Morgunblaðið - 07.08.1975, Page 1

Morgunblaðið - 07.08.1975, Page 1
28 SIÐUR 176. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 7. ÁGtJST 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Herinn til atlögu gegn andófciTKkmum Lissabon 6. ágúst — AP Reuter LANDGÖNGULIÐAR voru flutt- ir f skyndi til norður hluta Portúgais f dag til að bæla niður óeirðir andkommúnista og her- mönnum um allt land var fyrir- skipað að skerast f leikinn hvar sem óeirðir kynnu að brjótast út. Heimildir innan hersins f Oporto sögðu að 140 landgönguliðar, — en sá hluti heraflans hefur verið talinn hlyntastur kommúnistum. — hefðu verið sendir norður til að binda endi á stjórnleysið þar. I Lissabon sagði talsmaður öryggissveita hersins, Copcon, að þær hefðu skipað öllum herdeild- um í landinu að bæla þegar í stað niður allar óeirðir. Aðsúgur hefur verið gerður að skrifstofum og byggingum kommúnista í norður hluta Portúgals síðustu daga. Ákvörðunin um að senda land- gönguliðana mun stafa að miklu leyti af því að sterk og almenn andstaða gegn kommúnistum virðist hafa dregið úr aga meðal hermanna, sem eru á þessum slóðum. Sjónarvottar í bænum Famalicao segja að andófsmenn hafi hlaupið fram hjá hermönn- um til að ráðast inn f skrifstofur Kommúnistaflokksins og að hermennirnir hefðu brosað og hrópað: „Við erum synir alþýðunnar alveg eins og þið.“ Hermenn komu til nágranna- bæjarins Santo Tirso tveim klukkustundum eftir að óeirðar- seggir höfðu eyðilagt skrifstofur Kommúnistaflokksins og tveggja annara stuðningsflokka kommúnista, þó að talsmaður hermanna hefði áður sagt að hann vissi að „afturhaldssinnar" hefðu áformað mótmælaaðgerðir. Kommúnistaflokkurinn dreifði harðorðri tilkynningu í dag þar sem hann ásakaði herinn fyrir að láta stöðugt undan andófsmönn- um. Var þvi haldið fram að drukknir hermenn hefðu tekið þátt í mótmlælaaðgerðum f Fama- licao fyrr í þessari viku, en þá voru tveir skotnir til bana. Andkommúnistmi hefur nú náð til Azoreyja, þar sem kveikt var I aðalstöðvum stuðningsflokks kommúnista, Lýðræðishreyfingu Portúgals. Enn blossa bardag- ar upp í Angóla Luanda 6. ágúst — Reuter. HARÐIR bardagar brutust út I dag við gamlan portúgalskan kastala, þar sem um 600 menn úr annarri frelsishreyfingu Angóla leituðu skjóls eftir bardaga f sfð- asta mánuði. Hermenn FNLA, sem f eru andkommúnistar, leituðu þar hælis eftir að MPLA, sem nýtur stuðnings Sovétrfkj- anna, hafði hrakið þá úr vfgjum sfnum f höfuðborginni, Luanda. Stjórnvöld Zaire styðja FNLA. Mjög óljósar fréttir hafa borizt af bardögunum. Sjómenn í Luandahöfn segjast hafa heyrt stöðuga skothríð, sem stundum var yfirgnæfð af drunum sem virtust koma frá sprengjuvörp- um, úr átt frá kastalanum. Hávaðinn þagnaði eftur um það bil eina og hálfa klukkustund og sögðu sjómennirnir að svo væri ekki að sjá að kastalinn hefði orðið fyrir skotum. FNLA hefur hótað að sprengja upp olíuhreynsunarstöð Luanda, sem er stutt frá kastalanum, ef lagt verður til atlögu gegn sveit fylkingarinnar, sem hefur stöðina á sfnu valdi. Eins ætla þeir að sprengja upp tvö skip f Luanda- höfn, ef vopnafarmi til MPLA verður skipað upp. Skotið var á flugvél í bænum Silva Porto í Mið-Angóla, en for- seti þriðju frelsishreyfingar- innar, Unita, dr. Jona Savimbi, ætlaði að fara frá bænum með þeirri flugvél. Enginn meiddist. Dr. Savimbi, sem