Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 20

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNl 1975 Jakob V. Hafstein lögfræðingur: RegnbogasiluMnrinn FORSENDUR FYRIR AÐLÖGUNARERFIÐ- LEIKUM Til þess að skilja betur forsend- urnar fyrir þvi, hvers vegna regn- bogasilungurinn á í erfiðleikum með aðlögun að nýjum náttúrleg- um umhverfisaðstæðum, ólíkum upphaflegu lifsumhverfi og að- stæðum i straumvötnum vesturstrandar Bandarikjanna og ef þar af leiðandi engin hætta fyrir lífkerfi vatna í löndum þeim, sem getið hefur verið, og þá heldur ekki á íslandi, þótt hann sleppti úr eldisstöðvum út í vatnahverfin, cins og drepið hef- ur verið á, er rétt að benda á nokkur dæmi og tilvik þessu til skýringar. Fyrst má benda á ána Wye i Englandi, sem frávik frá aðalregl- unni. Regnbogasilungur slapp úr eldistöð i á þessa árið 1910. í þessari á er nú regnbogasilungur á 20 km svæði, efst i ánni. Tak- markast svæði þetta að ofan af náttúrulegri hindrun fyrir fisk- inn, en neðan við þetta svæði af engu öðru en öðrum vatnafiska- tegundum (Willy Haufmann, Hans Peterson). Áin á þessu svæði hefur háa súrefnisgráðu, eða pH 7,6—8,1, verður aidrei heitari en 18° og frá október til marz mánaðar meðalhita um 8°. Þessar aðstæður eru taldar mjög hagstæðar regnbogasilungnum. En svipaðar aðstæður fyrirfinn- ast ekki á Islandi. Næst má benda á Dammbacken við Hedemora f Svíþjóð, þar sem regnbogasilungur slapp úr eldis- stöð árið 1927 og náð hefur nokk- urri staðfestu (Limnalog: Hans H. Peterson). Uppstreymis er hér um að ræða náttúrulegar hindran- ir fyrir göngufisk, en neðan við svæði regnbogaurriðans er all- mikil gedduveiði og stöðuvatnið Viggen. Hitastig og sveiflur á því i Dammbácken ásamt hraða vatnsrennslis, dýpt og botnlagi, er svipað og í ánni Wey á Englandi. Bæði þessi dæmi benda ótvi- rætt á þá staðreynd, að regnboga- silungurinn þarf sérstakar og hagstæðar aðstæður til staðfestu og varanlegrar dvalar og þróunar f vatnasvæði og hins vegar einnig, sem er mikilvægt, að hann aðlag- ast mjög takmarkað og illa um- hverfi og aðstæðum annarra fiskategunda og raskar því ekki líffræðilegri keðju ákveðinna náttúrulegra vatnasvæða að neinu ráði, sem hættu gæti haft i för með sér. Það er ekki fyrr en á allra siðustu árum, sem vatnafiskalíf- fræðingar hafa með rannsóknum og óvefengjanlegum dæmum get- að sannað og sýnt fram á aðlög- unarerfiðleika regnbogasilungs- ins í náttúrulegum nýjum vatna- svæðum og samneyti við aðrar vatnafiskategundir og þar með hættuleysi regnbogasilungsins gagnvarf Iffkerfi vatnasvæða, þar sem hann áður hcfur ekki verið staðbundinn. Ein af aðalástæðunum í þessum efnum er sú staðreynd, hvaða líf og þróun regnbogasilungsins er bundin við straumvatn sem býr yfir allháu hitastigi og rikum súr- efnisforða og kalkefnum. EYRUGGINN t þessu sambandi er einnig gerð og stærð eyrugganna á regnboga- silungnum grundvallaratriði. Eyruggar regnbogasilungsins eru stórir og þvervaxnir í samanburði við eyruggana á laxi, urriða og bleikju. Og með því að kanna þetta atriði og rannsaka bæði i fiskiræktarstöðvum, í fiskabúrum á rannsóknarstofum og við að- stæður, gerðar af mannavöldum, sem líkjast fullkomlega náttúrulegum umhverfisgæðum regnbogasilungsins, hefur