Morgunblaðið - 07.08.1975, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.08.1975, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGUST 1975 Gunnar M. Guðmundsson, hrl.: Mér hefur virzt, aö það ein- kenndi nokkuð greinar Jóns úr Vör I Morgunblaðinu að undan- förnu, að höfundur væri ekki all- ur þar, sem hann yrði séður I þessum skrifum sinum. Eitthvað byggi þar á bak við, sem ekki fengi að koma fram. Þetta hefur og komið á daginn. I grein Jóns úr Vör, sem birtist I Morgunblaðinu 2. ágúst sl., ber yfirskriftina „Skammir" og er tileinkuð mér, velur hann loks þann kost, sem betur hefði orðið fyrr, að hann segir lesendum hug sinn allan til ið meiri en einmitt nú. Hann minnist á meiðyrðamál gegn ritstjóru'm „Frjálsrar þjóð- ar“. Og hann segir, að þetta voru „mál, sem marga snertu djúpt á sfnum tíma og erfitt er að gleyma.“ Ég dreg ekki í efa, að þau mál hafi snert marga djúpt, en hverja skyldu þau hafa snert mest og skyldi Jón úr Vör líða mikla önn fyrir þá? Ég leyfi mér að fenginni reynslu að gera hon- um upp þann hug, að finna þar aðeins til með ritstjórum blaðsins. Það felur f sér mikil óheilindi að reka réttar sins fyrir dómi, vilji hann njóta lögmæltrar æru- verndar. Hann ræður kröfugerð sinni innan þeirra marka, sem lögin setja, en á úrslit máls sfns alfarið undir dómsvaldinu og stendur að því leyti jafnfætis þeim, sem hann hefur sótt til lagaábyrgðar. Uni varnaraðili ekki sfnum hlut, hefur hann ekki við aðra að sakast en sjálfan sig. Jón úr Vör segir, að „ekki sé um venjulegar fjárbótakröfur að ræða fyrir óvenjulega klúr meið- yrði. Þessir menn tína upp hvern Gunnar M. Guðmundsson. „Opt má af máli þekkja mann- inn, hver helzt hann er...” varnarmála, til undirskriftasöfn- unar þeirrar, sem fór fram á veg- um Varins lands, til forgöngu- manna hennar og til tjáningar- frelsis. Og er þá ekki að sökum að spyrja, að andi Þjóðviljans svffur yfir vötnunum, sbr. miðdálk greinarinnar. Þar má sjá ofstæki án raka, skynsemi ofurliði borna af tilfinningum og umræðu um mikilsvert málefni lúta í lægra haldi fyrir hótfyndni og gífuryrð- um um menn. Aður en Jón úr Vör leggur spil- in á borðið rekur hann nokkur dæmi, sem hann man úr fslenzkri sögu um skammir eða ærumeið- ingar. Vissulega er þar af miklu að taka og þarf ekki að seilast um 1000 ár aftur, svo sem hann gerir. En ég fæ ekki séð, hvaða máli þessi upprifjun skiptir um æru- vernd nú á dögum. Mér sýnist nýjustu dæmin sanna, að þörfin á virkri æruvernd hafi aldrei ver- að halda því fram, að forgöngu- menn Varins lands hafi látið „kné fylgja kviði“ eins og Jón úr Vör orðar það, þegar þeir höfðuðu meiðyrðamál gegn skriffinnum Þjóðviljans að undangengnum langvinnari og svæsnari ófræg- ingarskrifum en þekkst hafa hér á landi. Að sjálfsögðu veit Jón úr Vör betur en honum kynni að hafa boðiö í grun, að margir les- endur Morgunblaðsins fylgist lftt eða ekki með skrifum Þjóðviljans, þannig að ómaksins vert gæti ver- ið að snúa við staðreyndum. Jón úr Vör segir, að hægt sé að nota lög og reglur til að níöast á óvinum sínum. Hér kemur enn fram vanmat hans á dómstólum. Það getur að sjálfsögðu enginn beitt meiðyrðalöggjöf eða öðrum lögum fyrir sig á þann hátt. Beit- ing laga í lýðræðisrfki er ekki háð geðþótta eins eða neins. Sá, sem telur vegið að æru sinni, verður tittlingaskít og gera úr því stór- yrði.