Morgunblaðið - 06.05.1975, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAl 1975
wwrxM&Mti*
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands^
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Varnarsamstarf og
s j álfeákvörðunarréttur
egar sjálfstæðis-
menn koma nú saman
til landsfundar fagna þeir
ekki aðeins kosninga-
sigrum í tvennum kosn-
ingum á sl. ári, heldur þvi
sem meira er: Þeir fagna
verulegum árangri af
starfi núverandi ríkis-
stjórnar undir forystu
Geirs Hallgrímssonar. Úr-
slit síðustu alþíngiskosn-
inga voru ótvíræð krafa
kjósenda um áframhald-
andi aðild aö Atlantshafs-
bandalaginu og varnar-
samstarf við Bandaríkin.
Áöur höfðu 55522 kjósend-
ur látið álit sitt í ljós með
því að senda Alþíngi og
ríkisstjórn áskorun hér
um.
Það var á grundvelli
þessa skýra þjóðarvilja,
sem núverandi ríkisstjórn
markaði stefnu sína í utan-
ríkis- og öryggismálum í
fullu samræmi við þau
sjónarmið, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði sett
fram og barizt fyrir. Öllum
er ljóst, hversu litlu
munaði, að vinstri stjórn-
inni tækist gegn vilja
meirihluta kjósenda að
rjúfa skarð í varnar-
samstarf okkar við þjóðir
Vestur-Evrópu.
Enginn þarf því að fara í
grafgötur um, að einn
mikilvægasti árangur af
starf: ríkisstjórnarinnar er
fólginn í þeirri stefnu, sem
mörkuð var í varnarmálum
og þeirri endurskoóun á
varnarsamningnum við
Bandaríkin, er fram fór
þegar á fyrstu vikum
stjórnarsamstarfsins.
íslendingum er nauðsyn-
legt að vera vel á verði í
þessum efnum. Eftir langt
friðartímabil í Evrópu
verða menn aö átta sig á
því, hvers vegna ekki
hefur gætt sömu ókyrrðar í
Evrópu eins og víðasthvar
annars staðar í heiminum.
Forsenda þessa friðartíma-
bils í Evrópu er vitaskuld
traust varnarsamstarf lýð-
ræðisþjóðanna. Þetta er
grundvallaratriði, sem
ekki má gleymast. á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins
sagði Geir Hallgrímsson
forsætisráóherra um þetta
efni: „Mennirnir læra
seint af reynslunni og gera
oft sömu mistökin aftur og
aftur, en upphaf seinni
heimsstyrjaldarinnar, hið
langa friðartímabil eftir
hana í Vesturálfu fyrir til-
stuðlan Atlantshafsbanda-
lagsins á sama tíma og
ófriður hefur verið víða
annars staðar í heiminum,
ættu að færa lýðræðis-
ríkjunum heim sanninn
um nauðsyn árvekni,
samstöðu og varnarvið-
búnaðar."
Þaó hefur allt of oft gerzt
í sögunni, að þjóðir hafa
lokað augunum fyrir þeim
blikum, sem veriö hafa á
lofti og ógnað frelsi og
sjálfstæði þjóða. Eins og
nú standa sakir kemur eng-
um til hugar að óttast
innrás eða að nokkurt ríki
muni beita okkur beinu of-
beldi. Staða okkar er svo
sterk vegna varnar-
samstarfsins við þjóðir
Atlantshafsbandalagsins,
að um slíkt er ekki að ræóa.
Stöðugt aukin umsvif
Sovétríkjanna hér á landi
og á hafsvæðunum
umhverfis landið eru á
hinn bóginn ógnvekjandi
fyrir okkur og undirstrika
nauðsyn þess að við treyst-
um samstarf okkar við
Nato-ríkin til verndar sjálf-
stæði okkar.
