Morgunblaðið - 23.07.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JULl 1975
13
Ver ðbólgureynsla
Þjóðverja
Joseph Harsch
Hin flóknu verðbólguvanda-
mál sem hrjá ríkisstjórnir nú á
dögum minntu mig á að einu
sinni var verðbólguástand i
Þýzkalandi sem var miklu
verra en það sem nokkurn tíma
hefur þekkzt fyrr eða síðar i
nokkrum iðnvæddum löndum.
Ég minntist þess líka að stjórn-
völd gerðu sér þá grein fyrir
því að þessum vanda yrði að
mæta og við hann var ráðið.
Þetta var á timum Weimar-
lýðveldisins þýzka: Mér fannst
tilvalið að fletta á ný upp sögu-
bókunum og sjá hvað eiginlega
gerðist á þessum tima og
hvernig þýzka stjórnin réðst
gegn vandanum og yfirbugaði
hann.
Höfuðorsök þýzka verðbólgu-
vandans var mjög óvenjuleg og
á sér ekki hliðstæðu nú á
dögum.
SKAÐABÆTUR
Vesturveldin sem unnu sigur
á þýzka keisaradæminu 1918
voru staðráðin I að fá greiddar
stríðsskaðabætur. Þau gerðu
Þýzkalandi að greiða upphæð
sem hagfræðingurinn John
Maynard Keynes taldi að væri
þrisvar sinnum hærri en Þjóð-
verjar gætu borgað. Hann hélt
Laxveiði er eftirsóttasta og
dýrasta sport sem stundað er
hérlendis. Næstbesta skemmt-
un laxveiðimanna er að segja
veiðispgur. Sannur veiðimaður
missir alltaf þann stærsta, segir
sagan. Það er oröið nokkurs
konar eilífðarminni; draumur-
inn um lukkuna.
Þegar er til orðið slangur af
veiðibókmenntum. Ekki er það
safn þó mikið að magni, en
meira að fjölbreytni. Ég nefni
fyrst bækur Björns J. Blöndals.
Björn er hvort tveggja:
dæmigerður laxveiðimaður og
ágætur rithöfundur. Vatnanið-
ur hans kom út fyrir tuttugu
árum og þá í skammdeginu eins
og flestar bækur hér en færði
lesendum sumarauka það árið.
Því það er mikil sumardýrð í
bókum Björns, kyrrð og af-
slöppun.
Hvergi hefur Birni tekist bet-
ur upp en i Vatnanið. Bókin er
skrifuð af innlifun. Þó textinn
sé stuttorður kemst stemming-
in til skila. Eða réttara sagt
vegna þess. Björn er nefnilega
gagnorður.
Annars finnst mér Vatnanið-
ur alltaf vera merkilegust bók
vegna þeirrar stíitækni sem
Björn beitir þar. Ég held að
hann hafi ekki lært þann stíl af
öðrum en sjálfum sér. Og ekki
mundi ég ráða neinum til að
likja eftir honum. Hann hæfir
aðeins einni bók. Björn segir
veiðisögur, og hann segir líka
veiðimannasögur. Með vökulu
veiðimannsauga hefur hann
fylgst með svipbrigðunum á
ásjónu náttúrunnar jafnt sem
aðferðum sundurleits hóps
veiðifélaga. En að detta niður á
svona stil þó ekki sé nema einu
sinni á ævinni, það er að kom-
pvi fram að allar tilraunir til að
fá greidda þessa upphæð
mundi aðeins verða til þess aó
minnka getu þeirra til að fram-
leiða og afla tekna. Bæturnar
ynnu þvi gegn upphaflegu
markmiði þvi sem þeim var
ætlað að keppa að. En Vestur-
veldin héldu fast við kröfur
sinar. Þegar greiðslur Þjóð-
verja drógust á langinn réðust
Frakkar og Belgar inn i Ruhr-
héraðið og reyndu að ná bót-
unum með valdi í formi kola og
iðnframleiðslu. Þjóðverjar fóru
þá í verkfall.
Þar sem framleiðsla Ruhr-
héraðsins var nauðsynleg fyrir
allt þýzkt efnahagslíf varð
þetta til þess að allt efnahags-
lifið hnepptist i fjötra. Verð-
bólgan skall á.
Þessir atburðir gerðuzt allir á
stuttum tima.
Tilkynnt var um hinar óraun-
hæfu skaðabótakröfur banda-
manna í janúar 1921 þegar 65
þýzk mörk voru í bandariskum
dollar. Þróunin var hægfara i
fyrstu. 1 janúar 1922 var doll-
arinn jafnvirði 192 marka. í
júlí voru 500 mörk f dollarnum.
