Morgunblaðið - 06.09.1975, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975
Dagblaðið á mánudag
„ÞAÐ er ákveðið af okkar hálfu
að Dagblaðið komi út f fyrsta sinn
á mánudag og þá f 30 þús. ein-
tökum. Ekki er fyllilega ákveðið
hvað síðurnar verða margar, en ef
allt gengur að óskum verða þær
40 þennan dag, en ekki á ég nú
von á að blaðið verði svo stórt
daglega," sagði Jónas Kristjáns-
son ritsjóri hins nýja blaðs, Dag-
blaðsins, sem hefur göngu sfna á
mánudaginn.
Morgunblaðið spurði Jónas
hver væri tilgangurinn með út-
gáfu þessa blaðs: „Að gefa út
frjálst og óháð dagblað á tslandi,“
sagði hann.
Þá sagði hann, að búið væri að
ráða 15 fréttamenn og Ijós-
myndara á ritstjórn blaðsins, en 2
gætu ekki hafið störf strax, og
væri þetta sami fjöldi og hefði
verið með sér á Vísi. Um efnið í
fyrsta blaðinu hafði Jónas það að
Vitni vantar
FIMMTUDAGINN 4. september
var ekið, á bifreiðina R-9430, sem
er ljósgræn Mazda, þar sem hún
stóð á bifreiðastæði við Iðnaðar-
bankann í Lækjargötu. Gerðist
þetta fyrir hádegi. Vinstri hurð er
dælduð. Talið er að þessu hafi
valdið rauð amerísk fólksbifreið
sem ekið var afturábak að Mazda
bifreiðinni, og vitað er að tveir
menn munu hafa séð þegar rauðu
bifreiðinni var ekið afturábak.
Eru þeir beðnir að hafa samband
við rannsóknarlögregluna.
segja, að mikið væri um aug-
lýsingar og ekki væri fyllilega
búið að ákveða hvað færi inn í
fyrsta tölublaðið, þó mætti jafn-
vel búast við grein um land-
búnaðarmál, eftir einn af tals-
mönnum landbúnaðarins.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Svein R. Eyjólfsson
framkvæmdsstjóra Dagblaðsins
og spurði hann hvort gengið hefði
verið frá stofnun hlutafélags um
reksturinn. Sveinn kvað enn ekki
gengið frá því máli, en væntan-
lega yrði það um helgina og nafn
félagsins þá tilkynnt á venju-
legan hátt. Hann sagði aðspurður,
að ekki væri búið að ganga frá
hlutafjáreign og vildi ekkert gefa
út á hverjir yrðu stærstu hlut-
hafar hins fyrirhugaða félags.
„Það hefur verið í önnur horn að
líta undanfarið og nú get ég farið
að snúa mér að hlutafélaginu,"
sagði hann.
Fréttastjóri Dagblaðsins hefur
verið ráðinn Jón Birgir Péturs-
son, Ritstjórnarfulltrúi Haukur
Helgason og auglýsingastjóri
Ásgeir Hannes Eiriksson.
Tækniskólinn:
Þessa dagana stendur yfir f
Washington ársfundur AI-
þjóðagjaldeyrissjóðsins. Af Is-
lands hálfu sitja fundinn þeir
Matthfas Á. Matthíesen fjár-
málaráðherra, Ólafur Jó-
hannesson viðskiptaráðherra,
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri og Jón Sigurðsson for-
stöðumaður Þjóðhagsstofnun-
arinnar. Á myndinni sjást þeir
Jóhannes og Ólafur fremst en
fyrir aftan þá eru Matthfas og
Jón.
Ekki krafa um launahækkun
Vörusýningu að ljúka
LIÐLEGA 55 þúsund gestir
höfðu komið á Vörusýninguna
þegar Mbl. hafði samband við
Laugardalshöll i gærkvöldi. Nú
eru aðeins tveir sýningardagar
eftir, þvi sýningunni lýkur
klukkan 23 annað kvöld, en
siðasti gesturinn fer inn klukkan
22. Metaðsókn að sýningum sem
þessarri er 64 þúsund gestir, en
það var á Alþjóðlegu vöru-
sýningunni 1971.
