Morgunblaðið - 23.07.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JULl 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 40,00 kr. eintakið Undirnefnd fulltrúa deildar Bandaríkja- þings, sem fjallar um fisk- veiöar, samþykkti í fyrra- dag fyrir sitt leyti frum- varp um útfærslu fiskveiði- lögsögu Bandaríkjanna í 200 sjómílur. Ýmsir nefnd- armanna gerðu sér vonir um að þingið mundi af- greiða þetta mál endanlega fyrir nk. áramót. Leggja þeir höfuðáherzlu á skjótar aðgerðir, ekki sízt af þeim sökum, að talið er að stór- virkir austur-evrópskir og japanskir fiskveiðiflotar séu í þann veginn að hreinsa upp bandarísk fiskimið. Á síðasta þingi samþykkti bandaríska öld- ungadeildin svipað frum- varp með tveimur þriðju atkvæða. Að vísu hafa rík- isstjórnir Nixons og Fords verið andvígar einhliða út- færslu og viljað bíða niður- stöðu hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, en hvorttveggja er, að þær niðurstöður verða síðar á ferð en búizt hafði verið við, og að fylgi meirihluta hafréttarráðstefnunnar við 200 mílna sjónarmiðið virðist ótvírætt. Meginröksemd fylgis- manna 200 mílna fiskveiði- lögsögu í Bandaríkjunum er hin sama sem réð ákvörðun um tafarlausa út- færslu hér, þ.e. ofsókn í fiskistofna og brýn nauð- syn skjótra verndunarað- gerða. Þörfin var aðeins enn brýnni hér sökum þess hve fiskveiðar og fisk- veinnsla er ríkur þáttur í atvinnu- og afkomuöryggi landsmanna, raunar for- senda byggðar í landinu við sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðir hafa. Meðalársafli þorsks, sem er helzti nytjafiskur okkar, var um 400.000 lestir sl. áratug. Árið 1974 var afl- inn kominn niður í 370.000 lestir þrátt fyrir nýju fiski- skipin, stóraukna veiði- tækni og útfærslu í 50 sjó- mílur. Fiskifræðingar telja, að fái þorskstofninn skilyrði til að ná eðlilegri stofnstærð á ný, geti hann gefið af sér hátt í 500.000 lesta árlegan afrakstur eða allt að 100.000 lestum meira á ári en meðalafli liðins áratugs. Svipuöu máli gegnir um flesta fiskistofna botn- lægra tegunda, sem hafa verið uppistaðan í afla á íslandsmiðum. Þeir eru ýmist full- eða ofnýttir. Röksemdir Bandaríkj- anna um ofsókn fiskveiði- flota á mið þeirra minna okkur á eigin reynslu, minnkandi stofnstærð nytjafiska, minnkandi afla og afrakstur. 1 eina tíð vóru grálúðuveiðar á línu fyrir Norðurlandi all- nokkrar. Floti A,- Evrópuþjóða hefur sótt fast 1 þennan stofn, utan 50 mílna markanna, þannig að grálúðuveiði okkar hefur skroppið saman í V* af því sem hann áður var. Stað- reynd er, að um verulega ofveiði grálúðu hefur verið að ræða á þessu svæði. Rétt er og að minna á að göngu- þorskur frá Grænlandi, sem var veigamikill þáttur í þorskafla okkar áður fyrr, er nú hverfandi sökum of- veiði. Ýmsir nytjafiskar okkar, svo sem ufsi, karfi, loðna og síld, fara um hafsvæði, sem verða innan væntan- legrar 200 mílna fiskveiði- lögsögu annarra þjóða, sem og væntanleg alþjóðleg hafsvæði. Samstarf um fiskvernd og skynsamlega nýtingu fiskistofna verður því óhjákvæmilegt, ef stefna á að raunhæfum ár- angri. Þessi þáttur málsins verður að vera höfuðatriða hugsanlegra