Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 7

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNÍ 1975 7 r Lenín í Lissabon Benedikt Gröndal, for- maður AlþýSuflokksins, segir svo I leiðara AlþýSublaSsins í gær: „Holt er að minnast þess, að ! Portúgal er verið að framkvæma ná- kvæmalega kenningar Lenlns. Hann kærði sig aldfei um fjölmenn- an kommúnistaflokk, heldur vildi tiltölulega fámennan flokk þraut- þjálfaðra flokksmanna sem komið skyldi fyrir í lykilstöðum þjóðfélags- ins, þar til flokkurinn gæti náð öllum völdum. Þetta er að gerast I Portúgal. Með samþykki herforingjanna hafa kommúnistar náð yfir- ráðum yfir öllum fjöl- miðlum, nú síðast blaði jafnaðarmanna, og hreiðrað um sig ! fjölda annarra trúnaðar- starfa. Þetta er skýring- in á þv! hve rólegir þeir hafa verið yfir kosninga- ósigri sinum. Hann á ekki að ráða úrslitum — þeir eru að taka völdin samt." „Þetta eru lærdóms- rlkir atburðir, sem af- hjúpa tilraunir kommúnista til að koma fram sem lýðræðislegir flokkar. islendingar verða að taka eftir þvi, að Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn hafa tekið ótviræða afstöðu með kommúnistum í Portúgal." Þögnin í Þjóðviljanum Það er rétt hjá for- manni Alþýðuflokksins, að Þjóðviljinn hefur tekið ótviræða afstöðu með ofbeldi flokks- bræðranna i Portúgal. Þótt skrif blaðsins um þessa alvarlegu atburði séu bæði fá og smá. Fréttir af framvindu mála þar i landi mæta yfirleitt þögn i blaðinu. Þagnarmál Þjóðviljans undirstrikar þó ekki siður samþykkjandi af- stöðu. Afstaða Þjóð- viljans og Alþýðubanda- lagsins til atburðanna i Portúgal er og öngvu að síður lærdómsrik og eft- irtektarverð en at- burðirnir sjálfir, ekki sizt fyrir þann hóp lýðræðis- sinnaðra vinstri manna, sem fylgt hafa Alþýðu- bandalaginu i góðri trú, þrátt fyrir eðlilegar efa- semdir. Reynsla manna eins og Héðins heitins Valdi- marssonar, Hannibals Valdimarssonar, Björns Jónssonar, Áka Jakobs- sonar, Magnús Torfa Ólafssonar og fjölda annarra af samstarfi við islenzka kommúnista hefur leitt til einnar og sömu niðurstöðu. Allir hurfu þeir frá þessari samvinnu, reynslunni rikari og vonbrigðum hlaðnir. Sama máli gegnir um hóp stuðningsmanna, sem reynt hefur að hasla sér starfsvettvang innan nýrra samtaka. En sá hópurinn er þó stærstur, sem af vana og mis- skilinni tryggð hangir enn sáróánægður i Alþýðubandalaginu, á mörkum þess að fylgja fordæmi framangreindra manna, með einum eða öðrum hætti. Hylling hins portúgalska ofbeld- is gæti valdið þeim herziumun, sem knýr þetta fólk til nýrrar ákvörðunartöku. Sýnishorn heiðarlegrar blaðamennsku og málefna- legrar rökræðu Úr „VL-horni" Þjóð- viíjans: „Þorsteinn svona mjór, Ragnar svona feit- ur. Þorsteinn svona al- varlegur, Ragnar siglott- andi. . . Þorsteinn á svörtum blankskóm, Ragnar á fjaðraskóm. . . Þorvaldur flissar allan daginn langan eins og smápía, slær á enni sér, greinilega sveittur, greinilega afskaplega heitfengur. . . baðar út höndunum og gripur fram i fyrir bjarndýr- inu". Þjóðviljinn hefur greinilega gefist upp á málefnalegri rökræðu um varnarmál þjóðar- innar og málssóknina á hendur blaðsins vegna persónulegs rógs um til- tekna borgara, er höfðu það eitt til sakar unnið, að standa heiðarlega og drengilega við skoðan- lega sannfæringu sina. Þess i stað gripur blaðið til delluskrifa af þvi tagi, sem hér er vitnað til. Þessi skrif hafa fyrir löngu vakið andstyggð allra venjulegra hugsandi manna, ekkert siður