Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 22

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNI 1975 Minning: Ingibjörg Einars- dóttir frá Stokkseyri Guðmundur Olafsson — Minningarorð Fædd 1. september 1891 Dáin 13. júnf 1975 Nú þegar amma mín er horfin á braut út í móðuna miklu, þyrpast yfir mig minningar og mig langar í vanmætti mfnum svo óendan- iega til að kveðja hana með nokkrum línum og reyna með því að þakka allt sem hún var mér og allt sem hún kenndi mér á upp- vaxtarárum mínum. 1 mfnum huga er hún sú menneskja, er ég fremur óðrum kysi að líkjast í hvívetna. Þegar ég hitti hana síðasta sinni, aðeins nokkrum dögum áður en hún dó, var að vísu líkam- inn lélegur orðinn, en andinn óbreyttur; ástúðin og umhyggju- semin fyrir börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum var ríkasti þátturinn í eðli hennar. Samverustundirnar okkar voru svo bjartar og yndis- legar að þar bar aldrei nokkurn skugga á. Ekki var ég gömui, er ég fyrsta sinni var flult til ömmu austur á Stokkseyri, þá reifabarn, og skírð í höfuðið á lienni og litið eldri er ég tók að dveljast hjá afa og ömmu á sumrin. Afi hafði þá litlu búðina sfna, sem amma var svo innilega þakkiát fyrir, því eins og hún sagði svo gjarnan: „Það var nú meira guðslánið að honum afa þínum tökst að koma sér upp verzluninni, eftir að heilsan leyfði honum ekki iengur að stunda sjóinn, sfðan höfum við alltaf nóg að borða“. Já, ævin hennar ömmu minnar var ekki alltaf dans á rósum og víst er, að hún og afi urðu aldrei rík að veraldarauði, en samt var heimilið alltaf aflögufært, ef ein- hver átti bágt, og aldrei talið eftir að hjáipa þeim er hjálpar þurftu. Sumrin min í Hausthúsum eru mér sannur Ijósgeisli í endur- minningunum. Þar var nú oft glatt á hjalla og margt um mann- inn. Glaðlynd var amma f verunni og orðheppin með afbrigðum. Ætíð hafði hún tíma til að sinna mér, hversu mikið sem hún annars hafði að gera og ekki var verið að jagast og skammast við barnið, þótt óþekkt væri oft og fyrirferðarmikið. Ríka áherzlu lagði hún á bænirnar, og aldrei hefði komið til greina að fara að sofa á kvöldin án þess að fara með kvöldbænir og signa sig. Ekki var ég há f loftinu, þegar ég hafði lært utanbókar heila romsu af bænum, og var nú kannski skilningur minn á innihaldinu afar tak- markaður. Höfðu yngri systkini föður míns, þau er heima voru, oft gaman af að stríða mér á hend- ingum, sem ég ekki skildi, eins og t.d. í sálminum „0 faðir gjör mig lítið ljós, um lffs míns stutta skeið“. Skeiðið í sálminum var í barns- ins huga bara ósköp venjuleg mat- skeið. Ýmis atvik þessu lík höfum við rifjað upp saman, aftur og aftur og ætíð hiegið dátt. Þá eru mér ferðirnar okkar út í Njörð ekki síður minnisstæðar. Þar höfðu afi og amma kartöflu- og matjurtagarð um margra ára skeið og voru þær ófáar ferðirnar okkar þangað og seint þreyttist hún á að kenna mér nöfn hinna íslenzku heiðarjurta og garð- planlna. Svona liðu nú sumrin okkar, við ekkert nema glens og gaman, hvað mig snerti. Svo kom að því, að afi og amma fluttust til Reykjavíkur og eftir nokkra veru f höfuðborginni fengu þau kjallaraíbúð í húsi for- eldra minna og dvöldust þar um árabil. Alltaf var