Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 18

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JtJNl 1975 Kvenfélagasamband S-Þingeyjarsýslu 70 ára um þessar mundir Björk, Mývalnssveit, 12. júní — KVENFÉLAGASAMBAND S- Þingeyjarsýslu, elzta kvenfélaga- samband á Islandi, var stofnad 7. júnf 1905 að Ljósavatni. Er það þvf 70 ára um þessar mundir. Hélt sambandið aðalfund sinn dagana 4. til 5. júní síðastliðinn að Hafralækjarskóla í Aðaidal f boði kvenfélags Nessóknar. Þar mættu að venju fulltrúar allra félaga innan samhandsins og nokkrir gestir. Starfsemin hefur verið með ágætum liðin ár, en vegna afmælisins hyggst sam- bandið gefa út bók, sem væntan- lega kemur út núna síðast í þess- um mánuði. 1 bókinni er saga sambandsins og allra félaga innan þess. Einnig gamlar og nýjar ritsmíðar ýmissa félagskvenna. I lok aðalfundarins að kvöldi 5. júní hélt sámbandið afmælisfagnað sinn í félags- heimilinu á Húsavfk og var samankomið fjölmenni, félags- konur og gestir. Dagskrá var vönduð og skemmtileg. Bárust sambandinu margar árnaðaróskir og gjafir frá velunnurum sínum. Tvær konur voru gerðar að heiðursfélögum vegna mikilla og góðra skrifa fyrir félagið, þær Kristjana Árnadóttir, Grfmshús- um, og Dagbjört Gísladöttir, Laugafelli. Einnig var í þessum fagnaði Ragnheiði Sigur- geirsdóttur á Öxará veitt viður- kenning fyrir bezt unna nýja muni, sem voru á heimilisiðnaðar- Nýtt verð á spærlingi og makríl YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins ákvað á fundi f dag eftirfarandi lágmarksverð á spærlingi og makríl til bræðslu. Spærlingur, hvert kg. kr. 1.00 Verðíð gildir frá byrjun spærl- ingsveiða sumarið 1975 til 31. des- ember 1975, en er uppsegjanlegt með viku fyrirvara miðað við 15. ágúst og síðan. Makrfll, hvert kg. kr. 4.60. Verðið gildir frá byrjun makríl- veiðasumarið 1975 til 31. desemb- er 1975, en er uppsegjanlegt með viku fyrirvara frá 15. ágúst 1975 og siðan. Verð á spærlingi var ákveðið með atkvæðum oddamanns og fulltrúa kaupenda gegn atkvæð- um fulltrúa seljenda, en verð á makril var samþykkt með sam- hljóða atkvæðum allra nefndar- manna. I yfirnefndinni áttu sæti: Ölaf- ur Davíðsson sem var oddamaður nefndarinnar, Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnús- son af hálfu kaupenda og Ingimar Einarsson og Tryggvi Helgason af hálfu seljenda. Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins. — Ekkert leyfi Framhald af bls. 32 formaður Sölusambands ísl. fiskframleiðenda sagði í sam- tali við Morgunblaðið i gær, að þá um daginn hefði komið skeyti frá Spáni, sem í stóð að innflutningsleyfið hefði enn ekki fengizt — og yrði í fyrsta lagi í næstu viku. — Þetta er hin spánska ,,manana“, sagði Tómas. S.I.F. menn eru ekki óvanir því, að dráttur sé á inn- flutningsleyfum á Spáni, því á árinu 1968—1969 kom þetta margoft fyrir. Þá reyndu spænsk yfirvöld að draga leyf- in á langinn til að hafa sína útgerðarmenn góða. sýningu, sem sambandið gekkst fyrir á þjóðhátíð á Laugum 16. til 17. júní 1974. 1 sambandinu eru 14 félög og 487 félagar. 