komið f ljós, að gerð eyruggans á regn- bogasilungnum hefur sérstaka og mikilsverða þýðingu fyrir ung- fiskinn (Laborator Harry Kalie- berg). Með notkun eyruggans getur ungfiskurinn á sérkennilegan og eftirtektarverðan hátt notað straumvatnið til að þrýsta sér nið- ur að botni og haldið þar stöðu sinni óhreyfanlegri svo ekki skeikar um millimetra til dæmis með því að halda sér föstum við lítinn stein. Mjög stór og breiður eyruggi regnbogasilungsins þjón- ar þá sérstaklega þeim tilgangi og hlutverki, að halda fiskinum föst- um f straumvatninu sjálfu, án erfiðleika, rétt eins og hann lægi við festar, og skapa honum þann- ig lífsöryggi og björgunaraðstöðu gegn óvinum. Hinir sterku og breiðu eyrugg- ar regnbogasilungsins hafa einnig á annan hátt geysimikla þýðingu fyrir nýklakin seiðin, sem hagnýtt hafa kviðpokafæðuna. Það hefur komið i ljós við rannsóknir i þar til gerðum fiskabúrum, að hin ör- smáu nýklöktu seiði geta áreynslu lítið grafið sig út úr botnmölinni og þá strax sýnt það náttúrlega eðli regnbogasilungsins að halda sig ofarlega í vatninu á daginn, en leita botns á kvöldin og jafnframt að hagnýta sér mismunandi hita- stig vatnsins cftir birtunni. I þessu háttalagi kemur i ljós, hve regnbogasilungttrinn hagnýtir sér vel lífs- og þroskamöguleikana og stendur að þessu leyti vel að vígi 1 til fæðuöflunar, sem vafalaust er mikilsverður þáttur i hinum rnikla vaxtarhraða fisksins. — (Dr. Nils Arvid Nilson) VATNSHITI Má í þessu sarnbandi geta mjög ýtarlegra rannsókna kanadíska vatnafiskaliffræðingsins T.B. Northcote, sem hann gerði i Loon Lake í British Columbía, sem sönnuðu að þessar reglubundnu hreyfingar seiðanna og ungfisks- ins milli dags og nætur, ljóss og dimmu byggðust í grundvallar- Síðari hluti atriðum á breytilegu hitastigi vatnsins. Kom þá m.a. í ljós, að ef vatnið fór undir 10 hitagráðustig sýndu seiðin og ungfiskurinn ákveðna tilhneigingu að hreyfa sig til botnsins að næturlagi. Afleiðing þessa varð svo um leið sú, að seiðin rak töluvert undan straumi, og notuðu þá rekið um leið til fæðuöflunar, því að strax á fyrsta tilraunastigi seiðanna kemur I ljós harka þeirra og dugnaður f að afla sér fæðu, sem einnig er undirstaðan og orsök hins hraða vaxtar fisksins. — Ahrifljóss Með aðstoð infrarauðra ljós- geisla tókst svo Northcote að upp- götva, að langmestur hluti seið- anna lét höfuðið fara á undan á rekinu undan straumnum og notaði á þann hátt hina breiðu eyrugga eins og árablöð, gagn- stætt þvi sem er um seiði og ung- fiska lax, urriða og bleikju. Af þessu háttarlagi og vegna þessara eiginleika urðu afföll seiðanna og ungfisksins hjá regnbogasilungn- um í lágmarki, þar sem þau eiga mjög gott með að halda sér föst- um við steina eða gróður á botnin- um með eyruggunum og stöðva þannig rekið, hvíla sig um stund, og láta sig svo aftur reka áfram á sama hátt, og þá til fæðuöflunar á ný, hvíld og endurnærð. Þetta háttarlag seiðanna og ungfisksins er mjög eftirtektarvert, þegar haft er í huga, hve fullvaxni regn- bogasilungurinn er göngusterkur í straumvatni, og afar víðförull fiskur, sem leitar jafnan f stór og straumhörð vatnasvæði. — AHRIF A íslenzk VATNASVÆÐI Með hliðsjón af framangreind- um rannsóknum og niðurstöðum