Geir Hallgrímsson ræddi
þessa hlið varnarmálanna í
landsfundarræóu sinni og
sagói þá m.a.: „En afleið-
ing þeirrar ákvörðunar
íslenzkra stjórnvalda að
slíta varnarsamstarfinu við
Bandaríkin yrði ekki að-
eins sú að raska þeirri
hernaóarlegu stöðu, sem
nú ríkir á okkar slóðum,
heldur myndi ákvöróunin
um leió þrengja svigrúm
íslenzkra stjórnvalda til
þess að taka sjálfstæðar
ákvarðanir bæði í innan- og
utanríkismálum.“
Þó að Islendingar vilji af
heilum hug eiga gott sam-
starf við allar þjóðir, jafn-
vel þó að þær fótumtroói
grundvallar mannréttindi
eins og Ráðstjórnarríkin,
þá verðum við ávallt að
hafa þessa staðreynd í
huga. Það þarf ekki beina
íhlutun til þess að koma í
veg fyrir aö hér verði
gefnar út ákveðnar bækur
eða bannaðar sýningar á
ákveðnum kvikmyndum til
að móðga ekki aðra þjóð
eins og dæmin sanna. Við
erum fámenn þjóð og
þurfum að verja sjálfstæói
okkar og lýöræðislega
stjórnarhætti með sam-
starfi viö aórar lýðræðis-
þjóðir. Með þeim hætti
einum tryggjum við okkur
nægjanlega sterka stöðu til
þess að geta óháðir öðrum
tekið ákvarðanir um okkar
eigin málefni. Það er því
full ástæða til þess að halda
stöðugt vakandi umræðum
um varnar- og öryggismál
landsins.
Landsfundarræða dr. Gunnars Thoroddsen,
félags- og iðnaðarráðherra
Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félags-
málaráðherra, flutti ræðu á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins, sl. sunnudag um þá
málaflokka, sem undir ráðuneyti hans
heyra. Hér fer á eftir fyrri hluti ræðu
ráðherrans, en síðari hluti ræðunnar
verður birtur n.k. fimmtudag:
Góðir landsfundarmenn.
ÞAÐ er frumþörf allra manna að eiga þak yfir höfuð.
Fjöiskyldan, heimilið, er grunnstoð þjóðfélagsins. Það
er stefna Sjálfstæðisflokksins að efla og treysta heim-
ilið og fjölskylduna og þá einnig að vinna að þessu
marki að tryggja öllum mönnum húsnæði við þeirra
hæfi. I þvi sambandi má segja, að stefna Sjálfstæðis-
flokksins sé tvíþætt: Að byggja á hinu frjálsa framtaki
eintaklinganna, en um leið að tryggja eðlilega fyrir-
greiðslu af hálfu hins opinbera. Þetta tvennt þarf
jafnan að haldast í hendur.
Áður fyrr var mikill ágreiningur um það I islenzkum
stjórnmálum, hvort stefna ætti að því, að sem flestir
ættu sínar eigin ibúðir eða hvort ætti að stefna að
hinu, að þjóðfélagið, rikið eða sveitarfélögin, ættu sem
mest af íbúðum og menn yrðu leiguiiðar í þeim
íbúðum. Sjálfstæðisflokkurinn markaði ákveðið þá
meginstefnu, að sem flestir landsmenn skyidu verða
eigendur sinna íbúða. Stefna okkar hefur i meginatr-
iðum sigrað, þannig að á síðustu tíu tii tuttugu árum
hafa aðrir stjórnmálaflokkar einnig færst inn á þessa
stefnu.
Margvísleg verkefni
í húsnæðismálum
Eitt af ágætum félögum Sjálfstæðismanna,
málfundafélagið Oðinn, hóf snemma baráttu fyrir þvi,
að allir gætu eignast sinar eigin ibúðir, ekki sízt
efnalítið fólk. Eftir tillögum Oðins var ákveðið af
hálfu bæjarstjórnar Reykjavíkur að greiða fyrir því,
að þetta mætti verða að veruleika, og jafnframt fluttu
Sjálfstæðismenn á Alþingi frumvarp um breytingar á
skattalögum í þessu skyni, þannig að vinna manna við
eigin íbúðir yrði skattfrjáls. Þetta hvort tveggja olli
aldahvörfum í byggingarmálum þjóðarinnar.
Verkefnin framundan eru margvísleg. Það þarf að
greiða fyrir því, að menn geti eignast þak yfir höfuðið.
Það þarf að tryggja mönnum eðlileg lán af opinberri
hálfu í því skyni. I þessu sambandi þarf bæði að hugsa
um þessar almennu íbúðabyggingar fyrir allan þorra
manna, en um leið þarf að gera sérstakar ráðstafanir
til þess annars vegar að greiða fyrir jungu fólki til að
geta stofnað heimili og komið upp yfir sig íbúðum og
hins vegar að greiða fyrir því að aldraðir og öryrkjar
fái íbúðir við sitt hæfi.
Húsnæðismálalögin voru tekin til gagngerðrar
endurskoðunar af viðreisnarstjórninni og þar stigið
merkileg spor. Reynslan sýnir okkur hins vegar jafn-
an, að slika löggjöf þarf að endurskoða með nokkurra
ára millibili. Nú hefur verið ákveðið, að húsnæðis-
málalöggjöfin verði tekin til gagngerðrar endurskoð-
unar og hefur launþegasamtökunum i landinu þegar
verið gefinn kostur á að tilnefna fulltrúa í þá nefnd.
