Morgunblaðið - 06.05.1975, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAI 1975
Her USA í Thai-
landi kvaddur heim
Mynd þessi var tekin um borð I bandarfska herskipinu Blue Ridge er s-vietnamfskur ffugmaður stökk
út úr þyrlu sinni eftir að hafa mistekizt að lenda henni á þilfari skipsins. Vélin hrapaði f sjóinn.
Urslit kosninganna
styrkja Bonnstjómina
— en stjórnarkreppa er í Saarland
Konn, Saarbriicken,
5. maí. Reuter — NTB.
Bangkok. 5. maí — Reuter — AP.
BANDARIKJASTJÖRN mun
kalla 7,500 bandarfska hermenn
heim frá Thailandi fyrir lok
næsta mánaðar, og er þetta fyrsti
liður f algjörum brottflutningi
Bandarfkjahers frá Thailandi,
þar sem um 45.000 bandarfskir
hermenn voru þegar þátttaka
Bandarfkjanna f átökunum f
Vfetnam og Kambódfu stóð sem
hæst. Nú eru um 25.000 hermenn
úr Bandaríkjaher f landinu.
Thailenzka rfkisstjórnin stefnir
að þvf að þeir verði allir farnir
innan árs, en hún skýrði frá þessu
í dag f kjölfar viðræðna milli full-
trúa rfkisstjórnanna tveggja.
Nú eru aðeins fjórar bandarísk-
ar herstöðvar í Thailandi, með um
350 herflugvélum, þ.á m. 16 risa-
þotur af B-52 gerð sem staðsettar
eru á U-Tapao, sem var helzta
móttökustöð meir en 4000 flótta-
manna frá Kambódíu og Suður-
Vietnam eftir fall landanna í
hendur kommúnista. Utanríkis-
ráðherra Thailands skýrði frá því
í dag að stjórninni hefði borizt
ósk frá nýju valdhöfunum í
Saigon um að suður-víetnamskar
herflugvélar sem notaðar voru
við flóttamannaflutningana yrðu
Stórblað í eigu
starfsfólksins
tilasgow, Keuter.
„THE SCOTTISH Daily News“,
fyrsta stórblað f Bretlandi f eigu
samvinnufélags starfsmanna, hóf
göngu sfna á sunnudagskvöldið,
að viðstöddum fáeinum gestum,
þar á meðal Antony Benn,
iðnaðarráðherra Bretlands.
Að blaði þessu standa 400
starfsmenn, sem misstu störf sín í
maí sl. ár, þegar útgáfustjórn
blaðsins, sem bækistöð hafði í
London, ákvað að hætta að gefa
blaðið út í Giasgow. Helmingur
þess fjár, sem þurfti til að koma
blaðinu af stað, var fenginn með
1.200.000 sterlingspunda láni frá
brezku stjórninni, hinn helming-
inn fengu aðstandendur þess af
eigin launum og með útgáfu
hlutabréfa. Selja þarf 200.000 ein-
tök af blaðinu á dag til að það beri
sig.
Ritstjóri blaðsins er Fred
Sillitto, 57 ára að aldri. Hefur
hann lýst því yfir, að blaðið muni
fylgja vinstri stefnu en verða opið
andstæðum skoðunum. Fyrsta rit-
stjórnargrein blaðsins, sem er nú
18 blaðsíður, fjallaði um unga
sýningarstúlku sem sögð var hafa
náð undraverðum bata eftír að
lenda í bílslysi.
Sendiherra USA
í Israel látinn
New York, 5. maí.AP — Reuter.
KENNETH B. Keating, sendi-
herra Bandaríkjanna í Israel, lézt
á sjúkrahúsi eftir hjartaslag.
Hann var 74 ára að aldri. Hann
var á sinum tíma öldungadeildar-
þingmaður, siðan sendiherra í
Indlandi og árið 1973 varð hann
sendiherra í Israel. Fregnir hafa
borizt að undanförnu að Ford for-
seti ætlaði að skipta um sendi-
herra í tsrael, en Keating hafði
átt við vanheilsu að stríða.
Moe látinn
Los Angeles, 5. maí — AP.
