Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 16

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNI 1975 Útgefandi hffcÁrvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40,00 kr. eintakið það ekki svo að þetta fyrir- tæki sé betur statt en önnur fyrirtæki í Iandinu, nema síður sé. Áður en Alþingi lauk störfum í vor voru samþykkt lög um stór- fellda ríkisábyrgð Flug- leiðum til handa, ekki ein- vörðungu til að kaupa flug- vélar, heldur einnig í þeim tilgangi að tryggja rekstur félagsins. Aðeins nokkrum vikum seinna eru útgjöld fyrirtækisins aukin um 200 milljónir króna vegna Samningar við flugmenn Kauphækkanir þær, sem flugmenn hafa nú knúið fram í kjarasamn- ingum við flugfélögin, hafa vakið almenna furðu, enda eru þær í hrópandi ósam- ræmi við þá almennu stefnumörkun í kjaramál- um, sem lögð var með heildarsamningum Al- þýðusambandsins og Vinnuveitendasambands- ins fyrir skömmu. Á sama tima og verkamenn verða að sætta sig við 7.400 kr. hækkun á mánaðarkaupi er gengið að afarkostum flugmanna þannig að þeir fá allt aö 100.000 kr. kaup- hækkun á mánuði. Kaup- hækkun flugmanna ein út af fyrir sig er því í mörgum tilvikum tvöfalt hærri en máanaðarkaup verka- manna var fyrir siðustu kjarasamninga. Við þær erfiðu aðstæður, sem þjóðin á við að stríða má öllum vera Ijóst, að þessi niðurstaða í kjara- samningum flugmanna er með öllu óþolandi. Eins og sakir standa fer enginn i grafgötur um, að svigrúm til almennra kauphækkana er nánast ekkert, ef menn ætla að koma í veg fyrir nýja kollsteypu i efnahags- málum. Heildarsamtök launþega hafa sýnt nokk- urn skilning á þessum aðstæðum. Láglaunafólk hefur því orðið að taka á sig auknar byrðar í veru- legum mæli. Þegar svo er ástatt er með engu móti unnt að réttlæta það, að hæstlaunuðu launþcgarnir fái svo gífurlegar kaup- hækkanir, sem raun varð á í kjarasamningunum við flugmenn. Upplýst hefur verið, aö kauphækkanir þær, sem Flugleiðir hafa samþykkt að greiða flugliðum sínum muni kosta félagið 200 milljónir króna á ári. Nú er kauphækkana til fluglið- anna éinna saman. Örn Johnsen einn af for- stjórum Flugleiða hefur lýst yfir því, að stjórn félagsins telji þessa kaup- hækkun of mikla, en fyrir- tækið hafi verið neytt til þess að ganga að þessum samningum með því að við- semjendur þess beittu hörðu. Ljóst er, að vinnu- stöðvanir flugmanna og ýmis konar skæruhernaður getur valdið ómældu tjóni og lagt þessa atvinnustarf- semi í rúst á skömmum tíma. En vitaskuld verður það ekki þolað til lengdar, að þessi starfsstétt geti ein út af fyrir sig hagnýtt sér þessar aðstæður á þann hátt sem gert hefur verið. íslenzkir flugmenn vinna að sjálfsögðu mjög mikilvæg störf og ábyrgðarmeiri en ýmsir aðrir og því eðlilegt að þeir hafi góð laun. En með nýgerðum samningum hefur verið gengið feti of langt. Þessir samningar varpa skýru ljósi á nauð- syn þess að vinnulöggjöf- inni verði breytt. Það eru beinlínis hagsmunir launþegasamtakanna, að unnið verði að breytingum í þessum efnum þannig að fámennir starfshópar geti ekki misnotað aðstöðu sína með þeim hætti, er oft- sinnis hefur átt sér stað. Flugmenn hafa komizt upp með það að miða kjör sín við laun starfsbræðra sinna erlendis. Enginn önnur stétt hefur komizt i þessa aðstöðu. Og það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, hvernig farið hefði, ef almennir kjara- samningar nú hefðu tekið mið af launum þar sem þau bezt gerast erlendis. Raunar hefur engum heil- vita manni dottið slikt í hug, enda er slíkur saman- burður villandi. Niður- staða þessara kjarasamn- inga við flugmenn er því