Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 14

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JtJNÍ 1975 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir. Lilja Ólafsdóttir. ttEva talar” 1 Vesturbæjarlauginni var ys og þys s.l. laugardagsmorg- unn. Bæjarbúar, ungir sem aldnir, karlar og konur fjöl- menntu til laugar og syntu, að þvf er virtist, án afláts. Eva Koistad, sem gisti Reykjavík þennan eina dag til þess að vera ræðumaður á há- tíðafundi vegna Kvennaársins, hafði látið í ljósi tvær óskir viðvikjandi dvöl sinni í Reykjavík. Þegar hún kom hingað árið 1968 á þing norrænna kven- réttindafélaga var henni sýnd laugin og síðan hefur hún átt þá ósk að mega baða sig í henni. Heitu pottarnir- snorra- laugarnar- og tengsl þeirra við höfund Heimskringlu vöktu ó- skipta athygli hennar. Og þeg- ar henni var tjáð-að sund hefði verið skyldunámsgrein í ís- lenzkum skólum i áratugi skyldi hún betur sundgleðina, er þarna ríkti. í framhaldi af skólasundinu barst talið að skólum almennt; 1 lögum um skólakerfi hér á landi er kveðið á um jafnan rétt kynjanna i skóla og mun það að einhverju leyti vera sniðið eftir svipuðu ákvæði i grunnskólalögunum norsku. En eins og Eva sagði — það er ekki nóg að setja ákvæðið í lögin — það verður að fylgja framkvæmd þess eftir. Norð- menn hafa, í kjölfar jafnréttis- ákvæðisins hjá sér, gert áætl- anir um og hafið endurskoðun á innihaldi skólabóka, endur- skoðun á kennaramenntun og endurhæfingu kennara sem þegar eru i kennslu, með tilliti til jafnrar stöðu karla og kvenna innan skólanna. Að loknum sundsprettinum var þeginn bolli af heitu kaffi Eva Talar“ eftir Ásmund Sveinsson hjá Önnu Sigurðardóttur að Hjarðarhaga 26, en Anna og Eva eru gamalkunnugar og hafa skrifrst á, f mörg ár. „Um hvað við skrifuðum" sagði Anna, „flest milli himins og jarðar s.s. misrétti og mann- réttindi, stöðu giftra kvenna innan heimilis og utan, skatta- mál hjóna og hjúskaparlög- gjöf. Eitt sinn fjölluðum við dálitið um það, hvernig kona, sem búin er að koma börnum sínum á legg, en sinnir eftir sem áður eingöngu um heimili, hættir oft að eiga ráð á tíma sínum. Aðrir setja á tíma hennar og segja sem svo að hún hafi svo litið um að hugsa o.s.frv. Eva tók þetta atriði lil um-' ræðu á fundi, þar sem hún hafði framsögu. Mjög margar konur tjáðu sig um þetta og sögðu fra reynslu sinni, við þessar aðstæður. Margar hafði langað til að nota tíma sinn, við störf á vinnumarkaðinum eða við félags- óg líknarmál. En þær megnuðu ekki að brjóta sér braut, út úr venju- bundnum farvegi, ýmist vegna skorts á viðurkenndri verk- kunnáttu, ónógum möguleik- um til endurhæfingar eða vöntunar á sjálfstrausti og hvatningu heimafyrir." Eva hafði mikinn áhuga fyr- ir að skoða Kvennasögusafnið hjá Önnu og hún undraðist hversu mikið og margvfslegt efni varðandi sögu og réttinda- baráttu kvenna var tiltækt og Anna sjófróð um þessi mál að fornu og nýju. Eva sagði, að samskonar söfn erlendis hefðu ótvfrætt sannað gildi sitt og hún vildi vita hverra erinda þeir kæmu, sem sæktu safnið. „Fólk, sem er að fara til út- landa á fundi og ráðstefnur og vill viða að sér efni áður, skóla- nemar og fólk i félagsmálum, sem er við ritgerða- eða ræðu- smið, fróðleiksfúst og forvitið fólk, jafnvel fólk, sem er að útkljá deilumál sín um eitt- hvert tiltekið atriði og ótal margt fleira, auk margra er- lendra gesta, sem hér eru á ferðinni", sagði Anna. Nú slóst Anna með í förina og andartak var litið inn í Nor- ræna húsið, en það var á loka- stigi, þegar Eva var hér sein- ast. „Þú talar íslenzku," sagði Eva við Maj-Britt Immander, forstöðumann hússins og hún svaraði brosandi „Ég held að annað mundi ekki duga hér.