MOE HOWARD, kvikmynda- og
sjónvarpstrúður með passíuhár,
kunnastur fyrir þátttöku sína í
þrenningunni Shemp, Larry og
Moe, er Iátinn i Los Angeles úr
lungnrakrabbameini. Hann var
78 ára að aldri. Hinir tveir
úr þrenningunni eru látni fyrir
nókkrum árum.
sendar aftur til Saigon. James
Schlesinger, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, hefur hins vegar
sagt að vélarnar séu eign Banda-
rikjastjórnar. Utanríkisráðherr-
ann sagði að enn hefði engin
ákvörðun verið tekin i málinu.
Thailandsstjórn hefur verið
hliðholl Bandaríkjunum um langt
skeið, en vill nú einnig reyna að
bæta samskiptin við grannrikið
Víetnam og er þvi talið að ákvörð-
unin um flugvélarnar kunni að
reynast stjórninni erfið.
Ný valdahlutföll
eftir fall Saigon
— segir Kissinger
New York, 5. maí — NTB.
HENRY Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandarikjanna, telur að
valdahlutföllin i Suðaustur-Asíu
muni taka algjörri breytingu eftir
að Víetcong og Norður-Vietnamar
hafa nú náð Suður-Víetnam á sitt
vald, að þvi er vikuritið Time
segir i gær. Kissinger litur svo á
að Laos og Kambódía verði undir
áhrifum Hanoistjórnarinnar, en
Thailand, Malaisía og Indónesía
muni snúa sér frá Norður-
Víetnamsstjórn. Hann telur að
Kína muni koma í veg fyrir að
Norður-Kóreumenn hefji ein-
hverjar meiri háttar breytingar á
sinni afstöðu. I sjónvarpsviðtali í
gær sagði Kissinger enn fremur,
að Sovétmenn hefðu leikið frem-
ur jákvætt hlutverk við brott-
flutning Bandaríkjamanna og
Suður-VIetnama frá Víetnam og
aðstoðað við að afla upplýsinga
um möguleika á slíkum flutningi.
NGUYEN Cao Ky, fyrrum vara-
forseti Suður-Vietnams, lét svo
um mælt, er hann kom til Guam á
sunnudag, að Nguyen Van Thieu,
forseta fyrrverandi, væri um að
kenna fall landsins. „Við höfðum
því miður ekki hugrekki til þess
að velta honum fyrr frá völdum.“
Nguyen Cao Ky.
sagði Ky og bætti við að væntan-
lega hefði ekki farið svo sem raun
reyndist, ef Thieu hefði sagt af
sér fyrr.
Ky kom til Guam með viðkomu i
bandarisku flotastöðinni við
Subic flóa, en stóð þar stutt við,
þar sem stjórn Filippseyja hafði
hótað að taka hann höndum, ef
hann kæmi þangað.
Kvaðst Ky ætla að dveljast í
Guam um hríð áður en hann færi
til móts við konu sína i Kali-
forniu, þar sem hann teldi sig
e.t.v. getað orðið að liði þeim
80.000 s-vietnömsku flóttamönn-
um, sem nú eru saman komnir á
Guam.
Aðspurður, hvort hann væri bit-
ur í garð Bandarikjamanna svar-
aði Ky: „Bandaríkjamenn hafa
gert mikið fyrir okkur sl. 10 ár —
of mikið, að mínu áliti,“ — og
STAÐA samsteypustjórnar jafn-
aðarmanna og frjálsra demókrata
bætti við, að hann teldi þeim ekki
um að kenna hvernig farið hefði.
„Það, sem við þörfnuðumst, voru
aðrir forystumenn, einkum ungir
herforingjar sem gátu endurvak-
ið siðferðisþrek hersins og sýnt
honum hvers vegna hann ætti að
berjast gegn kommúnistum...
Thieu og menn hans voru bæði
óhæfir til starfa og of spilltir.“
I Vestur-Þýzkalandi hefur styrkzt
við úrslit kosninganna I gær f
rfkjunum Nordrhein-Westfalen
og Saarland. Kristilegir demó-
kratar eru að vísu enn stærsti
flokkurinn f þessum rfkjum, en
stjórnarflokkarnir halda stjórn-
arstöðu sinni f Nordrhein-
Westfalen með 10 sæta meiri-
hluta og unnu á I Saarland. Ekki
er þó ljóst hvernig stjórn verður
mynduð f Saarland en jafnaðar-
menn lögðu til f dag að þar yrði
stjórn allra flokka. Staðan f rfk-
ÓLE Johan Östvedt, rannsókna-
stjóri við Hafrannsóknastofnun-
inu er jöfn milli stjórnarand-
stöðuflokkanna og stjórnarflokk-
anna, — báðir hafa 25 sæti.
