Alþýðublaðið - 14.09.1958, Page 3

Alþýðublaðið - 14.09.1958, Page 3
Sunnudagur 14. sept. 1958 ÍL!þý8abIaSi8 $ Alþýöubloöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: A%reiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflobkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson E m i 1 í a Samúelsdóttir. 1 4 9 0 1 og 1 4 9 0 2. 14906 1S 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Skáksigur Friðriks FRIÐRIK ÓLAFSSON hefur unnið nýjan skáksigur — og sinn stærsta. Hann varð í hópi þeirra þátttakenda skák- mótsins í Portoroz, sem reyna með sér á kandídatamótmu, ■en þar verður úr því skorið, hver velst til að keppa við' heimsmeistarann um tign hans. Óvissan um úrslitin í Por- toroz var mikil fram á síðustu stund, en Friðrik brást ekki á endasprettinum og náði takmarkinu eftirsótta. Vekur -■rammistaða hans stolt og fögnuð íslenzku þjóðarinnar. Friðrik er eftir Þessa frammistöðu tvímæialaust í hópi snjöllustu skákmanna heimsins, og enn er hann svo ungur, að von ætti aðVera á mörgum stórsigrum frá hans hendi í framtíðinni. Keppinauíarnir í Fortoroz voru mikljr og viðurkennd- ir afreksmenn í íþrótt sinni, en aðeins sex af tuttugu og einum áttu þess kost að öðlast þátítökurétt í kandídata- mótinu. Friðrik Ieysti ekki aðeins þá þraut að komast í hóp þessara sex útvöldu. Frammistaða hans er að sumu leyti enn betri en úrslitin sýna í fljótu bragði. Kemur þar til athugunar sú staðreynd, að í viðureigninni við sterkustu keppinautana gat hann sér mestan orðstír. Sýnir það, að þessi ungi íslendingur, sem fékk stór- meistaranafnbót fyrir nokkrum dögum, skipar sér í fylk- ingu sniöllustu skákmanna heimsins. íslendingar eru að vonum stoltir af Friðrik Ólafssyni. Úrslitanna í Portoroz var beðið af eftirvæntingu um land allt. Öllum lék hugur á að fylgjast með sókn Friðriks að markinu. Enginn vildi láta fra mhjá sér fara, hversu hon- um vegnaði á endasprettinum. Og sigur hans er öllum ís- lendingum gleðiefni. Þessi ungi skákkappi er í dag óska- foarn þjóðar sinnar. Því veldur í senn hæfileiki hans í skák- íþróttinni og óvenjulega • geðþekk framkoma Friðriks, skemmtilegar gáfur og sviptiginn drengskapur. Smáþjóð er mikils virði að eiga slíkan fulltrúa, þegar úrvalsmenn víðs vegar að úr veröldinni koma saman að reyna með sér í íþrbtt manntaflsins. Sigur Friðriks Ólafssonar í Portoroz verður íslentl- íngrnn áreiðanlega hvöt þess að gera sem bezt við þenn- an unga afreksmann, svo að honum) auðnist að helga sig skákíþróttinni til nýrra og stæihi sigra. Stórveldin myndu telja sér mikils virði að eiga manni eins og Friðrik á að skipa, hvað þá smáþjóð, eins og við íslend- íngar. Og við getum sannarlega treyst honum. Friðrik hefur tekið viðfangsefni sitt föstum tökum. Hann er í sífelldri sókn sem skákmaður, setur sér jafnan nýtt og hærra mark að unnum sigra og hlífir sér hvergi í íþrótt hugkvæmninnar, útsjónarseminnar, þolinmæðinnar og skapfestunnar. Þess vegna er hann sá afreksmaður, sem raun ber vitni. Og þess vegna geta íslendingar vænzt mikils af honum £ framtíðinni. Alþýðublaðið óskar Friðrik Ólafssyni innilega tiy ham- ingju með sigurinn í Portoroz og árnar honum allra heilla. Margir íslenikir iðnBðarmenn sækp norræna i Osló I ¥i! TOMAS VIGFUSSON tökunum síðan árið 1938, en þá var haldin ráðstefna í Osló, en Efnt til vegíegostu byggingariðnsýning- ar, er haídin hefur verið á Norðurlöndum HÓPUR íslenzkra iðnaðarmanna fór utan í gærmorgun til þess að sækia norrænu byggingarráðstefnuna, sem hefst í Osló í fyrramálið. Stendur ráðstefnan fram eftir vikunni og verður í sambandi við hana haldin stærsta og veglegasta bygg ingariðnsýning, sem haldin Iiefur verið á Norðurlöndum. Ráð- síeí'na þessi er haldin á vegum Norræna byggingardagsins og er búizt við, að til hennar komi hátt á annað þúsuntl fulltrúar úr hinum ýmsum byggingariðnaðarins á Norðurlöndum Tórnas Vigfússon. byggingar- meistari, sem. sæti á í stjórn ís- landsdeildar NBD var meðal þeirra, sem