Morgunblaðið - 13.07.1975, Side 34

Morgunblaðið - 13.07.1975, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULI 1975. Lambakjötsréttir KÓTILETTUR MEÐ HRÍSGRJÓNUM 8 kótilettur 3 matsk. smjör salt og pipar 2 laukar 'A bolli hrísgrjón 2 matsk. tómatpuré Kótiletturnar brúnaðar í smjör inu. Laukurinn skorinn í hringi og brúnaður. Hvort tveggja sett í eldfast fat, kryddað, hrís- grjónin sett yfir, 1 bolla af soði og tómatpuré hellt yfir. Alpappir settur yfir og soðið í ofni í um það bil 1 klst, eða þar til hrísgrjónin eru soðin. KÓTILETTUR MEÐ BRAGÐ- BÆTTU SMJÖRI 8 kótilettur 1 tsk. salt pipar. Kótiletturnar grillsteiktar í 5 mfn. á hvorri hlið, kryddaðar. Þær eru síðan bornar fram með bragðbættu smjöri og græn- meti. BRAGÐBÆTT SMJÖR: 100 gr. smjör, l'A matsk. smátt skorið sellerf, 'A tsk. sítrónu- safi, salt. Smjörinu blandað saman við kryddið, búnar til litlar kúlur, sem bornar eru fram með kóti- lettunum. Einnig er mjög ljúf- fengt að bera fram með kótilett- um hvítlaukssmjör, en þá ei hvftlauksdufti blandað saman við smjörið og búnar til kúlur á sama hátt. LAMBAKJÖT 1 POTTI l'A pund frampartur 4—5 laukar 'A pund sveppir 2 matsk. smjör l'A matsk. hveiti tómatar, súputeningar, salt og pipar, hvítlaukur, sítrónusafi. Kjötið er haft í fremur litlum bitum, sem eru brúnaðir, síðan laukurinn og sveppirnir. Allt sett í pott, vatni hellt yfir. Kryddað og sósan jöfnuð. Látið krauma þar til meyrt, sítrónu- safa hellt yfir. Tómatar soðnir með síðustu 10 mínúturnar. LAMBAHRYGGUR MEÐ BEARNAISE- SÓSU 1 hryggur 2 tsk. salt 'A tsk. pipar 'A tsk. hvftlauksduft 'A bolli hvítvín smjör sellerí Hryggurinn kryddaður vel með salti, pipar og hvítlauksdufti, kryddinu nuddað á hrygginn. Sellerfinu stungið inn í hrygg- inn á mörgum stöðum. Hrygg- urinn settur í ofnskúffuna, smjör sett ofan á hann, steiktur og soðinn, hvítvíninu hellt yfir. Borinn fram með Bernaise- sósu, steiktum kartöflum, grænmeti og blaðsalati. LAMBALÆRI 10 kartöflur 2 laukar 1 'A tsk. salt Lambslæri 2 matsk. smjör niðurskorið sellerí 2 tsk. sinnep, 1 tsk. pipar, 1 tsk. hvítlauksduft. Kartöflurnar afhýddar og laukarnir, settir í ofnskúffuna, salti stráð yfir. Nuddið salti á lærið, blandið saman smjöri, sellerí sinnepi, pipar og hvít- lauksdufti og setjið yfir kjötið. Lærið sett á grind yfir ofn- skúffunni og steikt í um það bil 2 klst. LAMBAKJÖTS- RÉTTUR l'A pund frampartur 1 pk grænar baunir 4 gulrætur blómkálshöfuð ‘A pund litlir laukar, 1 ‘A tsk. salt, 'A tsk. pipar, smjör, sellerí. Kjötið, sem er haft í litlum bit- um, er brúnað, sett í pott ásamt öllu grænmetinu, vatni hellt yfir. Soðið f ofni þar til meyrt. Smátt skorið sellerí sett yfir, áður en rétturinn er borinn fram. MIÐJARÐARHAFS- LAMBASTEIK fyrir 4—6. 