Morgunblaðið - 14.08.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1975, Blaðsíða 24
AUíiLYSINííASÍMINN ER: 22480 íHareiuibTíitiið AUGLÝSINKASÍMINN ER: 22480 |W«r0MnbIflí)it> FIMMTUDAGUR 14. ÁGtJST 1975 Þumall í Vatnajökli er 120 m þverhnfptur tindur upp úr jöklinum, úr stuðlabergi. Hann slagar f að vera jafn hár og tveir Hallgrfms- kirkjuturnar. Piltur lézt í bílslysi SEXTAN ára gamall piltur frá Keflavfk, Ingvi Jónsson, Smára- túni 1, beið bana í bflslysi á Eski- firði i fyrrinótt. Hafði hann tekið bifreið f Ieyfisleysi og ekið henni á miklum hraða eftir aðalgötu bæjarins, en misst stjórn á henni, svo að hún lenti á horni stein- húss. Lézt pilturinn skömmu sfð- ar. Á þriðjudagskvöldið höfðu Heita vatnið til Hafn- arfjarðar eftir helgi ÞESSA dagana er verið að þrýsti- prófa og skola aðalæð hitaveit- unnar til Hafnarfjarðar og er verkið unnið í áföngum. Hefur heita vatnið færzt nær og nær Hafnarfirði undanfarna daga og var þannig komið út að Reykja- nesbraut f gær. Verður væntan- iega lokið að fullu við að þrýsti- prófa, hreinsa og hita aðalæðina til Hafnarfjarðar, strax eftir helgi og ætti þvl að vera unnt að byrja að hleypa heita vatninu f dreifikerfið um götur bæjarins sfðari hluta næstu viku. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá bæjarstjóranum f Hafnar- firði, Kristni Ö. Guðmundssyni, og verkfræðingi hjá Hitaveitu Reykjavíkur, Gunnari Kristins- syni. Kom fram hjá þeim, að búið er að leggja hitaveitulagnir inn í flest hús í stórum hluta Hafnar- fjarðar og ætti því að vera unnt að hefja tengingu við hitalagnir hús- anna strax og heita vatnið kemst á í næstu viku. Hins vegar eru þess- ir hlutar hitaveitukerfisins komn- ir skemmra á veg í Garðahreppi, bæði lagning veitukerfisins um götur hreppsins og lagnir inn í húsin. Kemst hitaveitan þvf mun seinna í gagnið þar en f Hafnar- firði. Kristinn bæjarstjóri sagði í gær, að lagning aðalæðar hefði staðizt áætlun nokkurn veginn, en hins vegar væri lagning dreifi- kerfis innan Hafnarfjarðar töluvert á undan áætlun og yrði þannig unnið mun meira verk á því sviði á þessu ári en gert hafði verið ráð fyrir í upphaflegum áætlunum. nokkrir aðkomumenn safnazt saman í húsi hjá Eskfirðingi ein- um og sátu þar að drykkju. Um miðja nótt taldi húsráðandi sig eiga nokkuð vantalað við mann í öðru húsi á staðnum og hafði því forgöngu um að hópurinn hélt allur þangað. Er húsráðandi grun- aður um að hafa stolið til ferðar- innar bifreið, sem stóð fyrir utan hús hans. Er komið var að hinu húsinu, lenti fyrrnefndur Esk- firðingur í átökum við húsráð- anda þar og var kallað á lögreglu vegna þessa. En áður en hún kæmist á staðinn, kom hún að flaki stolnu bifreiðarinnar við verzlunarhús Pöntunarfélags Eskfirðinga. í henni var einn pilt- ur og lézt hann skömmu síðar á leið í sjúkrahús. — Yfirheyrslur vegna þessara mála stóðu yfir hjá sýslumanninum á Eskifirði í gær og þar fékk Mbl. þessar upplýs- ingar. 2 sviptir veiðileyfum sjavarUtvegsraðuneyt- IÐ sendi f gær tilkynningar til sfldveiðiskipanna Skarðsvfkur SH og Arnar KE, sem stundað hafa veiðar f Norðursjó að undan- förnu, um að veiðileyfi þeirra hefðu verið afturkölluð og þeim bæri að hætta veiðum strax. Skýrt var frá þvi í Mbl. i gær, að skipin lægju undir grun um að hafa veitt meira en þær 135 lestir af sild í Norðursjónum, sem þau höfðu heimild til, og í gær fékk Mbl. þær upplýsingar hjá Þórði Ásgeirssyni, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, að skip- in hefðu verið svipt veiðileyfum. Áður hafði eitt skip misst leyfið, Loftur Baldvinsson EA. Mislukkuð- fituspreng- ing mjólkur MJÖLKURSAMSALAN í Reykja- vík innkallaði nokkurt magn mjólkur úr verzlunum sínum á mánudaginn vegna þess, að tvær af fimm fitusprengingarvélum í mjólkurstöðinni í Reykjavik höfðu verið óvirkar við mjólkur: vinnsluna og fitusprengingin þvi misheppnazt. Alls fóru um 80 þús. lftrar út í verzlanir þennan dag, en aðeins hluti þess magns var gallaður að þessu leyti. Sam- kvæmt upplýsingum frá Mjólkur- samsölunni