óeðlileg og ennfremur háskaleg, þegar kjaramál alþýðu eru á svo viðkvæmu stigi, sem raun ber vitni um. Það verður að koma í veg fyrir, að þessi saga endurtaki sig. Unglingarnir tapa — ríkið græðir -f athyglisverðri 1 skýrslu Sigurbjörns Þorbjörnssonar ríkisskatt- stjóra, er hann samdi fyrir fjármálaráðuneytið um staðgreiðslu opinberra gjalda, kemur m.a. fram, að um það bil 300 millj. kr. i sparimerkjum fari í súg- inn með einum eða öðrum hætti. Unga fólkið, sem skylt er að kaupa spari- merki lögum samkvæmt, tapar því verulegum fjár- hæðum á ári hverju. Ríkisskattstjóri gerir ráð fyrir í skýrslu sinni, að fjárhæö óframvísaðra sparimerkja, sem seld voru í Reykjavík á síðasta ári hafi numið 139 millj. kr. Hann segir ennfremur, aö meginhluti þessara verö- mæta sé sparendum senni- lega glataður, annað hvort týndur eða farinn for- görðum á annan hátt, enda sé erfitt f-yrir unglinga að botna í kerfinu eða gera sér grein fyrir raun verð- mæti merkjanna. Þetta eru mjög alvar- legar upplýsingar og þær sýna glöggt hversu opinber skriffinnska getur verið varasöm. Þegar þessar staðreyndir hafa verið dregnar fram í dagsljósið, hlýtur það að verða stjórn- völdum hvatning til þess að koma á einfaldara kerfi í því skyni að koma í veg fyrir að ungmenni tapi svo miklum verðmætum á lög- mæltum skyldusparnaði sem raun hefur orðið á. ('Heimiiisiæknjngar l ) Hópstarf lækna og heilsugæzlustöðvar eftir Örn Bjarna- son lækni A síðastliðnum vetri var nokk- uð rætt í fjölmiðlum um heimilis- læknaskort í Reykjavík. Trúlegt er að einhverjum þyki undarlegt að nýliðumyngri lækna í heimilislækningar skuli ganga treglega á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og æ auðveldara reyn- ist að fá lækna til starfa í dreif- býli. 1 grein þessari verður rætt al- mennt um orsakir heimilislækna- skorts, raktar hugmyndir lækna um hópstarf, greint frá ákvæðum um heilsugæslu og heilsugæslu- stöðvar í nýrri Iöggjöf, aðgerðum í dreifbýli og að Iokum frá tillög- um, sem fram hafa komið um skipan mála í Reykjavík. SKORTUR A HEIMILISLÆKN- UM. Heimilislæknaskortur hérlend- is er ekki nýtt fyrirbæri, því allt frá 1760 hefur reynst erfitt að fullskipa læknishéruðin. Þó fór fyrst verulega að síga á ógæfuhliðina eftir að sérhæfing hófst að marki í heimsstyrjöld- inni síðari. Fram að þeim tíma höfðu ís- lenskir læknar einkum haldið til meginlands Evrópu í sérfræði- nám og stunduðu margir er heim kom jöfnum höndum almenn læknisstörf og störf í sérgrein sinni. Þegar Evrópa lokaðist lá leið þeirra, sem í framhaldsnám fóru, vestur um haf. Að heimsstyrjöldinni lokinni leituðu læknar einnig til Norður- landanna, einkum Svíþjóðar, enda reyndist auðvelt að komast að, vegna læknaskorts vestan hafs og austan. Hefur síðan að jafnaði þriðj- ungur íslenskra lækna verið sam- tímis við nám og störf erlendis. Þeir sérfræðingar sem heim sneru, settust flestir að í Reykja- vík. Yngri læknar, sem fóru til starfa í dreifbýli, voru flestir stuttan tíma í héraði, læknaskipti voru mjög tíð og héruðin oft læknislaus langtímum saman. Fyrir 10 árum var svo komið að heiíir landshlutar voru að verða Iæknislausir. ORSAKIR LÆKNASKORTS Ekki er ágreiningur um, hvað hefur valdið þessum læknaskorti, en helstu orsakir eru: Námsuppeldi, sem beinir lækn- um að sérhæfingu, léleg starfs- skilyrði og fagleg einangrun. Þegar ljóst varð að hverju stefndi var farið að leita úrræða til þess að stemma stigu við vand- anum. Bentu yngri læknar á að lausn- in gæti verið fólgin i þvi, að búa heimilislæknum starfsskilyrði, sem væru lík því, sem sjúkrahús- læknar hafa. Tóku