Stærsta stökkið kom þegar
Frakkar og Belgar réðust inn í
Ruhr í janúar 1923. I ágúst það
ár voru fjórar og hálf milljón
ast í nánd við þann stóra! Ég
held að veiðisögurnar í Vatna-
nið geti verið dæmi um slíkar
sögur eins og þær gerast best
sagðar á prenti.
Áratug eftir að Vatnaniður
kom út braust Guðmundur
Danielsson út úr skáldsagna-
hring sínum og geystist fram
með Landshornamenn. Ólíkari
höfunda en Björn ,1. Blöndal og
Guðmund Daníelsson er vist
ekki hægt að nefna i sömu and-
ránni. Gagnstætt Birni er Guð-
mundur afkastamikill rithöf-
undur en sameiginlegt á hann
með Birni að báðir eru laxveiði-
menn. En Guðmundur er
snöggtum uppnæmari fyrir
menningarpólitikinni. Hann er
ekki aðeins kappsamur veiði-
maður heldur lika metnaðar-
gjarn rithöfundur og annt um
nafn sitt sem slíkur. Átökin við
laxinn verða honum þvi ekki
marka í dollarnum. En i nóvem-
ber þurfti 4 billjónir marka til
að kaupa einn dollar.
Þá loks tóku þýzk stjórnvöld í
taumana og jafnframt gerðu
Vesturveldin sér grein fyrir
mistökum sínum. Bótakröf-
urnar voru lækkaðar og urðu
viðráðanlegar.
Hið merkilega við þetta er
það að verðbólgan var síðan
stöðvuð á þrem mánuðum.
Og hér komum við að þvi sem
getur haft nokkra þýðingu á
okkar tímum. I Þýzkalandi
geysaði óðaverðbólga, en hún
var skrúfuð niður. Þýzki gjald-
miðillinn hefur verið traustur
siðan, raunar einn sá traustasti
i heiminum. Hvernig var þetta
gert?
EIN BILLJÓN
Fyrst var gefinn út nýr gjald-
miði þannig að ein eining
hins nýja marks var jafnvirði
einnar billjónar gamalla. Það
þýddi að I dollarnum voru um 4
mörk og hefur það samband
litið breytzt síðan. (1 dag er
þýzka markið jafnvirði um 43
bandariskra centa m.ö.o. doli-
arinn sem áður kostaði fjögur
mörk kostar nú aðeins rúm tvö
endilega efni i veiðisögur held-
ur allt eins tilefni til að leggja
gagnrýnendur á vogarskál-
ina og vega þá og mæla eins og
lax upp úr á. Ferðafélaginn M
gegnir í Landshornamönnum
hlutverki sem áheyrandi og
stundum kannski andmælandi,
annars væri bókin eintal.
Beri maður saman Vatnanið
annars vegar og Landshorna-
menn hins vegar er fyrrnefnda
bókin dæmi um veiðimann sem
hvílir sig frá lifsbaráttunni
með því að ganga á vit laun-
helga sinna á árbakkanum þar
sem síðarnefnda bókin vitnar
um veiðimann sem herðir sig
upp I sínu lifstriði með þvi að
takast á við laxinn í ánni. Og
það hefur raunar tekist. Lands-
hornamenn er vel skrifuð bók,
ef til vill besta bók Guðmundar
ásamt fyrstu skáldsögunni,
mörk. Þetta sýnir áhrif verð-
bólgunnar í Bandaríkjunum og
útskýrir hvers vegna banda-
rískum ferðamönnum finnst
verðlag f Þýzkalandi svo hátt).
Næsta vandamál var að halda
verðgildi hins nýja marks
stöðugu og sá vandi var auð-
vitað erfiðastur og jafnframt
mikilvægastur.
Þetta var gert með þvi að
gefa aðeins út takmarkað upp-
lag af hinum nýju seðlum og
með þvi að heimila engum
stjórnarstofnunum eða einka-
aðilum að eyða meiru en fjár-
hagsáætlanir og tekjur leyfðu.
Allar stjórnarstofnanir urðu
því að halda útgjöldum i
skefjum og það þýddi jafn-
framt að óþarfa starfsliði var
sagt upp. Sama gilti um einka-
aðila. Atvinnuleysi jókst því
stórlega.
Áður en þrír mánuðir voru
liðnir byrjaði verðiagið að
lækka. Áður en sex mánuðir
voru liðnir fór atvinnuleysið
lika að minnka og hagur
atvinnufyrirtækja tók að batna.
Þetta kostaði mikið atvinnu-
leysi í sex mánuði en afleið-
ingin varð traustur og blómstr-
andi þjóðarbúskapur.
