Morgunblaðið - 22.05.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 13 Erindi flutt á bókaþingi — Um langan aldur höfum viö Is- lendingar hrósaó okkur af að vera mesta bókaþjóó veraldar. Svo lengi og svo oft hefur þetta veriö sagt, einkum við hátíðleg tæki- færi, að flestir álíta það sjálfsagða og óhagganlega staðreynd að bókaútgáfa á Islandi hljóti að vera þægilegur og umfram allt arðvænlegur atvinnurekstur. Sjálfur var ég þessarar skoðunar, þegar ég réðist framkvæmda- stjóri Almenna bókafélagsins fyrir um fimmtán árum. En reynslan hefur kennt mér fyrir löngu, að það er rétt, sem sá mikli og virti, enski bókaútgefandi Sir Stanley Unwin sagði: „It is easy to become a publisher, but difficult to remain one“. (Það er auðvelt að verða útgefandi, en erfitt að vera það). Sir Stanley hafði hér í huga enska útgef- endur, sem gefa út bækur á út- breiddasta tungumáli heimsins. En hvað mætti þá um okkur segja islenzka bókaútgefendur í 215 þúsund manna málsamfélagi. Ég hitti Sir Stanley á bókasýning- unni i Frankfurt fyrir um 8 árum háaldraðan heiðursgest sýningar- innar. Hann þekkti vel aðstæður á Islandi, og þegar hann kynnti mig fyrir nokkrum enskum útgefend- um og sagði þeim, að þar væru aðeins um 40 þús. fjölskyldur, varð hannaðítrekameð mikilli áherzlu, að ég væri aðeins einn af mörgum bókaútgefendum á þessu furðulandi. Og þó sá ég á svip þeirra ensku, að þeir töldu, að nú væri gamli maðurinn tekinn að ruglast í ríminu eða aðeins að skjalla mig sem Islending. Sannleikurinn er sá, að íslenzk bókaútgáfa er slíkt furðufyrir- bæri, að samkvæmt öllum eðlileg- um lögmálum viðskiptalífsins á hún vart að geta þrifizt sem sjálf- stæður atvinnurekstur i jafnfá- mennu málsamfélagi og íslenzk þjóð er. Þetta þori ég að staðhæfa, þótt ég samtímis segi, að íslend- ingar eru samkvæmt höfðatölu- reglunni mesta bókaþjóð verald- ar, þeir rita og gefa út, þeir kaupa og lesa fleiri bækur hlutfallslega en nokkur önnur þjóð í veröld- inni. Bókaútgáfan ein verður að greiða allan brúsann Ef til vill er meginvandi ís- lenzkrar bókaútgáfu fólginn í þeim almenna misskilningi, að þar sem við séum hlutfallslega mesta bókaþjóð heims, þá hljóti bókaútgáfa á íslandi líka að ganga vel og skila góðum arði. Hún sé eingöngu milliliður milli rithöfunda og bókakaupenda, sem biði óþreyjufullir eftir að útgef- andinn komi því i verk að koma ritverkum höfundanna á markað. Þeir, sem lifa á bókaútgáfunni, bókagerðarmennirnir, virðast einnig svipaðrar skoðunar. Og les- endurnir kvarta undan af hverju þessi eða hin bókin sé ekki gefin út. Og loks koma svo sjálf stjórn- völdin, á Alþingi, í ríkisstjórn, í sveitastjórnum að ógelymdum lánastofnunum, sem því miður hafa fram til þessa ekki áttað sig á, að sjálfstæð og og þróttmikil bókaútgáfa er ekki einungis fjár- hagsleg forsenda lífsafkomu hundruða eða jafnvel þúsunda karla og kvenna í þjóðfélaginu heldur sú mikla stoð, sem menn- ing og sjálfstæði þjóðarinnar hvíl- ir á. Auðvitað má lita á bókaútgáfu sem millilið. Yfir þvi fárast ég ekki, en ég vil, að menn geri sér fulla grein fyrir því, að á þessum millilið hvílir svo til öll efnahags- leg undirstaða íslenzkrar bók- menntaiðju. Það er bókaútgáfan ein, sem verður að greiða allan brúsann. Hún borgar höfundun- um raunar sjaldnast nema hluta af þvi, sem þeir þurfa að fá fyrir sina vinnu, en öllum öðrum skuld- bindur bókaútgáfan sig til