Morgunblaðið - 14.08.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.08.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 14. ÁGÚST 1975 21 VELVAKAINIDI Velvakandi svarar I síma 10-100 I kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- | dags' | Q Fjallað um áfengismál í útvarpsþætti Árni Helgason I Stykkis- hóltni skrifar: „Kæri Velvakandi. í dag er mannslífið ekki virt á marga fiska þegar áfengið er annarsvegar. Það er eins og þeim fjölgi, sem hafa kjark i að fagna hverri þeirri smugu, sem áfengi og eiturlyf smjúga inn I, hverjar svo sem afleiðingarnar verða. Það miðar allt að því, að ekkert verði mönnum heilagt. Þeim sem trampa um helgidóma þjóð- arinnar á skítugum skónum er annaðhvort vorkennt eða hælt. Sú siðfræði, sem dugað hefir í heimi vorum er talin úrelt i dag, sam- vizkan er ekki lengur sá áttaviti, sem hún var og fólk er hætt að skammast sin fyrir það sem leiðir til óþæginda og tjóns fyrir náung- ann og þjóðina I heild. Ég er ekki hissa á því þótt hreinir kommún- istar telji sig ekki þurfa á kristi- legu siðgæði að halda á niðurrifs- slóð sinni um þjóðlífið. Hitt er svo meira til umhugsunar þegar þeir, sem ábyrgð og áhrif hafa í fjöl- miðlum, gera lítinn mun góðs og ills, sanns og ekki sanns. Er það illa farið, því þeir eru nógu marg- ir, sem rífa niður, þótt heiðarlegir menn gangi þar ekki til liðs. Þvi eru þessar hugsanir dregnar fram að ég hlustaði nú á þátt Páls Heiðars þar sem einn af starfs- mönnum ríkisútvarpsins réðst mjög einhliða á bindindismanna- mótið í Galtalækjarskógi. Hann var alveg hissa á því, að leitað skyldi vera I farangri þeirra, sem komu. En hinsvegar hafði hann ekkert um það að segja hvernig framkoma þeirra, sem leitað var hjá, var. Það var eins og öllum, að undanteknum Barða Friðriks- syni, fyndist það sjálfsagt, að fólk kæmi fullt og á skítugum skónum inn á svæði, sem ákveðið var að veita skjól þeim, sem ekki yndu skemmdaráhrifum áfengis. Nei, það er eins og enginn blettur megi vera friðhelgur. Mikið lif- andis ósköp eiga þessar eitur- nautnir marga vini, og það inni í innsta hring þeirra stofnana, sem eiga að vaka yfir því að siðgæðis- meðvitund þjóðarinnar dofni ekki. 0 Hvað er til ráða? En hvernig vilja svo hinir sömu menn byggja upp heilbrigt þjóðfélag ef helztu dyggðir kristn- innar eru brotnar á bak aftur? Spyr sá sem ekki veit. Það mætti líka spyrja um hvernig leiðsaga sú væri hugsuð. Staðreyndirnar I dag, og sem bindindismenn benda á, eru á síðum dagblaðanna. Við flettum ekki því blaði þar sem slys, innbrot, rán og gripdeildir, misþyrmingar og allskyns afbrot eru ekki skráð stóru letri. Svo er komið, segja blöðin, að ekki er rúm fyrir misindismennina, þeir ganga lausir um göturnar og hver friðsamur þjóðfélagsþegn má eiga von á því að verða heimsóttur og skrámaður, svo ekki sé meira sagt. Því er jafnan bætt við í blöðunum, að þeir sem þessum ósköpum valda hafi verið undir áhrifumeiturnautna.Þettabrenni- vínsþjóðfélag, sem verið er að byggja upp hér á landi af fólki, sem betur veit, er það sem á að koma í stað þess þjóðfélags sem bindindismenn og hugsuðir lands og þjóðar eru að vinna að. Er það þetta sem við eigum í vændum? Er maður ekki hissa á, að vel metnir menn skuli skipa sér I þessa fylkingu? Ég er ekkert hissa á því, að ráðizt sé á bindindismenn. Þeir, sem í svaðinu eru, og þeir sem hafa hag af að koma mönnum ofan i svaðið ver.ða eitthvað að aðhafast og því eru þessi viðbrögð eðlileg. Þeir sem þora að hafa skoðun og vilja ekki ganga þegj- andi fram hjá því sem miður fer í þjóðlífinu verða jafnan að vera viðbúnir ágangi smásálna. Spurning næstu tíma hlýtur að verða þessi. Vilja menn una því ástandi sem ríkir i afbrota-, áfeng- is- og fíkniefnamálum, vilja menn una því að vinnusvik, kæruleysi, litilsvirðing fyrir öllu helgu og háleitu fari vaxandi, eða vilja menn risa til sóknar og skapa heilbrigða þjóð i heilnæmu landi? Síðari kostinn benda bindindis- menn á og hafa bent á alla tíma. Þeir vilja vera viti, senda út ljós i myrkrið, hvort sem það tekur við þvi eða ekki. Arni Helgason, Stykkishólmi." 