Morgunblaðið - 23.07.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JULl 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
ekki að sitja í samkvæmi? Veiztu ekki, að
hér eru siðaðir menn og það aðrir eins og
hann Ormur, sem hefur séð allt svo pent
á Suðurlandi og er þar að auki stúdent?
Hún hnippar þá í sama bili í bónda
sinn,.og var það varúðarregla. Bóndinn
hét bót og betrun og mælti fátt, er í
frásögur sé færandi, en hætti að éta
grautinn, þó sárnauðugur, af því sem
varð séð af svip hans og öllu útliti.
Fyrir glaumnum í veizlusalnum heyrð-
ist ekki manns mál og því síður Búrfells-
hjónanna; en Ormur Bjarnason, sem var
sessunautur þeirra, hlustaði og íhugaði
allt það, er hann varð áskynja um hjóna-
bandslífið, með svo mikilli athygli sem
hinn goðumlíki Odysseifur, þá er hann
kom úr leiðangri frá Trójuborg, settist á
þrepskjöldinn og leit hóp biðla Penelópu
konu sinnar, er sátu í salnum og átu mat
hans og drukku af hans dýrasta víni, en
hann ætlaði að vega þá næstu nótt.
Nú kom steikin í brúðarsalinn. Það er
annar þáttur borðsögunnar. Hinn sami
leikur gjörðist hjá systrum, bræðrum og
svo öllum sessunautum. Frammistöðu-
r~ COSPER---------
Heyrðu, vinur! Þvf klappaðir þú ekki fyrir
mér þegar ég tók lokaaríuna?
menn gengu um kring og framreiddu
fæðuna.
Guðmundur frá Búrfelli gleymdi því
ekki að taká álitlegustu kjötbitana; en
samt var eftir að vinna þá, svo hann fengi
fullan sigur yfir þeim. Hann var
vopnaður vel, því hann hafði sverð gott,
spjót og skjöld steindan. En vopnin voru
hnífur, matkvfsl og diskur. Guðmundur
var ekki nærri því eins fimur sem
Gunnar á Hlíðarenda, að hann gæti
kastað vopnum í loft upp og gripið þau
sfðan, áður en niður kæmi. Guðmundur
vill þá reyna íþrótt sína; tekur hann þá
matkvíslina tveim höndum og hóf hana
mjög hátt; kom hún á diskinn og klauf
hann að endilöngu; mörgum þótti það
ekki rétt, að Guðmundur skífði svo hlífar
sínar, en Rósu varð ekki annað að orðum
en að gefa Guðmundi bónda sínum ílags-
gott olbogaskot og segir um leið:
Hvað hugsarðu, Guðmundur? Hvaða
rustíkus eða dónsi ertu? Gjörðu mér
þetta ekki aftur, svo menn sjái.
Hvað þá! sagði Guðmundur. Mér varð
þetta óvart; en þetta eru allt einber svik
úr kaupmanninum.
Er það kaupmanninum að kenna, þó þú
sért aulabárður? sagði Rósa.
Pési hrekkjalómur
„Hvert velti ég þér til þess að þú næðir
í öll þessi auðæfi?“ spurði kóngur.
,,Þú lést velta mér niður í sjó,“ sagði
Pési, „og þegar ég kom niður á botn, þá
var þar af nógu að taka, bæði hestum og
kindum, gulli og gripum og skepnurnar
gengu í flokkum, en peningarnir og ger
semirnar lágu í haugum eins háum eins
og hús.“
„Hvað vilt þú fá fyrir að velta mér
sömu leið?“ spurði kóngur.
„O, ég held ég fari ekki að taka fyrir
það,“ sagði Pési. „Ekki þurfti ég að borga
þér, og ekki skalt þú heldur þurfa að
borga mér fyrir svona smágreiða.”
Svo setti hann kónginn í tunnu og velti
henni fram af, og þegar þaö var búið, fór
Pési heim í höllina. — Þar giftist hann
yngstu kóngsdótturinni, stýrði svo lönd-
um og ríki, en uppfrá þessu sat hann á
sér með hrekkina og enginn minntist
framar á Pésa hrekkjalóm, en bara á
kónginn.
Blessaóur Iátum hann klára úr
flöskunni. — Þeir eru bragð-
betri vel wisky-vættir.
Hreyfðu þig ekki!
WEÍ/EN MAÐURINN HENNARJ
C SlÐUR EFTÍR PÉR dÖÖ&if
.rr * ffjr, &«***
J5iQiAöND 1í9-6-9<>
Kvikmyndahandrit að morði
Eftir Lillian
O'Donnell
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir.
2
aftur á móti ráðízt inn um fyrstu
dyrnar sem hann kom að I þeirri
von að finna peninga, ritvél,
myndavél eða eitthvað annað,
sem hægt var að koma f verð. En
hvers vegna hafði viðkomandi
ekki hirt um að taka peningana?
Sú skýring var hugsanleg að
Mary Hudgin hefði brugðið sér
niður f verzlunina á götuhæðinni
og látið dyrnar standa opnar og að
eiturlyfjaneytandi, sem hefði
verið á gægjum úti á ganginum,
hefði laumazt inn f íhúðina og
kastað sér sfðan yfir hana f tryll-
ingi, þegar hún skaut óvænt upp
kollinum aftur.
