Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 10

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNl 1975 Fiat 127, Renault 5 og Morris Marina. Sjö af hverjum tíu nýjum bílum hafa galla FYRIR nokkru birtist I Danmörku niðurstaða úr nokkurs konar bíla- neytendakönnun á vegum félags er kallast De Forenede Danske Motorejere, FDM. Spurninga- listar voru sendir til meðlima þessa félags til að fá svör við ýmsum spurningum um nýja bila, sern þeir höfðu keypt á árinu 1974. bessi athugun gaf allt aðra mynd af bílunum en bílaauglýs- ingar um styrkleika. öryggi, hag- kvæmni i rekstri og fleira gefa til kynna. 7745 nýir bileigendur svöruðu, um 10% af þeim er keyptu nýjan bil i Danmörku s.l. ár. — Svipaðar athuganir i Noregi og Sviþjóð þar sem fengizt hafa svör frá alls 15000 eigendum renna einnig stoðum undir niðurstöður skoðanakönnunar FDM. Bílarnir sem um ræðir voru að meðaltali 9 mánaða gamlir og eknir að jafnaði 14100 km. Japönsku bilarnir Toyota, Dats- un, Mazda 1300 og Mazda 1600/616 eru meðal þeirra bila, sem fæstir áttu i vandræðum með. Þetta eru bilar, sem tæknilega eru ekki mjög þróaðir en einfaldir og bila tiltölulega litið. Honda Civic, Peugeot 104 og Renault 16 komu einnig vel út úr könnuninni. Með flesta galla var Renault 5. Þá komu itölsku smábilarnir Fiat 126 og 127, siðan Lada 1500S og Morris Mascot og Morris Marina. Audi 80 kom betur út en hinn samsvarandi VW Passat frá VW- verksmiðjunum. Citroén GS hafði margs konar bremsugalla Þrátt fyrir ýmsa galla kváðust 78% þeirra er svöruðu mundu velja sama merki við næstu bíla- kaup. Fjöldi galla var að meðaltali fyrir alla bílana 0,54 á bfl. Af öllum göllum minni og meiri háttar hafði Renault 5 flesta, 2.46 á bil, en 1,60 á bil að meðaltali ef minni háttar gallar eru frátaldir. Fiat 126 og 127 og Lada 1500S höfðu næstum einn galla á bfl að meðaltali. Niðurstöður danskrar athugunar Margs konar galla er um að ræða, meiri háttar galla, sem þýðir að bfllinn þarf strax að fara á verkstæði eða hann fór ekki i gang, og minni háttar gallar, sem eigandinn getur lagað sjálfur eða máttu biða þar til bfllinn færi næst á verkstæði. Um fjölda galla má ennfremur nefna: Fiat 128: 0 48. Lada 1200: 0.63, Simca 1100: 0,36, Volvo 140-gerðirnar: 0,56 og VW 1200/1300/1303: 0,34 gallar að meðaltali á bil. ILLATEKIÐ AF BÍLAINNFLYTJENDUM Bilainnf lytjendur i Danmörku hafa tekið þessari athugun illa og segja úrvinnsluefnið ónógt til að hægt sé að draga af því ákveðnar ályktanir. Tölurnar gefa hvorki rétta hugmynd um fjölda kaup- enda né biltegundir. Þá segja innflytjendur að þar sem aðeins tæp 10% þeirra er keyptu nýja bila á timabil- inu séu með i könnuninni megi ætla að þeir séu einungis úr hópi óánægðra kaupenda. Ekkert heyr- ist frá hinum ánægðari. Athugun er byggð á áliti bileigendanna, ekki neinu tæknilegu. Þá er einnig eðlilegt að ódýrari bilar komi verr út en dýrari, segja bilainnflytjend- urnir. Aðalforsprakki skoðanakönn- unarinnar segir hinsvegar: „Athugunin sýnir, að billinn er ódýr færibandaframleiðsla og maður má kallast heppinn að fá ógallaðan bil. Það er ótækt að sum merki hafi fjórun sinnum fleiri galla en önnur." Vafalítið yrði sett enn stærra spurningarmerki við gildi