Messurnar
AF óviðráðanlegum ástæðum
koma sunnudags-messurnar ekki
í blaðinu i dag, en verða þess í
stað í blaðinu á morgun,
sunnudag.
- segja kennarar
ENN HEFUR kennsla í Tækni-
skólanum ekki hafizt og mun vart
hefjast fyrr en samkomulag
hefur náðst milli fjármálaráðu-
neytisins og kennara skólans.
Morgunblaðinu barst f gær yfir-
lýsing frá kennurunum og enn-
fremur frá' nemendaráði skólans,
og fara þær hér á eftir.
Yfirlýsing kennaranna er svo-
hljóðandi:
„Fundur kennara við Tækni-
skóla Islands haldinn 5. sept. 1975
harmar þann seinagang, sem
orðið hefur á viðræðum við
stjórnvöld um launakjör starfs-
manna skólans. Fundurinn leggur
áherzlu á að hér er ekki um að
ræða kröfur um launahækkun,
heldur er aðeins farið fram á, að
kennarar njóti þeirra launakjara,
sem ráðningarsamningar þeirra
haustið 1974 kveða á um.
Þá átelur fundurinn harðlega
þau vinnubrögð, sem nú fyrst
hafa verið upplýst, að launadeild
fjármálaráðuneytisins hafi mis-
túlkað sfðustu kjarasamninga og
•skipað kennurum ranglega í lægri
launaflokk en þeim bar.
Því lýsir fundurinn yfir
óbreyttri stefnu kennara Tækni-
skóla Islands að hefja ekki
kennslu fyrr en fjármálaráðu-
neytið hefur leiðrétt mistúlkun
sína.“
Yfirlýsing nemendaráðs skól-
ans er svohljóðandi:
„Nemendaráð Tækniskóla Is-
lands kom saman í dag til að fjalla
um deilu kennara og fjármála-
ráðuneytisins. Fyrirhugaður er
fundur allra nemenda skólans á
mánudaginn vegna hugsanlegra
aðgerða þeirra í rnálinu."
Lóðaúthlut-
un og fjár-
framlög
ALÞYÐUBLAÐIÐ heldur því
fram í frétt í gær, að Ármanns-
fell hf„ sem fékk lóðina á
gatnamótum Grensásvegar og
Hæðagarðs, hafi greitt undir
borðið eina milljón króna f
byggingasjóð hins nýja Sjálf-
stæðishúss. Jafnframt segir
blaðið, að til harkalegra orða-
skipta hafi komið út af þessu á
borgarstjórnarflokksfundi
Sjálfstæðisflokksins milli
Davfðs Oddssonar og Alberts
Guðmundssonar.
Morgunblaðið ræddi I gær
við Davíð Oddsson og spurði
hann um viðbrögð hans við
þessari frétt. Davlð sagði að
verulega væri rangt með farið
í frétt Alþýðublaðsins, en að
öðru leyti vildi hann ekki
skýra frá því, sem fram hafi
komið á áðurnefndum fundi,
þar sem allt það, sem fram
hefði farið á honum, væri
trúnaðarmál, svo sem á öðrum
slíkum fundum.
Þá reyndi Mbl. að hafa tal af
Albert Guðmundssyni til þess
að fá viðhorf hans til fréttar-
innar, en hann var erlendis og
eigi væntanlegur fyrr en eftir
helgi. Mbl. er hins vegar
kunnugt um, að á áðurnefnd-
um fundi mun Albert hafa lýst
yfir að lóðaúthlutun til
Ármannsfells væri algerlega
óháð þvi, hverjir lagt hefðu fé
I byggingasjóð Sjálfstæðis-
hússins.