jafngott að leita til ömmu með allt, sem ungl- ingum lá á hjarta, alltaf var timi til að setjasl niður, ræða hlutina og gefa góð ráð. Eg sagði oft við hana að ég hefði einn þann sama galla og hún sjálf og var hún fúsust til að viðurkenna hann og hlæja að honum sjálf, það er hún óþolin- mæði. Alltaf átti allt að ganga á stundinni og að bíða eftir ein- hverju eða einhverjum var eitt af því erfiðasta, sem hún gerði. En þó setti amma ekki þær kröfur lii annarra, sem hún uppfyiiti ekki sjálf, því sagði hún eitthvað eða Iofaði, þá stóð hún ævinlega við það. Eftir nokkurra ára veru í Reykjavík var komið að tímamót- um í lifi ömmu. Hún hafði barizt ötullega við hlið hins góða eigin- manns síns og tekizt að koma öllum börnunum 7 til manns. Nú varð hún að sjá á eftir lífsföru- naut sínum, er kallið kom. Samt missti hún ekki móðinn. Eftir að amma var orðin ein, fluttist hún á nýjan leik austur á Stokkseyri og dvaldist upp frá því hjá ástríkri og fórnfúsri dóttur og fjölskyldu hennar, sem reyndist henni ákaf- lega vel. Hún sagði oft, að ómetan- legt þætti sér að hafa barnabörn- in í kringum sig, enda farin að sakna þessara dótturbarna sinna þegar eftir örstutta heimsókn í höfuðborgina. Og það gladdi hana líka að geta verið við fermingu einkadóttur yngsta sonarins fyrr í vor. Sönn móðir og amma er gengin. Far þú í frirti friúur (>uús þi« folessi hafúu þökk fyrir allt allt. (>ckkst þú mcrt (>urti, (iuö þí*r nú fyljíi hans dýrúar hnuss þú hljúta skalt. Ingibjörg Kristjánsdóttir. Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miövikudagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. t Fósturmóðir min GUÐLAUG GfSLADÓTTIR frá Hólmi andaðist ! Landspítalanum 19. þ.m. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. þ.m kl. 10.30f.h Fyrir hönd aðstandenda Svafa H. Halldórsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, AMALfU GUÐMUNDSDÓTTUR Kristján Guðmundsson, Kristln Sigurðardóttir, Þorgrímur Kristinsson. Fæddur 3. 6. 1896. Dáinn 12. 6. 1975. Fóstri okkar og velgjörðar- maður er látinn. — Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 12. þ.m., 79 ára gamall. Horfinn er góður og hlýr maður sem við söknum af innileik. Guðmundur Ölafsson var fæddur að Lækjarbotnum f Sel- tjarnarneshreppi, og voru for- eldrar hans Ólafur Þorsteinsson og Ingibjörg Magnúsdóttir. Bjuggu þau um nokkurra ára skeið að Lækjarbotnum en fluttust sfðan í Mosfellssveit. Þau slitu samvistum eftir stutta sam- búð. Guðmundur ólst upp hjá föður sínum í Mosfellssveit og hér í Reykjavík, og að sið þeirra tfma hóf hann að vinna fyrir sér korn- ungur, enda ekki úr miklu að spila. Guðmundi féll sjaldnast verk úrhendi sínalöngu ævi. Til að byrja með vann hann öll al- geng störf sem til féllu, en árið 1919 tók hann bifreiðarpróf og var því einn af elztu bifreiðar- stjórum landsins. Lengi ók hann vörubifreiðum hér i Reykjavík, en þegar hann festi kaup á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hóf þar búskap tók hann að sér að aka mjólkurbifreið Mjólkurbús Ölfusinga til Reykjavikur, eða þar til að mjólkurbúið hætti störfum og sameinaðist Mjólkurbúi Flóa- manna. Seldi hann þá jörð sína og fluttist til Reykjavíkur og bjó þar í