þessarar athugunar hér, en ætla má tima- bært að einhvers konar neyt- endaþjónusta bifreiðakaupenda komist á fót. Nákvæm athugun á göllum nýrra bíla og nýlegra gæti einnig verið fróðleg ef einhver fengist til aðfjármagna hana. Heimildir um hina dönsku skoðanakönnun eru: Politiken, Berlinske Tidend og Aktuelt. br.h. FRA AKUREVRI — Hér sést Finnur Björnsson koma í mark á Stíganda, sigurvegaranum í 250 m skeiði á kappreiðum Léttis á Akureyri. Stígandi sigraði á 26,6 sek. Nú biður birtingar í þættinum grein um starfsemi hestamanna á Akur- eyri og vonandi verður rúm fyr- ir hana innan tiðar. Kappreiðar Glaðs KAPPREIÐAR Hestamanna- félagsins Glaðs i Dalasýslu fara fram að Nesodda sunnudaginn 28. júni n.k. Glaður er annað elzta hestamannafélag i land- inu, stofnað árið 1926, og hefur alltaf verið með kappreiðar fyrstu helgina í júlí en vegna fjórðungsmótsins að Faxaborg var ákveðið að breyta um kapp- reiðadag. A kappreiðunum verður keppt í 250 m skeiði, 250 m unghrossahlaupi, 300 m stökki og 800 m brokki. Skrán- ing kappreiðahrossa fer fram hjá Jóni Hallssyni og Marteini Valdimarssyni í Búðardal. Að sögn forráðamanna Glaðs er þegar búið aó skrá töluvert af hrossum og í þeirra hópi er Funi frá Búðardal, Islandsmet- hafinn í 1500 m brokki, en met- ið var sett á Faxaborg fyrir 4 árum. Félagar Glaðs hafa á síðustu árum unnið að lagfæringu svæðisins á Nesodda og er nú búið að slétta svæðið og rækta. Svæði þetta er um 6 hektarar og er gert ráð fyrw að í framtíð- inni verði þarna hringvöllur með 800 m braut, Að loknu fjórðungsmóti ætlar félagið að starfrækja tamningastöð á Svarfhóli í Miðdölum og getur hún tekið við 16 hestum. Aðal- tamningamaður verður Björn Þórðarson en honum til aðstoð- ar verður Jóel Jónasson. Hvað skal gera? NÝLEGA barst þættinum bréf frá Matthíasi Gestssyni á Akureyri þar sem fjallað er um kynbótadóma. Matthías víkur í bréfi sínu að ýmsu, sem betur mætti fara I framkváemd dómanna og sérstaklega fjallar hann um frásagnir af mótum Vegna þrengsla er ekki hægt að birta bréfið i heild sinni en birtur hér kafli úr því, sem ber yfirskriftina Hvað skal gera? Kynbótamál og dómar kyn- bótahrossa hafa áður verið til um- ræðu í þættinum og hafa allar þær raddir, sem látið hafa i sér heyra, hnigið að breytingum. Bréf Matthiasar hefur því miður orðið að bíða nokkuð vegna annars efnis en þátturinn vill enn hvetja menn til að láta frá sér heyra um þessi mál „Nú á tima vasareiknivéla og tölvu-úrvinnslu er létt um vik með að stórbæta alla nákvæmní og úrvinnslu á þeim upplýsingum sem kunna að vera fyrir hendi um kyn- bótagripi. En það vantar bara ennþá nægi- legar upplýsingar um beztu kynbóta- hrossin í landinu, sem síðar mætti nota til tölvu-úrvinnslu. Það þarf fleiri tölur til þess að byggja á nákvæmari niðurstöður. Sama kerfi þarf að gilda um öll hross i sama flokki, en margír eru nú sammála um að svo sé þvi miður ekki vegna hinnar margumtöluðu ónákvæmni Ég mun nú fara nokkrum orðum um þau atriði sem jafnan þurfa að fylgja dómum að minu mati og æskilegt væri að geta lesið á einum stað, en ekki t d. að þurfa að smala þeim saman á 3—4 stóðum 1. Nafn — ættartala: Minnst 3 ættliðir. Hefur verið ákaflega vel unnið í mótaskrám landsmóta og fjórðungsmóta. 