1 framhryggur 3—4 hvítlauksrif nokkur lauf af rosemary olía eða bráðið smjörlíki, salt og pipar 'A peli kjötkraftur, soð, eða súputeningur og vatn. Með beittum hnífi eru gerðar skorur í kjötið alveg inn áð beini. I hverja þeirra er stungið hálfu hvítlauksrifi og rosemary laufi. Kjötið penslað með olíu eða bræddu smjörlfki, salt og pipar stráð á og ‘síðan sett í álpappír eða steikarapoka inn f ofn. Seinni helming steikingar- tímans e>- flett ofan af kjöt- stykkinu. Soðinu hellt yfir, þegar 15 mín. eru eftir. Borið fram meö kartöflum og græn- meti. Hvít- laukur HVÍTLAUKUR Margir kynnast fyrst hvft- lauk á ferðalagi í Miðjarðar- hafslöndum, eða annars staðar á suðlægum slóðum, og verða annað tveggja stórlega hrifnir af bragðinu eða geta alls ekki fellt sig við það. Þar er sjaldn- ast nokkuð mitt á milli. Mörgum fellur þetta sérkenni- lega bragð vel og vilja gjarnan ftafa það í sem flestum réttum. Þeir eru líka margir, sem hafa haft orð á, að hvítlaukslykt úi vitum manna í þessum löndum sé hvimleið, ekki sízt ef ferðazt er með troðfullum almennings- farartækjum, eins og t.d. með Metro f París. Sagt er, að nota megi hvít- laukssafa til að líma saman glermuni, og það eru, og hafa verið til alls konar sagnir um ágæti hvítlauks. Hinir fornu Grikkir og Rónr- verjar notuðu hann sem mót- eitur gegn slöngubiti, glæpa- mönnum var gefinn hvítlaukur til að bæta innrætið, verka- mönnum til að auka mátt þeirra og hermönnum til að auka hug- rekkið. I Bretlandi á miðöldum var álitið, að hvítlaukur væri ágæt- ur sem vörn gegn varúlfum og blóðsugum. Á 17. öld var hvft- laukur notaður í baráttunni við farsóttir og f fyrri heims- styrjöldinni var safi úr hvítlauk notaður til að bera á sár til að koma f veg fyrir fgerð. Ef til vill hefur hvftlaukur lækningamátt eins og svo marg- ar aðrar jurtir. En nú er til svo margt handhægara til þeirra nota og sem hefur auk þess það fram yfir, að lyktin er ekki eins sterk og af hvítlauk. I ýmsum hlutum Evrópu er þó enn talið, að eitt hvftlauksrif á dag bægi sjúkdómum frá. Hvað sem því lfður, þá nægir eitt hvftlauksrif á dag áreiðanlega til að halda fólki f hæfilegri fjarlægð frá manni! Það eru margar aðferðir við að kreista hvftlauksrif, t.d. að leggja það á undirskál, gjarnan með dálitlu af salti á, og nota svo hníf (ekki oddhvassan) til að þrýsta á. Bezt er að forðast trébretti til að skera laukinn á, þvf erfitt er að ná lyktinni burt. Hvftlaukur geymist vel á köldum stað, með góðri loft- ræstingu. Hvítlauksduft, hvft- laukssalt og rifinn hvftlaukur f glasi geymast f marga mánuði í skáp, þar sem er kalt og þurrt. Mörg ráð hafa verið gefin til að reyna að losna við lyktina, sem óhjákvæmilega fylgir hvít- lauksáti. Eitt er það, að gleypa heilan negul áður en maður neytir nokkurs, sem hvítlaukur er f, annað að maula kaffibaun á eftir hvítlauknum, enn eitt að tyggja steinselju eða þurr te- lauf. Bezta ráðið er lfklegast að sjá til þess, að þeir sem verða nálægt manni að mat loknum, bragði sjálfir hvftlauk f ein- hverri mynd og verði sam- dauna! AÐ NOTA HVÍTLAUK VIÐ MATARGERÐ Sjálfsagt er að nota hvítlauk varlega f fyrstu meðan verið er Kartöflur KARTÖFLU-SOUFFLÉ 125 g kartöflur 30 g smjör 30 g hveiti 1 matsk. rifinn ostur 2 egg, 2 matsk. rjómi Ætlað fyrir 3. Kartöflurnar soðnar í saltvatni, síðan stappaðar með smjörinu, hveiti, lauk, salti og pipar bætt í. Eggjarauður og rjómi hrært saman og sett út i kartöflurnar og síðast vel þeyttar eggjahvft- urnar. Sett í litlar eins skammta skálar og bakað f meðalheitum ofni (350°F) f u.