Bandalag háskólamanna:
Launakröfurnar frá 95 þús.
kr. upp í 348.732 krónur
Eru
þeir að
fá 'ann
7
Við höfðum samband við
Friðrik Stefánsson hjá Stang-
veiðifélagi Reykjavikur og
fengum hjá honum fréttir af
ám á vegum félagsins.
Norðurá
Veiði í Norðurá lauk 1.
september og höfðu þá veiðzt
rúmlega 2000 laxar. Var
sumarið mjög gott og veiðin um
500 löxum meiri en á sl. ári.
Grímsá
Sömu sögu er að segja um
Grímsá veiðin þar í gærkvöldi
var orðin um 2000 laxar en
tímanum lýkur þann 12. Grimsá
endist betur en Norðurá, en er
þá seinni af stað. Laxateljari
var settur þar niður fyrir l'Æ
mánuði og hefur hann nú talið
um 4000 laxa.
Elliðaárnar
Þessi perla Reykjavíkur
hefhr ekki látið sitt eftir liggja
í sumar og eru komnir um 2000
laxar á land á 4—5 stangir. Þar
hafa komið góðir sprettir að
undanförnu.
Leirvogsá
I gær voru komnir 707 laxar á
land í Leirvogsá, sem er algert
met fyrir þá á. I fyrra veiddust
þar 332 laxar.
Gljúfurá
Rúmir 500 laxar eru komnir á
land í Gljúfurá, en voru aðeins
um 150 i fyrra. Þar er veitt á 3
stangir og lýkur veiðitimanum
20. þessa mánaðar.
Stóra-Laxá
Veiðin í Stóru-Laxá hefur
verið með bezta móti I sumar,
en ekki lágu fyrir nákvæmar
tölur, því að svæðið er stórt og
um 3 veiðihús að ræða. Er lík-
legt að 3—400 laxar séu komnir
á land en 157 í fyrra.
Lagarfljótssvæðið
Þar hefur I sumar orðið vart
við fyrsta árangur mikils rækt-
uharstarfs og eru miklar vonir
bundnar við það svæði á næstu
árum. Á Breiðdalsársvæðinu
eru komnir um 100 laxar.
BANDALAG háskólamanna
hefur nú lagt fram kröfugerð og
megintillögur um aðalkjara-
samning milli BHM og fjármála-
ráðherra f.h. rfkissjóðs fyrir
tfmabilið 1. júlf 1976 til 30. júnf
1978. Er lagt til að launaflokkar
verði 20 og laun f lægsta launa-
flokki kr. 95.745 á mánuði f
byrjunarlaun, en 119.880 kr. eftir
meir en 6 ára starfsaldur. Hæsti
launaflokkurinn nefnist A30 og
þar er lagt til að fastalaun verði
278.524 á mánuði í byrjunariaun
en 348.732 kr. eftir meir en 7 ára
starf.
Jón Rögnvaldsson formaður
kjaramálanefndar Bandalags há-
skólamanna sagði í viðtali við
Morgunblaðið i gærkvöldi, að
launakröfur BHM væru fyrst og
fremst miðaðar við að ná aftur
þeim kaupmætti, sem var eftir
úrskurð Kjaradóms 15. febrúar
1973. Auk þess hafi nokkuð mið
verið tekið af launum á frjálsum
markaði. Gerð væri krafa um að
verðlagsbætur verði greiddar á
laun og I því sambandi hefði þótt
eðlilegt, að miða við svo nefnt
„rautt strik“, þ.e. að verðlagsbæt-
ur yrðu greiddar á laun í hlutfalli
við hækkun framfærsluvísitölu
umfram 477 stig.
Ennfremur sagði hann, að gert
væri ráð fyrirgrunnlaunahækkun
um um 5% 1. janúar 1977, 5% 1.
júlí 1977, og 5% 1. janúar 1978.
