Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 1

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 1
32 SÍÐUR OG LESBOK 137. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 21. JUNl 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Verkfallmu var aflýst London 20. júní — Reuter. VERKFALLI járnbrautarstarfs- manna, sem náð hefði til alls Bretlands, ear aflýst á föstudag, eftir að félag járnbrautarstarfs- manna hafði fallizt á 30% launa- hækkun. Kosið í íran Teheran 20. júní — Reuter. MIKILL mannfjöldi flykktist að kjörstöðum i fyrstu kosningunum undir eins-flokks kerfinu, sem keisarinn kom á fyrr i ár. Nærri 13 milljónir manna voru á kjör- skrá og áttu þess kost að kjósa 268 menn í neðri deild þingsins og 30 af 60 í efri deild. Hina 30 útnefnir keisarinn. Talning atkvæða hófst strax eftir að kjörstöðum hafði verið lokað á miðnætti. Minni- hlutahópar, eins og Armeníu- menn, Gyðingar, Assyríumenn og áhangendur Zaraþústra fá sina fulltrúa i þinginu. Verkfailið sem átti að byrja éinni minútu eftir miðnætti á mánudag, olli miklum ugg vegna þeirra áhrifa, sem það hefði haft á efnahag landsins, sem ekki er sem beztur fyrir. Og brezku stjórninni bárust fleiri góðar fréttir á föstudag, þegar opinberir starfsmenn sömdu um 25% kauphækkun, sem sögð er vera innan þess ramma, sem stjórnin hefur sett um almennar kaup- og verðhækk- anir. Wilson, forsætisráðherra, hélt á föstudag fund með helztu ráð- herrum sínum að sveitasetri sínu að Chequers. Er álitið að umræðu- efnið hafi verið aðgerðir i efna- hagsmálum og þá fyrst og fremst hvernig hægt verður að halda launahækkunum i skefjum fram- vegis, helzt innan við 10%. Kenn- ir stjórnin of miklum launahækk- unum um hina miklu verðbólgu ' (25%) sem nú herjar áBreta. I gærkvöldi höfðu engar fréttir borizt af þessum fundi. Byltingin í endur- skoðun í Portúgal Lissabon 20. júní — Reuter, AP Herforingjarnir í Portúgal lögðu á föstudag síðustu hönd á gagngera endurskoðun á byltingarstefnu sinni. Var í kvöld búizt við tilkynningu frá 30 manna byltingarráði hersins og að tilkynningin sýndi hversu mikilvægt skref atburðir vikunn- ar hefðu veriö f átt að alræði öreiganna. I gær vísaði ráðið á bug hug- myndum um slikt alræði og stað- festi fyrri yfirlýsingar um að það tæki lýðræðislega stjórnarhætti fram yfir það. En vitað er að áhrifamikil öfl innan ráðsins eru mjög fylgjandi ríkisstjórn hersins, án þátttöku kommúnista, jafnaðarmanna eða þjóðar- demókrata, sem nú eiga allir sæti i samsteypustjórninni. 1 blóra við fyrirskipanir byltingarráðsins um að ritstjórn dagblaðsins Republica skyldi af hent jafnaðarmönnum bönnuðu hinar vinstri sinnuðu öryggis- sveitir, Copcon ritstjórninni að komast inn i aðalstöðvar þess, en leyfðu hins vegar kommúnistísk- um prenturum að leggja undir sig bygginguna. Dr. Raul Rego, ritstjóri Repu- blica og stjórn blaðsins gerðu til- raun til að komast inn á skrifstof- ur sínar þriðja daginn í röð, en Copcon tjáði þeim að inn kæmust þeir aðeins ef prentararnir sam- þykktu það með.atkvæðagreiðslu. Fundur byltingarráðsins, sem staðið hefur svo að segja sleitu- laust frá föstudegi, mun væntan- lega taka afstöðu til krafna Copcon um róttækari stefnu í átt að kommúnisma, óhindraða,. af deilum við stjórnmálaflokkana. Copcon er fylgjandi beinu sam- bandi á miili herstjórnarinnar og byltingarráða verkamanna. Hafa sveitirnar sýnt hernaðarmátt sinn í vikunni með þvi að senda á vettvang vörubílsfarma af vopnuðum hermönnum hvar sem vandræði hafa komið upp I Lissa- bon. Jafnaðarmenn hafa boðað til göngu til stuðnings við andstöðu byltingarráðsins við alræði öreiganna. Enn liggja togararnir í höfn — og hafa gert það sfðan 