Morgunblaðið - 21.06.1975, Side 23

Morgunblaðið - 21.06.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1975 23 Ályktanir Náttúruverndar- þings um friðun og útivist Á Náttúruverndarþingi 1975 voru samþykktar eftirfarandi ályktan- ir um friðun og útivist: Um úttekt á vatna- og jarðhitá- svæðum segir: Náttúruverndar- þing 1975 telur nauðsynlegt að gerð sé úttekt á vatna- og jarðhita- svæðum landsins. Verði einnig gerð heildaráætlun um friðun þeirra fossa, hvera, vatna- og jarð- hitasvæða, sem réttmætt þykir að vernda. Telur þingið að til álita komi að greina verndarsvæði f tvo flokka: 1. Svæði, sem rétt sé að friða varanlega og 2. svæði, sem sæta skuli tima- bundinni friðun, þar til endanleg ákvörðun hafi verið um það tekin, hvernig með þau skulu fara. Þingið felur Náttúruverndar- ráði að hafa forgöngu um þessi mál, og leita um það samvinnu við þá aðila er hlut eiga að máli. Náttúruverndarþing 1975 sam- þykkti nokkrar ályktanir um jarðrask og mannvirkjagerð. Ályktun um undirbúning vegna mannvirkjagerðar er svo hljóð- andi: Náttúruverndarþing 1975 telur nauðsynlegt að Alþingi tryggi, að þeim vinnuaðferðum verði beitt við undirbúning lagasetningar um byggingu orkumannvirkja, að öruggt sé að fram hafi komið þau umhverfissjóðarmið, sem meta ber, áður en samþykkt er heimild til virkjunar. Þá telur þingið brýnt, að al- menn náttúrufræðileg könnun verði fastur liður við athugun á forsendum meiriháttar mann- virkjagerðar á frumstigi, hlið- stætt öðrum byrjunarathugunum, og gerðar verði vistfræðirann- sóknir, þar sem þörf krefur að mati Náttúruverndarráðs. Slík könnun og rannsóknir verði framkvæmdar af aðilum, sem ráðið viðurkennir, en kostnaður greiddur af þeim aðila, sem fyrir áformaðri mannvirkja- gerð eða rannsóknum f hennar þágu stendur, Þingið telur æskilegt, að við 29. gr. náttúruverndarlaganna verði bætt ákvæði, er veiti Náttúru- verndarráði rétt til að kefjast slíkra rannsókna, áður en það gef- ur umsögn sína og setja skilyrði um rannsóknir sem nauðsynlegar kunna að vera til að fylgjast með hugsanlegum, en ófyrirséðum áhrifum framkvæmda. Þingið felur Náttúruverndar- ráði að vinna að nýrri skipan þessara mála og leita um það sam- vinnu við þá aðila, sem hlut eiga að máli. UM IÐNREKSTUR ER ÁLYKTAÐ: Náttúruverndarþing 1975 telur rétt að fram fari athugun á þvf, hvaða svæðum sé sérstök ástæða til að hlífa við raski og ágangi, sem meiriháttar iðnrekstri fylgir, og hvaða staðir á landinu henti til meiriháttar iðnrekstrar. Þingið leggur áherzlu á, að teknir séu upp þeir starfshættir, Um landlagsvernd, þjóðgarða- áætlun og náttúrukönnun var samþykkt eftirfarandi: Náttúruverndarþing 1975 beinir þvi til Náttúruverndarráðs, að það athugi hvort ástæða sé til að setja sérstök lagaákvæði um almenna landslagsvernd, einkum fjalla- og strandsvæða, þar sem viðurkennd verði sú meginregla, að ekki megi breyta landslagi við- komandi svæða með jarðraski, mannvirkjum eða á annan hátt, nema til komi sérstakt leyfi náttúruverndaryfirvalda eða í samræmi við staðfest landnýt- ingarskipulag. Þingið telur mikilvægt að hraðað verði gerð heildar- áætlunar um þjóðgarða