þ.b. 30 mfn. Borið fram með soðnu grænmeti eða græn- metissalati. BOLOGNESE KARTÖFLUR 250 g kartöflur 1 lítill laukur, saxaður 1 rif hvítlauk 30 g smjörlfki salt og pipar 125 g hakkað kjöt, 1 matsk. tómat-puré að venjast bragðinu. Hvftlauks- bragð fer mjög vel í öllum réttum, þar sem tómatar eru notaðir. Það má segja, að í þeim réttum, þar sem laukur er til bragðbætis, sé hvftlaukur það líka. Hvítlaukurinn er þakinn þunnri himnu, sem auðvelt er að ná af og koma þá I ljós margir hlutar misjafnlega stór- ir, sem kallast rif. En það er einmitt eitt slfkt rif, sem notað er f flestum uppskriftum, en ekki allur laukurinn. 1 salat nægir oftast að nudda skálina að innan með hvftlauks- rifi, Varast ber að frysta matvæli með hvítlauk í, þvf að bragðið breytist við geymslu til hins verra. HVÍTLAUKSBRAUÐ Venjulegt snittubrauð skorið niður að skorpu, en hún látin halda sér svo brauðið sé heil- legt. Báðar hliðar sneiðanna eru smurðar með hvítlauks- smjöri, álpappfr vafið utan um brauðið, sem sfðan er sett inn f ofn og hitað f 20 mín. Borið fram í pappírnum til þess að það haldist heitt. HVÍTLAUKSSMJÖR 125 g smjör, 1 matsk. söxuð steinselja 1 rif hvftlauks, örlítið salt. Smjörið hrært með steinselj- unni. Hvítlauksrifið kreist og ásamt saltinu hrært saman við. Hvítlauksbrauð er gott með súpum og ýmsum pottréttum. Framhald á bls. 37 1 lítil dós niðursoðnir, hýðis- lausir tómatar, rifinn ostur Kartöflurnar hálf-soðnar (með hýði eða án) og síðan skornar f sneiðar. Lagðar í lög f eldfast mót. Laukurinn og hvítlauksrif brúnað í smjörlíki, kjöthakki og kryddi bætt í og brúnað. Tómat- puré og tómötum bætt í og látið krauma f 20 mín. Þessu er sfðan hellt yfir kartöflurnar, sett inn í ofn og bakað f u.þ.b. 20 mín. Rifinn ostur og grænmetissalat borið með. BASONAISE- KARTÖFLUR fyrir 4. 450 g kartöflur 2 tómatar 2 tsk. tómat-puré, 1 hvítlauksrif salt og pipar 1 lítill grænn pipar 30 g spegepylsa, kjötbúðingur eða eitthvað líkt því 60 g smjörlíki brætt 30 g brauðmylsna í þennan rétt þarf helzt að nota stórar erlendar kartöflur, og þá ættu að vera 4 f þessari upp- skrift. Skornar f tvennt eftir lengdinni. Hýðið tekið af í heilu lagi. Kartöflurnar skornar f smábita og hálfsoðnar I söltu vatni, látnar á sigti svo vatnið renni vel af. Hýðið tekið af tómötunum, skornir í litla bita og blandað saman við tómat- puré, hvítlauk, pipar og salt. Piparávöxturinn skorinn f tvennt og kjarninn tekinn burt, brytjaður smátt og soðinn f salt- vatni f 5 mfn. Pylsan brytjuð. Blandað saman kartöflum, tómötum, pipar, pylsu og bræddu smjörlíki eða smjöri sett f kartöfluhýðið, raspi stráð yfir og bakað inni f ofni f u.þ.b. 30 mín. KARTÖFLUR OG SVEPPIR fyrir 4. 4 harðsoðin egg 400—500 g kartöflur 125 g sveppir 30 g smjörlfki 4 tómatar 125 g hraðfrystar grænar baunir 'A peli mjólk, 125 g rifinn ostur Eggin skorin í sneiðar, kartöfl- urnar afhýddar hráar og skorn- ar í sneiðar. Sveppirnir skornir í sneiðar og brúnaðir. í vel smurt eldfast fat er sfðan sett f lög kartöflur, egg, sveppir, tómatar og baunir, efst haft lag af kartöflum. Mjólk hellt yfir og rifnum osti stráð á. Bakað við góðan hita í 30 mín. Borið fram með tómatsósu og salati.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.