Bræðrunum í Grashaga, lífleg
og kraftmikil. Sögumaður er
stundum dálitið ótutkarlegur,
og ekki munu allar frásagnir
hans vera raunsæjar i fyllsta
skilningi heldur er leikur í höf-
undinum, hann er i bland við
alvörumálin að skemmta sjálf-
um sér og öðrum með þvi að
ýkja broslegu hliðarnar á til-
verunni í kringum þá veiðifé-
lagana, sjálfan sig og M. En að
þvi leyti eru Landshornamenn
hins vegar raunsæ frásaga að
ég hygg hún leiði býsna vel í
ijós hvers konar menningar-
pólitiskar spurningar leita
helst á rithöfund sem lifir og
hrærist i verkum sínum og hef-
ur verið — eins og gerist og
gengur um veiðimann — stund-
um heppinn og stundum óhepp-
inn á löngum og viðburðarikum
ritferli. Landshornamenn
munu örugglega verða lesnir
lengur en sumar skáldsögur
Guðmundar Danielssonar. Og
svo vel sýnist Guðmundur hafa
aflað í ferð þeirra, landshorna-
manna, að síðan hefur hann
verið að fást við ný og ný efni
en þó mest haldið sig i nánd við
veiðiár (ég minni í því sam-
bandi á bækur hans, Elliðaárn-
ar og Vötn og veiðimenn — um
uppár Arnessýslu).
Þriðja bókin sem mig langar
að nefna stendur einhvers stað-
ar mitt á milli Vatnaniðar og
Landshornamanna að efni en
ekki að formi því þaö er kvæða-
bók, Vfsur u:n vötn eftir Matt-
hias Johannessen. Þetta var af-
mælisútgáfa hjá GuðjóniÖ,
hann var að halda upp.á hálfrar
aldar afmæli útgáfunnar og þvi
var sérstaklega til þessarar
bókar vandað.
Urelt
Þessi úrræði hljóma gamal-
dags ef ekki úrelt. Hagfræð-
ingar i dag halda þvi fram að
unnt sé að koma á efnahags-
legum stöðugleika án þess að í
millitíðinni verði mikið
atvinnuleysi. Þeir hafa kannski
á réttu að standa. Við fylgjumst
náið með þvi hvort Bretum
tekst að vinna bug á verð-
bólguvanda sinum án þess að
sætta sig við aukið atvinnuleysi.
Allir vona að til sé betri leið út
úr verðbólguerfiðleikum en sú
sem Þjóðverjar fóru árið 1923.
En sú staðreynd stendur
óhögguð að Þjóðverjar stöðvuðu
verðbólguna í nóvember 1923
og að þegar um vorið 1924 var
þýzki gjaldmiðillinn að nýju
orðinn öflugur. Hann hefur
verið þaó siðan.
Veturinn 1923—24 var
harður og raðir þeirra sem biðu
eftir að fá úthlutað brauði voru
langar. En Þjóðverja hryllir
samt ekki við tiihugsuninni um
erfiðleika þess vetrar heldur
enn meir við minningunni um
mánuðina næstu á undan. Það
var þá sem verðbólgan gróf
undan sparifé og verðmæta-
mati þýzku miðstéttarinnar og
undirbjó þar með jarðveginn
fyrir Adolf Hitler.
Visui um vötn er persónuleg
bók, segir frá smáatvikum á
veiðiferðum skáldsins og félaga
hans víðs vegar um landið, oft i
léttum dúr, en baksviðið er um-
myndað landslag, það er að
segja skáldið lýsir hughrifum
sinum á hverjum stað og stund
með skírskotun til landsins.
Eða að gagnstæðu leyti: veðra-
brigðum þeim sem náttúran
kemur af stað i hugarlandi.
Það er mikill veiðimanna-
húmor i þessari bók og allmikið
um þversagnakenndar athuga-
semdir sem skilja má sem hvort
tveggja: gamanmál og lifspeki,
en lika einlægni sem stundum
er dálitlum söknuði blandin.
Visur um vötn er i raun og
veru ljóðflokkur, byggður upp í
áföngum; þetta eru nítján
kvæði hvert um sina veiðiána
og eitt að auki; og að minni
hyggju skemmtilegustu kvæði
skáldsins þeirra sem hann hef-
ur ort i hefðbundnu formi til
þessa.
★
Sameiginlegt er svo með þess-
um þrem bókum að allar eru
þær eftir menn sem eru hvort
tveggja: rithöfundar og veiði-
menn, og allar segja þær frá
huglægri sem hlutlægri reynslu
þeirra á árbakkanum. Það er
lika sameiginlegt með þeim að
þær eru allar nokkuð meira en
réttar og sléttar veiðisögur, það
er að segja lýsa ekki aðeins
viðureign manns og fisks á af-
mörkuðum stað og tíma heldur
einnig viða sviðinu kringum
veiðimanninn þar sem við erum
öll að kasta fyrir þann stóra.
Erlendur Jónsson.
Erlendur Jónssor>
A SUMARDEGI
Veiði-
sögur