nokkur ár. Arið 1944 fluttist hann til Hveragerðis og hóf þar störf við garðyrkju vegavinnu, jarðboranir og bifreiðakennslu, og nú siðustu árin í Ullarþvotta- stöð S.I.S. Arið 1945 giftist hann eftirlif- andi konu sinni Ingibjörgu Jóns- dóttur frá Krossi í Ölfusi. Var hjónaband þeirra einstaklega hamingjuríkt og farsælt, enda bæði framúrskarandi vel gerðar manneskjur. Ingibjörg bjó Guðmundi fallegt og hlýtf heimili að Geirlandi i Hveragerði, og þar rikti ávallt friður og ró, þar var gott að koma og njóta með þeim þess sem þau höfðu skapað. Ekki varð þeim barna auðið, en við feðgar sem þetta ritum nutum ástúðar þeirra beggja eins og þau væru foreldrar okkar Við báðir getum seint fullþakkað þá miklu umhyggju sem við urðunt aðnjót- andi frá þeim alla tið. Elsku Ingibjörg við vitum að harmur þinn er mikill, en minnstu þess að almáttugur Guð mun leiða ykkur saman á ný, og Hann mun halda sinni almáttugu verndarhendi yfir þér, og lina harm þinn. + Faðir okkar, SÆMUNDUR TÓMASSON, trésmiður, Spítalastíg 3 lést á Landspítalanum þann 20 júní Börnin. + Faðir okkar, NJÁLL HERMANNSSON, lézt á Landspitalanum þann 1 8 júni. Dætur og aðrir vandamenn. Faðir okkar ÞORKELL GUÐMUNDSSON frá Gerðum, Smáratúni 14, Selfossi sem andaðist aðfararnótt 1 7. júní verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 24 júni kl. 14 Börnin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viðandlát og útför HRÓBJARTS BJARNASONAR Hróbjartur Hróbjartsson, Karin Hróbjartsson, Skúli Hróbjartsson, Svala Steingrimsdóttir, Haraldur B. Bjarnason, SigríSur Bjarnadóttir, Erlendur Ahrens, Elín Bjarnadóttir, Eyjólfur Thoroddsen, og barnabörn. Gunnlaugur Birgir Guðmundur Ingi. CWAD káiTT u* 1 3 VAK nUi l EFTIR BILLY GRAHAM Verður mér útskúfað um eilífð, ef ég reyki? Ég leitast við að lifa hreinu lífi sem kristinn maður, en mér þykir gott að reykja. Samt vil ég hætta því, ef þér segið mér að gera það. Mig langar til að vegsamaGuð. Yður verður ekki útskúfað um eilífð vegna reykinga. En nýlegar athuganir lækna benda til þess, að reykingar geti komið yður í gröfina. Það er nú sannað mál, að heilsu yðar er hætta búin af reykingum. Hvaðeina, sem skaðar heilsu yðar, get- ur skert kristilega þjónustu yðar og vitnisburð. Hugsum okkur mann, sem er að deyja úr lungna- krabba vegna ofnotkunar tóbaks. Hann gæti varla verið dugmikill vottur Krists. Reykingar eru ekki nefndar í Biblíunni. En þar er sett fram sú grundvallarregla, að við eigum ekki að spilla „musteri Guðs,“ sem er líkami okkar. „Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Gúðs býr í yður? Ef nokkur eyðir musteri Guðs mun Guð eyða honum; því að musteri Guðs er heilagt, og það eruð þér.“ (1. Korintubr. 3, 16—17). Þetta má auðvitað heimfæra til margra annarra hluta auk reykinga, til dæmis ofáts, drykkjuskapar, eiturlyfjanotkunar, ógætilegs aksturs og synda á siðferðissviðinu. Sumir malda í móinn og segja, að hófleg tóbaks- notkun þurfi ekki að valda tjóni á líkamanum. Samt er það almennt viðurkennt, að öruggast sé fyrir sál og líkama að halda sér algjörlega frá þessu. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU VI GI.YSINGA- SIMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.