Morgunblaðið - 22.05.1975, Page 15

Morgunblaðið - 22.05.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 15 I fyrstu yfirlýsingu varnarmála- ráðuneytisins var sagt að aðeins einn hermaður hefði látið lífið. Talsmaðurinn sagði að þær tölur, sem eru hér að ofan, væru eins nákvæmar og þær gætu orðið. Enda þótt almenningsálitið í Bandaríkjunum hafi mjög snúizt til hins betra fyrir Ford Banda- ríkjaforseta vegna töku Mauaguez, segir Reuter- fréttastofan, að þessar siðustu tölur um fallna og særða hafi varpað á málið verulegum skugga og gagnrýni verið sett fram á þinginu á aðgerðum þessum. Hernaðarsérfræðingar hafa bent á, að þrettán þeirra, sem létu lifið, hafi farizt þegar þyrla fórst út af Tangeyju i Thaiflóa, og ekki í hernaðarátökunum sjálfum. Þó hefur verið varpað fram þeim spurningum, hvort nauðsyn- legt hafi verið að beita afli og sömuleiðis hvort ekki hefði mátt koma í veg fyrir það að skipið félli í hendur Kambodiumönnum. Einnig hvort nauðsynlegt hafi verið að gera loftárásir á skot- mörk i landinu um það bil klukkutíma eftir að áhöfn Mauaguez hafði verið leyst úr haldi. Skipverjar af bandaríska skipinu Mayaguez veifa glaðlega þegar skip þeirra siglir inn í Singaporehöfn eftir að skipið hafði náðst úr höndum Kambódíumanna. Rændu 4 stúdentum en Jane Goodall slapp Dar F.s Salaam Dar Es Salaam, 21. mai, Reuter. FRA ÞVl var skýrt af stjórnar- hálfu i Tanzaníu í dag, að fjörutfu einkennisklæddir og alvopnaðir karlmenn hefðu ráðizt á afskekkt- ar búðir vísindamanna og stúd- enta á strönd Tanganyika-vatns og haft þaðan á brott með sér þrjá bandarfska stúdenta og einn hol- lenzkan. Menn þessir voru að leita að brezka mannfræðingnum Jane Goodall, sem um tíu ára skeið hefur starfað að rannsókn- um á lifnaðarháttum zimpansa á Bardagar í Beirut Beirut 21. maí Reuter. AÐFARARNÖTT miðvikudags kom enn á ný til harkalegra götu- bardaga milli palenstínskra skæruliða og félaga í hinum hægri sinnaða Falangistaflokki i nokkrum úthverfum Beirut I Líbanon. Munu níu manns hafa beðið bana og þrjátíu særzt og segja fréttastofur, að þetta sé þó vægilega áætluö tala. Hörðust urðu átökin i borgarhlutanum Dekwanen en flóttamannabúðir Palestínumanna eru þar skammt frá. Skothriðin hófst á miðnætti og stóð fram undir dögun. 1 dag Hull Daily Mail: Nýtt hafnbann í undirbúningi BREZKA blaðið Hull Daily Mail skýrði nýlega frá því að fiski- menn í Grimsby og Inningham hygðust setja hafnbann á þessar tvær hafnir á ný, þar eð rfkis- stjórnin hefði ekki staðið við gef- in loforð um ákveðnar aðgerðir til að aðstoða útgerðarmenn og fisk- iðnaðinn f heild. Sem kunnugt er hófu fiskimenn í þessum bæjum hafnbannið, sem síðan breiddist út til flestra hafna á Bretlandi f síðasta mánuði. Að sögn blaðsins eru fiski- mennirnir orðnir mjög reiðir yfir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og stefna að þvf að nýtt hafnbann muni ná til allra hafna f Bret- landi og loka algerlega fyrir alla skipaumferð. Segjast talsmenn fiskimannanna að þeir sem gert hafi út frá þvf að hafnbanninu lauk hafi orðið að þola bullandi tap á útgerðinni og þeir þoli slfkt tap ekki lengur. var sæmilega kyrrt, en þó heyrð- ust stöku skot og sprengjuhvellir fram eftir degi. Allmikill ótti virðist ríkja meðal almennings um að til frekari átaka komi á næstunni. A þessum sömu slóðum urðu grimmilegir bardagar i apríl og voru 150 manns drepnir og um þrjú hundruð særðust. Hefur loft verið lævi blandið síðan. Suleiman Franjieh ræddi við stjórnmálaforingja i dag til að freista þess að fá annan mann til að taka við forsætisráðherra- embætti af Rashid Al-solh sem sagði af sér fyrir viku. Það sem ekki hvað sizt olli ágreiningnum innan stjórnarinnar var að menn greindi á um leiðir sem fara ætti ti! að sætta hópa falangista og Palestínuskæruliða eftir aprílbar- dagana. þessum slóðum (og er Islending- um kunn af kvikmyndum, sem fslenzka sjónvarpið hefur sýnt frá starfi hennar þar), — en hún komst undan. Mennirnir, sem árásina gerðu, kváðust uppreisnarmenn frá Zaire, fyrrum belgisku Kongó. Þeir töluðu frönsku og Lingali, sem er zairísk mállýzka. Getgátur eru uppi um það í Dar Es Salaam, að svonefndur Simba-her hafi staðið fyrir árásinni en hann er skipaður fyrrverandi stuðnings- mönnum Patrice Lumumba, heit- ins, sem var með fremstu baráttu- mönnum fyrir sjálfstæði Kongó á sínum tima og fyrsti forsætisráð- herra landsins, eftir að sjálfstæði var fengið, — en var myrtur af Katangamönnum. Simba-herinn varð til á fyrstu árum sjálfstæðis Kongó og dregur styrk sinn aðal- lega frá