stæðinga frá Miðjarðarhafi — og þá gert ráð fyrir að Ishafs- flotinn fengi liðstyrk frá Eystrasaltsflotanum. „Hin hernaðarlega þýðing varnarlínunnar um Grænland — Island — Færeyjar — Skot- land — og Noreg kom þarna berlega í ljós," segir Löfgren. Sovézki Ishafsflotinn verður að brjótast gegnum hana til þess að komast út á Atlantshafið; á það einkum við um kafbátana, sem eiga að ráðast á skip á leið milli Bandarfkjanna og Vestur- Evrópu svo og eldflaugakafbáta búna kjarnaoddum (SS N-4, N- 5 og N-6), sem eiga að ógna Bandaríkjunum sjálfum. NATO-skip verða einnig að komast um svæðið milli Islands og Skotlands, að nokkru leyti tíl að geta elt kafbáta andstæðing- anna, sem eru á leið að norðan og jafnframt til þess að efla varnir Noregs með ýmsum hætti. Aó visu geta Poseidon og Polaris kafbátar skotið eld- flaugum á skotmörk í vestur- hluta Rússlands frá slóðum sunnan Islands, en svigrúm þeirra eykst verulega, ef þeir geta athafnað sig á Norska haf- inu. Innan tfðar verða teknar i notkun nýjar tegundir kafbáta með enn langdrægari eldflaug- um, þ.e. sovézki kafbáturinn SS N-8 og bandariski Trident- kafbáturinn. Flugskeyti þeirra, hvors um sig geta frá heimavíg- stöðvunum hæft skotmörk i landi hins. Fyrir NATO-ríkin segir Löfgren þetta hafa þá þýðingu, að þau þurfi ekki nauðsynlega að fara gegnum þrengslin milli Islands og Skotlands, þvi ekki sé mikið vit í að stefna Trident bátum inn á Norska hafið, þar sem vænta megi sterkrar fyrir- stöðu af sovézkri hálfu, ef þeir geti haft svigrúm til athafna á svo til öllu Atlantshafi. Hins vegar segir hann málið ekki svo einfalt fyrir Sovétríkin, þvi að þó flugskeyti SS N-8 kafbát- anna nái frá Barentshafi og Norska hafinu til Banda- ríkjanna sé ekki heppi- legt að loka þá þar inni, þar með yrðu úthaldsmöguleikar þeirra og sveigjanleiki ekki nýttir. Þeir þurfi því að komast út á hið opna Atlantshaf. Þar geti þeir haft langt úthald og þeim mun stærra svæði, sem þeir hafi til athafna, þeim mun erfiðara yrði NATO að fylgjast með þeim og elta þá uppi. Af þessu dregur Löfgren þá ályktun, að varnarlinan um Is- land muni verða jafn mikilvæg og fyrr. „Hún er síðasta varnar- lina NATO gegn umferð út á Atlantshaf," segir hann og bæt- ir við: „Með þvi að hafa þar yfirráð gefast meiri möguleikar til þess að fylgjast með og — i striði — að berjast við herskip andstæðingsins, yfir og undir sjávarborði, svo og að vinna gegn flugvélum hans — og hugsanlega eru þessi yfirráð skilyrði þess aó ofansjávarskip NATO geti yfirleitt athafnað sig á Norska hafinu. Þá ræðir Löfgren um ratsjár- stöðvarnar á Grænlandi, Is- landi og í Færeyjum, sem liði i ratsjárnetinu milli Bandarikj- anna og Bretlands og þýðingu herstöðvarinnar i Keflavík. „Hún hefur mikilvægu hlut- verki að gegna í varnarkerfi Vesturlanda," segir Löfgren, „og þvi vöktu hótanir fyrrver- andi rikisstjórnar tslands um að reka Bandaríkjamenn þaðan burt alvarlegar áhyggjur. Það var því engin furða að heyra mátti menn anda léttar í Oslo og öðrum höfuðborgum NATO- rikja, þegar Keflavíkursamn- ingurinn var loks endurnýjaður eftir stjórnarskiptin i Reykja- vík.“ Loks ræðir Löfgren áhrif kjarnorkukafbáta sovézka Is- hafsflotans á hræðslujafnvægið milli Austurs og Vesturs, sem hann segir þung á metunum og þau verkefni, sem Ishafsflotan- um sovézka yrðu ætluð i styrj- öld. Þau gætu orðið eftirfar- andi: 1. Að halda yfirráðum á Barentshafi og einnig Noregs- hafi ef unnt er. 2. Að stríða gegn Polaris — og Poseidon-kafbátum Vestur- landa. 3. Að stríða gegn flugvéla- móðurskipum Vesturlanda. 4. Að tryggja eigin eldflauga- kafbátum leið út á Atlantshaf til baráttu gegn Bandaríkjun- um. 5. Að skera á samgönguleiðir Vesturlanda á Atlantshafi. 6. Að styðja innrásir á land- svæði andstæðinganna sem eiga landamæri að Sovét- rikjunum. Löfgren segir óhætt að full- yrða, að hernaðarleg staða Vesturveldanna byggist á möguleikum þeirra til að bægja frá þeim ógnum, sem þeim stafi af sovézku kafbátunum. Komi til styrjaldar sé þvi ekki nóg að vernda sjóflutninga til Noregs heldur þurfi einnig að vinna gegn aðgangsmöguleikum sovézka flotans að Atlantshafi. Hann minnir á, að um langt árabil hafa Vesturlönd lagt mikia áherzlu á þróun tækni- búnaðar til eftirlits með og hernaðar gegn kafbátum og tel- ur þau enn skara fram úr A- Evrópurikjunum að þessu leyti. Jafnframt hafi Vesturveldin það forskot umfram A- Evrópurikin, sem flugvéla- móðurskipin veiti. Niðurstaða hans er þvi, að enn sem komið er hafi Vesturlönd hernaðar- lega yfirburði á norðurhöfum. Rússneskt herskip við Ingólfshöfða. Sovézkur kafbátur búinn flugskeytum á siglingu undan ströndum lslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.