að greiða samkvæmt verðskrám, sem bókaútgefendur geta engin eða sáralitil áhrif haft á. Prentsmiðj- urnar, bókbandsstofurnar, bóka- gerðarmennirnir, prentmynda- smiðirnir, pappirssalarnir, teiknararnir, auglýsendurnir, bóksalarnir, ríkissjóóur, allir fá sinn sjálfdæmda skerf. Og það er bókaútgáfan, sem stendur undir öllum þessum greiðslum. Það er hin erfiða efnahagslega staða islenzkrar bókaútgáfu, sem menn verða að átta sig á til hlítar hvar I stétt sem þeir standa. Og þegar menn hafa öðlast skilning á stöðu hennar er e.t.v. von um að menn geri sér ljóst við hvern heljarvanda íslenzk bókaútgáfa á að etja. Þessi vandi er margslunginn og af mismunandi toga spunninn, en umfram allt er það srnæð hins islenzka málsamfélags, sem mestu veldur. Öruggar tölfræðilegar upplýsingar af skornum skammti. Því miður eru öruggar tölfræði- legar upplýsingar um íslenzka bókaútgáfu af mjög skornum skammti. I greinargóðri skýrslu, sem Ólafur F. Hjartar hefur tekið saman og birtist í 75 ára afmælis riti Bóksalafélagsins og síðar endurskoðuð í Árbók Landsbóka- safnsins 1967 er greint frá útgefn- um bókum á ári frá 1888—1966 og þeim raðað eftir efnisflokkun. A þeirri skrá eru öll rit 16 bls. eða stærri talin bækur að undanskild- um timaritum. I Hagtíðindum hefur á síóari árum verið greint frá bókaútgáfu að nokkru, en þar er miðað við að bækur sem 49 bls. eða stærri og bæklingar 5—48 bls. Samanburður milli þessara heimilda er því varhugaverður. Greinilegt er þó, að bókaútgáfa fyrstu tvo áratugi þessarar aldar eykst tiltölulega lítið og er um 100 bækur og bæklingar á ári, en eftir 1920 vex hún jafnt og þétt og er komin í um 300 titla 1942, en á næstu 4 árum tvöfaldast útgáfan og dettur síðan aftur niður i 428 titla 1953. Síðan vex útgáfunni aftur smám saman fiskur um hrygg og titlunum fjölgar. Miðað við skýrslur Hagtíðinda komu út árin 1966 og 1967 um 340 bækur á ári stærri en 48 bls. en á árunum 1960—70 urðu þær um 400 talsins, síðan minnkaði útgáfan á ný 1971 og 1972 i um 340 bækur. Enn eru ekki á takteinum sambærilegar tölur fyrir 1973 og 1974 en að öllum líkindum er fjöldinn svipaður eða um 350 bækur hvort árið. Ég nefni þessar tölur, þó að þær i raun skýri ákaflega lítið stöðu sjálfstæðrar bókaútgáfu í land- inu. Því að hér eru allsstaðar tald- ar með margskonar ársskýrslur og greinargerðir félaga og opin- berra aðila, en einmitt útgáfa slíkra rita hefur stöðugt aukizt á undanförnum árum. En því greini ég frá þessum tölum, að þær hafa stundum verið notaðar til að sanna grósku, vöxt og viðgang hjá bókaútgefendum. En þær sanna harla lítið annað en það, að íslenzk bókaútgáfa jókst stöðugt fram til 1942 og á haftaárunum eftir síðari heims- styrjöldina jókst hún mjög mikið í skjóli vöruþurrðar og skorts á hentugum og góðum gjöfum til vina og ættingja. Að vísu sanna þær einnig, að á íslandi eru gefn- ar út hlutfallslega fleiri bækur en í nokkru öðru ríki veraldar. En það sem sköpum skiptir nú er sú staðreynd, að meðalsala hverrar útgefinnar bókar hefur að undanförnu dregizt saman, einkum það árið, sem bókin kem- ur út. Meðalupplag bóka minnk- ar. A umliðnum árum hef ég sem framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins að sjálfsögðu fylgzt með sölu þeirra bóka, sem félagið hefur gefið út. Einnig hef ég athugað sölu islenzkra bóka i Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar nokkur síðustu árin. Niður- stöður minar eru mjög i samræmi við það, sem fram kom í ákaflega greinargóðri athugun, sem Arn- björn Kristinsson skýrði frá á Bókaþinginu i fyrra. Hann taldi, að meðalupplag bóka hafi á siðustu tveimur áratugum minnk- að úr 2000 eintökum niður i um 1400 eintök. Eg tel að meðalupp- lag sé jafnvel nú komið niður í 1200 eintök. Enn alvarlegra er þó að meðalsala bóka á fyrsta ári hefur stórlega minnkað nú síðustu tvö—þrjú árin. Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef aflað mér um sölu is- lenzkra bóka síðastliðin 4 ár kem- ur í ljós, að 1971 var heildarsalan m/sölusk. um 230 millj. 1972 varð heildarsalan m/sölusk. um 300 millj. 1973 varð heildarsalan m/sölusk. um 400 millj. og 1974 varð heildarsalan m/sölusk. um 560 millj. A þessu timabili hefur verð bóka þrefaldast eða úr um kr. 600,- — 1971 í um kr. 1800,- 1974. Ef allt væri með felldu hefði salan 1974 því átt að vera kr. 690 millj. í fyrra. Hlutfallslegur samdráttur er því um 20% á fjórum árum. Með i heildarsölunni er að sjálf- sögðu talin sala á eldri bókum og lætur nærri, að hún hafi numið fram á síðasta ár um 20% af árs sölunni en án efa breyttist það hlutfall á síðasta ári þannig, að sala eldri bóka jókst, enda eldri bækur mun ódýrari en þær nýút- komnu. Við skulum þó gera ráð fyrir, að þetta hlutfall hafi ekki raskast og einnig skulum við lita framhjá þvi, að á þessu timabili hækkaði söluskattur úr 11% í 17% og er nú 20%. Einnig skulum við gera ráð fyrir, að öll árin hafi komið út jafnmargar nýjar bækur hvert ár eða 300 bækur, sem fóru á bók- sölumarkað. Þá kemur eftirfar- andi í ljós. Arið 1971 seldust nýjar bækur fyrir 185 millj. og meðalverð hverrar bókar var um 600 kr. Meðalsalan varð því um 1000 ein- tök af hverri nýrri bók það ár. 800 eintök af jafnaði 1972 varð salan 240 millj. en þá var meðalverð hverrar nýrrar bókar um 900 kr. Salan varð því að jafnaði um 900 eintök af hverri bók. Svipuð niðurstaða varð 1973 en þá kostaði ný bók að meðaltali um 1200 kr. En 1974 hækkaði söluverðið í um 1800 kr. hvert eintak og sala nýrra bóka varð um kr. 450 millj. Samtals seldust því um 250.000 nýjar bækur það ár eða um 800 eintök af hverri bók. Eg tek fram, að allt eru þetta jafnaðartölur og sala fyrsta árs á hverri bók. Sumar bækur seljast mun betur en meðaltalið en sann- leikurinn er sá, að nú er svo kom- ið, að hver útgefandi telur sig næsta heppinn, ef bók selst á fyrsta ári í meira en 1200 eintök- um. En sérhver útgefandi, sem vill stunda alhliða, menningarlega út- gáfu, verður að miða fjárhagsleg- an rekstur fyrirtækis sins við þá alvarlegu staðreynd, að meðal- salan á bókum hans á fyrsta ári er ekki meiri en um 800 eintök. Hon- um dugir ekki að reikna með þvi að sala næstu ára bjargi rekstrin- um nema að litlu leyti. Fyrir því sér verðbólgan, því að fram til þessa hefur ekki verið unnt að hækka eldri bækur i verði i neinu samræmi við risastökk verðbólg- unnar. Ef hann ætlar að halda áfram rekstri á hann því aðeins tveggja kosta völ, annað hvort að sigla fyrirtæki sínu i algert strand eða hætta útgáfu hverrar þeirrar bók- ar, sem hann telur að seljist ekki nægjanlega vel þ.e. i minna en 800 eintökum. Nú kann einhver að segja að hér sé heldur betur djúpt tekið i árinni. Salan hljóti að vera meiri og þá er gjarnan bent á hinar og þessar metsölubækur. Jú, þær eru til, en á árinu 1974 dreg ég í efa að fleiri en 