9. apríl. Ljósmynd ól.K.M. Amin neitar enn að þyrma lífi Denis Hills Nairobi, 20. júní. AP.Reuter. Idi Amin, forseti Uganda, vis- aði á bug i dag persónulegri á- skorun frá Elisabetu Bretadrottn- ingu um að þyrma lífi brezka háskólakennarans Denis Hills og sagði að eini maðurinn sem gæti bjargað lifi hans væri brezki utanrfkisráðherrann, James Callaghan. Amin sagði, að sögn útvarpsins í Uganda, að það væri alger for- senda þess að lifi Hills yrði þyrmt að Callaghan kæmi til landsins fyrir mánudag. ,,Ef hann kemur fyrr getum við rætt pólitiskar hliðar málsins," sagði Amin. Bandaríkin gætu hafa ver- ið viðriðin fall Dinh Diems Washington 20. júní — Reuter. BANDARtKIN gætu hafa verið viðriðin fall Ngo Dinh Diems, for- seta Suður-Vietnam, en áttu ekki beinan þátt f morðinu á honum 1963, að því er yfirmaður CIA sagði nefnd öldungadeildarinnar sem fjallar um málefni leyni- þjónustunnar. John Tower, repúblikani, sem á sæti i nefndinni, sagði að hug- myndinni um að myrða Diem hefði verið, hafnað af háttsettum bandariskum embættismönnum. Aðspurður um hvort Bandarik- in hefðu á óbeinan hátt tekið þátt i byltingunni gegn Diem, sagði Tower: „Augljóslega hafa verið þar að baki einhver bandarísk áhrif. En eitt er ljóst, að öllum hugmyndum um að myrða Diem var hafnað á háum stöðum." Tilraunir hafa verið gerðar til að skella skuldinni á John Kennedy og stjórn hans. Tower sagði að yfirheyrslur, sem fram hefðu farið i dag yfir Colby, sem eru þær fimmtu siðan nefndin hóf að kanna starfsemi leyniþjónustunnar, hefðu aðal- lega snúizt um fall Diems. Þó að Tower hafi ekki viljaö staðfesta eitt né neitt, er talið liklegt að Colby verði kallaður aftur fyrir og þá yfirheyrður um önnur hugsanleg morðsámsæri gegn erlendum stjórnmálamönn- um eins og Fidel Castro, forsætis- ráðherra Kúbu. Þá er einnig til rannsóknar hvaða tengsl og not CIA kunni að hafa haft af mönnum og hópum, sem starfa í undirheimunum, eins og Mafíunni. DENIS HILLS. Hann sagði að Hills yrði leiddur fyrir aftökusveit kl. ll að staðar- tima á mánudag og líflátinn á sama stað og brezkir hermenn hefðu drepið 27 múhameðska her- menn. Þar mun hann hafa átt við aftökur súdanskra hermanna sem gerðu uppreisn 1898 snemma í tið brezku nýlendustjórnarinnar i Uganda. Amin fór frá Kampala með þyrlu til Gulu-flugstöðvarinnar i norðurhluta landsins áður en brezki hershöfðinginn Sir Chand- os Blair gat afhent honum áskor- un drottningar um að vægja Hills að sögn útvarpsins i Uganda. Blair var yfirmaður Amins þegar hann var liðþjálfi i brezka hern- um og í fylgd með honum er Iain Grahame majór sem nú er bóndi en var áður yfirmaður Amins i brezka hernum eins og Blair. Annar Breti sem átti dauðarefs- ingu yfir höfði sér, kaupsýslu- maðurinn Stanley Smolen, hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa hamstrað matarolíu og Amin forseti segir að það sýhi að „rétt- lætið sigri i Uganda". Hills var sekur fundinn um landráð þar sem hann kallaði Amin harðstjóra i bókarhandriti. Áður hafði .brezka utanríkis- ráðuneytið lýst „þungum áhyggj- um“ vegna þess yfirlýsta tilgangs Amins að leiða Hills fyrir aftöku- sveit ef Callaghan utanríkisráð- herra færi ekki til fundar við hann í Uganda. Callaghan hefur sagt að hann láti ekki neyðasigtil Framhald á bls. 18 Forsætisráð- herrar Norð- urlanda biðia am miskunn ÓslóZO. Júní — Reuler Forsætisráðherrar Norður- landanna fimm hafa sent skeyti til Idi Amins, forseta Uganda, vegna dauðadómsins yfir brezka kennaranum Denis IIill, að sögn heimilda. Ekki tókst að fá upplýsingar um innihald skeytisins en álitið er að forsætisráðherrarnir hafi hvatt Amin til að sýna mis- kunnsemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.