Morgunblaðið - 07.08.1975, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. AGUST 1975
smáauglýslngar
Filadelfia
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30.
Farfugladeild
Reykjavíkur
Ferðir um helgina
8 —10 ágúst
1 Þórsmörk
2 Kerlingafjöll og Karlsdrátt-
ur.
Uppl. á skrifstofunni, simi
24950.
Farfuglar, Laufásveg 41.
Föstudagur 8. ág. kl.
20.
1. Þórsmörk.
2. Landmannalaugar
3. Hveravellir—Kerlingarfjöll
4. Fagraskógafjall — Eld-
borg.
Sumarleyfisferðir:
12. —17. ágúst. Hrafntinnu-
sker — Eldgjá, — Breiðbak-
ur.
14. —17. ágúst. Ferð til
Gæsavatna og á Vatnajökul.
Ferðafélag (slands,
Öldugötu 3
s. 1 1798 og 19533.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi
ÞORBJÖRN JÓNSSON
Skipasundi 42
lést af slysförum 5. ágúst.
Börn, tengdasynir og barnabörn.
+ Bróðir okkar,
ÁSMUNDUR ÁRNASON,
lést í Lake Francis, Manitoba, 20. júlí. Guðrún S. Árnadóttir Gunnar Árnason Þóra Árnadóttir Laufey Árnadóttir
t
Eiginkona min, móðir okkar, tendgamóðir og amma
KRISTJANA PÁLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR
Vörum, GarSi
verður jarðsungin frá Útskálakirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 3. Þeim,
sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélagið.
Halldór Þorsteinsson,
böm, tengdabörn og barnabörn.
Systir min
t
KRISTJANA BLONDAL
Hringbraut 69,
lézt i Borgarspitalanum 1 ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkj-
unni föstudaginn 8 ág kl. 2. e.h.
Sigríður Blöndal.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa.
SIGURHANS E. VIGNIR
Ijósmyndara,
Iris Vignir, GuSmundur Hannesson,
Ragnar Vignir. Hafdis Vignir.
og barnabörn.
— Minning
Þórður
Framhald af bls. 11
Já marga huggaði hann og styrkti
á fíann hátt. Alúð hans og um-
hyggja kom frá hjartanu, það
fundu allir.
Það er ekki á mínu færi að ræða
störf hans sem læknis, það munú
aðrir gera. Ég er hins vegar að tjá
þakklæti mitt fyrir góðan vin og
félaga. Fyrir störf hans í stjórn
Skógarmanna og í stjórn
K.F.U.M. og áhuga hans og fórn-
fýsi fyrir kristniboðsstarfið. I öllu
þessu, sem og trú sinni, var hann
heilshugar og einlægur og
gladdist af heilum huga við fram-
gang þess málefnis.
Viljum við hjónin og börn
okkar færa Kristínu kveðjur og
óskir um blessun Guðs.
Bjarni Ólafsson.
Við fráfall Þórðar Möller yfir-
læknis mun stór hópur manna
sakna vinar I stað. Ég er einn af
þeim. Þórður setti sterkan svip á
samtlð sfna fyrir margra hluta
sakir. Auk þess sem hann gegndi
mjög umsvifamiklu læknisem-
bætti, gaf hann sér tíma til að
sinna félagsmálum I rfkum mæli.
I stjórn K.F.U.M. var hann um
áraraðir og vann því féiagi heill
og óskiptur um 40 ára skeið.
Fundum okkar Þórðar bar fyrst
saman uppi á Akranesi hjá séra
Friðrik Friðrikssyni, er þá gegndi
prestsembætti fyrir séra Þorstein
Briem, er sat á alþingi. Þórður
hafði uppgötváð nokkurn skyld-
leika með okkur og upp frá því
áttum við mikið saman að sælda.
Ég minnist margra bréfa sem
hann skrifaði mér, þar sem hann
lagði ungum dreng ýmis heilræði.
Hann hafði sjálfur markað sér
ákveðna lífsstefnu, sem hann
aldrei hvikaði frá. Það er oft sagt
að fátt sé manninum meira virði
en góður félagsskapur. Þórður fór
aldrei dult með það, að hann áliti
K.F.U.M. vera bezta félagsskap,
sem ungir menn gætu valið sér,
ég tek undir það.
Ég geri ráð fyrir að mörgum
muni finnast það undarlegt að sjá
sæti hans autt, þvf að aldrei lét
hann sig vanta á samkomur f sfnu
félagi, nema eitthvað óviðráðan-
legt kæmi fyrir.
