Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 32
Fékkst þú þér TROPICANA i morgun? au(;lysin(;asiminn eh: 22480 iR«r0unbIflí>t!) 137. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 21. JUNl 1975 Hraustar hnátur — Hann var ekki beinlínis sólríkur gærdagurinn en engu að síður rakst Ijósmyndarinn á þessar stúlkur þar sem þær létu sig ekki muna um að baðasig f söltum sjónum við Nauthólsvík. Ljósm. mw. Br. h. Útgerðarmenn síldveiðiskipa: Vilja skipta kvótan- um milli veiðiskipanna EFTIR þeim upplýsingum, sem Morgunblaðinu hefur tekizt að afla sér, munu eigendur síldveiði- skipa í Norðursjó hafa farið þess á leit við sjávarútvegsráðuncytið, að þeim 6.300 lcstum, sem skipin mega veiða frá 1. júlí til áramóta, verði skipt á milli veiðiskipanna. Mun þetta hafa verið ákveðið á dýr F a FeDdu bjam- sundi við Grímsey ólafsfirði —20. júní MÓTORBATURINN Arnar frá Ólafsfirði, sem alla jafna stundar héðan netaveiðar, kom að landi f kvöld með allsjald- gæfan afla innanborðs. Var þetta bjarndýr, sem skipverjar höfðu rekizt á þar sem það var á sundi um 3 sjómflur suðaust- ur af Grímsey um miðjan dag f (lag. Að því er skipverjar á Arn- ari tjáðu fréttaritara Morgun- blaðsins virtist dýrið koma í stefnu frá landi en stefna á Grímsey. Skipstjórinn, Hrafn Ragnarsson, greip þá til byss- unnar og banaði dýrinu. Þegar dýrið hafði verið innbyrt var síðan siglt til lands. Við komuna hingað til Ólafs- fjarðar vildu skipverjar ekkert það fullyrða hvort dýrið hefði komið frá landi eða ís- röndinni en hún er um 70—80 Isjómilum norðar en báturinn j var staddur þegar skipverjar * ' til bjarndýrsins. Var það Emur lítið kvendýr. — Jakob. 1 fundi útgerðarmanna í fyrradag. Þá hefur heyrzt, að útgerðar- menn ætli sér að sjá svo um að allur veiðiflotinn verði ekki sam- tímis á Norðursjávarmiðum, þannig að hægt verði að hafa framboðið i samráði við eftir- spurn. Hinsvegar er lagt til, að hverju skipi sé frjálst að veiða eins mikið magn og það getur af þeim kvóta, sem gildir vestan við 4. gráðu v-lengdar, en það eru 3 þús. lestir frá 1. janúar 1975—31. desember 1975. Enn sem komið er hafa aðeins 2 skip fengið afla á þeim slóðum, Jón Finnsson og Reykjaborg, og fengu þau miklu betra verð fyrir aflann en önnur SÍF þurfti að greiða 9 millj. í skaðabætur A aðalfundi Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, sem haldinn var í Reykjavík í gær, kom fram, að kaupendur I Portúgal fóru fram á 160 þús. dollara (24 milij. kr) skaðabætur vegna galla á þurrfiski sem fór með einu skipi út í fyrrahaust. Loks nú fyrir skömmu tókust samningar við skip, en venjulega fæst falleg síld á þessum slóðum. , Síldveiði í Norðursjó hefur ver- ið ákaflega treg í þessari viku og mörg síldveiðiskipin munu standa mjög illa að vígi hvað varðar alla fyrirgreiðslu í Danmörku, þar sem þau hafa aldrei náð góðum sölum. — Menn vonast til að þetta ástand lagist með haustinu, því lagt hefur verið til að heimiluð verði veiði á 12. þús. lestum af sild hér heima, þannig að flotinn geti dreift sér, annarsvegar í Norðursjóinn og hinsvegar á heimamið. Síldarverðið hefur líka verið miklu betra í Danmörku yf- ir haustmánuðina. Litla stúlk- an er látin LITLA stúlkan, sem slasaðist al- varlega I bflslysi á Akureyri föstudaginn 13. júnf s.l., lézt af völdum meiðsla sinna á Borgar- sjúkrahúsinu f fyrrinótt. Hún hét Snæbjörg H. Svansdóttir til heim- ilis að Eyrarvegi 29 á Akureyri, 8 ára gömul. Slysið varð á mótum Norður- götu og Víðivalla um klukkan 18. Stúlkan kom á reiðhjóli eftir Viði- völlum og hjólaði inn á Norður- götu sem er aðalbraut. Þar lenti hún fyrir fólksbifreið. Hún slasaðist mjög mikið á höfði, hlaut innvortis meiðsli og handleggs- og fótbrotnaði. Hún var flutt með flugvél til Reykjavikur