Alþýðublaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. sept. 1953
1 Alþýöublaöiö
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902.
Auglýsingasími: 1 4 9 0 6 IMB
Afgreiðslusími: 1 4 9 0 0
Aðsetur: Alþýðuhúsið
Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10.
s&z. — «
Vísað tíl vegar
ÞJÓÐVILJINN fer sér helzt til hægt í því að fara að
xáði Alþýðublaðsins um að hætta tilefnislausum áróðri sín-
um og getsökum, en sameinast öðrum íslendingum í íand-
heigismálinu. Þó hefur málflutningur hans skánað að mikl-
um mun síðustu daga, og bendir það til þess, að eitthvað
almenningsálit sé í Alþýðubandaiaginu. Enn á samt blaðið
cftir að yfirvinna óvildina í garð Guðmundar í. Guðmunds-
sonar utanríkisráðherra. Vitnar það nú í útlend blöð til að
reyna að gera ráðherrann tortryggiIegan. Hérskal ekkireynt
að eltá ólar við slíkt og annað eins. En kannski er ekki úr
vegi að minna Þjóðviljann á, að setu kommúnista í íslenzku
ríkisstjórninni hefur oft borið á góma í erlendum blöðum
til að reyna að veikja málstað íslendinga í landhelgisdeil-
nnni. Vissulega væri ódrengilegt að ætla að gera ráðherra
Alþýðubandalagsins tortryggilega af því tilefni. En gildir
Þá ekki sama um Guðmund í. Guðmundsson utanríkisráð-
herra? Svarið ætti að liggja sanngjörnum mönnum í augum
uppi.
Það er alfer misskilningur hjá Þjóðviljanum, að AI-
þýðublaðið kveinki sér við því að ræða afstöðu Guð-
. mundar í- Guðmundssonar í landlielgismlálinu og störf
hans og utanríkisráðuneytisins í því sambandi. Hins veg-
ar finnst því illa farið, að efnt sé til blekkinga og get-
saka vegna þessa máls, sem enginn viðlítandi ágreiningur
er um. Alþýðublaðið vill fyrir sitt leyti treysta íslenzku
þjóðareininguna: í landhelgismálinu og ætlast til sama
af Þjóðviljanum. Sú er líka áreiðanlega ósk og krafa
íslenzku þjóðarinnar. Nú er hún sameinuð á örlagastund.
Það væri hneyksli að rjúfa þá einingu að tilefnislausu og
i láta óvild eða hatur í garð eins eða annars stjórna orð-
um sínum og athöfnum. Þetta ræður úrslitum um þau
tilmæli Alþýðublaðsins til Þjóðviljans að hann hegði sér
eins og íslenzkt blað í íslenzku máli og geri þannig sitt
til að tryggja siðferðilegan sigur okkar í landhelgismál-
inu.
Forustumönnum íslendinga er í dag þörf á því, að
þjóðin standi einhuga og samtaka að baki þeim í landhelg-
isdeilunni. við Breta. Þetta á ekki sízt við utanríkisráðherr-
ann og utanríkisráðuneytið. Guðmundur í• Guðmundsson
og samstarfsmenn hans hafa' til allt annars unnið en blekk-
mga og getsaka eins og þerra, sem fram hafa komið í of-
stækisskrifum Þjóðviljans. Þeim er það að þakka, að ís-
lenzki málstaðurinn hefur komizt á framfæri við aðrar þjóð-
ir með slíkum árangri, að Bretar standa einir uppi gegn
okkur í framkvæmd landhelgismálsins. Og væri ekki drengi
legra af Þjóðviljanum að viðurkenna þessa staðreynd held-
ur en að foerja höfðinu við steininn í ofstæki og hatri? Væri
sú framkoma ekki í meira samræmi við þjóðareiningu Is-
lendinga í landhelgismálinu og líklegri tii áhrífa út á við?
Eða kann hann ef til viþ alls ekki að gefa andstæðingi rétt
<og viðurkenna annars málstað?
Báðherrum Alþýðubandalagsins og öðrum forustu-
mönnum þess, sem standa við hlið annarra íslendinga í
landhelgistmálinu, er ráðlegast að hafa vit fyrir Þjóðvilj-
anum, ef hann lætur sér ekki segjast. Almenningsálitið,
sem þar mun fyrir hendi, á ekki að sætta síg við rógsiðju
og skemmdarverki á örlagastund í sögu þjóðarinnar.