þeir upp tillögu um hóp- starf lækna, sem fram hafði kom- ið í Læknafélagi Reykjavikur og síðar verður vikið að. HÖPSTARF HEIMILISLÆKNA Hópstarf lækna felst í því, að heimilislækningar eru stundaðar af almennum læknum, sem starfa mjög náið saman, leita ráða hver hjá öðrum um rannsóknir, grein- ingu sjúkdóma og meðferð og hafa sameiginlega spjaldskrá með upplýsingum um þann hóp, sem þeir veita þjónustu, en fólki er heimilt að leita til þess læknis, sem það kýs, hver einstaklingur velur sér heimilislækni úr hópn-, um. Heppilegasta stærð á slíkum samstarfshóp eru 3 Iæknar, sem sinntu 5-6000 manns í héraði eða hverfi. Læknahópurinn hefur nokkra starfsskiptingu og nýtur aðstoðar ritara og annars sérmenntaðs starfsliðs. Hópurinn hefur sameiginlegt húsnæði í heilsugæslustöð. Auk almennrar læknisþjón- ustu annast hópurinn einnig heilsuvernd. HÓPSTARF tJTI A LANDI Undirbúningur hópsstarfs hófst um 1965 og hefur slík sam vinna heimilislækna þegar tekist víða úti á landi. Varð þaðan af auðveldara að koma slíku samstarfi á, að sveita- stjórnir gerðu víða nauðsynlegar ráðstafanir til þess að búa lækn- um betri starfsskilyrði og Alþingi gerði veigamiklar og merkar breytingar á löggjöfinni. Með nýjum læknaskipunarlög- um árið 1965 var fjöldi héraða ákveðinn 54 og jafnframt kom nýtt ákvæði um að ráðherra væri heimilt að sameina héruð, að upp- fylltum vissum skilyrðum og árið 1969 var aftur gerð breyting á læknaskipunarlögum og var nú sett inn ákvæði um að ráðherra væri heimilt að sameina héruð og stofna læknamiðstöðvar. Voru nú sköpuð skilyrði til hóp- starfs lækna í dreifbýli, en fram að því hafði hópstarf tekizt í kaupstöðum og stærri þéttbýlis- kjörnum. Loks skal skrefið stigið til fulls með setningu laga um heilbrigðis- þjónustu nr. 56/1973, sem gildi tóku 1. jan. 1974. HEILBRIGÐISLÖGGJÖF Heilsugæsla merkir í lögunum heilsuverndarstarf og allt lækningastarf, sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum. Um starfsvið heilsugæslustöðva er fjallað i 21. grein, en í stöðvunum skal veita þjónustu eftir því sem við á, svo sem hér segir: Almenna læknisþjónustu, vakt- þjónustu og vitjanir til sjúklinga. Lækningarannsóknir. Sérfræðilega læknisþjónustu og tannlækningar. Hvers konar heilsuvernd, þar með taldar hóprannsóknir og skipuleg sjúkdómsleit. Að heilsugæslustöðvum skal ráða ljósmæður, hjúkrunarkonur, lækna og tannlækna og greiðast laun þeirra úr ríkissjöði, en laun annarra starfsmanna og reksturs- kostnaður greiðist af viðkomandi HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR Eins og lögin bera með sér er heilsugæslustöðvum ætlað mikið hlutverk. Ljósmæður og hjúkrunarkonur gegna þar veigamiklum störfum, enda starfa þær ýmist sjálfstætt eða í samvinnu við lækna og við bætist ýmislegt sérhæft starfslið, ritarar og meinatæknar svo nokk- uð sé talið. Til þess að vel takist og þetta þjónustuform uppfylli þær vonir, sem við þær eru bundnar, þarf að koma á skipulegu hópstarfi þeirra heilbrigðisstétta sem starfa í stöðvunum. Með því að taka upp nútimaleg vinnubrögð verður hægt að bæta úr ágöllum núverandi kerfis og leggja meiri áherslu á sjúkdóma- varnir en nú er gert. Reynt verður að haga starfsem- inni þannig, að sem mest af rann- sóknum og meðferð fari fram utan sjúkrahúsa og sjúkum, las- burða og öldnum verði gert kleift að dvelja sem lengst heima fyrir. Starfsskilyrði úti á landi hafa víða batnað verulega og eru sums staðar orðin afbragðsgóð, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa, yngri læknar eru fúsari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.