Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGUST 1975 7 “I Tómarúmið og „flokks- foringinn” Alþýðublaðið islenzka hefur verið á hvers manns vörum undan- farnar vikur, meðan það var i sumarfrii, fyrst og fremst af tveimur ástæðum. Hin fyrri eru fjárhagserfiðleikar blaðsins, sem voru það miklir, að við borð lá að útgáfa þess stöðvaðist. Su siðari var stöðvun á „systurblaði" þess i Portúgal, sem kommún- istar lögðu hald á i skjóli hervalds. Hvorttveggja leiðir hugann að ræðu þeirri sem svokallaður formað- ur Alþýðubandalagsins. Ragnar Arnalds, flutti á flokksþingi þess á sl. hausti. Hann hélt þvi þar fram af miklu yfir- læti, að Alþýðuflokkur- inn „væri að deyja" og skapurinn drjúgur, þrátt fyrir drýldnina, að hann bauðst til þess, fyrir hönd islenzkra kommún- ista, að leysa Alþýðu- flokkinn algjörlega af hólmi. Það lætur þvi nærri, að einn sé sá á meðal okkar, sem ekki fagnar útkomu Alþýðublaðsins á ný. En hann getur þá huggað sig við þá tug- milljónahöll, sem Þjóð- viljinn reisir með „dul- rænu" fjármagni. Foringinn, sem ætlar að fylla tómarúmið. að Alþýðubandalagið myndi „fylla það tóma- rúm", sem Alþýðu- flokkurinn skildi eftir sig. Á stundum hafa kommúnistar látið blitt að Alþýðuflokknum en allar minntu þær gælur á væntumþykju átvagls á fyrirhuguðum máls- verði. En þær stundir koma, jafnvel á ströndu hins yzta hafs, þar sem nálægð við norðurpól temprar blóðhitann, að úlfarnir opna gin sín á glugga rauðhettu. Svo notuð sé nærtæk sam- liking. Þannig fór fyrir þessum framsækna for- ingja, sem þóttist sjá fyrir, ekki einungis feigð Alþýðublaðsins heldur jafnframt Alþýðuflokks- ins. Og svo var dreng- Lýðræði ógnað f leiðara Alþýðublaðs- ins i gær segir m.a.: Það er ekki nokkur vafi á þvi, að sú þróun, sem er að verða i heim- inum umhverfis okkur, er válegur fyrirboði. Hér er um að ræða pólitíska afturför, sem e'r ekki aðeins ógnun við frelsi og mannréttindi, heldur ekki siður ógnun við friðinn i heiminum. Sagan kennir okkur, að slikt fráhvarf frá lýð- ræðislegum og mannúð- legum grundvallar- reglum getur verið fyrir- boði um mikil átök milli hinna andstæðu afla og þær fórnir, sem áður hafa verið færðar til þess að varðveita lýð- ræði og frelsi, hafa þá verið unnar fyrir gýq. Lýðræði eins og það, sem við þekkjum og viðurkennum, felur i sér bæði styrk og veikleika. Veikleiki þess er sá, að það veitir eirinig þeim aðilum fullt athafna- frelsi, sem vilja rlfa það niður, gera það tor- tryggilegt og eyða því. Einmitt þess vegna er barátta fyrir lýðræði stöðug barátta. Einmitt þess vegna verða þeir, sem varðveita vilja lýð- ræðið, stöðugt að standa vörð um það. Ef lýðræðissinnar þreytast á varðstöðu sinni og láta afskipta- og sinnuleysið ná tökum á sér, þá kunna þeir að vakna upp einn morgunn við það, að frelsið og mannrétt- indin hafa verið frá þeim tekin. Þessi barát*a milli frelsis og ófrelsis, lýð- ræðis og einræðis, er einnig háð hér á fslandi. Fjölmargar frelsis unnandi þjóðir hafa orðið fyrir því, að heim- ur þeirra hefur hrunið í rúst á einu andartaki. Eins gæti farið fyrir okkur, ef við kunnum ekki fótum okkar forráð — ef við látum sinnu- og áhugaleysið ná tök- um á okkur og gefum einræðis- og öfgaöflum í tandi voru „fritt spil". Staða krónu lítt breytt Mbl. greindi á sunnudaginn frá því að staða íslenzku krónunnar hefði nokkuð styrkzt að undan- förnu gagnvart sumum erlendum gjaldmiðlum, eins og t.d. þýzku marki, danskri krónu og sterlings- pundi svo að nam 4—5%. Hins vegar hafði staðan versnað gagn- vart Bandaríkjadollar um rúm 5% Mbl. sneri sér f gær til Seðla- bankans og spurðist fyrir um áhrif þessara breytinga á vöru- skiptajöfnuðinn og fékk þá þau svör að áhrifin væru lítil, þegar tekið væri tillit til vegins meðal- tals gengis erlendrá gjaldmiðla gagnvart krónunni eftir hlutdeild þeirra í innflutnings- og út- flutningsviðskiptum. Frá þvi i febrúar hefði staða krónunnar versnað nokkuð gagnvart erlend- um gjaldmiðlum og hefði sú lækkun numið mest 2% með til- liti til vegins meðaltals, en væri nú um 1 % frá þvl f febrúar. honum, þrátt fyrir aðvörunar- ljósið. Um morguninn fannst bilun í aðvörunarkerfi hreyfils- ins, en hreyfillinn sjálfur var í góðu