En hvers vegna hafði morð-
inginn fundið sig knúinn til að
hæða hana dána með þvf að láta
hana liggja eftir, svona hroðaiega
útleíkna?
Bræðin sauð upp f honum og
svo mjög að hann skalf við eins og
hann hefði hita. 1 sömu svifum
heyrði hann þungt fótatak að baki
sér og síðan ræskti maður sig.
Hann snerist á hæli og stóð aug-
liti til auglitis við Moriarity lög-
regluþjón.
— Hver hringdi og tilkynnti
morðið? spurði Uavid hörkulega
til að breiða yfir hversu snortinn
hann var.
Moriarity blaðaði f minnisbók
sinni.
— Einhvcr Elvira Foster, hún
býr f íbúð innar á ganginum. Hún
las reyndar duglega yfir hausa-
mótunum á mér.
— Nú. Hvernig þá?
— Hún sagðist ekki nenna að
bfða lengur eftir yður. Hún
kvaðst vera þeirrar skoðunar, að
hún hefði gert skyldu sína með
þvf að hafa samhand við lögregl-
una. Hún sagðist Ifka hafa sagt
mér allt sem hún hcfði að segja.
— Og hvernig hljóðaði frásögn
hennar?
— Hún kom heím úr kvik-
myndahúsi um klukkan hálf tfu
og hún veitti þvf eftirtekt að
dyrnar á fbúð ungfrú Hudgin
stóðu I hálfa gátt, þegar hún sté
út úr lyftunni sem er á móti
dyrunum. Henni fannst það
furðulegt, þar sem ungfrú
Hudgin vínnur yfirleitt á kvöldin
og auk þess sá hún ekki Ijós. Hún
kallaði inn en ekkert hljóð
heyrðist, og hún stakk höndinni
inn fyrir og kveikti Ijós. Hún
sagðist aðeins þekkja ungfrú
Hudgin mjög Iftið og hefði aðeins
stöku sínnum skipzt á fáeinum
orðum við hana. Hún segist hafa
fengið alvarlegt taugaáfail og nú
ætli hún að taka svefnpillu og
fara að sofa. Hún segir að hefði
sig grunað hvaða fyrirhöfn og
amstur þetta kostaði hefði hún
látið öðrum eftir að gera lögregl-
unni viðvart.
— En tókst yður að róa hana?
— Já, ég notaði góðu gömlu
formúluna: ég sagði að hún væri
ábyrg manneskja, gædd öruggri
dðmgreind og upplýsingar
hennar væru mjög mikilvægar
fyrir rannsókn málsins þó svo að
henni þættu þær ekki umtals-
verðar. Ég reyndi að skjalla hana
eins og ég gat, sagði lögreglu-
maðurinn og brosti f kampinn.
— Frábærf Moriarity, alveg frá-
bært!
David endurgalt bros hans.
— Jæja, þar er bezt ég húsvitjí
hjá henni snöggvast. Þér verðið
hér kyrrir þangað tii starfsfé-
lagar mínir og sérfræðingar úr
tæknideildinni koma á vettvang.
David leit á klukkuna. Hún var
fimm mínútur yfir tólf. Enginn
gat með sanngirni haldið þvf
fram að hann hefði látið ungfrú
Elviru Foster bfða ókristilega
lengi.
Hann gekk inn ganginn og
hringdi dyrabjöllunni. Augna-
bliki slðar heyrði hann fótatak að
innan, sfðan voru dyrnar opnaðar
örlftið og hann sá að hún hafði
öryggiskeðjuna á. I Ijós kom mið-
aldra kona náföl f framan undir
strfðu gráu hári.
— Hvað viljið þér? sagði hún
önuglega.
— Ég heiti Link rannsóknarlög-
reglumaður. Má ég koma inn ör-
stutta stund?
— Ég er búin að segja löggunni
allt sem ég veit um málið hvæsti
hún. Ég er að fara að sofa.
Link var ekki f skapi til að feta
f blfðleg fótspor Moriaritys. Hann
var kominn á fremsta hlunn með
að svara hranalega, þegar hann
veitti athygli glampanum f aug-
um konunnar. Hann sá ekki betur
en þar speglaðist ólýsanlegur ótti.
Fyrst hann, harðnaður lögreglu-
maður hafði hrokkið við þegar
hina hryllilegu sjón hafði borið
fyrir augu hans hvernig hlaut þá
ekki miðaldra einstæðingskonu
að vera innanbrjósts, hún sem var
eini fbúinn á hæðinni auk ungfrú
Hudgin.
— Mér þykir mjög leitt að
þurfa að ónáða yður, ungfrú
Foster, sagði hann hlýlega — og
ég skal reyna að hraða þessu. En
ég væri yður mjög þakklátur ef
þér vilduð leyfa mér að heyra
frásögn yðar.
Hún fnæsti við, en svo lokaði
hún dyrunum, tók keðjuna af og
opnaði fyrir honum, svo að hann
kæmist inn.
— Viijið þér ekki setjast, ung-
frú Foster, — ég skal útvega yður
róandi töflu, sagði hann.
— Nei, ég nota aldrei slfkt,
svaraði hún stuttlega, en settist