Morgunblaðið - 06.05.1975, Blaðsíða 1
40 SIÐUR
101. tbl. 62. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAl 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Nýja stjórnin sögð sleppa fyrri ráðamönnum
Agana, Belgrad, Washington,
5. mai AP — Reuter — NTB.
TOGÞtJSUNDIR suður-
víetnamskra flóttamanna voru í
dag á leið til Bandarfkjanna um
hinar ýmsu bækistöðvar Banda-
rfkjamanna á Kyrrahafi. Um
40.000 flóttamenn voru í kvöld
komnir til Subic Bay-
stöðvarinnar á Filipseyjum og
voru fluttir jafnt og þétt til
eyjunnar Guam með flugvélum.
Talið er að heildartala flótta-
manna verði hátt f 150.000 manns,
sem flestir óska eftir vist í Banda-
rfkjunum, en nokkur lönd önnur
fhuga nú móttöku á flótta-
Dagblað Alþýðunnar
um flotaæfíngar Rússa:
Sýna áhuga
þeirra á
forystuhlut-
verki á hafí
Tokío, 5. maí. AP.
„Dagbiað Alþýðunnar" segir
f dag, að síðustu flotaæfingar
Sovétríkjanna sýni „takmarka-
lausan áhuga sovézkra endur-
skoðunarsinna á þvf að gegna
forystuhlutverki á hafi“, eins
og þar er komizt að orði.
Blaðið varpar fram þeirri
spurningu, hvernig Sovétríkin
geti sannað, að „deténte"
stefna þeirra sé einlæg meðan
herskip þeirra haldi uppi
sýningum á hernaðrmætti
þeirra.
Blaðið segir og, að stjórnir
ríkja Evrópu geri þá kröfu, að
Sovétríkin láti þau vita um
flotaæfingar sínar, með sjö
vikna fyrirvara að minnsta
kosti — „og við erum því sam-
mála, að þær kröfur séu full-
komlega réttmætar," segir
blaðið.
mönnum, þ. á m. Ástralfa og jafn-
vel Bretland. Ford Bandaríkja-
forseti bað i dag þingið um 507
milljónir dollara til að standa
straum af flutningum og að-
hlynningu fyrir flóttafólkið.
Tanjug-fréttastofan júgóslavn-
eska hafði i dag eftir útvarpsstöð
Vfetcong f Saigon að Duong Van
Minh, fyrrum forseti, og 15 ráð-
herrar stjórnar hans hefðu verið
látnir lausir, og hefði Minh „fagn-
að sigri frelsisaflanna".
Á Minh að hafa sagt að hann
væri „hamingjusamur yfir því að
vera þegn í sjálfstæðu Víetnam".
Segir fréttastofan að Minh og ráð-
herrum hans hafi verið leyft, að
fara aftur til fjölskyldna sinna.
Þá segir Tanjug i frétt frá Hanoi
að hin nýja stjórn i Saigon hafi
látið lausa alla pólitíska fanga
fyrri stjórnar á Con Soneyju.
Meðal ráðherranna 15 sem látnir
voru lausir í Saigon voru sagðir
Vu Van Mau, fyrrum forsætisráð-
herra, Nguyen Van Huyen, vara-
forseti, og varaforsætisráðherr-
ann Nguyen Van Ho. Var þeim
sagt að vonazt væri til þess að
starfsmenn fyrri stjórnar myndu
aðstoða við uppbyggingu lands-
ins.
Framhald á bls. 39
Mynd þessa tók Öl. K. M. á landsfundi Sjálfstæðisflokksins f gærkvöldi er Geir Hallgrfmsson hafði
verið kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins og dr. Gunnar Thoroddsen, varaformaður.
Kosningar á landsfundi:
Geir Hallgrímsson kjörinn formaður.
Gunnar Thoroddsen varaformaður
GEIR Hallgrímsson for-
sætisráðherra var kjörinn
formaður Sjálfstæðis-
flokksins á 21. landsfundi
flokksins í gærkvöldi.
Hlaut hann 650 atkvæði af
749 atkvæðum, sem greidd
voru. Geir Hallgrímsson
tók við formennsku Sjálf-
stæðisflokkslns haustið
1973 er Jóhann Hafstein
sagði af sér formennsku
sökum heilsubrests. Er
þetta þvi í fyrsta sinn, sem
Geir Hallgrímsson er kjör-
inn formaður Sjálfstæóis-
flokksins á landsfundi en
áður hafði hann tvívegis
hlotið kosningu, sem vara-
formaóur, á landsfundum
1971 og 1973.
1 kosningunum á lands-
fundi í gærkvöldi var dr.