“ Hafa verður f huga, að Jón úr Vör er hér að reyna að bera blak af greinahöfundum f Þjóð- viljanum og blaðamönnum þess blaðs og er að kynna lesendum Morgunblaðsins sem staðreyndir þær rangfærslur, sem stöðugt er klifað á f Þjóðviljanum. Það er að vfsu rétt, að í öllum þeim fáryrða- flaumi, sem flætt hefur um síður Þjóðviljans mánuð eftir mánuð um forgöngumenn Varins lands, eru ekki öll ummæli í sama flokki t. stóryrða, þótt tekin hafi verió með f stefnur. En þægilega eru þau augu sjáandi, sem aðeins greina tittlingaskftinn í svo stór- ■ UKT flór. Eftir að Jón úr Vör hefur þann- ig létt á samvizku sinni, skipar hann sér í sveit skriffinna Þjóð- viljans og eys svívirðingum yfir forgöngumenn Varins lands og er engra eftirbátur. Hann segir: „Þeir mega mikið vinna sér til ágætis og góðrar frægðar, ef þeir eiga að má þessa smán af skildi ættar sinnar, svo að afkomendur þeirra þurfi ekki að skammast sfn fyrir þá.“ Rétt er að vekja athygli á því, að þessa gifuryrtu kveðju sendir Jón úr Vör forgöngumönnum Varins lands ekki vegna forgöngu þeirra að undirskriftasöfnuninni, heldur vegna „dirfsku“ þeirra að leita réttar síns fyrir dómstólum um lögmælta æruvernd. Það fer ekki hjá þvi, að maður velti því fyrir sér, hverju það sæti, að Jón úr Vör og skoðana- bræður hans láta skynsemi sína fyrir róða og temja sér orðbragð götustráka, þegar að þeim sverfur í umræðum um varnarmál, sem þeir leggja þó áherzlu á, að séu mál málanna. Ætla mætti, að þeim málsstað, sem þeir berjast fyrir í svo miklu máli, riði meira á 15 skynsemisrökum en glórulausu orðaskaki. Sú ályktun virðist nær- tæk, að viðhorf þessara manna til varnarmála eigi rætur að rekja til tilfinninga fremur en skynsemi. Slíkt kallar á nokkra vorkunn- semi, en málflutning á slíkum grundvelli reistan er ekki hægt að taka alvarlega. Það er þá líka of mikil tilætlunarsemi þessara manna, að ætlast til rökræðna á opinberum vettvangi um þessi mál, því að tilfinningamál er ekki hægt að rökræða. Þótt víst megi telja, að þessi skýring á viðbrögðum Jóns úr Vör og skoðanabræðra hans sé rétt, þá er jafnvíst, að hér kemur fleira til, Ein er sú baráttuaðferð að ægja andstæðingum sínum. Þótt víða um heim séu aðrar aðferðir áhrifameiri notaðar í því skyni nú á tímum en orðin ein, þá hafa Islendingar sem betur fer ekki af öðru að segja. En svo óvægilega má þvf vopni beita, að menn skirr- ist við að tjá skoðanir sinar opin- berlega, hvað þá að berjast fyrir framgangi þeirra. Menn ganga ekki að því gruflandi lengur, hvað þeir mega eiga í vændum fyrir slíkan trúnað við sannfæringu sina. Þeir eiga tveggja kosta völ: Að halda sér saman eða verða ausnir hrakyrðum, dylgjum og aðdróttunum. Það er slfk ógnun við tjáningu skoðana, sem er tilræði við tján- ingarfrelsi og frjálsa skoðana- myndun. Það