1 stjórn félagsins eru nú: Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, formaður, Elín Aradóttir, Þuriður Hermannsdóttir, Helga Jóseps- dóttir og Jóhanna Steingríms- dóttir. — Kristján. Bandalag kvenna fagnaði 19. júní BANDALAG kvenna í Reykjavík minntist þess 19. júní, á kvenna- ári 1975, á ÞingvöIIum að 60 ár voru liðin frá þvf að íslenzkar konur hlutu kosningarétt og kjör- gengi. Fóru 230 konur, fulltrúar félaganna f Bandalaginu, til Þing- valla f 5 stórum áætlunarvögnum og nutu þar hádegisverðar, en ræður voru fluttar og mikið sungið. Geirþrúður Hildur Bernhöft, formaður Bandalagsins, flutti ávarp. Unnur Schram, varafor- maður bandalagsins og formaður Thorvaldsensfélagsins, flutti ræðu. Einnig fluttu ræður Katrín Helgadóttir skólastjóri Hús- mæðraskólans og Steinunn Finn- bogadóttir, formaður Ljósmæðra- félagsins og loks flutti ávarp Sigurveig Sigurðardóttir. Veizlu- stjóri var Halldóra Eggertsdóttir. A eftir fóru konur til Lögbergs, þar sem sr. Eiríkur Eiríksson flutti Iýsingu Þingvalla. Veður var gott og Þingvellir upp á sitt fegursta. — Fiskur til mjölvinnslu Framhald af bls. 2 Fiskur, annar en síld, luðna, karfi steinhílur, hvert kj» kr. 0.57 Karfi, hvert kj» kr. 1.39 Steinhftur, hvert k« kr. 0.37 Verðið er uppsegjanlegt með viku fyrirvara miðað við 1. októ- ber 1975 og síðan. Verðið er miðað við, að seljend- ur skili framangreindu hráefni í verksmiðjuþró. Karfabeinum skal haldið að- skildum. Verðið er ákveðið með atkvæð- um oddamanns og fulltrúa kaup- enda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. 1 yfirnefndinni áttu sæti Ólafur Davíðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Guð- mundur Kr. Jónsson og Gunnar Ólafsson af hálfu kaupenda og Eyjólfur Martinsson og Ingimar Einarsson af hálfu seljenda. Veitt úr Rit- höfundasjóði STJÓRN Rithöfundasjóðs Islands hefur ákveðið að úthluta eftir- töldum rithiifundum úr sjóðnum árið 1975, hverjum um sig 200 þúsund krónum: Jóni Helgasyni, ritstjóra, Steinari Sigurjónssyni og Vésteini Lúðvíkssyni. — Togaradeilan Framhald af bls. 32 fund með bókagerðarmönnum og vinnuveitendum þeirra. Var á fundinum ákveðið að setja á lagg- irnar undirnefndir og boðað til nýs fundar á þriðjudag nk. Þá tókust I gær samningar við kjöt- iðnaðarmenn hjá sáttasemjara og var þar samið á grundvelli ASl — VSl samkomulagsins. r — I kröggum Framhald af bls. 3 hjá Skúla Sigurðssyni, skrifstofu- stjóra Húsnæðismálastofnunar og einum þessara 3ja manna, að málið hefði verið tekið til athugunar og staðfesti Skúli að framkvæmdin við stigahúsið nr. 12 við Asparfelli hefði dregizt mjög á langinn, sérstaklega af völdum fjármagnsskorts. Sagði Skúli auðsætt að rót þessa vanda- máls væri, að byggingarfélagið hefði gert fastan verðsamning við húsbyggjendur árið 1972 en síðan hefði byggingarkostnaður við húsið stigið yfir 100% á rúmu ári án þess að innborganir húsbyggj- enda breyttust nokkuð. Skúli kvað nú beðið átekta eftir niður- stöðum viðræðna er fram færu milli forráðamanna BSAB og hús- byggjenda um að hinir síðar- nefndu greiddu meira fé af hendi til að ljúka við ibúðirnar að Asparfelli 12, en Skúli kvað það rétt vera að algjörlega væri búið að loka fyrir frekari lánafyrir- greiðslu til BSAB hjá lánastofn- unum. Þá hefur Morgunblaðið einnig fregnað að