ferðast í einka- Framhald á bls. 27 Þoka í Reykjavík. Hve margir Reykvíkingar mundu án frekari umhugsunar kannast við sig á þessum annars velþekktu gatnamótum? Ólafur K. Magnússon tók myndina í gærmorgun í mikilli þoku, sem lá yfir höfuðstaðnum, á mótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Hvergi grillir í Hótel Esju, sem ætti að vera I baksýn, né önnur stórhýsi við Suðurlandsbraut. Bretar boða hörku í fiskveiðiviðræðum London, 6. ágúst — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP. BRETAR munu sýna eins mikla hörku og ákveðni og þeir geta í samninga- viðræðum við lslendinga um fiskveiðar, að sögn Roy Kunnurv-þýzkurþingmaðurskorar á Bonnstjórnina: Bretum réttindi til veiða við strendur Islands. Ráðherrann sagði einnig að Bretar ætluðu ekki að sitja aðgerðarlausir vegna einhliða útfærslu íslenzku fiskveiðilögsögunnar i 200 mílur, sem útilokar þá frá hefðbundnum fiskimiðum. Afléttum löndunarbanninu Stjórnin mun reyna að semja „af eins mikilli Framhald á bls. 27 og ræðum við Islendinga # KUNNUR sérfræðingur f landbúnaðarmálum á vestur- þýzka þinginu, Karl Heinz Saxowski, þingmaður úr flokki jafnaðarmanna SPD, hefur nú hvatt ríkisstjórn Vestur- Þýskalands til að lýsa yfir vilja sínum tii að ræða við Islenzku rfkisstjórnina um fiskveiði- málin og útfærsluna með því að aflétta fyrst löndunarbanninu á fslenzk skip sem sett var á sfðasta ári, að því er fram kemur’í AP frétt frá Bonn. Segir Saxowski þingmaður f bréfi til SPD eftir að stjórnin neitaði að viðurkenna útfærslu fslenzku fiskveiðilögsögunnar f 200 mflur, að „Islendingar hafi neyðzt til þessara aðgerða til að komast af efnahagslega". Hvetur Saxowski stjórnina að hefja viðræður við Islendinga, sumpart til að tryggja áfram- haldandi veiðar vestur-þýzkra sjómanna á þessum slóðum, og sumpart til að sættast við Island, félaga Vestur- Þýzkalands í Atlantshafsbanda- laginu. „Þó að viðræðurnar kunni að verða erfiðar", segir Saxowski, „vegna hinna alvar- legu efnahagslegu þvingana á Islendinga, geta viðunandi skil- yrði náðst.“ Hann bendir á að deilan um fiskveiðiréttindin á Islands- miðum verði ekki leyst eftir formlegum réttarfarsleiðum, því eins og Islendingar líti á málið, „hafa hinir lögin, og við okkar fisk“. Þess vegna segir Saxowski er nauðsynlegt að „sýna meiri skilning gagnvart eyríkinu á Norður-Atlantshafi og aflétta löndunarbanninu...“ Roy Hattersley — harka. Hattersley aðstoðar- utanrfkisráðherra Bret- lands. Skýrði hann brezka þinginu frá þessu f dag, er hann svaraði fyrirspurn- um þingmanna. Sagði hann að Bretar hefðu farið fram á það við tslendinga að viðræður byrjuðu í tíma um endur- nýjun samningsins um veiðar Breta innan ís- lenzku fiskveiðilögsög- unnar. Hann sagði að það væri mikilvægt að trvggja Förum að dæmi Islendinga Colombo, 6. ágúst. AP. ÞINGMAÐUR í Sri Lanka sagði nýlega í þingræðu að erlendir togarar virtu ekki fiskveiðilög- sögu landsins og væru að eyða fiskimiðum þess. Sagði þingmaðurinn, Ronnie de Mel, sem er frá suðurhluta Sri Lanka, á þriðjudaginn, að togarar frá Sovétríkjunum, Japan, Kóreu og Taiwan veiddu innan fiskveiðilög- sögu eyjarinnar og hvatti hann þingið til að grípa til svipaðra ráðstafana og Islendingar og Perúmenn að færa út fiskveiði- lögsögu Sri Lanka til að vernda náttúruauðæfi landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.