Alþýðublaðið - 14.09.1958, Síða 1
XXXIX. árg,
Sunnudagur 14. sept. 1958
208. tbl.
Hér eru þeir Anderson.
skipherra á Eastbourne (til
hægri), spjaliar við Jack
Crockwell, skipstjóra á
'Vorthern Foam. Anderson
bjargaði Crockwéll, þegai
hann lét fjarlægja varð-
skipsmenn með valdi úr
skipi hans. Mynd af íslend
íngunum — g
Á BAKSiÐU
VARÐSKIPIi
NÁLGUÐUST
f r
ST
/ /
SETTIR UNDIR LAS OG SLA
Björn
Ólafur
Jóhannes
11 dagar um borðí HMS Eastbourne
Dulbúið
undan Keflavík
. ÍSLE'NZKU varðskipsmenn-
irnii- níu, sem Bretar tóku meo
vajdi úr togaranum „Norihern
Foam“ að morgni 2. þ, nl., —
voru settir á land í Keflavík í
fyrrinótt. Herskipið „East-
bourne“, þar sem mennirnir
voru fangar, sigldi af hafi áleið
is til Keflavíkur, og var það að-
eins um hálfa mílu frá landi,
þegar Islendingarnir voru send
if frá herskipinu í árabát.
Upphaflega mun hafa verið
setlunin að láta fangana á land
í Þorlákshöfn, en þeirri fyrirætl
un var breytt. I gærmorgun fyr
ir hádegi mun hins vegar hafa
verið ákveðið, að setja menn-
ina á land í Keflavík, eins og
fyrr segir. Telja varðskipsmenn
— að fyrirskipun hafi borizt
frá London á föstudagsmorgun
um þessar aðgerðir.
I árabát
Það var um kl. 2.20 { fyrri-
nótt, að mennirnir voru settir
um borð í stóran árabát og sagt
að róa í land. Vélbátur var
■hafður til taks, ef eittbvað
kæmi fyrir .í árabátnurn var
komið fyrir radarmerki og
fylgzt með ferðum íslending- j
anna frá herskipinu, sem beið
átekta á meðan þeir réru í land.
Tók sú ferð um hálfa klukku-
stund í mesta lagi. Var þeim
tjáð, að bátinn mættu þeir
„eiga til minja um dvölina á
Eastbourne“.
lii Revkjavíkur
Varðskipsmenn höfðu þegar
samband við lögregiListöoina í
Keflavík, er komið var í iand.
Þaðan hringdu þeir í landhelgis
Framhald á 5. síðu.
„VIÐ VORUM ekki vel-
íomnir í brúna, en annars
íengum við að fara um
jkipið eins og við vildum“,
iögðu tveir ungir skipverj
ir af varðskipunum, þegar
blaðið átti tai við þá í gær
norgun eftir fangavist •
þeirra um borð í „East-
bourne“.
„Einu sinni vorum við þó
lokaðir inni, þegar varðskipin
,,María Júiía“ og „Hermóður11
ætluðu að taka togara fyrir
vestan Langanes og Eastbourne
fór á vettvang". Björn Baldvins
son, Sörlaskjóli 20, er 19 ára
gamall og hefur verið á „Maríu
Júlíu“ í 19 mánuði, að undan-
skildum tæpum mánuði. Líkar
honum starfið vel og ætlar að
halda áfram, a -m. k. meðan
eitthvað er um að vera. Jóhann-
es Elíasson, Rauðarárstig 17, er
17 ára að aldri og hefur verið í
landhelgisgæzlunni í tæp tvö
ár. Fyrst var Jóhannes á „Ægi“
en síðan í maí 1957 hefur hann
verið á „Þór“ og líkar starfið
vel. Þeir félagar sögðust hafa
búið við sama aðbúnað og sjó-
liðarnir á herskipinu, búið og
.borðað með þeim. „Annað slag-
ið fengum við að hlusta á frétt
irnar í útvarpinu, en yfirleitt
^yddum við tímanum við töfl
og spil . Ludó var aðalspilið um
borð“. Þótti þeim fangavistin
drepleiðinleg fyrstu dagana. —
Annan hvorn dag voru kvik-
myndasýningar. Óláfur V. Sig-
urðsson, Bólstaðahlíð 39, hefur
verið á varðskipum í fyrrasu.m-
ar og í sumar. Kvað aðbúnað
hafa verið prýðilegan. „Ander-
son var fyrsta flokks karl, skap-
góður og hreinskilinn“, sagði
Ólafur. „Hann bað okkur að
láta sig vita, ef við hefðum yf-
ir einhverju að kvarta- Sagði
hann, að við gætum fengið pen
inga tii að verzla í skipsbúð-
inni, hvort sem þeir yrðu end-
urgreiddir eða ekki. Höfðum
við því nægar sígarettU.r“,
Yfirleitt létu skipverjar ekki
illa af vistinni um borð í brezka
herskpinu, þar sem þeir voru
í haldi rúman llVz sólarhrmg.