“ Heimsókn til Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara var önnur ósk Evu. Hinn sf- ungi listamaður við Sigtúnið sagði, þegar hann hafði verið kynntur fyrir Evu Kolstad, „Nú, þú ert þá frá Kolstöðum eins og ég.“ Listaverkin I vinnustofunni vöktu hrifningu gestsins, en þó eitt öðru fremur. Það er konu- mynd, steypt i eir, og heitir: EVA TALAR. „Já,“ sagði Ásmundur, „loksins talar Eva — en hvað segir hún?“ Og Eva Kolstad tók undir þá spurningu listamannsins, en bætti við, að ef til vill væri tilgangur Kvennaársins ein- mitt í því fólginn að gefa „EVUM“ um vfða veröld tæki- færi til að tala og fá fólk til að hlusta á sig. í ræðu sinni á fundinum í Háskólabfói sfðdegis sagði Eva m.a: „Hefði ekki verið betra að hafa Jafnstöðuár. Halda menn ekki að Kvennaár eigi einung- is að vera kvennahátíð“. Og ennfremur: „Hinar mörgu og fáránlegu athuga- semdir, sem við höfum fengið að heyra um Kvennaárið, sýnir öðru betur að slíkt ár á rétt á sér og hefur tilgang. „Flestar þjóðir viðurkenna grundvall- arsjónarmiðið um sömu mennt un. En 60% ólæsra í heiminum eru konur og hlutfall kvenna í hópi ólæsra hefur aukist síð- ustu 10 ár. Launamismunur kvenna og karla hefur líka vaxið síðasta áratug. í Banda- rfkjunum er álitið, að kona verði a.m.k. að hafa háskóla- próf til að geta þénað álíka og karlmaður með unglingapróf. Hvað hefur orðið um launa- jafnréttið"? „I Noregi virðist þróunin ekki vera i átt til launajafn- réttis. Nýlega raungerðist þar dæmi um úreltan hugsunar- hátt viðvíkjandi fyrirvinnu og hlutverkaskipan kynjanna, sem leiddi til þess, að konum var þokað til hliðar í atvinnu- lífinu, en karlar án fjölskyldu- ábyrgðar héldu störfunum af því að þeir voru karlar. Konur eru fyrst og fremst varavinnu- afl, sem kvatt er á vettvang, þegar á þarf að halda, en stuggað burt þegar hentar." „Venjur síast snemma inn í hugi manna. Nemendur I barnaskóla fengu ritgerðarefn- ið: Þegar ég verð 50 ára. Drengirnir skrifuðu allir um starfið, sem þeir höfðu, ýmist skemmtilegt, ábyrgðarmikið eða vel launað. Þeir minntust ekki á fjölskyldu eða tilfinn- ingamál. Stúlkurnar skrifuðu um hjónabandið og hversu mörg börn þær ættu, án þess að leiða hugann að þvf, að yfir- leitt eru börnin uppkomin þeg- ar foreldrarnir eru fimmtug- ir.“ „Og sem sönnun þess hvaða mynstur auglýsingar og viku- blöð skapa um hina sfungu og fögru konu, skrifaði ein stúlk- an: Þegar ég verð fimmtug verð ég dauð.“ „Efnt var til samkeppni I öllum skólum um efni, sem félli undir einkunnarorð Kvennaársins (jafnrétti- framþróun-friður) og barna- heimilin og forskólarnir urðu fyrst til að skila. Börnin voru m.a. spurð: Hvað er kona? Eitt svaraði: Ég þekki eina, en man ekki hvað hún heitir. Annað sagði: Mamma var einu sinni kona. Þriðja sagði: Gömul kona, en amma er ekki kona. Svo voru þau spurð: Hvað gerir kona? Svörin voru m.a.: Þær sýsla með börn og þess háttar. — Þær standa og horfa út um gluggann. Annars þvoðu þær upp. Þær þvoðu hræðilega mikið upp konurnar sem börnin lýstu. Mjög fátítt var að karlmaður tæki þátt í uppþvottinum. Við fengum að heyra um ófrískar konur, sem klifruðu á þökum til að gera við — af því enginn hjálpaði þeim. Við sáum þær líka bera þungar innkaupa- töskur af sömu ástæðu. Raunsæi barna jaðrar við kaldhæðni t.d. svaraði eitt barnanna spurningunni um það, hvað konur gerðu á þessa leið: Þær gifta sig og eignast börn. í heimi barnanna voru mjög fáar konur í atvinnulíf- inu. En eftir að fóstrurnar og kennararnir greinilega höfðu Eva Kolstad opnað augu þeirra, fóru þau að tala um konur sem bilstjóra, karlmenn sem önnuðust börn, konur sem fóru til tunglsins og karla, sem voru hjúkrunar- menn“. „I höfuðstöðvum S.Þ. er starfstilhögunin þessi venju- legi pýramídi. Karlmaður á toppnum. A næsta þrepi ein kona, Helve Sipil?