Kristilcgir demókratar, sem hafa
verið við völd f Saarland f 19 ár,
höfnuðu fyrrnefndri hugmynd
þegar f stað.
Talsmaður flokksins sagði að
stjórn allra flokka ætti aðeins við
á neyðartfmum, og svo væri ekki
nú. En forsætisráðherra kristi-
legra demókrata í núverandi
stjórn ríkisins, Franz Josef Roed-
er, bauðst hins vegar til að mynda
samsteypustjórn, annaðhvort
Framhald á bfs. 39
ina norsku segir f viðtali við
Bergens Tidende, að stór hætta sé
nú á þvf, að norðursjávarsfldinni
verði gersamlega útrýmt. Stofn-
inum verði ekki bjargað nema
veiðarnar verði takmarkaðar
mjög rækilega á næstunni. Telur
hannftitofninn nú kominn niður í
350.000 lestir, en f fyrra hafi
hann verið talinn helmingi stærri
eða um 700.000 lestir.
Östvedt segir, að ágangur f
sfldarstofninn hafi um árabil ver-
ið talsvert meiri en hann hafi
þolað, en síðustu árin hafi keyrt
um þverbak, og ástandið farið
hraðversnandi ár frá ári.
Ford og Rabin
funda í júni n.k.
Washington, 5. maí. AP
FRA þvi var skýrt í Hvíta húsinu I
dag, að Gerald Ford, forseti
Bandarikjanna, hefði boðið
Yitzhak Rabin, forsætisráðherra
Israels, til fundar við sig i
Washington 11.—12. júni nk.
Verður forsetinn þá kominn úr
Evrópuferð sinni, þar sem hann
m.a. ræðir við Anwar Sadat,
Flugstöðvarslysið í Teheran:
Stjómin fer í mál
Teheran, 5. maí — Reuter.
ÍRANSKA ríkisstjórnin hefur
formlega höfðað mál gegn tveim-
ur fyrirtækjum, öðru brezku,
hinu sænskUi varðandi slysið i
desember s.l. er þak flugstöðvar-
byggingarinnar í Teheran féll og
17 manns létust. Segir stjórnin að
breytingar á byggingarlagi flug-
stöðvarinnar sem þessi fyrirtæki
önnuðust hafi valdið falli þess.
Hafðí Mona Lísa með-
fædda andlitslömun?
Kaupmannahöfn, 5. mai. AP.
DANSKUR barnalæknir hefur
sett fram þá tilgátu, að hið
frægasta og dularfyllsta bros,
sem um getur I veraldarsög-
unni, þ.e. bros Monu Lisu, mál-
verks Leonardos da Vincis, eigi
rót að rekja til meðfæddrar
lömunar f andliti fyrirmyndar-
innar.
Tilgáta læknisins, dr. Finn
Becker-Christcnsens, sem starf-
ar við rikisspítalann i Kaup-
mannahöfn, er sett fram i grein
í danska læknaritinu „Uge-
skrift for Læger" um sjö til-
felli, þar sem slikar lamanir
hafa haft áhrif á hreyfivöðva í
andlitinu.
Læknirinn segir, að bros
Monu Lisu sé einungis hreyfing
vinstra munnviks, þar sem al-
ger ró hvíli yfir öðrum hlutum
andlitsíns. Jafnframt vekur
hann athygli á því, að fingur
konunnar á myndinni eru
býsna langir, en það einkenni
segir hann fylgja meðfædd-
um andlitslömunum.
Dr. Becker Christensen segir
réttmætt að draga ályktanir af
málverkinu, þar sem vitað sé að
fyrirmynd Monu Lisu hafi setið
fyrir hjá meistaranum i fjögur
ár og auk þess semLeonardo Da
Vinci hafi haft mikla þekkingu
á líffærafræði hafi hann lagt
geysimikið upp úr nákvæmni í
öllum smáatriðum í myndum
sinum. Læknirinn bendir á, að
málverkið sé sönnun fyrir því,
að aridlitslömun þurfi ekki
endilega að vera til lýta.
Ky sakar Thieu um
fall S-Víetnams
Ajíana. (luam. maí. REUTKR.
r
Utrýming Norðursjávar-
síldarinnar yfirvofandi
Bergen, 5. mai. NTB.