Morgunblaðið - 06.09.1975, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975
5
1
HVBR HREPPIR 1. DEJLDAR S FI IÐ?
t DAG kl. 14 fer fram á Mela-
vellinum leikur milli íþrótta-
bandaiags Vestmannaeyja og
Þróttar um það sæti sem fjölgað
verður um f 1. deild tslandsmóts-
ins f knattspyrnu næsta sumar.
Sem kunnugt er urðu Vestmanna-
eyingar neðstir í 1. deildar keppn-
Þór í 2.
deild
ÞRÁTT fyrir að á ýmsu hafi gengiS
meS framkvæmd keppninnar f 3.
deild var úrslitaleikurinn milli Þórs
og KA, sem fram fór á Akureyri á
fimmtudagskvöldiS meS meiri glæsi-
brag en áSur hefur þekkzt I þessari
deild.
Keppt var á grasvellinum, fagur-
grænum og sléttum, i fegursta veSri
aS viSstöddum um 1300 áhorfend-
um, sem tóku þátt i leiknum af lifi og
sál og hvöttu leikmenn ákaft.
Nokkurs taugaóstyrks gætti hjá
leikmönnum beggja liSa í byrjun og
talsvert var um ónákvæmar send-
ingar. Á 3. min. komst Jóhann
Jakobsson frfr innfyrir vörn Þórs, en
Samúel markvörSur, sem átti góSan
leik aS þessu sinni, kom út á móti og
bjargaSi vel.
Á 25. min. skoraSi Óskar Gunnars-
son fyrsta mark leiksins fyrir Þór.
Fékk hann sendingu inn f vitateig-
inn, þar sem hann var einn og
óvaldaSur og skoraSi örugglega.
Þórsarar sóttu nokkuS eftir
markiS, en á 30. min. var Baldvin
Þór HarSarsyni brugSiS innan vita-
teigs og var umsvifalaust dæmd vita-
spyrna á KA. ASalsteinn Sigurgeirs-
son framkvæmdi spyrnuna og skor-
aSi örugglega
SÍÐARI HÁLFLEIKUR
Á 10. min. siSari hálfleiks bætti
GuSni Jónsson 3. marki Þórs viS
meS góSu skoti af 20 m færi.
KA-menn sóttu talsvert þaS sem
eftir var leiksins, án þess aS þeim
tækist aS skapa sér verulega hættu-
leg tækifæri, en þaS var einn helzti
galli hjá báSum liSum hvaS sóknar-
leikurinn var bitlaus. ÞaS var ekki
fyrr en rétt fyrir leikslok, aS Jóhann
Jakobsson átti hörkuskot undir þver-
slá og náSi Samúel aS handsama
knöttinn á síSustu stundu.
Á 43. min. skoraSi Jón Lárusson
svo 4. mark Þórs, eftir aS vörn KA
hafi veriS splundraS.
Sigur Þórs i þessum leik var verS-
skuldaSur, þar sem liSiS er heil-
steyptara, þegar á heildina er litiS.
Hinsvegar má deila um þaS, hvort
sigur þeirra hafi ekki veriS of stór
miSaS viS gang leiksins.
Dómari var GuSjón Finnbogason
og dæmdi hann mjög vel meS aSstoS
linuvarSanna Grétars NorSfjörS og
Hinriks Lárussonar.
Þór hefur meS þessum sigri tryggt
sér sæti i 2. deild næsta ár. en KA á
ennþá von um aS hljóta þar sæti, en
til þess þurfa þeir aS keppa viS
Víking Ó og ÍBÍ um tvö laus sæti þar.
AS leik loknum afhenti Helgi
Danielsson formaSur mótanefndar
KSÍ sigurlaunin og fögnuSu
áhorfendur sigurvegurum ákaft aS
leik loknum.
Aðalsteinn Slgurgeirsson, fyrirliði Þórs meó
sigurlaunin 13. deild.
inni f ár, en Þróttarar urðu f öðru
sæti í 2. deiid.
