Morgunblaðið - 22.05.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 3 Heitt að vera lögga Bátarnir kúrdu værðarlega I fjörunni, en á bakkanum fyrir ofan þá stóð stór og mikill lögreglublll — lika í hvDdarstöðu. Lögreglu- þjónar númer 87 og 161 höfðu verið I eftirlitsferð og gáfu sér nokkrar minútur til að ræða við okkur. Við spurðum hvort ekki væri heitt að vera i svörtum ein- kennisbúningunum á svona degi. Þeir jánkuðu þvi og viðurkenndu að það væri oft heitt að vera i lögreglunni. Ekki sögðust þeir vilja fara út úr bilnum, það væri aðeins kaldara að vera inni i biln- um en fyrir utan hann. — Annars er talsvert talað um það innan lögreglunnar að leyft verði að fara úr jökkunum i svona veðri og t.d. þeir i vegalögreglunni mega aka um i skyrtunni, þeir þurfa ekki að vera i jökkunum, sagði annar þeirra félaga og það var ekki laust við að öfundarhreimur væri i rödd- inni. Búinn að fá tvö hornsíli Slæðingur af fólki lá eða sat i blíðunni fyrir utan Iðnó. Sumir stóðu upp á endann, höfðu bara stoppað eitt litið augnablik til að horfa á endurnar. Svartbakurinn sveimaði yfir greinilega i veiðihug — og það voru fleiri á veiðum. Óskar Haraldsson, 10 ára strákur úr Breiðholtinu, hafði brugðið sér í gúmmístígvélin þegar hann kom úr landafræðiprófi í gærmorgun og haldið til hornsilaveiða niður á Tjörn. Hann var búinn að fá tvö horn- sfli. eitt litið og annað stórt. Hann ætlaði að fara með hornsilin heim og setja þau f stóra krukku. Hann sagði að sér þætti lika gaman að veiða silung, en veiðistöngin væri brotin. Annars hafði hann verið á hornsílaveiðum við Elliðavatn fyrr I vikunni og gengið ágætlega. Hann var bara ánægður með landafræðiprófið sitt, sagði að það hefðu mest verið léttar krossa- spurningar og nú væru bara tvö próf eftir. Góð veðurspá Um miðjan dag f gær var 11 stiga hiti i Reykjavfk og yfirleitt gott veður, nema helzt á Vest- fjörðum. Við höfðum samband við Markús Einarsson veðurfræðing og tjáði hann okkur að þeir á Veður- stofunni sæju engar breytingar á veðrinu næstu daga. Hæð væri yfir landinu og hreyfðist hvorki til eða frá. Suður i höfum væri lægð. sem væri þó ekki enn orðin neitt leiðinleg, hún væri kyrrstæð og virtist ekkert vera að breyta sér. Markús þorði ekki að lofa góðu veðri út alla vikuna, en sagði að allt benti til þess að við fengjum sól og sumarveður nokkra næstu daga Slappað af í sól og sumri í Sundlaug Vesturbæjar (Ijósm. Sv.Þ.). föttun... w Með liækk- andi sól og fækk- andi Ásgerður Ásgeirsdóttir var orðin kaffibrún — en ætlaði samt til Spánar seinna í sumar. Svartbakurinn sækir í fiskinn í trönunum og Bjössi á Holtinu hefur verið að lagfæra netin, sem vernda eiga fiskinn fyrir fuglinum. Hann var búinn að fá 2 hornsíli og ætlaði að setja þau í stóra krukkú. Sólin skeið í heiði og það var sumar í andlitum fólksins. Gáerdagurinn var bezti sólardagurinn á sumrinu til þessa og það „að ná sér í lit" var iðja margra í gær. Og það sem meira er; veðurspáin fyrir næstu daga er góð. Meiri sól, meiri hiti og meira sumar. LOKSINS. Sólar sig meðan nemendurnir lesa — Noi, ég hef sko ekki minnsta samvizkubit þó að ég sóli mig á meðan nemendur mlnir lesa fyrir prófin, sagði Agnes Bragadóttir. Hún sagðist hafa verið tlður gest- ur I Sundlaugum Vesturbæjar slð- an hún hætti að kenna, en hún starfar við Gagnfræðaskólann I Garðahreppi og kennir þar leikfimi og ensku. — Þetta er fyrsta vorið, sem ég hef ekki sjálf verið I prófum og mér finnst ég alveg eiga fyrir þvl að sóla mig svolítið. Hvers vegna ég vel Vesturbæjarlaugarnar? Jú, hérna er miklu heimilislegra. færra fólk og skemmtilegra. Eini gallinn er að laugin skuli bara vera 25 metra löng — maður er kom- inn yfir um leið. Grásleppan gefur sig ekki á kvennaárinu Frá sóldýrkendunum I Sund- laugum Vesturbæjar lá leið okkar niður á Ægissfðu. Það var ekki mikill asi á mannskapnum þar Bezti dagurinn Það var margt um manninn f sundlaugunum f gær. Fólk flat- magaði þar f góða veðrinu, sumir gráir og guggnir aðrir kaffibrúnir. Ásgerður Ásgeirsdóttir hefur verið iðin við að dýrka sólina í vor og hefur ekki látið sig vanta marga dagana f Sundlaug Vesturbæjar, þegar sézt hefur til sólar. Við sett- um okkur niður smástund við hlið hennar og röbbuðum um góða veðrið. Sagði Ásgerður að þetta væri bezti sólardagurinn, sem hefði komið f vor, það væri yndis- legt að liggja á laugarbarminum og sleikja sólskinið. Bóndi Ásgerðar, Sæmundur Pálsson, lögregluþjónn lék sér í lauginni og mátti lltið vera að þvi að tala við Morgunblaðsmenn, skriðsundsæfingarnar áttu hug hans allan. Við fengum það þó upp úr Sæmundi, að hann og kona hans hygðust skreppa til Spánar f sumar og sóta sig þar I hálfan mánuð. — Við verðum vonandi orðin það brún áður en við förum út að fótk ætti ekki að þurfa að fá ofbirtu f augun þegar það sér okk- ur, sögðu Ásgerður og Sæmundur áður en við kvöddum. frekar en á laugarbakkanum. Bjössi á Holtinu hafði þó heldur betur tekið til höndunum fyrr um daginn og var nýkominn að landi með ágætan afla. Uppistaðan f aflanum var þó aðallega rauðmagi og kappinn lét svo um mælt að það væri ekkert að hafa af grásleppu — hún gæfi sig ekki á kvennaárinu. Ekki meira um það, en Bjössi á Holtinu bætti þvf við að hann hefði ekki nokkurn frið, fyrir svartbaknum eftir að togara- menn fóru I verkfall og frystihúsin minnkuðu við sig og lokuðu. Fugl- inn næði ekki i æti og sækti af miklum krafti f gráslepputrönurn- ar. Þegar Bjössi á Holtinu hafði bent okkur á þetta snaraðist hann upp I bíl sinn og ók af stað með kerru fulla af rauðmaga f slefi. Áður en bfllinn hvarf sjónum okk- ar hafði Sveinn Ijósmyndari þó bent mér á að Bjössi væri einn alklárasti trillukarlinn, virkilega hress náungi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.