til tals hafi komið, að BSAB hætti nú algjör- lega afskiptum af byggingarfram- kvæmdum við Asparfell 12 en húsbyggjendur tækju I stað þess sjálfir við og önnuðust öflun fjár- magns og framkvæmdir til að full- gera íbúðirnar sem hér um ræðir. — Laun Framhald af bls. 15 Stern, sem á miðvikudag birti eftirrit af sfmtali Helmuts Kohl, formanns flokks kristilegra demókrata og dr. Kurts Bieden- kopf, aðalritara flokksins. Leið- togahæfileikar Kohls voru meðal umræðuefna í símtalinu. — Fundir Framhald af bls. 15 gær komu sér saman um að my.nda einn her úr sveitum sínum þremur, hafa lýst bjartsýni sinni um góðar niðurstöður af fundun- um. Fundirnir byrjuðu á mánu- dag að undirlagi Jomo Kenyatta, forseta Kenya. — Fiskverð Framhald af bls. 32 kíló 1. flokks, og ennfremur verð á öðrum kolategundum, en verðið skal gilda frá 1. júní til 31. desem- ber nk. Var kolaverðið samþykkt með samhljóða atkvæðum allra nefndarmanna. Eins og að framan greindi gerði Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, og annar fultrúi kaup- enda sérstaka grein fyrir atkvæði sínu. Kemur þar fram, að nýgerð- ir kjarasamningar og þessi fisk- verðsákvörðun muni leiða af sér 1500 milljón króna aukin útgjöld fyrir frystihúsin á ári. ,,Þar sem inneign frystideildar í verðjöfn- unarsjóði hefur nú þegar verið eytt og þar sem ríkisstjórnin hefur engar ráðstafanir gert til þess að fiskvinnslan geti mætt þessari útgjaldaaukningu, þá greiði ég atkvæði gegn þessari fiskverðsákvörðun,“ sagði Eyjólf- ur í greinargerð sinni. I tilefni af þessari verðákvörð- un hafði Morgunblaðið einnig samband við aðra hagsmunaaðila og leitaði álits þeirra á hinu nýja fiskverði. Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambands Islands, .sagðist að sjálfsögðu fagna hverju þvl sem áynnist til að bæta kjör sjómanna. Hann sagði að vísu væri þetta sú hækkun sem þeir væru búnir að heyra ávæning af. Hann kvaðst þó ekki búast við, að fyrrgreind fiskverðsákvörðun myndi hafa nein úrslita áhrif á gang togaradeilunnar, þó að hún fæli óneitanlega í sér nokkra kauphækkun fyrir fiskimennina. Árni Benediktsson fram- kvæmdastjóri Kirkjusands hf. hafði þetta að segja: „Við erum dálítið óhressir yfir þessu. Það er stefnt í geysilegan hallarekstur, nema eitthvað ann- að komí til. Ég leyfi mér fyrir mitt leyti að vona í lengstu lög, að þetta eitthvað annað komi til.“ Kristján Ragnarsson, annar fulltrúi seljenda í yfirnefndinni, vildi hins vegar ekkert láta eftir sér hafa um verðákvörðun þessa, þar eð hann hefði átt sæti I nefnd- inni. — Amin Framhald af bls. 1 að semja við Amin en að hann sé fús að fara til Uganda og ræða við hann almennt um vandamál i sambúð Bretlands og Uganda ef Amin náðar Hills. Talið er víst að mál Hills hafi borið á góma á sveitasetri Harold Wilsons, Chequers, þar sem brezka stjórnin sat á fundi í dag um erfiðleikana i efnahagsmálun- um. Fyrr i dag var talið að brezka stjórnin væri ekki viss um hvort Amin væri alvara eða ekki og samkvæmt góðum heimildum átti að taka afstöðu til þess hvort Callaghan skyldi Iáta undan kröfu Amins og fara til Kampala til að bjarga lífi Hills. Upphaflega átti að taka Hills af lifi á morgun en