Alþýðublaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. sept. 1958
AlþýSablaBiS
1
Sýning á afskornum blómum og blómaskreytingum.
frá gróðrastöðvunum Álfafelli, Lindarbrekku, Garði,
Fagrahvammi og Grímsstöðum, Hveragerði.
Eitt fegursta úrval afskorinna blóma, er sést hefur
hérlendis. .....
Opið í dag, sunnudag kl. 10—23
Aðgangur ókeypis
Framhald af 5. sí?m.
var haldið til baka inn að Me1-
graseyri með viðkomu í Æðey
og Vigur. Heimilin í Æðev og
Vigur eru bæði landsþekkt fyr-
ir gestrisni og höfðingsskap, —
enda settist allur hópurinn þar
að veizluborðum.
Bjarni í Vigur, sem nú er siö-
tugur a'ð aldri, en ern og léttur
í máli, sýndi okkur eyna, en
synir hans, Björn og Baldur,
búa þar hinu mesta rausnar-
búi. í Vigur stendur enn körn-
mylla, líklega sú eina, sem nú
er til á landinu, var síðast mgi
að í henni korn árið 1920. Þar
getur e.innig að líta áttæring,
um 200 ára gamalt hákarlaskip,
en það er nú notað til fjár-
flutninga. SHk skip niunu nú
býsna fágæt.
í Æðey búa þeir Ásgeir og
Halldór Guðmundssynir, hinir
traustustu og merkustu bænd-
ur. Er þar allt snoturlega og
vel um gengið og búnaðarfram
kvæmdir miklar. Og vel búa
þeir að heyjum, fornum og nýj
um, enda víst aldrei orðið hey.
lausir í sinni búskapartíð. Ás-
geir er mikill unnandi fagurra
ljóða og á gott bókasafn. Lík-
lega kann enginn íslendingur
kvæði Einars Ben. eins vel og
hann, og þykja þau iþó ekki öll
auðlærð. Það er mikill menning
arbragur á öllu í Þessum eyj-
um í Djúpinu og móttökur fólks
ins hlýjar og alúðlegar.
Dimmt var orðið, Þegar við
komum að Melgraseyri, og tjalcL
að þar í myrkri.
Frá Melgraseyri var ekið suð
ur Langadalsströnd og yfir
Þorskafjarðarheiði og gist í
Geiradal. Það var kuldi og sjö-
buxnaveður á ’heiðinni. Dag-
inn eftir var snúið við blaðinu
og haldið norður yfir Brekku-
dal og Steinadalsheiði niður í
Kollafjörð og þaðan áfram allt
norður til Hólmavíkur og
Drangsness við Steingríms-
fjörð- Trúarlíf og kristindómur
virðist standa með miklum
blóma í þorpunum við Stein-
grímsfjörðinn. Á Hólmavík var
verið að byggja mikið og veg-
legt guðshús stendur það hátt
og fær ekki dulizt, eins og vera
ber. Á Drangsnesi hafði hins
vegar verið boðað til kristilegr-
Faðir okkar, tengdafaðir og afi
JÓN INGVAR JÓNSSON,
Þverveg 6, er andaðist 25. ágúst verður jarðaður þriðjudaginn
9. þ. m. kl. 1,30 frá Neskirkju.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm og kransar
aíþökkuð. Þeim's'em vildu minnast hins látna er bent á Styrkt
arfélag lamaðra og fatlaðra.
OIi Kr. Jónsson
Ingibjörg Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Þórhallur í. Jónsson.
Ingólfur Fr. Hallgrímsson
Egill Fr. Hallgrímsson
og barnabörn.
ar siðabótarsamkomu um kvöld
ið, en það var eins og fyrri dag-
inn, við urðum af blessuninni.
Næstu nótt var gist að Klúku í
Bjarnarfirði. Þar er sundlaug.
Kom það sér vel, og var hún 1
óspart notuð ,enda allt fólkið
sundgarpar hinir mestu. Að
morgni var haldið suður á bóg-
inn og heim á leið og skyldi
gist í Borgarfirði síðustu nótt
ferðarinnar, en síðan haldið um
Hvítársíðu og Uxahryggi f bæ-
inn.
Þessi Vestfjarðaför Farfugla
heppnaðist mjög vel. Veður var
yfirleitt hagstætt, að vísu dá-
lítið kalt á köflum, en oftast
þurrt. Margijp sérkennilegir og
fagrir staðir eru á Vestfjörö-
um og fólkið gestrisið og gott
heim aðsækja. Var okkur hvar
vetna vel tekið. Og erfitt er
að hugsa sér sam!hentari og
betri ferðaféflaga en þátttak-
endurna í þessari ferð, og far-
arstjórn var öll með ágætum.
Vegna óheppilegt orðalags í
fyrstu grein minni og hugsan-
legs misskilnings, skal það tek.
ið fram, að Ólína og Margrét,
sem Þar eru nefndar, tjölduðu
yfrleitt samhliða okkur Guð-
mundi, og bundum við tjöld
okkar saman, reyndust þær báð
ar, eins og allir aðrir í ferð-
inni, duglegir og prýðilegir
ferðafélagar, enda hinar vönd-
uðustu til orðs og æðis, eins og
allir vita, sem þær þekkja. —
Eru hlutaðeigendur beðnir af-
sökunar á orðalaginu.
Gestur Guðfinnsson.