Gunnar Thoroddsen end-
urkjörinn varaformaður
Sjálfstæðisflokksins. Hlaut
hann 631 atkvæði af 760
atkvæðum, sem greidd
voru. Dr. Gunnar Thorodd-
sen var kjörinn varafor-
maður á flokksráðsfundi sl.
haust er Magnús Jónsson
sagði af sér sökum heilsu-
brests. Áður hafói dr.
Gunnar Thoroddsen verið
varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins frá 1961 — 1965.
Kjör miðstjórnar stóð yfir
er Mbl. fór í prentun.
150.000 flótta-
menn til USA?
Allsherjar blóðsúthellingar hafnar í Kambódíu?
Bandaríkjastjórn kveðst hafa
upplýsingar um fjöldaaftökur
Washington, New York, París
5. maf. AP — Reuter — NTB.
• BANDARlSK stjórnvöld hafa
fengið upplýsingar um að hin
nýja rfkisstjórn Rauðu Khmer-
anna i Kambódíu hafi látið og láti
enn taka af lífi pólitiska andstæð-
inga sína. að þvf er bæði Ron
Nessen, blaðafulltrúi Fords for-
seta, og Robert Anderson, tals-
maður bandarfska utanrikisráðu-
neytisins, staðfestu i dag. Nessen
sagði að það væri rétt að Ford
hefði skýrt samstarfsmönnum
sfnum ýmsum og þingleiðtogum
frá þvf að um 80 tii 90 herforingj-
ar sem unnu fyrir fyrrverandi
rfkisstjórn Lon Nols hefðu verið
teknir af lffi ásamt eiginkonum
sfnum, en vikuritið Time birti f
gær frétt þessa efnis. Sagði Ness-
en að Ford hefði miklar áhyggjur
af þessum fréttum, en einnig
væri Ijóst að almenn herferð væri
f gangi f Kambódfu til að refsa
pólitfskum og hernaðarlegum
leiðtogum fyrri stjórnar.
# Robert Anderson sagði að
bandaríska leyniþjónustan hefði
heyrt útvarpsstöð Rauðu Khmer-
anna fyrirskipa kommúnfsku her-
foringjunum i héruðum landsins
að láta myrða helztu ieiðtogana
meðal fanganna og bentu útvarps-
sendingar til þess að f einu héraði
hefðu 80 leiðtogar og eiginkonur
þeirra verið tekin af lffi. Sagði
Anderson að þessar fregnir
myndu senniiega hafa áhrif á
hugsanieg samskipti Bandaríkja-
stjórnar við hina nýju stjórn, og
fylgzt yrði með þróun mála. Er
talið að þessar fréttir renni stoð-
um undir fullyrðingar Fords um
nauðsyn þess að Bandarfkjamenn
veiti vfetnömsku og kambódfsku
flóttafólki hæli, en Nessen kvaðst
aðspurður hafa engar upp-
lýsingar um aftökur f Suður-
Vfetnam.
Vikuritið Newsweek sagði i gær
að bandarískir embættismenn
hefðu veitt upplýsingar um aftök-
ur þúsunda manna í Kambódíu
sem studdu stjórn Lon Nols, og
hefðu fyrstu fórnarlömbin verið
herforingjar og nokkrir embættis-
menn ásamt eiginkonum þeirra.
Segir blaðið að þetta kunni að
vera fyrirboði allsherjar blóðbaðs
og herferðar gegn öllum þeim
Framhald á bls. 39
Atkvæði i formannskjöri á
landsfundi féllu sem fyrr segir á
þann veg, að Geir Hallgrímsson
hlaut 650 atkvæði. Dr. Gunnar
Thoroddsen hlaut 65 atkvæði og
11 aðrir hlutu 4 atkvæði og færri.
Auðir seðlar og ógildir voru 19 en
atkvæði greiddu 749.
Við varaformannskjör féllu at-
kvæði þannig, sem fyrr segir, að
dr. Gunnar Thoroddsen hlaut 631
atkvæði. Ragnhildur Helgadóttir
fékk 64 atkvæði, Niu aðrir hlutu
11 atkvæði og færri. Auðir seðlar
og ógildir voru 24. Atkvæði
greiddu 760.
Er Auður Auðuns, fundarstjóri
á þessum kosningafundi, hafði
lýst kjöri Geirs Hallgrimssonar,
til formanns, risu fundarmenn úr
sætum og hylltu forsætisráðherra
með langvarandi lófaklappi. Geir
Hallgrimsson flutti stutta ræðu og
þakkaði það mikla traust sem sér
hefði verið sýnt. Mér er og verður
mikill vandi á höndum að sinna
þessu starfi þannig, að ég bregðist
ekki trausti ykkar, sagði Geir
Hallgrimsson. Ég lofa ekki öðru
Framhald á bls. 39