Morgunblaðið - 13.07.1975, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.07.1975, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULI1975. 27 Sögulegt handtak við smíði geimskipa og ólíka tækni og búi við ólík hug- myndakerfi. Málamiðlunarsamkomulag var nauðsynlegt í fjölmörg- um atriðum I þeim flóknu samningaviðræðum sem hafa farið fram um tilraun- ina. Rússar vildu til dæmis að tengingin færi fram þar sem þeir gætu haft fjar- skiptasamband við geimfara sína. Bandaríkjamenn vildu hins vegar að tengingin færi fram yfir stöðvum sínum á jörðu, en þar sem þeir hafa kyrrstæðan gervihnött á braut yfir Afríku gátu þeir fallizt á málamiðlun því þeir þurfa ekki að treysta eins mikið og áður á stöðvarnar til fjarskipta með tilkomu gervi- hnattarins. í ferðinni verður því í fyrsta sinn notazt við gervihnött til að endurvarpa fjarskiptum milli mannaðs geimskips á braut og stöðva á jörðu niðri. í STJÖRNUBORG — Frá sameiginlegum blaðamannafundi sovézkra og bandarískra geimfara í Stjörnuborg: „Undirbúningurinn gengur vel og samkvæmt áætlun“. apn Sovézk varaflaug Rússar munu einnig hafa til taks aðra eldflaug, annað geimfar og aðra áhöfn ef svo skyldi fara að eitthvað færi úrskeiðis þegar Leonov og Kubasov verður skotið út í geiminn. Talið er að geim- ferðin kosti Rússa 250 milljónir dollara eða álíka mikið og Bandaríkjamenn. Tvö Soyuz för hafa farizt í lendingu til þessa og fjórir sovézkir geimfarar hafa beð- ið bana. Bandarískir sérfræð- ingar telja þó litla ástæðu til að óttast slys í geimferðinni með Rússum að þessu sinni og þeir hafa rækilega kynnt sér allar varúðarráðstafanir sem Rússar hafa gert. Þeir segja að gert hafi verið ráð fyrir öllum hugsanlegum erfiðleikum og slysum sem gæti hent svo sem eldsvoða, leka og sprengingu í eldflaug og allar nauðsynlegar ráð- stafanir hafi verið gerðar til að fyrirbyggja að slíkt geti gerzt. Ef eitthvað óvænt gerist um borð í Soyuzi í ferðinni gætu allir geim- fararnir fimm farið aftur til jarðar með Apollo en Soyuz getur aðeins farið aftur með tvo farþega. Eftir tenginguna verða geimförin áföst í tvo daga og á þeim tíma munu áhafnirnar skiptast fjórum sinnum á heimsóknum. Geimfararnir munu óspart nota margar sjónvarpsmyndavélar sem þeir hafa meðferðis og sjón- varpað verður til jarðar í nokkrar klukkustundir frá geimförunum. Þeir munu skipta matarbirgðum á milli sín, gera margs konar vísindalegar og læknisfræði- legar tilraunir í sameiningu og skiptast á gjöfum, fánum og bréfum frá forustumönn- um Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Stafford kveðst ætla að gefa Leonov grenifræ því það sé siður að erlendir gestir gróðursetji trjáplöntur í Rússlandi og það hafi hann og áhöfn sín gert í þau þrjú skipti sem þeir fóru í æfinga- ferðir til Sovétríkjanna til marks um vaxandi vináttu Bandaríkjanna og Rússa. Stafford á von á því að fá líka trjáfræ að gjöf frá Leonov í GEIMFARARNIR — Þetta eru geimfararnir sem taka þátt í fyrstu sameiginlegu geimferð Bandaríkjamanna og Rússa (talið frá vinstri): Donald Slayton, Thomas Stafford og Vance Brand frá Bandaríkjunum og sovézku geim- fararnir Alexei Leonov og Valery Kubasov. AP geimnum. „Við getum horft á trén og vináttu okkar vaxa," segir Stafford. Ólík tungumál verða ekk- ert vandamál í ferðinni. Hver geimfari Bandaríkjamanna hefur fengið 700 klukkutíma kennslu í rússnesku og sovézku geimfararnir hafa fengið svipaða fræðslu í ensku. í geimnum verður reglan sú að Bandaríkjamenn tala Rússnesku og Rússar ensku. Helztu starfsmenn stjórnstöðvanna í Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum, í geimstöðinni í Houston og stjórnstöðinni skammt frá Moskvu eru einnig vel að sér í báðum tungumálunum. „Við höfum nógu mikið vald á tungu hvers annars til að taka þátt í ferðinni," segir Stafford. Sjá nœstu síðu A Eigið þér tóm gashylki? , Viö vekjum athygli viöskipta- manna okkar á aö tilfinnanlega skortir á aö tæmd gashylki berist okkur til baka aö notkun lokinni. Félagiö hvetur viöskiptamenn sína til aö skila inn ónotuöum hylkjum, en þau eru endurkeypt hæsta veröi. SKILAGJALD GASHYLKJA 11 kg. hylki kr. 4.500.OO 47 kg. hylki kr. 7.500.OO eru móttekin á Öllum bensínstöðvum félagsins, hjá umboðs- mönnum um land allt, í kynditækjaverzluninni aö ^ - Suöurlandsbraut 4 og Olíustöö félagsins í Skerjafiröi. Olíufélagið Skeljungur hf Suðurlandsbraut 4 - Reykjavík Sími 38100 Shell

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.