Þórður var gæddur óvenju
næmu söngeyra og góðri söng-
rödd. Þær voru ófáar samkomurn-
ar sem hann yljaði samkomugest-
um með söng sfnum. Nú er röddin
hljóðnuð. En minningin mun lifa
í hugum okkar sem þekktum
hann björt og fögur.
Ég er þakklátur fyrir allar þær
ánægjulegu stundir sem við átt-
um saman og blessa minninguna
um hann.um leið og ég votta
Kristfnu konu hans og öðrum að-
standendum innilega samúð
mfna.
Geirlaugur Árnason.
Heim, heim, er orð
svo signað sætt,
það veitir sálu ró.
Heim, heim, er orð
sem böl fær bætt
og blfða skapað fró;
í klukknahringing hljómar það
f helgra tóna sveim,
sem himindagga blessað bað,
og býður sálu heim. —
Nú, þegar minn kristni bróðir
og vinur Þórður Möller, er farinn
heim, svo miklu, miklu fyrr, en ég
hafði vonað og beðið, þá er sem ég
heyri ómþýða rödd hans hljóma
fyrir eyrum mér syngjandi Ijóð og
lag séra Friðriks um þrána HEIM.
Á okkar ungu dögum, er við vor-
um um skeið samtímis í Kaup-
mannahöfn — hann við fram-
haldsnám og ég við viðskiptastörf
— þá var þessi angurblíði söngur
hans eitt sinn hljóðritaður við
orgelundirleik Axel Madsen, góð-
vinar okkar og séra Friðriks. Oft
hefur þessi söngur skapað blíða
fró f huga mínum og hjarta og nú
verður þessi hljóðritun mér dýr-
mætari, en nokkru sinni fyrr.
Vinurinn minn góði er mér nær
fyrir bragðið, þótt hann hafi farið
á undan heim — til Guðs.
Er ég nú lít til baka yfir fjöru-
tíu ára samfylgd á veginum og
innilega vináttu og sanna um-
hyggju þessa trausta bróður, allt
frá fyrstu tfð, þá hlýt ég nú að
minnast hans f djúpri þökk og
virðingu.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
hjá VÆRINGJUM, skátadrengj-
um sr. Friðriks. Hann var þá ný-
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður
minnar, tengdamóður og ömmu
LOVÍSU MARfU PÁLSDÓTTUR,
Siglufirði
Arnar Herbertsson, Kristjana Aðalsteinsdóttir,
Sigrfður Lovísa Arnarsdóttir, Kristjana Arnarsdóttir,
Herbert Arnarsson.
t
Þökkum vinarhug og samúð vegna fráfalls
ÞORVALDAR ÞÓRARINSSONAR
FriSa Knudsen,
Þórarinn Einarsson,
og aðrir vandamenn.
t
Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar elskulega drengsins okkar
JÓNASAR BJÖRGVINS ANTONSSONAR
Mimisvegi 7, Dalvlk
Halla Jónasdóttir
Anton Angantýsson,
Egill Antonsson.
Eiginkona min, móðir og dóttir okkar, systir og mágkona
SVANHILDUR ÞORBJÖRNSDÓTTIR,
Guðrúnargötu 9,
sem lést 3. ágúst verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 8.
ágústkl. 15 00 Guðmundur J. Friðriksson,
Þorbjörn Jóhannesson, Þorbjörn Guðmundsson,
Sigríður H. Einarsdóttir.
Elln Þorbjömsdóttir,
Einar Þorbjörnsson,
Astrid B. Kofoed-Hansen.
Othar B. Hansson.
Friðrik Guðmundsson
Ellas Guðmundsson
Jóhann Guðmundsson
Sigurður Guðmundsson.
t
Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför
VALBORGAR PÉTURSDÓTTUR
Hvalskeri, Patreksfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á gjörgæzludeild Landakotsspit-
ala fyrir frábæra hjúkrun og umönnun i veikindum hennar.
Pállna Stefánsdóttir Hörður Kristófersson
Þórhalla Björgvinsdóttir Pétur Stefánsson
Sigurbjörg Sigurbergsdóttir Þórir Stefánsson
Arnfrlður Stefánsdóttir Ari fvarsson
Guðbjörg Stefánsdóttir
og barnabörn.
bakaður stúdent, ég nýfermdur.