er þetta hvimleiða ofrfki gagnvart öndverðum skoð- unum, þetta ógeðfellda andlega ofbeldi, sem þeir menn iðka, sem hæst hrópa um tilræði við tján- ingarfrelsi og ógnun við prent- frelsi, þegar þeir, sem ofríki þeirra bitnar á, leita réttar sfns fyrir dómstólum. En það er ein- mitt slíkur hugtakaruglingur, sem óvinum lýðræðis er hvað tam- ast vopn að villa um fyrir al- menningi í látlausri baráttu gegn lýðræðinu, þvf að sá er galdur lyginnar að geta borið sannleik- ann ofurliði, sé nógu oft og Iævís- lega á henni klifað. 5. ágúst 1975 Gunnar M. Guðmundsson. „Sjái maður barn sem ei að drukkna fer maður ekki að yrkja ljóð um það...” Viðtal við ítalska skáldið og mannvininn Danilo Dolci „MAÐUR sem stendur & fljóts- bakka og sér barn sem er að drukkna getur ekki farið að yrkja Ijóð um það. Ef hann er ekki ófreskja stingur hann sér f fljótið og reynir að bjarga barninu." • DANILO DOLCI heitir sá sem þetta segir. Hann er þekkt ítalskt skáid og mannvinur, og orðin hér að ofan lýsa vel af- stöðu hans til hinna tveggja starfsvettvanga hans. Danilo Dolci er upprunninn á Norður- Italfu, en hefur starfað að mannúðarmálum áSikiley þar sem hann hefur dvalið frá ár- inu 1952. Hann hefur fengið margháttaða viðurkenningu fyrir ljóð sfn, m.a. Sonning- verðlaunin dönsku, og hin kunnu Taorminaverðlaun fékk hann í maí s.l. ásamt Spánverj- anum Rafael Alberti, en þau verðlaun hafa fengið skáld eins og Anna Akhmatova, Dylan Thomas og Salvatore Quasi- modo. Ilann segist hafa fengizt við skáldskap sfðan f bernsku, en aðeins skrifað eina Ijóðabók, „sem vex og vex“. Dolci dvald- ist á tslandi um tfma fyrir skömmu, til að kynnast eina Evrópulandinu sem hann ekki þekkti fyrir, og átti Morgun- blaðið þá við hann stutt samtal. Og það samtal snerist að mestu leyti um mannúðarstarf hans, en ekki skáldskap. Dolci lagðf um tfma stund á arkitektúr. En svo gerðist það að hann kynntist Noma Delfia, kristilegu samfélagi, þar sem engin einkaeign er leyfð, — allt er sameign. „Það var mikilvæg reynsla að kynnast svona sam- lífi, sem ég hafði áður aðeins þekkt af bókum, en ekki eigin reynslu.“ Hann starfar sem fyrr segir á Sikiley, — í samfélagi þar sem er mikill fjöldi af bágstöddu fólki, eymd og hungur. Gegn þessu hefur Dolci ásamt hópi manna hafið sókn, sem ekki sízt beinist að þeirri ógn er fólkinu stafar af hinum illræmdu glæpasamtökum, Maffunni. „Það sem starfið beinist fyrst og fremst að er að hjálpa fólki til framfara, að útvega því skil- yrði til að lifa öðru lffi en því er nú boðið. Og í landi, þar sem börn deyja úr hungri byggist þetta á því að útvega mönnum vinnu. Framanaf dvöl minni á Sikiley var starfið svo aðkall- andi að það var ógerlegt að yrkja. Maður sem stendur á fljótsbakka og sér barn sem er að drukkna, getur ekki farið að yrkja ljóð um það. Ef hann er ekki ófreskja stingur hann sér f fljótið og reynir að bjarga barn- inu. En eftir þvf sem starf okkar hefur tekið á sig fastari mynd og fest rætur, m.a. með byggingu áveitukerfa og stofn- un samvinnufélaga, hefur aftur gefist tóm til að skrifa Ijóð.