Slíkt og þvílíkt er hneyksli, sem ekki á að þola.
Alþýðúblaðið endurtekur því fyrri tilmæli sín við Þjóð-
viljann og væntir þess, að hann skipi sér í .fylkingu ís-
lenzku blaðanna af heilum hug. Honurn ætti líka að líða
betur þar en á hinum staðnum.
§ Dansað I kvöld kl. 9-11,30
fr
\
^ Hin vinsæla hljómsveit Riba leíkur.
s
>
s
s
s
s
s
s
s
s
s-
s'
s
s
I. IþýHublaSi#
r
». Or „H0.fiFT &F
TIL LONDON
Á ellífiim þeytmgi í af!t sumar
— Hvernig gengur söltun.
mr
— Svo hann var þá lika
staddur á Raufarhöfn?
— Hann var þar í he:lan
mánuð með þrjá fimmtu
af fjölskyldu sinni.
o — o
Við sjáum til ferða hans
á söltunarstöðinni Börgum,
þar sem Jón Árnason er yfir
maður. Róbert hleypu’r um
planið með salt og hann ætl-
ar varla að gefa sér' tima
til að stöðva stundarkorn til
að spjalla við okkur,
,,Síldarstúlkurnar ætla
bókstaflega alveg að
sprengja mig,“ segir Róbert
og blæs úr nös. ■
—- Ertu óvanur síldarvinn
unni?
,,Ekki er það nú með öllu.
Ég var tvö sumur í síld í
Hrísey. Þá var ég fimmtán
og sextán ára gamall. Þetta
var á síldarárunum 1938 og
1939. Ég var hjá Hreini
Pálssyni, kaupfélagsstjóra
og vann alla venjulega síld-
arvinnu. Og spilaði á ölium
böllum“
— Hefur þú ekki verið í
leikför um landið?
„Jú, satt er það. Ég hef
bókstaflega verið á eilífum
þeytingi í allt sumar. Ég fór
tii London í vor til að kynna
mér leikhúslíf þar í borg.
Með því notaði ég styrkinn,
sem mér var veittur úr
Menningarsjóði Þjóðleik-
hússins. Þar var ég til maí-
loka. Eftir að ég kom hingað
út dvaldist ég nákvæmlega
eina viku í Reykjavík og
lagði síðan upp með Þjóð-
leikhúsinu í leikför með
„Horft af brúnni“ Við fór-
um fyrst u'm Norðurland og
síðan um Vestfirði“.
— Hvenær datt þér í hug
að fara í síld?
„Við komum til Siglu-
fjarðar. Þar áttum við að
leika þrisvar sinnum. Lékum
í tvö skiptin eins og ráð var
fyrir gert, en svo kom síjdin.
Þá fóru allir á plönin, sem
vettlingi gátu Valdið. Við
höfðum getað selt þrjá að-
fföngumiða á síðustu sýning-
una. Henni var aflýst og við
stóðum á síldarplönunum og
horfðum á. Þá var það, að
ég sagði við konuna mína,
sem var með í förinni:
„Eigum við ekki að skella
okkur í síldina við fyrsta
tækifæri. Hún tók því svo
vel, að við ákváðum að grípa
fyrsta tækifæri til að komast
í síld. Þannig tókum við
sýkilinn í okkur á Siglu-
firði.“
— Og tækifærið kom?
,,Eftir að leikförinni lauk,
b Rabbað við Róbert ^
S S
^ á Raufarhöfn. ^
c. c
höfðum við einnar viku vi5,
dvöl í Reykjaví —- frá
fmmtudegi til fimmtudags
og héldum síðan til Raufar-
hafnar. Elzta dóttir ^kkar
Róbert Arnfinnsson
fór nieð okkur en tvær
yngstu dæturnar urðu effir
hjá afa og ömmu“
— Og nú voruð þið ekki
lengur á'horfendur?
„Síidin kom Mngað tveim
ur dögum á eftir okkur. Svo
mikil, að það varð látlaus
söltun fyrstu dagana. Þetta
var sko líf og tilbreyting.
En hvað ég skil vel .fólk á
Siglufirði, sem kaus síl-dar-
vinnuna heldur en að horfa
á sjónleik. Hér er líf í tusk-
unum;“
— Reyndist þér sfarfið
ekki erfitt?