Jón sagði að í efsta launaflokk-
um A30 þar sem gert er ráð fyrir
lægstu launum 278.534 en hæstu
kr. 348.732 voru menn eins og
biskup Islands, háskólarektor, og
póst- og simamálastjóri. Næst
hæsti launaflokkurinn er A-29,
þar er gert ráð fyrir byrjunar-
launum kr. 263.303 og hæst kr.
329.674. I þeim launaflokki er t.d.
vegamálastjóri. I launaflokki A27
eru t.d. margir ríkisforstjórar, og
þar er gert ráð fyrir byrjunar-
launum kr. 235.310 en hæst kr.
294.625. Mjög margir aðilar eru I
launaflokki A12 eins og t.d. gagn-
fræðaskólakennarar, sem ekki
hafa próf í uppeldisfræði. Þá er
gert ráð fyrir 101.281 kr. i
byrjunarlaun en eftir lengstan
starfsaldur kr. 126.810 kr.
3 nýir fræðslustjórar
Menntamálaráðherra hefur nú
skipað i stöður fræðslustjóra í
Austurlands-, ' Suðurlands- og
Vesturlandsumdæmum sam-
kvæmt grunnskólalögum. Þeir
fræðslustjórar, er nú hafa verið
skipaðir, munu hafa aðsetur á Sel-
fossi, Reyðarfirði og i Borgarnesi.
Jón R. Hjálmarsson skólastjóri
hefur verió settur fræðslustjóri í
Suðurlandsumdæmi, en það nær
yfir Vestur-Skaftafellssýslu, Vest-
mannaeyjar, Rangárvallasýslu og
Árnessýslu. Kristján Ingólfsson
námstjóri hefur verið settur
fræðslustjóri I Austurlandsum-
dæmi, en það nær yfir Norður-
Múlasýslu, Seyðisfjarðarkaup-
stað, Suður-Múlasýslu, Neskaup-
stað, Eskifjarðarkaupstað og
Austur-Skaftafellssýslu. Snorri
Þorsteinsson kennari hefur verið
settur fræðslustjóri í Vestur-
landsumdæmi, en það nær yfir
Borgarfjarðarsýslu, Akranes-
kaupstað, Mýrarsýslu, Snæfells-
nes- og Hnappadalssýslu og Dala-
sýslu.
Fræðslustjórarnir voru settir í
stöðurnar um eins árs skeið frá 1.
þ.m. að telja.
Innbrot á
Vopnafirði
INNBROT var framið í Kaupfélag
Vopnfirðinga í fyrrinótt stolið
þaðan nokkrum segulbands og út-'
varpstækjum. Talið er að verð-
mæti þýfisins sé eitthvað á annað
hundrað þúsund krónur. Þar eð
enginn lögreglumaður er nú starf-
andi á Vopnafirði, fóru tveir
menn frá rannsóknarlögreglunni
I Reykjavik flugleiðis til Vopna-
fjarðar í gær. Ekki var búið að
hafa upp á þjófunum þegar Mbl.
hafði samband við Vopnafjörð i
gærkvöldi.
Verður heita vatnið flutt
milli staða innanlands?
UN SKEIÐ hefur staðið yfir á
vegum iðnaðarráðuneytisins
athugun ýmissa kosta, er varða
húshitun með rafmagni og
heitu vatni.
Gunnar Thoroddsen iðnaðar-
ráðherra hefur í því sambandi
skipað hinn 4. þ.m. nefnd til
þess að framkvæma sérstaka
athugun á því, hvort hagkvæmt
sé ,að flytja heitt vatn með
skipum frá höfnum nærri jarð-
hitásvæðum til þéttbýlisstaða
meðfram ströndum landsins,
sem eigi hafa aðgang að
jarðvarma svo vitað sé, og hvort
það gæti leitt til lausnar á hús-
hitunarvanda þeirra.
I nefndinni eru: Þóroddur
Th. Sigurðsson vélaverkfræð-
ingur, formaður, dr.
Guðmundur Magnússon
prófessor og Pétur Stefánsson
byggingarverkfræðingur.