“ „Við horfumst í augu við vanda,“ sagði Dolci, „æ augljós- ari vanda. Hvers konar fram- farir viljum við? Hvers konar líf viljum við? Framfarir mið- ast ekki aðeins við kartöflur og bjór. Og þegar svo var komið f starfinu fór ég aftur að skrifa Ijóð, — sumpart til að túlka þá menningu sem þarna var fyrir, sumpart sem andsvar við þess- ari menningu. Stundum þegar ég er á ferð f erlendum borgum heyri ég að það er verið að lesa ljóð eftir mig. Þá verður áleitin sú hugmynd að heimurinn sé að verða meir og meir sem ein borg. Heimsálfur eru þá eins og hverfi í þessari borg. Það er Danilo Dolci (Ljðsm. Mbl. Ol.K.Mag.) vissulega mikilvægt að starfa á ákveðnum stað að ákveðnum hlutum, en það er ekki síður eftirsóknarvert að stefna að einhverju sem varir lengur, að skiptast á skoðunum við borg- ara þessarar stóru heimsborgar um það hvernig við viljum móta framtíðina.“ Dolci starfar sem fyrr segir í samvinnu við hóp manna á Sik- iley, sem mynda fræðslu-, rann- sóknar- og framkvæmdamið- stöð. „Annars vegar byggist þessi starfsemi okkar á snögg- um og róttækum breytingum, en hins vegar byggir hún á frið- samlegum aðgerðum. Við erum ólíkir einstaklingar sem að þessu stöndum og höfum mis- munandi forsendur, en þetta tvennt tengir okkur saman.“ Hann kvað miðstöðina á Sikil- ey nú leggja mikla áherzlu á umbætur í skólakerfi á þessum slóðum. í því sambandi gat hann þess að unnið væri í ná- inni samvinnu við samtök í Sví- þjóð, sem nefnast SECO og í eru um 150.000 ungmenni á aldrinum 13—19 ára. Þessi samtök fjalla m.a. um hvernig fræðslumiðstöð geti bezt starf- að á Sikiley og reyni SECO að koma af stað umræðum í öllum skólum Svíþjóðar um þessi mál. „Það er verið að reyna að koma upp fræðslumiðstöð á Sikiley, og það er ljóst að skólinn með gamla forminu dugir ekki. En í þessum efnum er ekki nóg að mótmæla, heldur verða menn að þreifa sig áfram, gera til- raunir og benda síðan á betri leiðir. Við viljum finna eitt- hvert form sem er hvorki gamla kennaravaldsformið né algjör andstæða þess, heldur einhvers staðar þarna á milli. Þarna spila inn f mörg vandamál sem eiga sérstaklega við á Sikiley. En svo eru líka önnur sem eiga við jafnt þar sem í Svfþjóð og á Islandi, t.d spurningin um það hvað knýr einstaklinginn áfr- am. Hvernig eigi að framlengja og varðveita hina eðlilegu for- vitni varnsins og virkja hana. Hvernig eigi að þróa hæfileik- ann til uppgötvunar f einstakl- ingnum og f hópnum. Of oft verða börn steingervingar á ferð sinni í gegnum skólakerf- ið.“ „Annað atriði sem við höfum áhuga á og ætti að vekja áhuga ungs fólks á Islandi,“ sagði Dclci að lokum," er hvernig hægt er að finna lifmeira form en það sem bundið er af hinni formföstu kennsluskrá, þar sem einn elur annan upp. Markmiðið er að skapa aðstöðu þar sem menn ala hver annan upp, koma á gagnvirku uppeldi. Til að skapa nýjan heim þurf- um við ný tæki, og sum þeirra eigum við eftir að uppgötva. Skipulag þessa gagnvirka upp- eldis er eitt af þvi sem við eig- um eftir að uppgötva."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.