„Sjóliðarnir voru vingjarniegir
og virtust sumir skilja málstað
okkar, þegar við skýrðum mál-
ið út fyrir þeim. Þótti ýmsum
þeirra undarlegt, að varðskipi-
in skyldu reyna að taka togara
undir vernd „hins drottningar-
lega flota!“ Ekki sögðust þeir
hafa áhuga á að stíga fæt; á ís-
lenzka grund, eins og stendur,
en kváðust ekki hafa á móti því
að heimsækja ísland, eí land-
helgisdeilan leystist á íríðsam- |
legan hátt“. — Alls voru 214 g
manns um borð í herskipinu, 1
m. a. þrír blaðamenn frá brezk- g
um fréttastofum.
Vanstilling, sem
skaðar þjóðina
ÞJÓÐVILJINN réðist í
gær enn einu sinni með of-
forsi á utanríkisráðherra í
sambandi við landhelgismál-
ið. Mun Aliþýðublaðið enn
taka þessum skrifum með still
ingu og meta meira einingu
og frið um þetta mikla mál en
þrætur við kosnimúnista. —
VanstiIIing Þjóðviljans er
blaðinu og aðstandendum þess
til skammar og þjóðinni til
skaða.
Þjóðvljinn virðist ekki átta
sig á því, að það var ríkis-
stjórnin í heild, sem ákvað
stefnu þjóðarinnar í landhelg-
ismálinu, en framkvæmd þess
arar stefnu heyrir undir þrjá
ráðherra: útgáfa reglugerðar-
innar undir sjávarútvegsmála
ráðherra, framlcvæmd hinnar
nýju fiskveiðilögsögu undir
dómsmálaráðherra og með-
ferð málsins á erlendmn vett-
vangi — fyrst og fremst öflun
viðurkenningar á 12 mílunum
— undir utanríkisráðherra.
Utanríkisráðuneytið hefur,
eins og aðrir aðilar, marglýst
j'fir, að ekki verði samið um
12 mílna fskveiðilandhelgina.
Þær viðræður, sem fram fóru
um málið erlendis, voru ekki
á þeim grundvelli, og þessi
stefna er að sjálfsögðu ó-
breytt. Það kemur auðvitað
ekki til mála, að allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna
setji neinar sérstakar reglur
um fiskveiðilandhelgi Islands,
enda er slíkt alls ekki á dag-
skrá þess. Hins vegar verður
rætt um almennar reglur um
fiskveiðilögsögu allra þjóða,
og það væri fásinna af Islend
ingum að taka ekki fullan þátt
í afgreiðslu þess máls nú eins
og þeir hafa gert í tæpan ára-
tug.
Það verður aldrei friður
um þetta mál, fyrr en allar
viðkomandi þjóðir viðurkenna
12 mílurnar, beint eða óbeint.
Vegna andstöðu margra ríkja
og ofríkis Breta er hlutverk
utanríkisráðherra erfiðast. —
Hann hefur hingað til haldið
á málinu. af festu og virðuleik
— með þeim ágæta árangri,
að Bretar standa nú einir í
ofbeldisaðgerðum sínum.
Það væri íslenzkum hags-
munum fyrir beztu, ef Þjóð-
viljinn reyndi að stilla skap
sitt, hættí hinu pólitíska of-
forsi og hugsaði eingöngu um
það, hvernig málstað íslands
verður gert mest gagn.
Fulltrúar Islands á alls-
herjarþinginu verða fæmstu
menn á sínu sviði, trúir sinní
þjóð og sínum málstað. Mál-
Framhald á 2. síðu.
Utanríkisráðherra
GUÐMUNDUR I. GUÐMUNDS
SON utanríkisráðherra afhenti
ambassador Breta hér á landi,
Andrew Gilchrist mótmæli vegna
þess atburðar, er gerðist í fyrri-
nótt, að brezka herskipið East
hourne sigldi inn fyrir land-
helgi Islands. Svo og vegna
að brezka ríkisstjórnin varð ekki
við kröfu ríkisstjórnar íslands, að
skila mönnunum aftur um borð í
togarann.
Andrew Gilchrist