ásamt hand- fylli af körlum. I fjórða lagi frá toppnum eru fjórar konur innan um fjölda karla, en í botnlagi pýramfdans eru kon- urnar — f haugum. Þegar Kvennanefndin árið 1970, beindi athugasemdum að ráðningarpölitík S.Þ. sjálfra varð uppi fótur og fit í topplög- um pýramídans, en ábending- in var tekin til greina og nú er það föst venja hjá S.Þ. og nefndum þeirra að gefa skýrslu reglulega til Kvenna- nefndarinnar um kynskipt- ingu starfsliðsins alls staðar i þessari stóru S.Þ. — fjöl- skyldu. I þessu felst framför þótt hægt gangi." Já Eva talaði f Háskólabíói og við förum ekki f grafgötur með það sem hún sagði. Bj.E. Menntamálaráðuneytið hefur látið þýða ræðu Evu Kolstad, sem hún flutti á hátíðafundinum 14. júnf s.I. Gestir á Kvennaársráðstefnunni á Hótel Loftleiðum f gær og f dag eiga þess kost að fá þýðinguna. Frá setningarhátíð Kvennaársins f Háskólabfó Siðustu helgina i apríl lagði ungl- ingasveit T R land undir fót og hélt norður til Akureyrar til keppni við heimamenn Teflt var á 12 borðum og fóru leikar svo að T. R sigraði með 7 vinningum gegn 5 Þessi úrslit hljóta að koma nokkuð á óvart, en þau sýna svo ekki verður um villzt, að unglingarnir eru þegar orðnir mjög öflugir skákmenn Sigur þeirra er góður, jafnvel þótt Akureyr- ingar hafi ekki teflt fram sinu sterk- asta liði Aftur á móti er það athygl- isvert, að á fjórum efstu borðunum þar sem reyndustu menn unglinga- sveitarinnar tefldu, sigruðu norðan- menn með 3—1. Úrslit á einstök- um borðum urðu annars sem hér segir 1 Margeir Pétursson 0—1 Halldór Jónsson 2 Þröstur Bergmann Vz—'h Jón Björgvinsson 3. Jón L Arnason Vi—Vi Ólafur Kristjánsson 4 Benedikt Jónasson 0—1 Guðmundur Búason 5 Þorsteinn Þorsteinsson 1—0 Júlíus Bogason 6 Bjarni Hjartarson 1—0 Hólmgrimur Heiðreksson 7 Einar Valdemarsson 1—0 Jóhann Snorrason 8 Hilmar Hansson 0—1 Margeir Steingrimsson 9 Jóhann Hermannss '/2—Vi Atli Benediktsson 10 Kjartan Tryggvason 1—0 Bragi Pálmason 11. Jóhann Hjartarson 'h—'h Jónas Þorbjörnsson 12 Jón Egill Kristjánss 1—0 Arngrimur Gunnhallsson Ósigur Margeirs Péturssonar á 1 borði kann að koma ýmsum á óvart, en þess ber þó að gæta, að Halldór Jónsson hefur um árabil staðið i fremstu röð islenzkra skákmanna og oft náð mjög góðum árangrí En sjón er sögu ríkari, hér kemur skák- in. Hvítt: Halldór Jónsson 0 Svart: Margeir Pétursson 0 Enskur leikur 1. Rf3 — Rf6, 2. g3 — g6, 3. Bg2 —r Bg7, 4. c4 — 0—0, 5. Rc3 — d6, 6. 0—0 — Rdb7, 7. Hb1. (Hvitur gat auðvitað beint skákinni inn i hefðbundin af- brigði kóngsindverskrar varnar með 7. d4, en þessi leíkur leíðir yfirleitt til mjög þægilegrar stöðu fyrir hvit- an). 7. — e5, 8. b4 — Rh5 (?) (Upphafið að rangri áætlun. Betra var 8 — c6) 9. d4 — f5? (Slæmur leikur, sem sýnir að svartur hefur hreinlega misskilið stöðuna. Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Nauðsynlegt og gott var að leika hér 9"— c6, og ef þá 10 c5, eða 10 b5 og þá d5 og svartur stendur vel). 10. c5! (Nú opnast allár flóðgáttir). 10. — a5? (svartur reynir að ná mótspili, en þessi leikur gerir aðeins illt verra 10. — dxc5, 1 1. bxc5 — Rxc5 gekk auðvitað ekki vegna 12 Ba3, en sennilega var illskást að leika 1 0. — Rdf6, þótt hvítur hefði þá mun betri stöðu eftir sem áður). 11. cxd6 — cxd6, 12. Rg5! (Nú vinnur hvitur lið og gerir um leið út um skákina 1 2. — De8 eða 1 2 — De7 gengur ekkí vegna 13. Rd5). 12. — axb4, 13. Ro6 — Da5. 14. Rxf8 — axb4, 15. Rxd7 — Bxd7, 16. Db3+ — Kh8, 17. Dxb7 — Hd8, 18. Be3 — Dxa2, 19. Dc7 — Bf6, 20. Hb8 — Hxb8, 21. Dxb8+ — Kg7, 22, Dxd6 — Da4? (22. — De6 hefði veitt meiri mótspyrnu en skiptir þó varla miklu úr því sem komið er). 23. Bc5 — h6, 24. Df8 — Kh7, 25. Bd5 og svartur gaf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.