morgun- inn eftir og Iögð inn á gjörgæzlu- deild Borgarspítalans og þar andaðist hún. kaupendur um skaðabætur að upphæð 60.000 dollarar eða 9 millj. króna. Tómas Þorvaldsson formaður S.l.F. sagði á aðalfundinum i gær, að i farmi Eldvíkur frá því í nóvember í fyrra hefði komið fram lélegt mat á þurrfiski til Portúgals. Við skoðun fisksins þar kom í ljós, að mjög mikið af Miradouro (sérteg. saltfisks) hafði verið pakkað sem Miramar og þurfti að endurþurrka hluta af farminum og jafnvel henda hon- um. Sagði Tómas það vel sloppið að þurfa ekki borga nema 60 þús. dollara i skaðabætur og kaup- endur i Portúgal teldu það nauðungarsamning. — Að öðru leyti, sagði Tómas, kom fram- leiðslan vel út og urðu heiidar- skaðabótagreiðslur um það bil 1 0/00 af verðmæti ársfram- leiðslunnar. 99 Enn ekkert innflutnings- leyfi á Spáni Spánverjar hafa enn ekki veitt innflutningsleyfi fyrir þeim saltfiski, sem lslending- ar höfðu samið um að selja þeim á næstu mánuðum, þrátt fyrir að spænsk yfirvöld hafi tekið Hklega í það. Tómas Þorvaldsson stjórnar- Framhald á bls. 18 Togaradeilan: Ekkert sem hönd er á festandi ” SATTAFUNDUR í togaradeil- unni stóð enn yfir, þegar Morgun- blaðið fór i prentur* í gærkvöldi. Torfi Hjartarson, ríkissáttasemj- ari, kvaðst búast við að halda eitt- hvað áfram fram eftir nóttu en vildi ekkert segja um horfur á samkomulagi í þessari langvinnu deilu nema hvað „þreifingar færu fram“ eins og hann orðaði það. Þá náði Morgunblaðið einnig tali af Jóni Sigurðssyni, formanni Sjó- mannasambandsins, sem sat þá á fundi með samninganefndar- mönnum sinum. „Það hefur enn ekki komið fram neitt sem hönd er á festandi,“ sagði hann er Mbl. spurði hann um samningshorfur. Fyrr í gærdag hélt sáttasemjari Framhald á bls. 18 11% meðaltalshœkkun almenna fiskverðsins: 1500 millj. króna útgjalda- aukning fyrir fiskvinnsluna — segja fulltrúar fiskkaupenda er greiddu atkvæði gegn ákvörðuninni Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað á fundi sínum í gær nýtt almennt fiskverð fyrir tfmabilið frá 1. júní til 31. sept- ember í ár. 1 verðákvörðuninni felst, að þorskur hækkar um 11.9—12.6%, stór ýsa um 11,9% og smá ýsa um 3,2%, stór ufsi um 6%, steinbítur um 19,5% og ó- slægður karfi um 11.8%. Meðal- talshækkunin á almenna fisk- verðinu mun vera um 11%. Þessi verðákvörðun var tekin af odda- manni nefndarinnar ásamt full- trúum fiskseljenda en gegn at- kvæðum fulltrúa fiskkaupenda, sem segja þessa verðákvörðun ásamt nýgerðum kjarasamningi munu hafa I för með sér 1.500 milljóna króna útgjöld fyrir fisk- vinnsluna. 1 fréttatilkynningu frá verð- lagsráði sjávarútvegsins kemur fram, að breytingar á lágmarks- verði helztu fisktegunda, slægðra með haus, miðað við 1. flokk, verða sem hér segir: Stórþorskur hækkar úr kr. 38.00 f kr. 42.80. hvert kg MiIIi þorskur hækkar út kr. 32.00 f kr 35.80 hvert kg Smár þorskur hækkar úr kr 19.00 f kr. 21.30 hvert kg Stór ýsa hækkar úr kr 32.00 f kr. 35.80 hvert kg Smáýsa hækkar úr kr. 19.00 f kr. 19.60 hvert kg Stór ufsi hækkar úr kr. 25.00 f kr. 26.50 hvert kg Milli ufsi hækkar úr kr. 20.00 f kr. 20.60 hvert kg Steinbítur hækkar úr kr. 21.00 f kr. 25.10 hvert kg Karfi, óslægður hækkar úr kr. 17.00 f kr. 19.00 hvert kg Sem fyrr segir stóðu að verð- ákvörðuninni Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar og for- maður nefndarinnar, ásamt þeim Kristjáni Ragnarssyni og Ingólfi ingólfssyni af hálfu fiskseljenda an gegn atkvæðum fulltrúa fisk- kaupenda, þeirra Arna Benediktssonar og Eyjólfs Isfelds Eyjólfssonar. Eyjólfur gerði sér- staka grein fyrir atkvæði sinu, sem verður gerð nánar skil hér á eftir. Þá var á þessum fundi ákveðið verð á skarkola, kr. 36.00 á hvert Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.