fóru utan í gær- morgun og átti Alþýðublaðið stutt samtal við hann áður en hann fór. Sagði hann að tuttugu og fjórir íslendingar færu til ráðsteí'nunnar, nítján karlmenn og fimm konur, og allir eru ís- lenzku þátttakendurnir í nán- um tengslum við -byggingariðn- aðinn. Úr stjórn íslandsdeildar NBD fara til ráðstefnunnar auk Vigfúsar þeir Hörður Bjarna- son húsameistari formaður stjórnarirmar og. Gunnlaugur Pálsson, arkitekt, en auk þess- ara eru í stjórninni þeir Axel Kristjánsson framkvæmdar- stjóri og Guðmundur Hall- dórsson byggingarmeistari. SAMTÖK UM BYGGINGARMÁLEFNI. Fyrir þrjátíu árum voru á Norðurlöndum mynduð sam- tök um byggingarmálefni, er skyldu gangast fyrir ráðstefn- um og byggingarmálasýningum á.fimm ára fresti og til skiptis í höfuðborgum landanna. Sam- tökin voru kennd við ráðstefn- una og er þaðan dregið nafn þeirra „Norrænn bvggingardag- ur“ eða N.B.D. KYNNA NÝJUNGAR. Markmið samtakanna er að kynna þróun og nýjungar í byggingarmálum Norðurlanda- þjóðanna og stuðia að innbyrð- is kynningu þeirra, sem starfa að þyggingarmálum. Stuðla samtökin að sem nánastri sam- vi.nnu landanna um byggingar- mál og samræmingu á sem flestum sviðum, enda eru að- stæður svipaðar og byggingar- hættir yfirleitt hinir sömu á Norðurlöndum, Eru samtökin orðin mjög víðtæk og fjölmenn og eru þátttakendur í þeim ráðuneyti, rannsóknarstofnan- ir, þæjarfélög, fagfélög, bygg- ingarfélög og framleiðendur. TÓLF AÐILAR STANÐA AÐ ÍSLENZKU DEILDINNI. Að íslandsdeild Norræna byggingardagsins standa tólf aðilar, sem tengdir eru bygging armálefnum þjóðarinnar, opin- berar stofnanir, fagfélög og byggingarfélög. ísland hefur verið virkur þátttakandi í sam- fNf- síðan hafa þær verið haldnan til skiptis í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsingfors. SMÁHÚS TIL UMRÆÐU. Aðalumræðuefni ráðstefn-- unnar verða að þessu sinni smáhúsabyggingar og samræm ing undirbúningsvinnu að byggingarframkvæmdum, þa'5 sem kallað er „totalprojekter- ing“, en þau mál munu nú vera mest til umræðu í byggingar- iðnaðinum. Talið er, að árlega séu byggð á Norðurlöndunumt fimmtíu þúsund smáibúðai’hús og þykir byggingarmönnum því ómaksins vert, að bei’a saman bækur sínar og gera. samanburð á þeirn aðferðurn, sem hver þjóð hefur til þess acf leysa þann vanda, sem fylgir einbýlishúsum og smáíbúða- hverfum. Niðurstöður ráðstefn- unnar verða gefnar út í bókum strax að henni lokinni. STÆRSTA ' ' ; BYGGINGARIÐNSÝNING. Tómas gat þess enn, a’ð í sambandi við ráðstefnuna verði haldin stærsta og veglegasta bvggingariðnsýning, sem hald- ín hefur verið á Norðurlöndun- Framhaltl á 5. síðw. r §1 í löl il Reykja- R - - 1 til 100 .R - - 101 til 200 R - - 201 til 300 R - - 301 til 400 R - - 401 til 500 R - - 501 til 600 R - - 601 til 700 R - - 701 til 800 Aðalskoðun reiðhjóla með hjálparvél fer fram bifreiðaeftirliti ríkísins, Borgartúni 7, sem hér segir: Þriðjudaginn 16. sept. . Miðvikudaginn 17, sept. Fimmtudaginn 18. sept. Föstudagujr 19. sept. Mánudaginn 22. sept. ,. Þriðjudaginn 23. sept. Miðvikudagintn 24. sept. Fimmtudaginn 25. sept, Skoðun á reiðhljóum með hjálparvél, sem eru í notk un hér í bænum. en skrásett annars staðar, fer fram 16. til 19. söpt. Sýna ber skilríki fvrir því, að lögboðin vátrvgging fyrir hvert reiðhjól sé í gildi. Vanræki einhver að koma reiðhióli sínu til sko®- unar á réttum degi, verður hann láíirm sæta sektum sara kvæmt umferðalög-um og reiðhjólið tekið úr umfwð, hvar sem til þess næst, Þetía íilkj’nnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 12. septeember 1858. Sigurjón Sigurðsson. r.y.y.y.. FRÁ ÍÞRÓTTAVELLINUM — í DAG kl. 2 hefst HAUSTMGT MEISTARAFLOKKS á Melavellinum. — Þá leika ...... ....j. ÞRÖTTUR - VALUR DQMARI: HORÐUR OSKARSSON. Línuverðir : 'Helji Heigason og Haralttur Gíslason. STRAX A EFTIR LEIKA DÓMARI: EIN'AR ÚJARTARSON. Línuverðir : Ingi Eyvind-s og Hailílór Sigtirðsson, Mótanefndin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.