kemur tvennt í ljós, sem sannar, að regnbogasilungurinn getur alls ekki haft nein skaðleg áhrif á lífkerfi íslenzkra vatnasvæða, þótt hann sleppi úr eldistjörnum út í vatnasvæðin: í fyrsta lagi: Lslenzk vötn og ár eru of köld til þess að regnboga- silungurinn geti staðfest sig í þeim og numið þar lönd frá öðr- um fiskum. Hitasveiflurnar eru sáralitlar og hafa þvi lítil eða eng- in áhrif á upprunalega erfða- og lffshætti regribogasilungsins í sambandi við hreyfingar frá degi til nætur og rek ungviðisins i því sambandi, sem eru undirstöðu- atriði í viðhaldi og lífsháttum regnbogasilungsins. t öðru lagi: Hinar löngu ís- lenzku vor- og sumarnætur munu hafa truflandi áhrif á grund- vallarerfðaeiginleika og lífkeðju regnbogasilungsins á sama hátt og hinar tiltölulega óverulegu hitabreytingar í íslenzkum ám og vötnum á milli dags og nætur. Þegar framangreind grund- vallaratriði í lífsháttum, uppruna og erfðaeiginleikum regnbogasil- ungsins eru tekin saman og athuguð nánar ætti að vera nokkurn veginn mögulegt að svara spurningunni: Er hætta á því að regnboga- silungurinn geti haft skaðleg áhrif á Iffkerfi fslenzkra vatna- svæða, sé honum sleppt f þau? Spurningin er afleiðing af þeirri framkomnu skoðun ís- lenzkra fiskiræktaryfirvalda, að regnbogasilungur geti orðið hættulegur Iífkerfi íslenzkra veiðivatna og áa og fiskstofnum í þeim. NIÐURSTÖÐUR Spurningunni verður, sam- kvæmt framansögðu að svara af- dráttarlaust neitandi með eftir- farandi staðreyndum: 1. Isfenzk vatnasvæði bjóða enga þá eiginleika, sem eru grund- vallaratriði fyrir lífskeðju regn- bogasilungsins og erfðaeiginleik- um eða lfkamsbyggingareiginleik- um og einkennum þessa merki- lega silungastofns. 2. Rannsóknir og sleppingar regnbogasilungs f vatnasvæði ná- grannalanda okkar, sem bjóða þó upp á betri og hlýrri aðstæður en íslenzk vatnahverfi fyrir regn- bogasilunginn, hafa sannað, með örfáum undantekningum, að regnbogasilungurinn á við óvenju erfiða aðlögunarhæfni að etja og hefur af þeim ástæðum litla sem enga hættu f för með sér að spilla lífkerfi úmræddra vatnasvæða. 3. Regnbogasilungurinn býr ekki yfir þeirri aðlögunarhæfni, sem myndi nægja honum til stað- festu, þroska og varanlegrar -dvalar og lffs í íslenzkum vatna- svæðum. 4. tslenzk vötn eru of köld fyrir regnbogasilunginn og hitabreyt- ingar þeirra of litlar til að mæta kröfum regnbogasilungsins. öll þessi atriði eru studd af þeim forsendum, sem vikið hefur verið að hér að framan og byggðar eru á áratugalöngum rannsókn- um hinna færustu vatnafiskalff- fræðinga, eðlisfræðinga og rann- sóknarmanna. Þeim verður því ekki haggað. ÖXNALÆKUR I þessu sambandi ber að fagna því framtaki og dugn- aði, sem lýsir sér í bygg- ingu hinnar nýju fiskeldis- stöðvar Tungulax h.f. við öxna- læk i Ölfusi, þar sem fyrirhugað er að hefja silungaeldi í stórum stíl til manneldis og útflutnings. Og þá er um leið gott til þess að vita, að fjárfestingarsjóðir og lánastofnanir hafa nú loks sýnt þessari þýðingarmiklu starfsemi fiskiræktinni og fiskaeldi, nokk- urn skilning og áhuga. Vonandi hafa þá líka forráða- menn þessarar starfsemi yfir að ráða þeirri framsýni að tryggja sér starfskrafta kunnáttumanna á þessu sviði, sem búa yfir þekk- ingu í