Nokkur forföll verða í báðum
liðunum í dag. Þannig vantar Ólaf
Sigurvinsson í Vestmannaeyja-
liðið, en hann er með íslenzka
landsliðinu í Belgiu. 1 lið Þróttar
vantar nokkra leikmenn sem
farnir eru í sumarfrí til sólar-
landa. Eigi að síður ætti að geta
orðið mikil barátta í leiknum í
dag, enda mikið í húfi, ekki sfzt
fjárhagslega fyrir félögin. Liðin
sem leika í 1. deild hafa jafnan
allgóðar tekjur af leikjum sínum í
mótinu, en tekjur liða í 2. deild
eru hverfandi litlar.
Það verður að teljast Þrótti f
hag í þessum leik að leikið verður
á malarvelli, en dregið var um
það hvort leikurinn færi fram á
Breiðabliksvellinum f Kópavogi
eða á Melavellinum, og kom Mela-
völlurinn upp.
Langiþig
til Kanaríeyja,
þá lestu þetta
Okkur er ekkert aö vanbúnaöi lengur. Viö
höfum nú gengiö endanlega frá gistingu á
Kanaríeyjum fyrir allar okkar feröir í vetur, og
þetta er það sem viö bjóöum:
VERÐ Á DVÖL í 1 VIKU FRÁ KR. 37.400
VERÐ Á DVÖL í 2 VIKUR FRÁ KR. 42.800
VERÐ Á DVÖL í 3 VIKUR FRÁ KR. 48.200
Auk þess bjóöum við barna- unglinga- og
hópafslátt frá þessu verði.
Dvöl á hótelum, íbúðum og smáhýsum, ýmist
meö eöa án fæöis.
Nú er um aö gera að hafa samband viö sölu-
skrifstofur okkar og umboðsmenn eöa ferða-
skrifstofur, til þess að fá ýtarlegri upplýsingar
og panta síðan.
L0FTLEIDIR
iSLAJVDS
Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu
^ ...........
Atta landsliðsmenn
undir lœknishendi
Frá Ágústi I. Jónssyni
fréttamanni með lands-
liðinu í Liege f Belgíu:
ÞAÐ VAR DAUFT hljóðið
meðal fslenzku landsliðsmann-
anna hér f Liege f Belgfu f dag.
Tapið gegn Frökkum sat f
mönnum og meiðsli hrjáðu
marga af máttarstólpum Iiðs-
ins. Vonir stóðu þó til, að þeir 8
leikmenn sem þurftu á læknis-
meðferð að halda, gætu leikið
með á móti Belgum f lands-
leiknum sem fer fram á leik-
velli Standard Liege annað
kvöld.
Gísli Torfason meiddist í lok
leiksins gegn Frökkum og hann
er engan veginn búinn að ná
sér. Spurningin var, hvort nota
ætti Gísla annað kvöld og eiga
það þá ef til vill á hættu að
meiðslin ágerðust og hann gæti
ekki leikið á móti Sovétmönn-
um á miðvikudaginn f næstu
viku. Jón Pétursson fékk
matareitrun og var undir
læknishendi. Guðgeir Leifsson
var með' slæma hálsbólgu og
hita. Auk þessara leikmanna
fóru þeir svo f nudd og geisla-
meðferð Árni Stefánsson,
Matthías Hallgrímsson, Elmar
Geirsson, Hörður Hilmarsson
og Ólafur Sigurvinsson.
Þau eru mörg vandamálin
sem Tony Knapp og félagar
hans f landsliðsnefndinni höfðu
við að glíma í dag. Jóhannes
Eðvaldsson farinn til Skotlands
og auk þess öll þessi meiðsli. En
líklegt er, að liðið í kvöld skipi
eftirtaldir leikmenn. Markvörð-
ur Árni Stefánsson, varnar-
menn: Ólafur Sigurvinsson,
Jón Pétursson, Gisli Torfason
og Marteinn Geirsson. Miðju-
menn: Matthías Hallgrímsson,
Hörður Hilmarsson, Ásgeir
Sigurvinsson og Guðgeir Leifs-
son. Framiinumenn: Teitur
Þórðarson og Elmar Geirsson
Varamenn verða Þorsteinn
Ólafsson, Björn Lárusson, Jón
Gunnlaugsson Jón Alfreðsson
og Grétar Magnússon. Heyrzt
hefur að Ásgeir Sigurvinsson
verði fyrirliði.
I belgíska liðinu leika þrír
leikmenn á heimavelli í kvöld,
Ásgeir Sigurvinsson, belgíski
markvörðurinn Piot og varnar-
maðurinn Devalpue.
I
J
i