2. Bygging: Nú gefin með 3 tölum Þarna tel ég stærsta gallann á núverandi kerfi Æskilegt væri að gefa þessa einkunn í 10—1 5 tölum og gætu menn þá lesið úr þvi nokk- uð, t.d hálsinn eða lendina þegar komin væri sérstök tala fyrir þau 3. S*ær8: Nú gefin I 13 tölum þegar bezt lætur, en þó oftast i fjórum tölum. Og fyrir kemur að 1 verðlaunahross eru sett til sýningar án þess að þeim fylgi stærðartölur. Hér þarf auðvitað að gilda það sama, helzt fyrir allan flokkinn. Þó tel ég að ekki þurfi eins nákvæmt mat að fylgja 2. verðl. hrossum. Þá má minna á að margir álíta að meira eigi að miða við stangarmál þar sem því verður við komið 4. Hæfileikar: Nú gefnir i 7 töl- um Fjölga þarf hér tölum og taka inn fetgang og sundurliða fegurð í reið. Gefa sér fyrir höfuðburð, og fl sem gleður eða særir fegurðarskyn dómara. 5. Umsögn. Hún þarf að vera kerfisbundnari en nú er. Umsögnin á að lýsa því sem ekki er hægt að tjá i ofangreindum tölum, og á að vera eíns uppbyggð fyrir öll kynbóta- hross. Segja frá kostum og göllum og að síðustu séreinkennum grips- ins. (Og smá skrautfjöður í enda umsagnar ef þurfa þykir ). Orðin stór, smá, viljug, viljamikil þarf ekki að hafa í umsögn, af þvi að þetta er tjáð sérstaklega í tölum. Ég veit líka að umsagnir geta ekki orðið eins fallegar, ekki eins gott mál, ef krafizt væri kerfisbundinna umsagna þar sem orðum væri raðað á mark- tækan hátt. Menn þurfa að vera tölugleggri og læsir á gildi þeirra orða sem umsögnum munu fylgja. 6. Ræktunarstuðull: Margir hafa talað um að lika ætti að taka tillit til ræktunar á bak við hvern einstakl- ing. Hér kemur fram tillaga í þyi efni. Eink. 9 fyrir afkvæmasýnt hross I. verðl. Eink. 8.0 fyrir afkvæmasýnt hross II. verðl. Eink. 8,5 fyrir einstakling 1. verðl. Eink. 7,5 fyrir einstakling II. verðl. Aðrir óþekktir fengju eink. 6,0. Við útreikning væri ekki beitt upp- hækkunum, 0,5 sleppt. Ég geri mér Ijóst að þessi skrif min verða kannski til þess að hreyfa við einhverjum, og er það þá vel. Fleiri ættu að reyna að hugsa þessi mál af alvöru, og okkur vantar meiri fræðslu um kynbótaræktunina og alla starfsemi henni tengda. Þekking mín er takmörkuð, og ég lærði það ekki t.d. fyrr en á s.l. sumri að hæfileikar, 60 stig, og bygging, 40 stig, gildir það sama. (60 = 50 og 40 = 50. Þannig er kynbótastærð- fræðin sér-svið búfræðinga og ráðu- nauta) Mér sýndist kerfiÖ uppbyggt þannig að bygging væri 40% og hæfileikar 60% og hefði það breytt úrslitum í nokkrum tilfellum á lands- móti '74, t.d. Ófeigur 818 orðið á undan HRAFNI 802 og Litla-Jörp 4120 á undan BÁRU 4125, svo góð dæmi séu nefnd. Eftir næsta landsmót vona ég að liggi fyrir álika margar tölur til þess að reikna úr fyrir byggingu og hæfi- leika, og menn geti reiknað út hross- in á mismunandi hátt með sömu upplýsingum frá ráðunautum og dómurum. Ég þykist vita að sam- komulag um hlutföll á milli bygg- ingar og hæfileika i útreikningi verði ætíð deitumál Enn ef nægar tölu- legar upplýsingar liggja fyrir, getur hver farið sína leið i þeim efnum. Sá sem vill tölthest með fínan háls hafnar öðrum, og sá sem vill skeið- hest hugsar þá eingöngu um það. Matthias Gestsson."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.