og önnur stór friðlýst svæði og síðan mark- visst að því unnið að tryggja vernd þeirra með friðlýsingu. að áður en teknar eru ákvarðanir um stofnun iðjuvers eða iðn- reksturs á ákveðnum stað fari fram allar þær rannsóknir sem rétt er að gera kröfu til, og verði haft samráð við þá aðila og stofn- anir, sem hlut eiga að máli. Er brýnt að slíkum undirbúningi sé lokið, áður en yfirvöld taka ákvörðun um að heimila rekstur á tilteknum stað eða leggja slík mál fyrir Alþingi. Þá telur þingið rétt að fylgt sé þeirri reglu, að á Islandi sé ein- ungis leyfður iðnrekstur sem Kef- ur fullnægjandi tök á mengunar- vörnum vegna umhverfisins og heilbrigði þeirra, er við hann vinna. Felur þingið Náttúruverndar- ráði að beita sér fyrir aðgerðum i þessa átt i samvinnu við stjórn iðnaðar- og heilbrigðismála. UM JARÐRASK: Náttúruverndarþing felur Náttúruverndarráði að beita sér fyrir þvf, að skyldur sveitar- stjórna og náttúruverndarnefnda í sambandi við efnistöku og jarð- rask verði auknar frá því sem náttúruverndarlög nú ákveða. Jarðefnataka verði sem víðast framkvæmd að undangengnum jarðfræði — og landslagsathugun- um og tengd almennu skipulagi i framkvæmd. UM VEGI OG SLÓÐIR IÖBYGGÐUM: Náttúruverndarþing telur mikilsvert að frumvarp til breyt- ingar á vegalögum, sem gerir ráð fyrir sérstakri meðferð þjóð- garða- og útivistarvega, verði sem fyrst að lögum. Þá hvetur þingið til þess að helztu fjallvegir verði kortlagðir hið fyrsta og lagning nýrra fjall- vega felld að samstarfi Vegagerð- ar og Náttúruverndarráðs. Jafnframt leiti Náttúru- verndarráð eftir þvi við Vegagerð ríkisins að merktar verði sem fyrst með stikum og með öðrum hætti helztu fjallaslóðir og öku- menn jafnframt hvattir til að aka ekki utan vega eða merktra slóða, nema brýna nauðsyn beri til. Jafnhliða þarf að leggja aukna áherzlu á skipulega náttúrukönn- un sem undirbúning að skynsam- legri landnýtingu. Um stuðning við ferðalög og útivist almennings var eftirfar- andi ályktun gerð: Náttúruverndarþing fagnar því að samstarf hefur tekizt með Náttúruverndarráði, samgöngu- ráðuneytinu og ferðafélögum um vernd fjölsóttra staða i óbyggðum og bættan aðbúnað ferðamanna þar. Þingið telur, að hliðstætt starf þurfi að vinna í byggðum landsins og beinir því til Náttúruverndar- ráðs að samstarf verði tekið upp við yfirvöld ferðamála og sveitar- stjórnir um að auðvelda ferðalög og útivist almennings með merkingum og gerð tjaldsvæða á þeim stöðum, sem til þess henta að mati þessara aðila. Verði m.a.. tekið mið af nýsettri reglugerð nr. 140/1974 um tjald- og hjólhýsa- svæði. Þingið beinir því til yfirvalda ferðamála, að í áætlunum og framkvæmdum á sviði ferðamála, sé tekið fullt tillit til þess að æski- legt er að greiða fyrir ferðalögum Islendinga sjálfra um land sitt og bæta aðstöðu til slíkra ferðalaga, ekki sízt gönguferða. Um torfæruakstur og ýmis vél- knúin tæki voru gerðar eftirfar- andi ályktanir: Náttúruverndarþing 1975 felur Náttúruverndarráði að kanna, hvort ekki eru tök á að hætt verði keppni í torfæruakstri og æfingar i slíkum akstri fari aðeins fram á skýrt afmörkuðum svæðum, sem til þess hafa