Kivuhéraði, sem liggur að Tanganyika-vatni. Búðir fræðimannanna og stúd- entanna voru á strönd vatnsins andspænis landamærum Zaire. Þar höfðust m.a. við 30 stúdentar frá Evrópu og Bandaríkjunum. Mennirnir fjörutíu komu á tveimur vélbátum yfir vatnið og hótuðu að drepa búðaverðina, ef þeir vísuðu ekki á vistarverur stúdentanna. Sérstaklega spurðu þeir eftir Jane Goodall en henni tókst að komast undan og fela sig. Þá tóku þeir í staðinn tvær banda- rískar stúlkur, einn bandariskan pilt og eina hollenzka stúlku og fluttu þau á brott. Þau eru öll rétt yfir tvitugt. Stjórn Tanzaniu hefur farið þess á leit við stjórnir Zaire, Bur- undi, Zambiu og Rwanda, sem eiga lönd að Tanganyika-vatni, að þær aðstoði við leit að stúdentun- uhi og ræningjum þeirra. Wilson: Bretar leysi sjálfir sín mál London, 21. maí. NTB. HAROLD Wilson, forsætisráð- herra Breta, lagði I dag áherzlu á að Bretar yrðu að leysa sjálfir Bretland: íhaldsmenn vilja 200 mílna efnahagslögsögu 1 BREZKA blaðinu Daily Mail er skýrt frá þvf að brezki Ihalds- flokkurinn hafi lagt fram áætlun f sjö liðum, sem miðar að þvf að vernda fiskiðnaðinn í landinu. Felst f áætluninni að lýst verði yfir 200 mílna efnahagslögsögu, og innan hennar verði afmarkað svæði, sem aðeins brezk veiðiskip fái aðgang að. Lýst er yfir þvi að áætlunin njóti stuðnings alls skuggaráðu- neytis Margaret Thatcher. 1 áætluninni er sérstök áherzla lögð á að Bretar taki sér 200 mílna efnahagslögsögu hið allra fyrsta, eða þegar alþjóðalög leyfi það. Þá sé ljóst að undirbúningur þess- arar útfærslu þurfi að hefjast nú þegar. Fram kemur að stærð svæðis þess sem Bretar einir megi veiða á ætti að vera eins viðáttu- mikið og mögulegt er, en þar verði að fylgja alþjóðalögum og fara samningaleiðina. Ihaldsmenn segja að þegar ljóst sé hver verði niðurstaða haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, eigi Bretar að vera reiðu- búnir að hefja samningaviðræður meðal annars við Norðmenn um að rikin færi fiskveiðilandhelgi sina i 50 sjómilur. 1 áætluninni er og gert ráð fyrir ýmiss konar ráðstöfunum til að koma i veg fyrir ofveiði fiski- stofnanna við Bretlandsstrendur. efnahagsvandamál sín og gætu ekki búizt við að lausn á þeim kæmi utan frá, hver svo sem niðurstaðan yrði í þjóðaratkvæða- greiðslunni um áframhaldandi aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. En Wilson sagði einnig að það myndi reynast mörgum sinnum erfiðara að leysa vandann ef meirihluti kjósenda greiddi atkvæði gegn EBE-aðiId. í Neðri málstofunni fyrr um daginn vísaði Wilson á bug um- mælum Tony Benns um að at- vinnuleysi i Bretlandi myndi aukast stórlega ef landið yrði áfram i Efnahagsbandalaginu. Skýrt var frá því i dag að EBE hefði í dag veitt stáliðnaðinum i Bretlandi 15.550.000 sterlings- punda lán til að reyna að koma honum á traustan grundvöll en þessi iðngréin hefur barizt mjög i bökkum, eins og alkunna er. Lán- veiting þessi mun gera félögum og fyrirtækjum kleift að endur- nýja tækja- og vélakost og sömu- leiðis tryggja áframhaldandi vinnu á fimmta þúsund manns. Tilkynning um lánveitingu þessa mun að sjálfsögðu koma mjög til góða þeirn sem hlynntir eru EBE-aðild en andstæðingar veru Breta í EBE brugðu við og kölluðu lánveitinguna mútur. Washington 21. maí — Reuter. BANDARlSKA varnarmálaráðu- neytið hefur birt endurskoðaðar tölur um mannfall, sem varð þeg- ar skipinu Mayaguez og áhöfn þess var bjargað úr höndum Kambódíumanna. Kemur þá í ljós að 15 bandarfskir hermenn féllu, fimmtíu særðust og þriggja er saknað. Talsmaður varnarmáia- ráðuneytisins, Laitin, sagði, að litlar líkur væru á því að menn- irnir þrír, sem saknað er, myndu finnast á Iffi. i"m f **» k. -émmf Þrír nýir í sænsku akademíuna HUFVUDSTADSBLADET skýrir frá því, að þrír menn nýir hafi verið kjörnir í sænsku akademíuna. Þeir eru rithöfundurinn Per Olof Sund- man, sem tekur sæti Olle Hed- berg, rithöfundurinn östen Sjöstrand, sem tekur við af Pár Lagerkvist, og Torgny Segerstedt, rektor í Uppsölum, sem tekur við af Ingvar Andersson. I grein blaðsins segir að vitað hafi verið að viðsjár hafi verið með mönnum vegna kjörs í akademíuna, en Per Olof Sundman hafi verið sjálf- sagður. Framlag hans til sænskra bókmennta á árunum upp úr 1960 sé ómetanlegt og um það verði ekki deilt. Svo virðist sem hinir hafi vissulega nokkra verðleika og eru rakin helztu menningarviðfangsefni þeirra þriggja. Per Olof Sundman. östen Sjöstrand. Torgny Segerstedt. Meira mannfall í Mayaguezaðgerð- inni en búizt var við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.