var mjólkin þó að öllu leyti skaðlaus og fyllilega neyzlu- hæf, en fitukekkir voru í henni. Um eitt þúsund lítrar þessarar mjólkur bárust aftur til samsöl- unnar, þannig að megnið af henni hefur lent til néytendanna. Jarðskjálfti við Grímsey KLUKKAN 10:07 I gærmorgun urðu Grímseyingar varir við all snarpan jarðskjálftakipp og einn- ig við nokkra smærri kippi næstu stundirnar á eftir. Aðalkippurinn átti að líkindum upptök sín 5—10 kílómetra austur af eynni og mældist stærð hans 4,6 stig á Richters-kvarða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræð- ings f samtali við Mbl. í gær. KARPOV vill tefla á Islandi GUÐMUNDUR Sigurjónsson stórmeistari fékk fyrir skömmu bréf frá rússneskum skákmanni, sem er náinn vinur Anatoly Karpov heimsmeistara f skák. 1 bréfinu skýrir skák- maðurinn frá þvf, að Karpov hafi mikinn áhuga á þvf að tefla á Islandi og hafi hann beðið sig að athuga möguleik- ana á þvf að koma þvf f kring. Guðmundur Sigurjónsson lét stjórn Skáksambands íslands vita um efni bréfsins. Sagði Gunnar Gunnarsson formaður sambandsins við Mbl. f gær, að þetta mál yrði rækilega kannað á næstunni, því það yrði vissu- lega mikill fengur að fá hingað heimsmeistara f skák til keppni. „Til stóð að halda hér alþjóðlegt skákmót í byrjun ársins 1976 en mótinu var frest- að um öákveðinn tfma vegna millisvæðamótsins sem við höf- um tekið að okkur að sjá um nú í haust,“ sagði Gunnár. Gunnar sagði ennfremur, að Skáksambandið myndi rita Karpov til að fá nánar að vita um hugmyndir hans um Is- landsferð. Gæti vel komið til greina að setja hér upp sterkt mót á þeim tfma sem heppi- legur væri fyrir heimsmeistar- ann. Þá væri það kannski möguleiki að Karpov tefldi ein- hvers konar einvígi við þá Friðrik Ólafsson og Guðmund Sigurjónsson. „Það þarf margt að athuga f sambandi við þessi mál,“ sagði Gunnar „og þá kannski ekki sfzt peninga- hliðina. Þessir karlar leggja það nefnilega sjaldnast í vana sinn að tefla um neina smá- mynt.“ Kekkonén kominn til laxveiða URHO KEKKONEN, forseti Finnlands, kom til Islands í gærmorgun f einkaheimsókn, fyrst og fremst til að stunda laxveiðar f Víðidalsá. Hefur forsetinn komið hingað til lands nokkrum sinnum áður þeirra erinda. Hann verður við veiðar fram á mánudag. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, tók á móti Finnlandsforseta á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun og bauð honum til hádegisverðar að Bessastöðum. Kekkon- en fór síðan til Vestmannaeyja og skoðaði einnig Viðlagasjóðshús f Mosfellssveit. Árdegis í dag heldur hann í einkaþotu sinni til Akur- eyrar og skoðar þar m.a. sútunarverksmiðju Iðunnar, en við hana hafa Finnar átt mikil viðskipti. Sfðan heldur hann f Twin Otter-flugvél Vængja til Króksstaðamela í Vfðidal. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Hjálparsveit skáta í Eyjum: KJifu Þmnal í Vatnaiökli ÞRlR Vestmannaeyingar úr Hjálparsveit skðta f Eyjum klifu f fyrradag tindinn Þumal f Vatna- jökli, en fyrr hefur þessi 120 m hái tindur ekki verið klifinn. Er hann snarbrattur úr stuðlabergi og meðal annarra hefur dr. Sig- urður Þórarinsson jarðfræðingur talið hann ókleifan f ritverkum sfnum. Þumall er f 919 metra hæð yfir sjávarmáli. Sigurður S. Waage og félagar hans í flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík mældu hæð Þumals á sínum tfma frá jökli og í samtali við Morgunblaðið í gær lét Sig- urður í ljós ánægju sína yfir því að Islendingar urðu fyrstir til að klffa þennan tind. Fyrir nokkrum árum ætluðu franskir fjallgöngu- menn að klífa Þumal, en Sigurður og fleiri gátu talið þeim trú um að það væri ekkert vit í því, vegna þess að þeir vildu ekki að útlend- ingar klifu þennan tind fyrstir manna. Sigurður hefur m.a. sem kunnugt er klifið Hraundranga f Öxnadal ásamt félögum sínum. 13 félagar úr Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum eru nú á Vatnajökli, en i hópnum eru einn- ig nokkrir Eyjapeyjanna sem klifu Mont Blanc og Kilimanjaró í Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.