verið valin og sam- þykkt af Náttúruverndarráði. Strangt eftirlit sé með þvi haft að slíkur akstur verði ekki stund- aður utan þeirra svæða. Einnig felur þingið Náttúru- verndarráði að stuðla að því að settar verði reglur og/eða hert á ákvæðum um umferð ýmissa vélknúinna tækja, svo sem bif- hjóla, vélsleða og hraðbáta með það að markmiði að draga úr rösk- un lífríkis, landspjöllum, hávaða og annarri truflun af þeirra völd- um. Jafnframt minnir þingið á bann við notkun skotvopna i sam- bandi við slík tæki, og beinir því til Náttúruverndarráðs hvort ekki sé ástæða til endurskoðunar við- eiganda laga að því er varðar notkun vélsleða í veiðiferðum. Með tilliti til hraðfjölgunar vél- sleða og þeirrar truflunar og skaða sem þeir geta valdið, sam- þykkir Náttúruverndarþing að beina þvi til Náttúruverndarráðs og annarra hlutaðeigandi aðila, að settar verði reglur um akstur vél- sleða um svæði, sem ákveðin eru til útivistar almennings, og slikur akstur bannaður þar sem sérstök ástæða þykir tíl. AFMÆLISKVEÐJA til systranna í Stykkishólmi Um þessar mundir eru 40 ár liðin síðan St.-Franciskusspitali í Stykkishólmi tók til starfa. Það var mikið lán fyrir byggðarlagið, þegar þetta systrafélag ákvað að reisa og reka sjúkrahús á þessum stað. Á undanförnum árum hefur sú starfsemi, sem þarna fer fram, verið héraðs- og bæjarbúum ómetanleg. Auk venjulegrar. læknis- og sjúkraþjónustu, sem veitt hefur verið, hafa systurnar rekið sumardvalarheimili fyrir börn og leikskóla að vetrarlagi. Fyrir nokkrum árum létu þær byggja myndarlega viðbyggingu við sjúkrahúsið í þessu skyni. Hefur þessi starfsemi verið mjög ánægjuleg fyrir alla aðila. Þá hefur aldrað fólk og vanheilt átt athvarf á spítalanum, eftir því sem húsrými hefur leyft. Þjónusta sú, sem þetta sjúkra- hús hefur í té látið, nær að sjálf- sögðu langt út fyrir Stykkishólm. Allt Snæfellsnes, Dalir og Breiða- fjarðareyjar njóta hennar í vaxandi mæli með bættum samgöngum. Þetta er eina sjúkra- húsið á svæðinu frá Akranesi til Vestf jarða. Systurnar hafa jafnan verið boðnar og búnar til að efla starfsemi þess á allan hátt, bæta húsnæði og auka tækjabúnað í samræmi við kröfur tímans. Þær hafa verið studdar af sýslu- og sveitarfélagi og raunar ýmsum öðrum, en miklu mest hefur munað um framlag þeirra sjálfra. Nú er unnið að uppbyggingu heilsugæzlustöðvar í Stykkis- hólmi skv. lögum í samvinnu við þær. Þar er siúkrahús þeirra meginkjarninn. Óll samvinna við systurnar í Stykkishólmi hefur verið mjög góð. Þær hafa sýnt og sannað, að þær vilja láta gott af sér leiða og unna Islandi eigi síður en eigin föðurlandi. Þvi er bæði ljúft og skylt að færa þeim þakkir og árnaðaróskir á þessum tímamótum. Friðjón Þórðarson. B.T.I. B.T.I. ÚRSLITALEIKUR í Evrópukeppni félagsliða í borðtennis haldin í í íþróttahúsi Kennaraháskólans 21. júní 1975 kl. 20.00 Karlalið: VASUTAS SC. BUDAPEST BOO KFUM STOCKHOLM Kvennalið: 31. EPITÖK SC. BUDAPEST START PRAG Alyktanir um jarðrask og mannvirkjagerð Sýningunni lýkur ki. 10 önnaO kvoid (sunrtudag) OPIN FRA KL. 2 — 10 E.H laugardag — sunnudag. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.