stuðningsmanna Þjóðviljans en annarra. Er ekki kominn timi til að hinn almenni lesandi Þjóðviljans gripi inn í framvindu mála og for- dæmi það fávizkuhjal, sem er að gjöra blaðið að viðundri i augum al- mennings? FLUGVÉLIN frá Addis Ababa lenti i London um miðjan dag og við komum okkur strax niður i miðborgina á hótel. Ein af auglýsingunum i anddyri Hótel Cumber- lands var sýning á ballettinum Þyrnirós, Sleeping Beauty við tónlist Tchaikovskys, stjórnað og sviðsett af konungi karldansaranna i ballettheiminum, hinum rúss- neska flóttamanni Rudolf Nureyev, sem einnig dansaði aðal karlhlutverkið. Það var freistandi að sjá þessa sýningu, en við könnun kom i Ijós að það var uppselt 5 vikur fyrirfram., En það er aldrei ötl von úti ef vel er að gáð. Þótt allar miðasölur segðu löngu uppselt, var haldið til hins glæsilega sýningarhúss sem London Festival Ballett sýnir i. Eftir slangur af japli jamli og fuðri og umræðum um island við miðasölumanninn, kom hann með miða á fremsta bekk á svölum, takk. Þetta voru kynlegar andstæður. Kvöldið áður inni i svörtustu Afriku þar sem steinöld rikir i rauninni, þetta kvöld I London Festival Ballet þar sem búningar í Þyrnirósu eru einhverjir þeir skrautlegustu og glæsileg- ustu, sem sézt hafa á sviði. Framundan hreyfingar listdansaranna á móti villtu lifi frumskóga Afriku. Undarlegt að þrátt fyrir allt skuli maðurinn i listdansi geta sýnt þær fegurstu hreyfingar sem til eru og standa fyllilega á sporði fegurstu hreyfingum i náttúru heims- ins. Sýningin á Þyrnirós var stórkostleg. Ég hef viða séð ballettsýningar, en þarna var sú fyrsta sem ekki var hægt að sjá einn einasta hnökra á, hver dansari skilaði hlutverki sinu af algjöru öryggi, en þó á persónulegan Eva Evdokimova Þymirós #g Nnreyev í London Rudolf Nureyev hátt. Það var skemmtilegt að sjá Nureyev dansa. Hann er einn af fáum karldönsurum i ballett, sem ég hef séð dansa karlmannlega og eftir að hafa séð hann dansa er ekki undarlegt þótt honum fylgi sú stemmning sem raun ber vitni hvar sem hann kemur fram. Hin frábæra dansmær Eva Evdoki- mova var ásamt Nureyev stjarna sýningarinnar, en hún dansaði hlutverk Auróru, Þyrnirósar. Annars var hver dansarinn öðrum betri, þvi þarna voru flestir gestadansarar ballettsins. London Festival Ballett er 25 ára gamall á þessu ári, jafngamall Þjóðleikhúsinu. Við skuium vona að miklu fyrr en eftir 25 ár verði islenzki ballettinn ekki siðri þvi sem London Festival Ballet býður upp á. Við höfum alla möguleika ef að er hlúð og undir er byggt. Þær vonir gefur íslenzki dans- flokkurinn. sprang Eftír Arna Johnsen Frá Húsmæðraskólanum ísafirði Hússtjórnarnámskeið, 3ja og 5 mánaða, verða í skólanum næsta vetur. Umsóknarfrestur til 1 . ágúst. Upplýsingar í síma 3803 á ísafirði og i Vigur um ísafjörð. Skólastjóri. Rowenfa, Straujárn i mörgum gerðum og litum. Heildsolubirgðir Halldór Eiríksson & Co Simi 83422 a VOR-sýning 30 mismunandi útgáfur af HJÓLHÝSUM-TJALDVÖGNUM - SUMARHÚSUM Ensk sumarhús - A-line- 5 teg. Ótrúleaa haastætt verð. Hjólhýsi árg. 1975. Þýzk: Jet 3 teg. TE 3 teg. Ensk Cavaiier 5 teg. Monza 7. Scout 2 Tjaldvagnar Ameriskir: Steury 2 teg. Coleman 2 teg. Þýzkir: Camptourist. Af því takmarkaða magni, sem kemur á þessu ári er hluti kominn. _______________________ Síðustu sýningardagar í dag og á morgun. Opið frá kl. 2-7. Gísli Jónsson £1- Co. hf., ’ Sundaborg — Klettagorðum 11 — Rvik. Sími 86644

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.