vatnafiskalíffræði, erfða- fræði (genetic) vatnafiskakyn- bótum og reynslu á þessu sviði ásamt kunnugleika á rekstri slíks atvinnuvegar hjá nágrannaþjóð- um okkar eftir áratuga langa reynslu þeirra. Engum blandast hugur um hve nauðsynlegt er að vel til takist að öxnalæk og að stöðin verði ekki fy'rir slysum, byrjunarörugleikum og óvæntum áföllum. MISTÖK YFIR- VALDA Fiskasjúkdómanefnd með yfir- dýralækni og veiðimálastjóra, hafa látið opinberlega fram þá skoðun, að ef leyft yrði að flytja starfsemi Iaxeldisstöðvarinnar í Laxalóni, eign Skúla Pálssonar fiskiræktarbónda, austur í ölfusi, og regnbogasilungar úr stöðinni slyppu I vatnahverfi Arnessýslu, myndi lífkerfi þessa vatnasvæðis vera hætta búin. Þessi órökstudda skoðun var ein aðalástæðan fyrir því að tor- velda flutning Laxalónsstöðvar- innar í hagstæðara og betra um- hverfi en hún nú býr við og þar með var fyrirtækinu gert erfitt fyrir og því meinað að fram- kvæma mikilsverðan þátt í starfs- möguleikum og rekstri. Að sjálfsögðu er sú afstaða, sem yfirvöld hafa beitt gegn laxeldis- stöðinni i Laxalóni á þennan hátt mjög alvarleg fyrir þessa stöð sjálfa, rekstur hennar og afkomu. Þó er vitað og nú sannað af fræði- mönnum og með vísindalegum rannsóknum og tilraunum, að regnbogasilungsstofninn í Laxa- lóni er bæði mjög heilbrgiður og sterkur. Hitt er þó miklum mun alvar- legra hvað þessi afstaða fiski- ræktaryfirvaldanna í landinu til regnbogasilungsræktunar og eldis i Laxalóni hefur á undan- förnum tveim áratugum skaðað fiskiræktar- og fiskeldismálin íi landinu í heild, með hliðsjón af því að byggja hér upp nýjan at- vinnuveg, nýja landbúnaðar- grein, sem að öllum eðlilegum hætti hefði átt, og á eftir, að skapa miklar þjóðartekjur, bæði innanlands og með útflutningi framleiðslunnar. Á það var bent hér að framan. hve þýðingarmikil hin nýja sil- ungseldisstöð við öxnalæk væri. og hve nauðsynlegt væri að sú starfsemi færi vel af stað og vegnaði vel. Þvi verður hins vegar ekki neit- að að fiskeldisstöðin i Laxalóni hefur rutt veginn, þrátt fyrir þá harðvítugu baráttu, sem eigandi stöðvarinnar hefur þurft að eiga i við yfirvöld landsins á þessu sviði. Er þar um að ræða sorgar- og mistakasögu, sem ekki má endurtaka sig. Regnbogasilungsstofninn í fisk- eldisstöðinni við Laxalón er verð- mikil eign, sem vonandi á eftir að gera fiskiræktar- og fiskeldis- málunum í landinu ómetanlegt gagn um ófyrirsjáanlega framtlð. Það er svo meira en lítið alvöru- mál, ef embættismannavald, þekkingarskortur, blandaður vafasömum efasemdum I garð ákveðinna manna eða fiskeldis- stöðva, á að geta spilt eðlilegri og aðkallandi þróun f nýrri atvinnu- grein I landinu, sem færa mun þjóðinni I framtfðinni tekjur ef vel er á haldið sem jafnast gætu á við sæmilega meðal síldarvertfð. — Ef Allah leyfir Framhald af bls. 17 Saudi-Arabia, Kuwait og Libya fylgja íhaldsamri rétttrúnaðarstefnu, og einkum eru það ríki Múhameðstrúar- manna, sem njóta góðs af auði þeirra. Einkum eru það arabaríki, sem ekki framleiða olíu, en einnig önnur lönd í Asíu og Afríku, þar sem Múhameðstrú er við lýði. Tvær ásjónur Þannig má segja, að Múhameðs- trúin hafi tvær ásjónur ! löndum Vestur-Afriku fyrir sunnan Sahara. Annars vegar er þar um að ræða