15—20 bækur hafi selst í yfir 2500 eintökum. Hins- vegar er ég viss um, að hægt er að tína til a.m.k. 70—80 bækur, sem ekki náðu einu sinni 500 eintaka sölu. Og það eru einmitt þessar bæk- ur, sem útgefendur verða nauðug- ir viljugir að láta sitja á hákanum í næstu framtið að óbrevttum að- stæðum. En hvaða bækur eru þetta, sent þannig er ástatt fyrir. Umfram allt eru þetta íslenzk og erlend skáldrit, ljóð, smásögur, jafnvel skáldsögur, ýmis fræðirit, þýdd skáldverk með umtalsverðu bók- menntagildi með öðrum orðum það sem kallaðar eru fagurfræði- legar bókmenntir. Þegar á siðasta ári sáust þess greinileg merki, að bókaútgefend- ur höfðu dregið úr útgáfu einmitt þessara bóka og ég minnist þess ekki á 15 ára starfsferli mínum sem útgefandi að hafaneyðst til að hafna jafnmörgum handritum þessarar tegundar og á sjálfu þjóðhátiðarárinu. Og ég minnist þess heldur ekki að hafa séð jafn- margar bækur einkum ungra höf- unda, sem þeir gáfu sjálfir út á eigin vegum, eins og 1974. Ef til vill þurfum við að leita aftur til áranna fyrir siðari heimsstyrjöld- ina til að finna dæmi jafnmikillar útgáfu höfunda á eigin kostnað eins og nú. En þá má spyrja, skiptir þetta nokkru verulegu máli? Látum höfundana bara gefa út eigin verk, þeir komast þá í kynni við að bókaútgáfa er ekki það sældar- brauð, sem ýmsir ætla. Menningarleg skylda við þjóðina En svo einfalt er málið ekki. Hlutverk bókaútgefenda er og hefur ætíð verið að gefa út menn- ingarlegar bækur, jafnvel þótt sala sé drærn i fyrstu. Og þótt útgefandinn verði ætíð að haga útgáfu sinni þannig, að rekstur- inn skili þeim arði, að hann geti haldið áfram starfsemi sinni, þá verður hann jöfnum höndum að hugsa um og reyna að uppfylla eftir fremsta megni þá menn- ingarlegu skyldu við þjóð sína, að hlú að vaxtarbroddi bókmennt- anna í landinu en hann er einmitt helzt að finna hjá yngri höfund- um. Þá verðum við að leitast við að styðja, jafnframt því að gefa út góðar þýðingar á erlendum skáid- ritum yngri og eldri höfunda, bækur sem hafa umtalsvert bók- menntagildi. En gleymum ekki hinum marg- víslegu fræðiritum, bæði islenzk- um og erlendum, sem bókaútgáf- an í dag getur allt og lítið sinnt. Þörfin fyrir hverskonar fræðslu og menntun er enn ríkari í dag en nokkru sinni fyrr. Því flóknara og margbreytilegra, sem þjóðfélag nútimans verður, þeim mun al- varlegri verður sá skortur á fræðiritum á islenzku, sem nú gerir sifellt áþreifanlegar vart við sig. Það er mikill misskilningur, að litið málsamfélag þarfnist færri bóka. I raun þyrftum við að geta gefið út í miklum mun fleiri bækur, einkum fræðibækur en við gerum i dag. En slikt er borin von við þær aðstæður, sem bókaútgáfan býr nú við. Bókaútgáfan rekin með miklu tapi Áðan gat ég þess að nýjar bæk- ur hafi á árinu 1974 selst fyrir um 450 millj. krónaogeldfi bækur fyrir um 110 millj. Þegar sölu- skattur um 80 millj. og sölulaun urn 120 millj. hafa verið dregin frá nema greiðslur til útgefenda fyrir nýjar bækur um 290 millj. kr. og um 75 millj. kr. fyrir eldri bækur. Samkvæmt upplýsingum frá nokkrum af stærri útgefendum landsins nam beinn útgáfu- kostnaður þ.e. prentun, pappir, band og þess háttar að meðaltali kr. 1—1,2 millj. á hverja bók árið Framhald á bls. 23 Baldvin Tryggvason: 1ÖIJÖBBI' I ^' 11 il Fyrri hluti Vandi | ®; ^Sl||jB» J|| íslenzkrar bókaútgáfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.