aftökunni var frestað til mánudags, sennilega til þess að Callaghan gæfist ráðrúm til að fara til Uganda. Sautján ára gamall sonur HiIIs, Hansen, kom til Kampala með sömu flugvél og Blair hers- höfðingi og Grahame majór. Ut- varpið i Uganda sagði fyrst eftir komu þeirra að þeir hefðu rætt við Amin en aðeins um hermál. Seinna sagði útvarpið að Amin hefði farið til Gulu- flugstöðvarinnar áður en brezku fulltrúarnir gætu afhent orðsend- ingu drottningar. Vonir um að Hills yrði náðaður höfðu aukizt við það að Smolen var sýknaður og drottningin sendi Blair og Grahame til Kampala og einnig vegna þess að Jomo Kenyatta, forseti Kenya, vill að Amin náði Hills og að æðstu menn aðildarlanda Einingarsamtaka Afríkurikja (OAU) koma til fundar í Kampala í næsta mánuði. Smolen var leystur úr haldi þegar hann hafði verið sýknaður — Saltfiskur Framhald af bls. 3 fiskimið, meS tækjum sem gefa grið uppvaxandi fiski. En það kom fleira til en aukinn smáfiskur. j kjölfar gengisbreyt- inga í september 1974 og febrúar 1975 komu auknar álögur. Út- flutningsgjöld voru hækkuð, fyrst úr 3,9% i 9,4% og svo t 15,4%. Að meðtöldu magngjaldi greiðir nú saltfiskurinn um 18% i út- flutningsgjöld. j framhaldi af siðustu gengisfell- ingu t febrúar var útflutningsgjald af saltfiski aukið úr 9,4% t 1 5,4% eða um 6% á sama tíma og við- bótin á frystar afurðir var 4% — og var þó ærin. I verðjöfnunar- sjóði fékkst viðmiðunarverð hækkað á freðfiski til samræmis við hin auknu útflutningsgjöld, en meiri hluti stjórnar saltfiskdeildar verðjöfnunarsjóðs hefur algjörlega synjað um samsvarandi leiðrétt- ingu fyrir saltfiskinn." Undir lok ræðu sinnar vék Tóm- as nokkuð að þeim gróusögum, sem hafa verið á lofti um S.Í.F. og stjórnarmenn þess og þá sérstak- lega hann sjálfan á þessu ári. „Gróa á Leiti hefur verið at- hafnasöm nú sem fyrr. Lengst af var talið að henni dygði ein fjöður til að gera úr 5 hænur, en nýjasta afrek hennar, sem mérer kunnugt um, eru 40 hænur án þess að þurfa nokkra fjöður. Ég hefi þekkt saltfiskverkun frá barnæsku og setið i stjórn SÍF frá 1960. Ég hafði orð á þvi um ára- mót við samstarfsmenn mína í stjórninni, að 15 ár væru nægi- lega langur timi i sliku starfi. Að minu áliti eiga þeir einir að eiga sæti i stjórn SÍF og annarra félags- samtaka í sjávarútvegi, sem hafa að aðalstarfi öflun fisks og verkun hans, en þá sérstöðu, sem skapað- ist hér við stofnun þessara sam- taka, að Landsbanki fslands á hér fulltrúa, vil ég virða á meðan hann óskar þess, og svo hins vegar með fulltrúa SfS, sem ég tel sjálf- sagðan. Það er staðreynd, að til eru ávallt öfl i þjóðfélaginu, sem hafa áhuga á að riðla samstöðu okkar i samtökunum og hafa því reynt að sverta bæði samtökin og forystu- menn þeirra. Svó langt hefur verið gengið i þessum árásum, að ég hefi kallað það tilraun til að koma okkur eða mór i einskonar mann- orðshakkamaskinu þeirra, sem hafa gert það að ævistarf i að fóðra hana og snúa, enda munu þeir og var þegar kvaddur á fund Amins sem sagði honum að mál hans sýndu að dómstólar I Uganda væri óhlutdrægir hvað sem rógberar fjandsamlegir Ugandastjórn segðu. Smolen þakkaði forsetanum, sagði honum að hann hefði sætt