trú marabóanna, þessa kyrrstæðu menningu, sem er andstæð allri þróun, svo framarlega sem hún nær ekki inn I moskurnar. Á hinn bóginn er það hin byltingarkennda Múhameðstrú, sem Gadafi, þjóðar- leiðtogi Lybiu, er persónugervingur fyrir. Hún fór fyrst að láta að sér kveða i Afriku, þegar leiðtogar fjöl- margra rikja i álfunni rufu stjórn- málasamband við ísrael eftir októberstriðið árið 1973, og fengu þar með að launum hlutdeild i milljónum oliurikjanna. Það er engum vafa undirorpið, að hjálparstarf, sem byggt er á Múhameðstrú hefur miklu meiri möguleika til að ná árangri i Vestur- Afriku heldur en þróunaráætlanir Evrópumanna Hitt er svo annað mál, hvort það nær árangri, en það veltur á ýmsu, m.a. leiðtogum þeirra rikja, sem hjálpina þiggja. Aðstoð sú, sem oliurikin veita, ber vott um bróðurþel. Hún byggist á sameiginlegri menningu og trú, en skerfur okkar er lagður fram þrátt fyrir ýmsar tálmanir i menningarlegu og sögulegu tilliti. Einmitt sakir þess, að löndin i Vestur-Afriku eru svo gegnsýrð af menningu araba og Múhameðstrúar, er ekki loku fyrir það skotið, að þau geti tekið i fram- rétta hönd bræðra sinna og notið handleiðslu þeirra i framfaraátt. Það sem við leggjum fram getur orkað framandi á þessar þjóðir, en skerfur frændþjóðanna treystir bönd, sem standa á gömlum merg. — Heimilislækningar Framhald af bls. 17 læknir, hefur samið. Er þar gert ráð fyrir heilsugæslustöðvum við Borgarspítalann, Landakot og Landspítalann, og yrði þeim ætlað að veita þeim hverfum, sem næst liggja, þjónustu. Er þetta í sam- ræmi við lögin um heilbrigðis- þjónustu, en þar er gert ráð fyrir, að þar sem aðstæður leyfa, skuli heilsugæslustöð vera í starfs- tengslum við sjúkrahús og þá ávallt rekin sem hluti af þvi og í sömu byggingu sé þess kostur. Ennfremur er í tillögum borgar- læknis gert ráð fyrir 5—6 heilsu- gæslustöðvum i öðrum hverfum Reykjavikur. Mun borgarlæknir gera grein fyrir hugmyndum sín- um um framtíðarskipan heilsu- gæslu í Reykjavík síðar í þessum greinaflokki. I-_______________________ NIÐURLAG Eins og fram hefur komið eru breytingar þær, sem orðið hafa úti á landi, í og með tilkomnar til þess að bæta starfsskilyrði heil- brigðisstétta og ráða bót á lækna- skorti. En ekki er minna um vert að áherzla er lögð á að heimilislækn- ingar verði éfldar og auknar. Heimilislæknaskortur er ekki sérfslenskt fyrirbæri og víða i [löndum hafa heimilislæknar al- Iveg horfið af sjónarsviðinu. Vandamál þau, sem þeir áður sinntu, eru nú leyst af sérfræð- ingahópum. Nú mætti ætla að slfkir sérfræð- ingahópar gætu veitt mun betri þjónustu en heimilislæknar, en svo er þó ekki. Vfða ríkir megn óánægja með slíka þjónustu og í Svíþjóð t.d. eru uppi æ háværari kröfur um, að heimilislæknisþjónustu verði komið á að nýju. Fólkið er orðið þreytt á þvf að leita á göngudeildir og sérfræð- ingamóttökur og hitta sjaldnast fyrir sama lækninn tvisvar, það vill fá sinn heimilislækni á ný. Viss hætta er á, að ekki takist að fá yngri lækna t.il starfa í Reykjavík, til viðhalds heimilis- læknakerfinu við óbreyttar að- stæður og þvf hefur verið vakin athygli á þessu vandamáli og þeim tillögum til úrbóta, sem þeg- ar eru fram komnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.