lagi. Flugvélin gat þá fyrst lagt af stað til íslands á ný eftir um átta stunda töf, að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða. 1500 flugu á mánudag MIKLAR annir hafa verið i innanlandsflugi Flugfélags Is- lands að undanförnu, en mestar þó á mánudag, á fridegi verzl unarmanna, er flugvélar félags ins fluttu um 1500 manns innan lands. Flestir farþegar voru þa fluttir frá Vestmannaeyjum ti Reykjavíkur að iokinni þjóðhátíð Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar voru farþegar F til Eyja og frá þó fvið færri en verið hefur i tengslum við þjóð hátíð f Eyjum undanfarin tvö ár Hefur veðrið sjálfsagt ráðið ein hverju þar um. Þess má að lokum geta, að í siðustu viku, þ.e. fra sunnudegi til laugardags, voru fluttir hátt á sjöunda þúsund far þegar innanlands með flugvélum Fiugfélags Islands. Konur á piUunni lík- legri til að f á slag Bilun tafði Flugleiðavél ER BOEING 727-þota Flugleiða, fullsetin ferðamönnum, var nýlögð af stað til Islands frá Costa Brava á Spáni aðfararnótt þriðju- dags kviknaði Ijós í mælaborði sem gaf til kynna, að eldur væri laus f einum hreyfli vélarinnar. Var þegar snúið við og lent á flugvellinum aftur og þar hafin rannsókn á hreyflinum, því að enginn eldur hafði leynzt. í Þeim konum, sem taka getnað- arvarnapilluna, er hættara við að fá hjartaáfall, sér f lagi ef öðrum hættuþáttum er einnig til að dreifa hjá þeim. Sígarettureyk- ingar, sykursýki, hár blóðþrýst- ingur, mikið kolesterolmagn i blóði, offita eru meðai þeirra hættuþátta, sem auka lfkur á hjartaáfalli. Þeim, sem nota getnaðarvarna- pillur er að meðaltali 4,5 sinnum hættara til að fá hjartaáfall en þeim sem ekki nota þær, segir f niðurstöðum rannsókna sem gerð- ar hafa verið i Bretlandi. Hættan reyndist vera 2,7 sinnum meiri meðal kvenna sem nota pilluna á aldrinum 30 til 39, samkvæmt einni könnun, sem gerð var f Ox- ford, en 5,7 sinnum meiri meðal kvenna á aldrinum 40 til 44. I annarri könnun kom einnig í ljós að fullorðnar konur væru i meiri hættu en þær yngri. Sam- kvæmt þessari athugun var kon- um á afdrinum 30 til 39 ára, 2,8 sinnum hættara til að fá hjarta- sfag og 40 til 44 ára gömlum konum4,7 sinnum. Ef öðrum hættuþáttum er einn- ig til að dreifa eykst hættan til muna. Ef miðað var við konur sem notuðu pilluna, en höfðu eng- an annan hættuþátt, var konum sem höfðu einn hættuþátt að auki 4,2 sinnum hættara til að fá slag, konum með tvo þætti 10,5 sinnum og konum með þrjá þætti 78,4 sinnum. Siðdegis f gær kom til Reykjavfk- ur tveggja hreyfla flugvél af gerð- inni Dornier DO 28, sem Flug- stöðin hf, hafði séð um að ferja frá Kaupmannahöfn til Islands. Vélin, sem er f eieu Nordisk Mineselskab- námafélagsins, fer héðan til Meistaravfkur og með henni flugmaður og ffugvirki frá Flugstöðinni til að aðstoða við rekstur vélarinnar fyrsta kastið. Elíeser Jónsson fiaug vélinni hingað til lands. Hún er gerð fyr- ir flugtak og lendingu á stuttum brautum og flytur 4—7 farþega og varning eftir aðstæðum og verður notuð til slfkra flutninga á Grænlandi. _ Ljósm. Br. H. LÆRIB VELRITUN Ný námskeið eru að hefjast. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 21719. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20, Þórunn H. Felixdóttir. Ævintýraheimur húsmæðra Kryddhúsið í verzl. okkar í Áðalstræti 9. Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna ýmsu kryddtegunda kl. 2 — 6 í da9- Verið velkomin. © Matardeildin, Aðalstræti 9. Kvállsöppet i Nordens hus torsdagen 7 augusti kl. 20.00—23.00 Kl. 20.30 SPÖKEN DANSAR, ett program pá svenska om islándskfolktromeð beráttande, sáng och dans. Kl. 22.00 Filmen HORNSTRANDIR (engelsk text) — 0 — I utstállingssalarna, utstállingen HÚSVERND öppen kl. 12—22. Fotograf Gunnar Hannessons fárgdiaserie om hus i Reykjavík visas kontiunerligt hela kvállen. Kafeterian öppen. Válkommen. NORRímHUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Núna er verðið á sykrinum mjög hagstætt, Kr. 185 pr. kg (4 kg pokar) Kr. 175 pr. kg (50 kg sekkir) Notið því tækifærið Núna og kaupið sykurinn fyrir sultugerðina. Opið til 6 í kvöld og 10 föstudagskvöld SKEIFUNNI 15 ISIMI 86566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.