viðræðna við aðrar þjóðir um fiskveiði- mál. En fyrst og fremst verða Islendingar þó að líta í eigin barm og treysta á sjálfa sig varðandi fisk- vernd á íslandsmiðum, og stefna að eðlilegri stofn- stærð og hámarksnýtingu nytjafiska sinna. Útfærslu fiskveiðilögsögu okkar i 200 mílur fylgir aukin ábyrgð okkar sjálfra í þessu efni, sem við þurfum að vera menn til að rísa undir. Viðhorf á alþjóðavett- vangi til fiskveiðilögsögu og nýtingar fiskistofna hafa tekið miklum breyt- ingum á fáum árum. Þessi breyting kom m.a. fram í þróun mála á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna og breyttri afstöðu einstakra ríkja, t.d. í fisk- veiðinefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vitn- að var til hér að framan. tslendingar eiga sinn stóra þátt í þessari þróun. Stjórnmálamenn, embætt- ismenn og sérfræðingar okkar hafa verið leiðandi í umræðum og stefnumörk- un um fiskveiðilandhelgi á alþjóðlegum vettvangi. Formaður fastanefndar okkar á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, Hans G. Andersen amb- assador, á þar ekki lítinn hlut að máli. Hann hefur verið sérstakur ráðunaut- ur islenzkra stjórnvalda i þessum efnum allt frá und- irbúningi og aðdraganda fyrstu útfærslu okkar úr 3 i 4 sjómílur. Þjóðin stend- ur í mikilli þakkarskuld við alla þá, sem stuðlað hafa að breyttum alþjóðlegum við- horfum til þessa stærsta lífshagsmunamáls íslenzkr- ar þjóðar. Breytt afstaða og hugs- anleg útfærsla á fiskveiði- lögsögu annarra þjóða skiptir okkur mjög miklu máli. Fylgi aðrar þjóðir í kjölfar okkar í þessu efni verður vígstaða okkar sterkari og eftirleikur auð- veldari. Af þessum sökum vekur afstaða fiskveiði- nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftirtekt og er óumdeilanlega stuðn- ingur við málstað okkar á alþjóðavettvangi. Stuðningur við 200 mílna fiskveiðilandhelgi Hugsanir Martins litla Bear, 9 ára Martin Bear heitir níu ára gamall drengur sem á heima í San Francisco en dvaldist nýlega í nokkra mánuði hjá ættingjum sínum í New York og kveðst hafa gífurlegan áhuga á stjórnmálum. Þegar Martin litli var í New York sendi hann nokkur bréf til áhrifamikilla stjórnmálamanna í Washington. Hér fer á eftir útdráttur úr bréfunum sem Martin sendi og svörunum sem hann fékk. Teikningin sem Martin litli sendi þingkonunni Bellu Z. Abzug: ,.Þú varst vondur og færð ekki að horfa á sjón- varpið í kvöld." Frú Abzug hafði komið mikið við sögu í yfir- heyrslum dómsmála- nefndar fulltrúadeildar bandarlska þingsins I fyrra er áttu mikinn þátt í þvl að Nixon ákvað að segja af sér. — 0 — Kæri Kennedy öldungadeildarþing- maður: Ég sé I blöðunum að Nixon var alltaf að blóta þegar hann var forseti. Mér finnst að hann ætti að þvo munninn úr sápu. Hvað finnst þér? ' Þinn vinur, Martin Bear Kæri Martin. Þakka þér kærlega fyrir að skrifa mér. Ég er auðvitað sam- mála þér í því að við eigum ekki að tala Ijótt og það á jafnt við um forsetann og þig og mig! Ég sé að bréfinu frá þér að þú hlýtur að standa þig mjög vel I skólanum. Ég bið að heilsa kenn- ara þínum og bekkjarbræðrunum og svo þakka ég þér aftur fyrir að skrifa mér. Þinn