góðri meðferð í fangelsinu og kvaðst mundu halda áfram störfum I Uganda þar sem hann hefur reist skóla. Amin óskaði honum velfarnaðar og þeir stilltu sér upp fyrir framan ljósmyndara ásamt dómendum. — KR vann Framhald af bls. 31 Valur er með sjö stig eftir 5 leiki, Fram með 6 stig eftir 4 leiki, IBV 5 stig eftir 4 leiki, IBK og FH eru með fæst stig, eða 3 að 4 leikjum loknum en þau lið leika saman i dag. 0 I leik KR og Víkings var Atli Þór Héðinsson sterkastur i liði hinna svart/hvítu og mörk hans tryggðu liðinu sigur. Þá barðist Jóhann Torfason mjög vel. Sömu sögu er að segja um Halldór Björnsson og varnarmennirnir komust allir mjög þokkalega frá leiknum. Hjá Vlkingunum var enginn einn leikmaður afgerandi, Guðgeir Leifsson var t.d. í mjög strangri gæzlu i leiknum og átti því erfitt um vik. Ragnar Gísla- son, bakvörðurinn ungi, vex með hverjum leik og var einna beztur Víkinganna ásamt Jóhannesi Bárðarsyni. 0 1 stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugardalsvelli 20 júni. KR — Víkingur 2:0. Mörk KR: Atli Þór Héðinsson á 9. og 81. mínútu. Aminningar: Helgi Helgason, Róbert Agnarsson og Kári Kaaber, Vikingi, og Baldvin Elias- son, KR. Ahorfendur: 486. hafa tileinkað sér inntak þessarar visu: Ef viljirðu svivirða saklausan mann, þá segðu engar ákveðnar skammir um hann, en láttu það svona i veðrinu vaka, að þú vitir hann hafi unnið til saka. Ég þarf ekki að fjölyrða um þessi mál, þau eru flestum kunn. Það virðist augljóst, að ýmsir geti ekki unað þvi, að saltfiskfram- leiðslan fái að njóta þess, að vel hefur til tekizt um sinn, og i stað þess að fagna þvi, þá skera þessir aðilar upp herör gegn þeim, sem hefur lánazt starfsemin með þrot- lausri vinnu. En við erum ekkert fremri þeim, sem hæddur var og munum taka þvi sem að höndum ber." í skýrslu stjórnar S.Í.F. kom fram, að þann 1. júní s.l. höfðu verið saltaðar 29 þús. lestir af þorski oa 1500 lestir af ufsa á þessu ári, og væri það ivið meira en i fyrra. Þegar búið væri að afhenda fisk upp i alla þá samn- inga, sem S.Í.F. hefur gert að undanförnu, þá mun það vera i islenzkum krónum sem næst 6V2 milljarður þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun. Afskipanir á blautverkuðum fiski, framleiddum 1975, standa nú sem hér segir. lestir Spánn 3200 Portúgal 16.243 ítalia 879 Alls eru þetta 20.322 lestir, en á sama tima í fyrra höfðu verið fluttar út um 11.000 lestir. — Stuttu fyrir áramót sendi stjórn S.f.F. sjávarútvegsráðuneytinu beiðni um 20 króna uppbætur á kíló af verkuðum ufsa. löngu, og keilu úr gengishagnaðarsjóði. Svar barst dags. 8. janúar s.l. og synjaði ráðuneytið algjörlega þessari beiðni og kom þarfram, að ráðuneytið ætlaðist til þess að S.Í.F. leysti vandamál þessara teg- unda út af fyrir sig. Eins og fyrr segir var Tómas Þorvaldsson endurkjörinn formað- ur Sölusambands isl. fiskframleið- enda á stjórnarfundi, sem haldinn var eftir aðalfundinn. Aðrir i stjórn eru: Sigurður Markússon, Reykja- vik, Jón Ármann Héðinsson, Kópavogi, Jón Axel Pétursson, Reykjavik, Margeir Jónsson, Keflavik, Sighvatur Bjarnason, Vestmannaeyjum, og Bjarni Jó- hannsson, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.