Fyrst ein útilega með fjörmiklum
drengjum, sfðan innihaldsrfkir
skátafundir, þar sem Þórður,
sveitarforinginn, leiðbeindi okk-
ur og skapaði hið góða, jákvæða
andrúmsloft. Á skemmtifundum
skorti ekki á grínaktug innlegg
hans. Hann réði yfir mörgum, vel-
stilltum strengjum til að slá á,
eftir þörfum og kringumstæðum.
Á æskudögum hafði ég átt
margar góðar stundir hjá séra
Friðrik og samverkamönnum
hans f yngstu deiidinni í Kristi-
legu félagi ungra manna. Þangað
inn leiddi Þórður mig aftur í
unglingadeildina eftir ferm-
inguna og sú leiðsögn réði úr-
slitum um lffsstefnu mína.
„Hve dýrðleg dvöl er æ/I Drott-
ins bræðra sveit/Því yndi verður
aldrei lýst/Það aðeins reyndur
veit“ segir í einum af söngvum sr.
Friðriks. Unglingsárin f þeirri
sveit, voru góð og innihaldsrfk.
Heilög Ritning, Iestur hennar og
útlegging, varð þungamiðja sam-
veru okkar. Röskir og fjörmiklir
söngvar og góðar og uppbyggi-
legar sögur og frásagnir. I öllu
þessu kom Þórður mjög við sögu
með sinni hlýju, sönnu og list-
rænu meðferð á öllu efni, sem
hann „söng, sagði og téði“.
Og ávexti til heilla hlutu þessar
samverustundir að bera f lffi
okkar unglinganna. Og það gerðu
þær svo sannarlega í lífi okkar
margra, sem þeirra nutu — og
þeirra sem enn njóta blessunar af
þessu sama starfi meðal ungling-
anna á höfuðborgarsvæðinu.
Og hin Ijúfu unglingsár liðu
með ótal glöðum og góðum sam-
verustundum, einnig í Kaldárseli,
Vatnaskógi og vfðar. Þórður var
læknirinn góði f okkar hópi, sem
batt um margar skeinur og sár
eftir orrahrfðir íþróttanna f
sumarbúðunum. Hann kunni
einnig skil á öðrum sárum í hug-
um og hjörtum hinna ungu vina
sinna, sém grétu yfir ósigrum
sínum í hinni kristnu lífsbaráttu.
Sálusorgari af Guðs náð var hann.
Svo kom „alvara lffsins", starf-
ið, ábyrgðin, skyldurnar, sem
hver heilbrigður þjóðfélagsþegn
hlýtur að taka sér á herðar f þágu
sfns samfélags. Á þeirri leið var
ekki sfðra að eiga Þórð að vini og
félaga. En „hvernig sem strfðið þá
og þá var blandið", þá gleymdi
hann aldrei „hinu eina nauðsyn-
lega“, að leita fyrst rfkis Guðs ...
Þar sem menn leituðu Guðs og
lofsungu Hans nafn — þar var
hann, og söng betur en flestir
aðrir. Sá söngur mun ekki
gleymast okkur sem nutu hans.
Tónlistin, hin æðri tónlist, var
ríkur þáttur f lffi Þórðar frá
fyrstu tfð. Það var unaðslegt að
koma á heimili hans og hans góðu
eiginkonu, Kristínar, og njóta
tónaflóðsins og samfélagsins við
þau ... Þar áttu svo sannarlega
við orðin: „Og þér munuð með
fögnuði vatn (og ljúfa tóna) ausa
úr lindum hjálpræðisins". Það
voru blessaðar stundir
ógleymanlegar.
Boðskapur BIBLlUNNAR mót-
aði allt líf vinar mfns Þórðar svo
mjög, að þegar maður heyrir orð
Ritningarinnar: „Verið ávallt
glaðir vegna samfélagsins við
Drottin ...“ „Verið karlmann-
Iegir, verið styrkir, allt hjá yður
sé í kærleika gjört ...“ „Verið
fastir, óbifanlegir, sfauðugir f
verki Drottins ...“ .. til þess að
trúarstaðfesta yðar ... geti orðið
yður til lofs og dýrðar og heiðurs
við opinberun Jesú Krists" — þá
kemur hans mynd í hugann ... og
það er mynd sem geymist og mun
verða hvatning, uppörvun og
áminning okkur vinunum sem
eftir stöndum f því verki sem ekki
má niður falla „meðan Guðs náð,
+
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför
ÁRNA B. ÁSMUNDSSONAR,
bónda Ásbúðum,
Sérstakar þakkir til nágranna
hans og sveitunga fyrir þeirra
ómetanlegu hjálp og alúð
Pállna Ásmundsdóttir
Helga Árnadóttir.