einlægur, Ted Kennedy. — o— Kæra Abzug þingkona Þegar við vorum I skólanum I dag var okkur sagt að skrifa ein- hverju frægu fólki sem okkur llkar vel við og spyrja það um eitthvað Heldur þú að Catfish Hunter standi sig vel með Yandee-liðinu f ár? Þinn vinur. Martin Bear Kæri Martin: Ég ákvað að blða með að svara bréfinu frð þér þangað til Base- ball-tlminn byrjaði fyrir alvöru. Catfish Hunter er lika einn af uppáhalds-leikmönnum minum. Ég held að hann sæki sig þegar hann hefur vanizt Yankee-liðinu og verði því meiri stoð en hann er núna. Með fylgir bók sem segir frá Þjóðþinginu og þvi hvernig lög okkar verða til. Kannski langar þig að sýna bókina foreldrum þinum og vinum þínum i skólanum. Þakka þér kærlega fyrir að skrifa mér og ég vona að þú skrifir mér aftur. Kannski hittumst við á baseball-keppni á Skealeikvang- inum i ágúst þegar þingið er ■ sumarleyfi. Þinn vinur, Bellaz Abzug. — 0 — Kæri Buckley öldungadeildarmaður: f skólanum i dag urðum við að skrifa einhverjum sem okkur líkar vel við og einhverjum sem okkur likar ekki vel við. Þú ert sá sem mér likar ekki vel við. Ég held að þú sért heimskur. Þinn vinur, Martin Bear, • Kæri Martin: Ég hef alltaf mikinn áhuga á að kynnast skoðunum ungs fólks i kjördæmi mínu. Þakka þér fyrir að skrifa mér. Þinn einlægur, James L. Buckley. — 0 — Kæri Javits öldungadeildarmaður: Viltu vera svo vænn að setja lög sem gera 11. april að opinberum fridegi. Mér finnst það vel til fundið af þvi að í april eru engir góðir frídagar nema á páskum. Svo á ég lika afmæli 11. april. Þinn vinur, Martin Bear, Kæri Martin: Þakka þér fyrir bréfið þar sem þú baðst um að 11. aprf, afmælis- dagur þinn, yrði gerður að opin- berum fridegi. Það er hægara sagt en gert, Martin, að koma á opinberum frí- degi. Einu mennirnar sem þjóðin hefur heiðrað þanning eru George Washington og Abraham Lincoln. Meira að segja er afmæla þeirra minnzt sameiginlega á forsetadeg- inum ár hvert. Við höfum nokkrir reynt að koma á opinberum frfdegi i afmæli Martin Luther Kings og okkur hefur ekki tekizt það enn. Það væri gaman ef við gætum heiðrað fleiri Amerikumenn á þennan hátt og gefið fri frá vinnu og skólanum á flniri dögum, en ég er hræddur um að fyrst verðir þú að sýna að þú sért mikilmenni í anda Lincolns. Washingtons og Dr. Kings áður en liklegt sé að það verði hægt. Ég vona að þér takist það og að einhvern tíma verði 11. aprfl minnzt sem dags Martin Bears. Þinn einlægur, Jacob K. Javits. — 0 — Kæri Humprey öldungadeildarmaður: Ég sá þig t musterinu okkar i New York. Þú komst of seint og varst simasandi. Af hverju talarðu svona mikið? Þinn vinur, Martin Bear. P.S. Taktu þetta ekki of nærri þér. Rabbiinn (þ.e. Gyðinga- prestur) talar Ifka mikið. Kæri Martin: Eitt það skemmtilegasta við að vera öldungadeildarmaður á Bandarikjaþingi er að fá bréf frá ungu fólki eins og þér. Mér finnst afar ánægjulegt að vita að ég á marga góða unga vini sem vilja segja mér frá skoðunum sinum og hugmyndum. Ég vona að áhugi þinn á landi þínu og stjórn haldist. Bráðum verður þú nógu gamall til að kjósa Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.