LEIGUBlLAR
Bifreiðastoð Steindórs
Sími 1-15-80
Biíreiðastöð Reykjavíkui
Sími 1-17-20
Harry-Carmichaeí:
Nr. 63
Greiðsla fyrir morð
sem við höfum sett okkur
stefnumót við, að stíga þarna
út úr farartæki sínu“.
Bíll hafðj numið staðar úti
fyrir bankanum, Konan, sem
steig út úr honum, var gerólík
þeir.ri frú Barrett, sem Piper
hafði séð og átt tal við. Hún
var vel snyrt gskk á hælaháum
skóm og bar glæsilegan hatt,
— virtist að minnsta kosti tíu
árum yngri.
Hún dró loðhanzkana, sem
hún hafði notað við aksturinn,
af höndum sér og lagði í fram
sætið, tók handtösku sína, lok
aði bílhurðinni og sneri við
þeim baki á meðan hún beið
eftir því að umferðina lægði.
Gekk síðan aftur fyrir bílinn
°g UPP á gangstéttina, hægum
og rólegum skrefum, og hvarf
þeim in-n í bankann.
Quinn blístraði lágt. „Lags-
maður“, sagði hann. „Hvað
skyldi þetta eiga að þýða? Við
réttarhöldin leit hún út eins
og fuglahræða, en nú... fyrir
hverjum skyldi hún eigmlega
vera að halda sér til?“
„Ef til vill aðeins fyrir sjálfri
sér“, varð Pip;er að orði. „Nú
er sýningunni lokið, telur
hún. Henni hlýtur að hafa ver
ið það óbærileg kvöl að líta í
spegill að undanförnu, — en nú
verður þú að Iáta til þín taka.
Farðu inn í bankann og sjáðu
hvað hún hefst að. Hún þekkir
mig, en það er að miwnsta
kosti mjög ólíklegt að hún
muni svo eftir þér að hún beri
kennsl á þig“. •
„En ef einhver afgreiðslu-
fólkinu snýr sér að mér. .
,,Þá geturðu beðið um að
skipta fyrir þig pundsseðli .
„Ef ég ætti pundsseðil11,
mæltj Quinn, ,þá mundi ég
ekkert hafa við þig að tala“.
Hann opnaði dyrnar og renndi
sér út úr bílnum, bretti upp
frakkakragann, skauzt fram
hjá æðandi bifreiðum á gang-
stéttina og hvarf inn í bank-
ann.
Eftir svo sem stundarfjórð-
ung kom hann út aftur, stefndi
inn á torgið en sneri við, þegar
hann hafði gengið djúgan spöl
og um svipað leyti kom frú
Barrett út úr bankanum. Hún
bar handtöskuna enn undin
hendinni, en það leyndi sér ekki
að nú gætti hún hennar mun
betur en áður. Piper var hissa
á því að handtaskan skyldi
ekki vera stærri. Ekki gat hún
komið öllu tryggingarfénu í
hana. jafnvel ekki þótt hún
hefði fengið það greitt í fimm
punda seðlum. Ef til vill tók
hún ekki alla upphæðina út í
einu, — leitt eða tvö þúsund
pund í hvart skipti. Það virt
ist að minnsta kosti mun
hyggilegra, en slíkar bollalegg
ingar voru vitanlega með öllu
þýðingarlausar.
Hún stieig inn í bílinn, lagði
handtöskuna í sætið við hlið
sér og dró ökuglófana loðnu á
hendur sér. Á næstu andrá
sætti hún lagi og hélt af stað
út í straumröst umfeirðarinnar.
í sömu svifum opnaði Quinn
bíldyrnar og settist undir stýri,
ók fram fyrir bíl á fleygiferð.
sem hemlaði svo hvein f og
þeytti hornið ákaflega, komst
í autt vik í umferðinni og
smeygði sér þar inn, þrátt fyr-
ir hemlahvin og öskur þeirra,
sem töldu sig eiga iréttinn, og
varð, fyrir snarræði sitt, aðeins
tuttugu ti] þrjátíu metrum á
eftir bíl frú Bamett.
Hann hafði ekki augun af
þeim fjórum eða fimm bílum,
sem skildu farartæki hennar og
þeirra félaga að, og um leið
sagði hann Piper frá því hverm
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn-
um úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekarj fyr-
irvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta
dögum liðnum frá birtingu þessairar auglýsingar, fyrir
eftirtöldum gjöldum:
Sköttum og öðrum gjöldum samkv. skattskrám 1958.
að því leyti sem gjöld þessi eru í eindaga fallin vegna
þess, að ekki var greiddur á réttum tíma tilskilinn hluti
þeirra samkv. reglugerðum nr. 103 og 115 frá 1957, áfölln
um tollvörutegundum og matvælaeftirlitsgjaldi, skipu-
um tollvörutegunduir og matvælaeftirlitsgjaldi, skipu-
lagsgjaldi, rafmagnseftirlitsgjaldi, skipaskoðunai’gjaldi
og afgreiðslugjadi af skipum, svo og iðgjöldum atvinnu-
rekenda og atvinnuleysistryggingagjaldi af lögskráðum
sjómönnum.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 5. sept. 1958...'.
Kr. Kristjánsson.
Hreyfilshúðin.
Þa6 er hentugi fyrlr
FERÐAMENN
aH verzla í Hreyfllsbúðinnf.