0 Matvönd börn Hér er bréf frá konu, sem ber umhyggju fyrir börnum, A.M.: „Velvakandi góður. Ég veit að þú lætur þér ekkert mannlegt óviðkomandi og birtir þess vegna línu frá mér um mikið áhyggjuefni mitt. Krakkarnir minir eru svo mat- vandir, að ég er I hreinustu vand- ræðum með þá. Þeir vilja helzt ekkert borða nema innfluttan kornmat í pökkum og svo súr- mjólk. Soðinn fiskur með kartöfl- um og feiti er eiginlega eini maturinn þar fyrir utan, sem ég kem i þá, en þegar til lengdar lætur hlýtur þetta áð vera alltof einhæf fæða. Nú vill svo til að pakkamatur- inn er rándýr, og svo hef ég heyrt, að hann geri ekki annað gagn en að fylla magann í bili. A pökkun- um eru hins vegar upplýsingar um margs konar efni og vítamin, sem blandað er í þetta, og nú er spurningin sú, hvort þetta sé þegar allt kemur til alls ágætis fæða. Vonandi getur einhver upplýst mig um þetta, en því skal aðeins bætt við, að þessum blessuðum börnum verður varla misdægurt, holdafarið er eins og bezt verður á kosið, og heimilislæknirinn leit á þau í vor og sagði, að þau lifðu greinilega eins og blóm í eggi. Á.M.“ % Einstein og dulræn mál Áhugamaður um dulspeki kom með Ganglera til okkar og óskaði eftir þvi að við birtum smá- klausu úr ritinu. Við tökum okkur hér með bessaleyfi, en orð þessi eru höfð eftir Albert Einstein: „Hið fegursta, sem vér getum reynt, er hið dulúðuga. Það er uppspretta allra sannra lista og visinda. Sá er engu betri en dauð- ur, sem finnur ekki til slíkrar kenndar, getur ekki lengur stað- næmzt til að undrast og standa I lotningarfullri hrifningu. Þessi innsýn f leyndardóm tilverunnar — samtengd óttanum að vísu — er uppspretta trúarlifsins. Að vita, að það sem er oss óskiljan- legt, opinberast sem hin æðsta speki og hin dýrlegasta fegurð, þótt vér, sakir vanþroska vors fáum ekki skynjað nema örlítið brot af öllu þessu, — þessi þekking, þessi tilfinning, er kjarni sannrar trúar. Og í þessari merkingu, og i henni einni, til- heyri ég flokki einlægra trú- manna.“ við vorum neydd til að afhenda sjónvarpsfyrirtæki það ... — En hvernig bar að að þér höfðuð aftur spurnir af Mariettu Shaw, spurði David. — Þðr hafið kannski haldið sambandi við hana? — Ég hafði hvorki frðtt af henni né séð hana síðan þann dag sem ég tilkynnti henni ákvörðun stjórnar fyrirtækisins. — En það var engin illska milli ykkar? — Ég myndi orða það svo, að það hefði verið dálitið þvingað, eins og eölilegt var. — Hvernig komust þér þá aftur f samband við hana? — Það var i gcgnum umboös- manninn, Hagen. Hann uppgötv- aði hana á ný og ræddi sfðan við mig. Hann fullyrli að hún væri gerbreytt manneskja að hún hefði öðlast á ný sfna fyrri per- sónutöfra og „útgeislun“ eða hvað við eigum að kalla það og hefði tekist að rækta með sér drama- tfska hæfileika. Hann stakk upp á að við gerðum kvikmynd eftir leikritinu sem hún hafði komið iram í. Og Marietta var tilbúin að veita mðr fyrsta rétt. HOGNI HREKKYISI húsmæðra Kryddhúsið í verzl. okkar í Áðalstræti 9. Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna ýmsu kryddtegunda kl. 2—6 í úag- Verið velkomin. Matardeildin, Aðalstræti 9. Til sölu notaöir þílar Fiat 1 25 Berlina árg. '71 Fiat 1 25 Berlina árg. '71 Fiat 125 P árg. '72 Fiat 1 28 2ja dyra árg. '73 Fiat 1 25 P árg. '73 Fiat 1 25 P station árg. '73 Fiat 1 32 1 600 árg. '74 Fiat 132GLS 1800árg. '75, bíll i sérflokki (skipti á ódýrari bíl möguleg) Davíð Sigurðsson hf. * Fiat einkaumboð á Islandi Siðumúla 35, símar 38845 — 38888. POLYCEU prowcts Polyfilla exterior Polyfilla Cottulose spartetpufver INNI cellulose-fylliefni til allra viðgerða. ÚTI vinyl-plast-fylliefni i allar sprungur. Hefur alla kosti góðs fylliefnis. Þenst ekki. — Rýrnar ekki. — Naglfast. — Skrúfufast. — Auðvelt að slípa. — í Vz og 2 kg. pökkum — einnig í 350 gr. túbum. Cementwork — sement og sandblanda, til viðgerða. í 5 og 121/2 Ibs. Polypeel pk. — losar gamalt veggfóður. Losar alla gamla málningu og lökk. í 0,45 og 2,2 I. umbúðum. Gerir notaða pensla og málningarrúllur sem nýjar. f 0,28 og 2,2 I. umbúBum. Veggfóðurslím, sem allir lofa. Mest notaða veggfóðurslím i Bretlandi. FÆST UM LAND ALLT HEILDSALA SMASÁLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.