Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNl 1975 21 Finnbjörn Hjartarsson prentari: ísland og Kúba og landsölustarfsemi íslenzkra kommúnista Landsöiu og landráðamenn Síðan island gekk i Atlantshafs- bandalagið og varnarliðið kom til Islands, hafa kommúnistar klifað á þvi sýknt og heiiagt, að þeir menn, sem vilja verja lýðræðið og frelsi, séu landráða- og landsölu- menn, Vegna þess að lýðræðis- sinnar, það eru sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og Alþýðuflokks- menn, framkvæmdu það gæfu- verk að ákveða að fsland skyldi eiga aðild að Atlantshafsbandalag- inu og gera samning um varnir landsins við Bandarikjamenn. í útvarpsþáttum 5. og 12. janúar sl., þar sem fjallað var um inngöngu islands i Nato, sem Baldur Guðlaugsson og Páll Heiðar Jónsson stjórnuðu, kom Magnús Kjartansson fram I hlut- verki grátkonu. Sagði, að þótt sárt hefði sviðið undan táragasinu, hefði þó annar sviði brunnið sárar i brjósti sér, — gaf i skyn sára ættjarðarást. Betra að svo hefði verið. En hið rétta er, að Magnús sá draum sinn og Rússa hrynja. Drauminn um tangarsókn kommúnista i gegnum island að því takmarki að ná Evrópu undir veldi kommúnista. En það voru draumar byggðir á hugmyndum komnum frá Marx og Lenin, en ekki ættjarðarást til íslands. Með þetta í huga, ætti öllum lýðræðissinnum að vera Ijóst hverjir eru landsölumenn og land- ráðamenn á íslandi. Það eru for- sprakkar kommúnista i Alþýðu- bandalagsgærunni: Magnús Kjart- ansson, Lúðvík Jósepsson og Árni Bergmann. Svo hart hafa kommúnistar rekið þennan áróður, að ýmsir veiklundaðir lýðræðissinnar, einkum i Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum, eru orðnir hræddir við að standa af einurð og festu með Atlantshafsbandalaginu og varnarliðinu. Það mætti spyrja fólk þeirrar spurningar hve lengi týðræði okkar á að standa? Og er ekki svarið — um ALLA FRAMTÍÐ? Hvaða máli skiptir þá vera i Nato og varnarsamningur við Banda- rikin i 25 — 50 — 75 ár ef ekki er hægt að skila eftirkomendum okkar frjálsu Íslandi á annan hátt. En þvi til viðbótar verður að koma vakandi varðstaða allra lýðræðis- og frelsissinna gegn undirróðurs- starfsemi kommúnista innan frá, þ.e. frá fsl. kommúnistum, dyggi- lega studdir af Rússum. Næg dæmi eru til um vinnubrögð þeirra, sem eru talandi tákn um fyrirlitningu þeirra á íslenzka lýð- veldinu. Bræðrabönd Ég ætla að taka sem dæmi vinnubrögð nokkurra Þjóðvilja- manna. sem starfað hafa við Þjóð- viljann og starfa enn, sumir hverjir. Þeir sem koma við sögu eru þessir: Magnús Kjartansson, Stefán Ögmundsson, prentari, Dagur Þorleifsson, blaðamaður. og Jón Hjálmarsson, prentsmiðju- stjóri, og einn mætti nefna til viðbótar sem ekki er eins augljós- lega tengdur Þjóðviljanum, en það er Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur. Fyrir síðustu kosningar voru stofnaðir tveir flokkar, þar sem þessir menn lögðu á ráðin. Það var Kommúnistaflokkur islands og Kommúnistasamtökin Marxistar — Leninistar, og gáfu báðir „flokkarnir" út vikublöð, Rauða verkalýðsba ráttan og KSML- blaðið. • • Onnur grein f þessi blöð skrifuðu, fyrst til að byrja með, Stefán Ögmundsson. Dagur Þorleifsson og Ragnar Stef- ánsson. Þeir Stefán og Dagur kepptust við það á vfxl að benda á, að Alþýðubandalagið væri aðeins krataflokkur en ekki reglulegur kommúnistaf lokkur. Hugmyndin var sú að deyfa hinn rétta lit Alþýðubandalagsins og koma inn þeim hugmyndum hjá almenningi, að óhætt væri að kjósa Alþýðu- bandalagið, þeir væru venjulegir jafnaðarmenn. Þessi skrif Dags og Stefáns, og sérstaklega Dags, voru svo krydduð meiningarlausu — Stefán Ögmundsson aurkasti á vini hans á Þjóðviljan- um, sem áttu að sanna, hver trú- verðug þau væru. En ekki leið nema vika frá þvi að siðasta grein hans birtist i „Rauðri verkalýðs- baráttu", þar til hann byrjaði að skrifa með þeim afturá Þjóðviljan- um. Í þessari blaðaútgáfu var Ragnar Stefánsson einnig framar- lega í flokki. Þegar svo þessir forsprakkar kommúnista höfðu komið þessum „flokkum" af stað, tóku unglingar við starfseminni. Og eins og alþjóð veit, heimtuðu þessir flokk- ar tima i útvarpi og sjónvarpi og komust þar inn. Ef þetta er ekki óþjóðhollusta. hvað er það þá, — glæpur gegn lýðræðinu? Kommúnistar segja eflaust eins og vixlarinn: „Það þarf heiðarlega menn til að kveikja I." Hver borgaði A-Þýzku prentvélina? Þegar Magnús Kjartansson varð iðnaðarráðherra i vinstri stjórn- inni, setti hann á laggirnar nefnd, sem átti að athuga stækkun og vélarkaup fyrir Rikis- prentsmiðjuna Gutenberg. Og i þá nefnd skipaði hann Stefán Ögmundsson. Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu, að hagkvæmast væri að kaupa prentsmiðju Jóns Helgasonar, en aðaleigandi henn- ar var Jón Hjálmarsson, fv. starfs- maður Þjóðvitjans. Kaupverð þeirrar prentsmiðju var ekki í neinu samræmi við verð þeirra véla, sem keyptar voru, og flestar úreltar og úr sér gengnar. Ein vél var þó nokkuð ný eða allavega nýlega komin til lands- ins. og hún langstærst. Verðmæti hennar var nálægt jafnt og allra annarra véla samanlagt i því fyrir- tæki. Þetta er austur-þýzk rotationeyðublaðaprentvél. í þessu sambandi vakna margar spurningar sem vert væri að fá svör við. Til dæmis: Var fyrirtækið búið að greiða vélina? Eða er rfkið látið borga hana á „borðið"? Og hvert fara þeir peningar? Fara þeir kannski beint til starfsemi kommúnista hér á landi? Skýra þessi kaup ef til vill reikning þann, sem Morgunblaðið birti á sínum tíma frá fyrirtæki Jóns Helgason- ar, sem Þjóðviljinn greiddi fyrir APN? Já. það þarf heiðarlega menn til að kveikja i. Það er ekki farið út fyrir Þjóðviljaklikuna Vegna hinna óþjóðhollu 09 ólýðræðislegu vinnubragða kommúnista er fyllsta ástæða til að fara fram á, að rannsókn verði gerð á kaupum Rikisprentsmiðj- unnar Gutenbergs á prentsmiðju Jóns Helgasonar. Minnsti grunur réttlætir stranga rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.