„Til að byrja með, já, erf_
itt, vitaskuld. En maður hef-
ur gott af því að bregða sér
í erfiða vinnu. Annars hef ég
unnið að húsbyggingu fyrir
sjálfan miff undanfarið, svo
að ég er ekki með öllu óvan-
ur áreynslu á vöðva og taug-
ar!
„Söltunin gengur vel. Við ■
höfum á planinu saltað í j
meira en tíu þúsund tunnur, :
og ég hef borið salt í þær ;
hér um bþ allar.“ Róbert »
lítur yfir tunnuraðirnar ög j
síðan á síldarstúlkurnar og l
sem hann lítur á næstu ;
stúlkur, þá bendir hann méf ;
á dóttur sína og eiginkonu, :
sem báðar salta í óða önn. :
Dóttirin er fjórtán ára og ;
heitir Sandra, en kona ■
Róberts er Stella Guðmunds j-
dóttir. Hún kveðst aldrei :
hafa saltað áður, en „þetta ;
íæri-át eins og skot“, segir jj
hún :,og hraðinn kem,ur c- \
trúlega fljótt“ Ég gæti bara ;
vel hugsað mér að fara aftur ;
í síld“, segir hún „Maður :
hefur líka meira upp úr sér :
heldur en heima í eidhúsi“. ;
„Ég sé hreint ekki eftir r
því að hafa komið hingað“„ ;
segir Róbert. „Hér er indælt ■
að vera. Útiveranerskemmti :
leg tilbreyting frá leik- ;
starfinu. Og veiztu það, að ;
þetta er líka gagnlegt. Hér :
gefst gott tækifæri að kynn_ :.
as fólki, alls konar fólki, ;
persónum, sem: geta orðið >
manni að liði á leiksviðinu.“ «
■
■
o — o
m
■
tátr
Róbert er nú kominn til |
Reykjavíkur og byriaóur
starf sitt á sviði Þjóðleik- :
hússins. Hann æfir bar um «
þessar mundir smáhlutverk :<
í „Haústi". nýja leikritinu :
eftir Kristján Albertsson cg *
fer með stærra hlutv. í am- ■
eríska gamanleiknum „Sá j;
hiæÞ bezt“. sem Þjóðleik- £
húsið sýnir líka á næstunni. »i
En Róbert Arnfinnsson er «:
ekki með öllu seztur að. £
Einhvern næstu daga ætlar £
hann enn = með leikflokki «
Þjóðleikhússins og fer til ■
Vestmannaeyja með „Horft £
af.brúnni“ og enn m,un leik- ;l
ritið verða sýnt nokkrnm «1
sinnum í nágrenni Reykja- \
víkur, en Róbert hefur bú :
leikið það hlutverk sitt á'50 j
sýningum eða svo.
Að öðru leyti bíða vana- :
störf vetrarins framundan. :
Nýtt leikrit með nýju hlút- «
verki, sem krefst. atorku og «,
einbeitni. Róbert kveSst í
koma til starfa að þessu ;
sinni hressari og hraustari ■
en áður. Hann er endurnærð j
ur og útitekinn eftir síldina
og súldið á Raufarhöfn, og ■
við tökum að lokum undir ■
þá ósk hans, að hann beri \
bó ekki síidarsvip. begar ;
hann birtist næst á sviðinu. ;
— ui. ■
t K » » K ■■*ll**BH«Urill»l4
Dönsk nefnd tií
Bretlands.
H. C. HANSEN forsætisráð-
herra Dana skýrði frá því í út-
varpsávarpi á föstudagskvöld-
ið, að brátt mundi fjögurra
manna sendinefnd send til Eng
lands til samningaviðræðna við
bézku sijórina um niðurfell-
ingu samningsins við Breta um
þriggja mílna landhelgi við
Færej'jar.
Danski lífsspekmgurinn Martinus flytur fyrirlestra
sína i bíósal Austurbæjarskólans við Vitastíg og verður
hinn fyrsti á morgun — mánudag — kl. 20,30.
Fyrirlestrarnir verða framvegis á sama stað og. tím$:
þriðjud 9_ fimmtud. 11. og föstud. 12. þ. m, Aðgangur kr.
io-. oó:
M óttökun efndin
-iV