Varðandi lánamálin er þess að geta, að ákveðið
hefur verið að hækka húsnæðismálastjórnarlánin úr
1.060.000 í 1.700.000. Það hefur verið unnið að því að
undanförnu í rikisstjórninni að tryggja nægilegt fjár-
magn til Byggingarsjóðs. Það mál er nú leyst, m.a.
vegna þess að lífeyrissjóðir munu með frjálsu sam-
komulagi verja 20% af ráðstöfunarfé sfnu á þessu
ári til kaupa á skuldabréfum Byggingarsjóðs ríkisins.
Lækkun byggingarkostnaðar
Það er ekki hægt að stikla nema á stóru um þá
málaflokka, sem ég hafði hugsað mér að gera hér að
umtalsefni. Rannsóknir á sviði byggingariðnaðarins
þarf að efla og auka, það er eitt af þeim verkefnum,
sem framundan eru. En í rauninni má segja, að
mikilvægasta verkefnið í húsnæðismálunum er að
lækka byggingar- og þar með húsnæðiskostnað. Við
deilum um kjaramál á hverju ári, en ég held að það
sé mála sannast, að raunhæfasta kjarabótin fyrir allan
almenning 'væri sú, ef hægt væri að lækka verulega
húsnæðiskostnað. Ég er sannfærður um, að það er
hægt. Við Islendingar höfum mjög hæfum og þjálfuð-
um iðnaðarmönnum á að skipa. En hinu er ekki að
neita, að við höfum ekki fært okkur í nyt nægilega,
eða á borð við aðrar þjóðir, ýmsar tæknilegar nýjung-
ar og þá sérstaklega þá miklu framför, sem felst i þvi
að byggja hús og húseiningar i verksmiðjum. A síð-
ustu mánuðum hefur farið fram sérstök verkfræðileg
athugun á því, að nokkru leyti i samráði við erlend
fyrirtæki með mikla tæknilega þekkingu og reynslu,
hvort unnt væri með því að auka slíka verksmiðju-
framleiðslu í verulegum mæli og lækka byggingar-
kostnað. Niðurstaðan af þeirri athugun er sú að með
því að auka þessa tækni og byggja meira af húseining-
um, húshlutum og heilum húsum i verksmiðjum, þá
megi lækka byggingarkostnað um 20—25%. Að þvi
verður unnið á næstunni að hrinda þessu stórfellda
máli I framkvæmd, en eins og ég tók fram áðan, þá
væri þetta einhver raunhæfasta kjarabót, sem um er
að ræða í okkar landi.
Víða úti á landi hagar svo til, að mikil þörf er á að
koma upp íbúðum með opinberum atbeina. Vinstri
stjórnin leiddi það i lög, að byggðar skyldu á næstu
fimm árum 1000 leiguíbúðir til handa sveitarfélög-
unum. Þegar þessi löggjöf var sett árið 1973, þá var
tvennt, sem ekki var haft í huga. Annars vegar var
ekkert hugsað fyrir því, hvernig ætti að fjármagna
þessar 1000 íbúðir, heldur aðeins að Byggingarsjóður
skyldi inna þessar greiðslur af hendi, 80% skyldi hann
lána af byggingarkostnaði. Annað var það, að ekki var
hugsað fyrir því, hvernig þessar byggingar leiguíbúð-
anna féllu að húsnæðiskerfinu að öðru leyti. Og það
hefur komið i ljós, að bygging verkamannabústaða,
sem vfða voru í undirbúningi, hafa sumsstaðar dregist
saman og jafnvel i ráði að hætta við byggingu þeirra
og snúa sér að leiguíbúðum í staðinn. Þetta er eitt af
þeim miklu vandamálum, sem við eigum nú við að
glíma.
Sjálfsforræði sveitarfélaga
I sögu okkar Islendinga frá upphafi og ekki sízt i
allri okkar sjálfstæðisbaráttu, hefur sjálfstæði og
sjálfsforræði sveitarfélaganna verið hyrningarsteinn.
Einhver elzta stofnun í þjóófélagi okkar er sveitar-
félögin, hrepparnir. Á sínum tíma misstu sveitarfélög-
in sjálfstæði sitt. Baráttan fyrir endurreisn þess sjálf-
stæðis var mikilvægt atriði í sjálfstæðisbaráttu okkar
á 19. og 20. öld.